Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1990
JllrogisttÞIftfeifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
BjörnJóhannsson,
ÁmiJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
BaldvinJónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. ( lausasölu 90 kr. eintakið.
Páskar
Sá tími fer í hönd þegar
umhverfi okkar - gróð-
urríkið - rís upp úr klakabönd-
um vetrar, kulda og myrkurs
til nýs lífs: lita, anganar og feg-
urðar. Þannig talar almættið og
sköpunarverk þess til okkar,
árvisst, á táknrænan hátt um
upprisuna og eilífðina.
Það fer vel á því að páskarn-
ir eigi samleið með vorinu. Þeir
eru upprisuhátíð Drottins okk-
ar, Jesú Krists, sem sagði: „Ég
lifi og þér munuð lifa." Þeir eru
í raun vitnisburður um sigur
lífsins yfir dauðanum. Þeir eru
sú hátíð með kristnum þjóðum
sem hæst rís.
Það er hins vegar ekki hægt
að horfa fram hjá þeim jarð-
bundna veruleika, að skuggar
píslargöngunnar og krossfest-
ingarinnar hvíla enn yfir mann-
kyni. Grimmdin og ranglætið,
sem föstudagurinn langi stend-
ur fyrir, skyggja gjörvalla
mannkynssöguna, fram á okkar
daga. Milljónir manna þjást enn
í dag vegna kúgunar, ófriðar,
hungurs, fáfræði og sjúkdóma.
Milljónir manna eru landflótta.
Tugþúsundir á tugþúsundir of-
an láta lífið vegna ofstækis,
ofríkis, átaka og hryðjuverka.
Kærleiksboðskapur Jesú
Krists á því ríkulegt erindi til
þjóða og eiristaklinga enn í dag.
Sem betur fer er hann víða að
verki í samfélagi þjóða og ein-
staklinga og hefur miklu góðu
komið til leiðar. En betur má
mannkyn rækta náungakær-
leikann til að sigrast á hörm-
ungum samtímans. Mestu máli
skiptir að missa ekki sjónar á
því góða í tilverunni, því góða
í brjósti sérhvers manns, og
fylgja því.
Páskasól hinnar kristnu
kenningar þarf að rísa í hádeg-
isstað í samfélagi þjóðanna,
leysa klakabönd grimmdar og
ranglætis, og vekja kærleikann,
þekkinguna og fegurðina til
meiri áhrifa.
Það má heldur ekki gleymast
að hver einstaklingur er hugar-
heimur út af fyrir sig, þar sem
á takast hin sömu öfl og í hinum
ytri heimi. Ábyrgð hvers og eins
á þessum einkaheimi er mikil.
Einnig þar og ekki sízt þar er
þörf á því að páskasólin rísi,
vermi og vekji hið góða í hverri
manneskju, guðsneistann í
brjósti hennar, til nýs og ríkara
lífs.
Megi vekjandi sól páskahá-
tíðarinnar rísa í sinni okkar allra
og styrkja frið, kærleika og
velferð í heiminum. Með þeim
orðum óskar Morgunblaðið les-
endum sínum og landsmönnum
öllum gleðilegra páska.
Afinæli for-
setans
Frú Vigdís Finnbogadóttir,
forseti íslands, er sextug á
sunnudag. Af því tilefni birtir
Morgunblaðið viðtal við afmæl-
isbarnið, þjóðhöfðingja okkar.
Þar er víða komið við, en landið
okkar, saga og menning eru
hvarvetna á næsta leiti.
í viðtalinu segir forsetinn
m.a.:
„Við getum aldrei nógsam-
lega glaðst yfir því að eiga þetta
land. Vtö getum litið á fjall og
hugsað: Ég á þetta fjall og eng-
inn tekur það frá mér. Við höf-
um tengsl við landið, náttúruna,
hverja þúfu á einstakan hátt
sem ég hefi hvergi fundið ann-
ars staðar. Að eiga fjallið sitt,
það er kjarni málsins."
Vigdís forseti segir, aðspurð
um það, hvað hún meti mest í
fari landa sinna:
„Ég gæti notað ýmis orð um
það. En kannski einlægni og
hjartahlýja nái yfir flesta þá
eiginleika sem ég met mesta.
Það felur í sér heiðarleika og
virðingu. Þar með virðum við
lög þjóðfélagsins, umgengnis-
reglur settar af samfélaginu,
og vinnum að eigin heill og
hamingju. Að taka ábyrgð á
sjálfum sér skyldi brýnt fyrir
öllum, þar með tekur hver
ábyrgð á öðrum. Þá gengur allt
betur - orkan beinist í réttan
farveg og það til betra þjóðfé-
lags."
Landið og þjóðin, menningin
og umhverfið, eru ofarlega í
huga forsetans. Það er gott að
eiga þjóðhöfðinga með svo ríkan
skilning á og svo djúpa virðingu
fyrir því sem gerir þjóð okkar
að þjóð, tungu okkar, menning-
ararfleifð og sögu, að ógleymdu
landinu okkar, sem þjóðin nam
á níundu öld og hefur byggt
síðan.
Morgunblaðið ámar forseta
íslands, frú Vigdísi Finnboga-
dóttur, heilla sextugri. Það tek-
ur heilshugar undir hvatningu
hennar til æsku landsins:
„Menntið ykkur, lærið eitthvað
sem gerir ykkur sjálfstæð, gerir
ykkur að betri foreldrum .. .
Við lifum í heimi þar sem þekk-
ingin er lykill að nýjum víddum,
verðmætum sem skipta máli og
velfarnaði þjóðarinnar."
Spjallstund í setustofunni um prestsstarfíð og mannlífíð.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Námskeið guðfræðinema í Skálholtsskóla:
Kirkjan og staða i
ins er í brennipunkti
Selfossi. _______________
SKALHOLTSSKOLI gekkst
fyrir skömmu fyrir námskeiði
fyrir guðfræðinema undir heit-
inu Að verða prestur. Á náru-
skeiðinu var farið yfir alla þá
þætti sem eru átakapunktar
fyrir presta sem eru að taka sín
fyrstu skref í starfi. Um 30 guð-
fræðinemar sóttu námskeiðið
og í Jjós kom að mikill og brenn-
andi áhugi er á málefriinu. Þeir
sem sóttu námskeiðið sögðu það
mJög gagnlegt, en hjá guð-
fræðinemum er gjarnan tog-
streita um það hvort þeir eigi
að leggja fyrir sig prestsskap
eða ekki.
Sigurður Árni Þórðarson rektor
Skálholtsskóla sagði kirkjuna í
íslensku samfélagi vera þunga-
miðjuna í námskeiðinu og þá um
leið staða prestsins. Ennfremur
langanir fólks til starfa og at-
hafna. Tilgangurinn með nám-
skeiðinu er miðlun reynslu og
fræðslu um prestsstarfið, undir-
búning vígslu og fyrstu skref
prestsstarfsins.
Mig langar að þjóna Kristi
„Ég er ákveðin í að verða prest-
ur," sagði Sigríður Guðmarsdóttir
guðfræðinemi frá Reykjavík. „Ég
var hins vegar ákveðin í að verða
ekki prestur þegar ég byrjaði í
guðfræðináminu.
Við þessa ákvörðun þarf fólk
að glíma og að það hafi trú til að
byggja starfið á. Það er grunnþátt-
urinn að játast undir trúna. Síðan
Þorgrímur Daníelsson guðfí-æði-
nemi.
Kópavogur og Reykjavík:
Eignarréttur og
1 ögsaga sitt hvað
NIÐURSTÖÐUR þriggja greinargerða, sem Reykjavíkurborg hefíir lát-
ið vinna um landamerki við nágrannasveitarfélögin ber ekki að öllu
leyti saman við álit bæjaryfirvalda í Kópavogi. Sigurður Björnsson
bæjarverkfræðingur, bendir á að ekki megi rugla saman eignarrétti og
lögsögu sveitarfélaga en hann segist að mestu vera sammála greinargerð-
um borgaryfirvalda um hvar mörkin liggi.
Vegna vinnu við Aðalskipulag
Kópavogs 1982 - 2003 aflaði Sigurð-
ur gamalla gagna og kannaði mer-
kjalýsingar frá síðustu öld, til að
grafast fyrir um hvar sýslumörk
Arnessýslu teldust vera. „Um þetta
vor uppi ýmsar skoðanir og misgöml-
um landakortum ber ekki saman um
mörkin," sagði Sigurður. „Greinar-
gerðir Reykjavíkurborgar eru mjög
samviskusamlega unnar og eru hin
merkustu rit, sem ber að þakka.
Þessar athuganir, bæði Reykjavíkur-
borgar og Kópavogs, bera að sama
brunni, það er áð sýslumörk liggi um
háeggjar Bláfjalla í Vífilfelli og það-
an í landnorður um Sýslustein og
Sýsluþúfu í Borgina á Stóra-Borgar-
hól á Mosfellsheiði."
Sagði Sigurður að í markalýsingu
Vatnsenda, sem þinglýst er hinn 22.
maí 1883, er mörkum lýst allt upp
í Stóra-Kóngsfell og lýsing Elliða-
vatns, sem þinglýst er 16. maí 1884,
greinir mörk jarðarinnar allt að
sýslumörkum. „Þess vegna er lög-
saga Kópavogs og raunar Reykjavík-
ur einnig, talin ná allt að sýslumörk-
um á háhrygg Bláfjalla, þótt vitað
sé, að fyrr á öldum hafi þar efra
verið sá almenningur, sem nefndur
var Kóngsland," sagði Sigurður.
„Ætti að endurvekja þá skipan mála
er næsta Iíklegt að Reykjavík hlyti
ekki lögsögu þar heldur yrði hún
falin sýslumanninum í Rjósasýslu eða
bæjarfógetanum í Kópavogi.
Lögsaga er eitt og afnotaréttur
eða eignarréttur annað og þarf ekki
að fara saman þó svo geti verið. Ég
tel rangt að halda því fram að
Reykjavík sé hluti af Seltjarnarnes-
hreppi hinum forna eins og Hjörleifur
Kvaran gerir, heldur er borgin byggð
sem þéttbýliskjarni út úr landi
hreppsins og getur það vissulega
haft sitt að segja varðandi rétt eða
réttleysi Reykjavíkur til afréttarins."
Sagði hann að þegar Kópavogs-
kaupstaður hlaut kaupstaðarréttindi
árið 1955 og þar með sjálfstæða lög-
sögu yfir jörðunum Gunnarshólma,
R E Y K J A V
•/
HAFNARFJORÐUR
Við endurskoðun aðalaskipulags
var merkjalýsing endurbætt í nóv-
ember 1989, að sögn Sigurðar
Björnssonar bæjarverkfræðings,
og það kort gert, sem hér fylgir
með. Á því sjást lögsögumörk
Kópavógs eins og bæjaryfirvöld
teljaþau vera. Aðalskipulag
Kópavogs 1988 til 2008 er nú til
staðfestingar lij;í skipulagsstjórn -
ríkisins.
0 1 5
1 I i
MorgmblaiiV GÓI
Geirlandi og Lækjarbotnum þá fylgdi
lögsagan yfir Sandskeiði og löndum
þar í grennd með í raun, enda'óeðli-
legt annað. „Ég vil benda á, að Kópa-
vogur og Garðabær hafa sett niður
aldagamlar þrætur um landamörk
og samið um ný bæjarmörk í takt
við síðari tíma byggðaþróun," sagði
Sigurður. „Einnig hafa Reykjavík og
Kópavogur samið um breytt bæjar-