Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990 H Andrésar andar-leikarnir verða haldnir í Hlíðarfjalli í 15. sinn dagana 18.-22. apríl. Þátttak- endur á leikunum hafa aldrei verið jafn margir og nú, en þeir eru 742 og þeim fylgja um 200 fararstjór- ar. Andrésar andar-leikarnir eru fyrir börn 12 ára og yngri og koma þau víða af að landinu. Gísli Kr. Lórenzson formaður Andrésar- nefndar sagði 'að undirbúningi væri nú að mestu lokið, en hann hefði staðið yfir allt frá því síðustu leikar voru haldnir. „Markmiðið með leikunum er tvíþætt, þetta er fyrst og fremst leikur fyrir krakka 12 ára og yngri, en einnig erum við að leggja grunnin að skíðafólki framtíðarinnar. Allt okkar besta skíðafólk á seinni árum hefur stað- ið upp úr á Andrésar andar-leikun- um, þannig að við erum að búa til skíðafólk jafnframt því sem við telj- um okkur vinna að uppbyggilegu æskulýðsstarfi," sagði Gísli. Allir þátttakendur verða leystir út með gjöfum, Skipadeild Sam- bandsins gefur verðlaun á leikun- um, allt sérsmíðaða gripi. Þá gefa ýmis fyrirtæki á Akureyri öllum börnunum drykkjarkönnur að gjöf, einnig fá þau lyklakippur, tau- og járnmerki. „Það er ekki hægt að halda leikana nema með samstilltu átaki þeirra sem að þeim standa og fyrirtækjanna á Akureyri sem stutt hafa við bakið á okkur frá upphafi, en þau hafa lagt fram stór- ar upphæðir," sagði Gísli. ¦ Hörður Jörundsson opnar málverkasýningu í Gamla Lundi við Eiðsvöll í dag, skírdag, kl. 14. A sýningunni eru um 40 myndir, flestar málaðar á þessu ári. Sýning- 'in er fimmta einkasýning Harðar, en hann hefur einnig tekið þátt í samsýningum, m.a. með Mynd- hópnum. Hörður stundaði teikningu hjá Jónasi Jakobssyni myndhöggv- ara, hann er lærður málari og lærði marmara- og viðarlíkingamálningu í Kaupmannahöfn. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-22 og henni lýk- ur að kveldi sumardagsins fyrsta, 19. apríl, næstkomandi. Þýski strengjakvartettinn Markl heldur tónleika á sal Menntaskól- ans á Akureyri, þriðjudagskvöldið 17. apríl næstkomandi. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Kvartettinn er hér á landi á vegum Tónlistarfélags Akureyrar, Kammermúsíkklúbbs- ins og þýska sendiráðsins. Á efnis- skránni eru verk eftir Haydn, Beet- hoven og Wilhelm Kempf. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Ný Eyjafjarð- arferja til heimahaftiar FERJA sem nota á til siglinga á Eyjafírði, til Hríseyjar og Grímseyjar, er væntanleg til landsins á laugardag, en hún er keypt í Noregi. Ferjan var afhent í Bergen í vikunni og sigldi af stað áleiðis til Iandsins í fyrradag. Heimahöfh ferjunnar verður í Hrísey og er búist við að hún muni sigla inn í höfhina um hádeg- isbil á laugardaginn kemur. Ferjan, sem hét Bremnes, var í siglingum á milli Bergen og Stavan- ger í Noregi með viðkomu á minni stöðum. Kaupverð hennar er um 67 milljónir króna. Skipið er smíðað árið 1978 og er rúmir 40 metrar á lengd. I áhöfninni verða fjórir menn og skipstjóri verður Örlygur Ingólfsson. Tekið verður á móti ferjunni með viðhöfn, gestum boðið að skoða hana og væntanlega verður farið í sigl- ingu. Ferjan mun síðan sigla til Grímseyjar og þar ætla kvenfélags- konur að bjóða til kaffísamsætis í tilefni ferjukomunnar. Morgunblaðið/KGA Tjón af vðldum veðurofsans í gær varð með ýmsu móti. Þakplötur losnuðu og ein þeirra fór inn um rúðu á íbúðarhúsi og stóð föst í glugganum. Á innfelldu myndinni sést stór rifa, sem þakplata risti á bílhurð. Yfír 12 vindstig í mestu hviðunum: Verulegt tjón varð í kjölfar ofea- veðurs sem gekk yfir Akureyri Þakplötur fuku af fjölbýlishusi og yfír aðalgötu bæjarins VERULEGT tjón varð í hvass- viðri sem gekk yfir Akureyri upp úr kl. 14 í gær. Þakplötur tók af húsum og fuku þær um bæinn, þá urðu miklar skemmdir á bif- reiðum og einnig á húsum. Ekki er vitað til að meiðsl hafi orðið á fólki. Almannavarnamefnd Akureyrar var í viðbragðsstöðu og Hjálparsveit skáta, Flugbjörg- unarsveit og bæjarstarfsmenn voru kallaðir út vegna óveðurs- ins. Rafinagn fór af bænum í klukkustund og símasamband var mjög slæmt á tímabili. Það var upp úr kl. 14 sem tók að hvessa all verulega, en hámarki náði vindurinn um kl. 15. I mestu hviðunum mældist vindhraðinn 81 hnútur, eða yfir 12 vindstig. Lægja tók á fjórða tímanum og um kl. 16 var veðrið dottið niður. Á fjölbýlishúsinu númer 2-6 við Skarðshlíð tók þakplötur af og að sögn varðstjóra lögreglunnar fóru um tveir þriðju hlutar þakplatnanna af húsinu. Plöturnar fuku yfir Hörg- árbraut, sem er aðalumferðargata bæjarins og var henni lokað á með- an unnið var við að hreinsa þær burtu. Bæjarstarfsmenn voru kall- aðir út, sem og einnig Flugbjörgun- arsveitarmenn og Hjálparsveit skáta. Þá var Almannavarnanefnd Akureyrar einnig í viðbragðsstöðu. Þakplata af húsinu fauk yfir Hörgárbrautina og inn um svefn- herbergisglugga í húsi við Lyng- holt. Þar urðu nokkrar skemmdir. Einnig lentu plötur á bifreiðum og skemmdust margar þeirra. Að sögn varðstjóra lögreglunnar á Akureyri var ekki vitað um meiðsl á fólki vegna óveðursins sem gekk yfír og yrði það að teljast krafta- verk, þar sem mikið var um fok þakplatna. Hins vegar væri ljóst að verulegt eignatjón hefði orðið í kjölfar ofsaveðursins. Rafmagn fór af bænum og var- aði rafmagnsleysi í um það bil klukkustund. Þá var símasamband mjög slæmt um tíma. PASKATRIMM FLUGLEIÐA í HLÍÐARFJALLIV/AKUREYRI Allir, sem taka þátt í páskatrimminu, eiga möguleika á ókeypis ferð með Flugleiðum innanlands eða erlendis. Fjölskyldutrimmið á sunnudegi og parakeppni verður á laugardag og mánudag. Komdu og vertu með. Upplýsingar í síma 96-22280. FLUGLEIÐIR / innanlandsflug / Aldrei verið jaih hætt kominn - segir Richard Lowell, sem lenti í hrakningum á kajak í Eyjafírði í ofsaveðri sem gekk yfir í gærdag „EG HEF aldrei á ævinni verið jafn hætt kominn," sagði Ric- hard Lowell, bandaríski tann- læknirinn sem fór á kajak út á Eyjafjörð í gærmorgun. Þegar ofsaveðrið skall á eftir hádegið í gær var Lowell um 20-30 metra frá landi og komst hann með naumindum upp að landi að eyr- inni við norðanverðan Hörgárós, um 15 kílómetrum norðan Akur- eyrar. Richard Lowell fór frá Akureyri á kajak sínum í gærmorgun og sást til hans um kl. 11 við Dagverð- areyri, en frá þeim tíma spurðist ekkert til hans þar til hann náði talsambandi við hafnarverði á Ak- ureyri laust fyrir kl. hálf fjögur í gærdag. Ofsaveður gekk yfir Akur- eyri eftir hádegið og var farið að grennslast fyrir um hann þar sem óttast var um afdrif hans. Sjóbjörgunarsveit slysavarnafé- lagins var kölluð út og lögreglu- menn á tveimur bílum héldu út að Gáseyri þegar vitað var um vand- ræði mannsins. Ráðstafanir voru gerðar til að fá bát til að ná í manninn, en áður en til þess kom náði Lowell að komast af sjálfsdáð- um úr sjálfheldunni. „Hann var mjög hætt kominn og ef hann hefði ekki lent upp á eyrinni er ég hræddur um að illa hefði farið, suðvestanáttin hefði hrakið hann frá landi," sagði Árni Magnússon varðstjóri lögreglunnar á Akureyri. Morgunblaðið/Rúnar Þór Kajakinn kominn á þurrt eftir hættuförina. Richard Lowell, sem er til hægri á myndinni, ætlar ekki að nota hann meira hér við land. Árni sagði að lögreglumenn hefðu rætt við Lowell þegar vitað var um fyrirætlanir hans um að róa út fjörðinn í átt til Ólafsfjarðar, en lögreglu skorti vald til að stöðva menn í tilfellum sem þessu. Árni sagði að maðurinn hefði verið vel útbúinn og hann hefði ætlað að halda sig nálægt landi og því ekki talið að nein hætta væri á ferðum. Maðurinn hefði hins vegar ekki haft tök á að fylgjast með veður- spám og því haldið út. „Þegar veðrið skall á var ég um það bil 20-30 metra fra landi og það var rétt með naumindum að ég náði að komast að landi eftir mikinn barning. Ég komst að eyr- inni norðanvert við árósinn og þar dró ég bátinn upp að landi, en stormurinn yar svo mikifr að ekki var stætt. Ég ákvað því að halda kyrru fyrir í bátnum og þegar veðr- ið lægði gat ég róið að syðri hluta óssins þar sem ég ætlaði að tjalda," sagði Richard Lowell. Ekki hefur hann í hyggju að reyna meira fyrir sér á kajaknum heldur snúa sér að gönguskíðum sem hann hafði með í Islandsfðrina. Lowell vildi koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem aðstoðu hann í vand- ræðum hans og höfðu af honum áhyggjur. -¦•••*r—r—¦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.