Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1990 23 Fyrrum frainkvæmdastjóri Alþýðuflokksins segir sig úr Alþýðuflokknum: Segir ástæðuna fram- komu flokksforustunnar JÓN Baldur Lorange, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins, hefur sagt sig úr flokknum og segir ástæðuna óánægju með fram- göngu forustumanna Alþýðuflokksins fyrir prófkjör Nýs vettvangs. Hann segir að almenn óánægja ríki með flokksforustuna meðal fram- bjóðenda Alþýðuflokksins i prófkjörinu, og jafnvel séu hugmyndir um að bjóða fram sérstakan A-lista í Reykjavík. „Ég sagði mig úr Alþýðuflokkn- inu, sex að tölu, hefðu hist á mánu- um vegna framkomu flokksfor- ustunnar gagnvart sínum eigin fé- lögum í prófkjörinu. Látum vera þótt hún styðji ekki við bakið á þeim, en þegar hún vinnur gegn þeim, eins og hún gerði leynt og ljóst, er mælirinn fullur," sagði Jón Baldur. Hann lenti í 21. sæti próf- kjörsins. Jón Baldur sagði að frambjóð- endur Alþýðuflokksins í prófkjör- dag og þar hefði komið fram al- menn óánægja með flokksfor- ustuna. Hann sagði að alþýðuflokksmenn í Reykjavík, væru nú að vega og meta það hvort þeir gætu haft meiri áhrif í borgarmálum, með einn mann í þriðja sæti á lista Nýs vett- vangs, Bjarna P. Magnússon, sem sennilega kæmist ekki inn í borgar- stjórn. Eða hvort boðið verði fram sér og þá séu líkurnar ekki minni á að ná inn einum manni. •lón Baldur Lorange. Sjálfgefið að styðja G-listann - segir Steingrímur J. Sigfússon varaformaður Alþýðbandalagsins Logskerinn á Borginni ÖRLEIKHÚSIÐ sýnir leikritið Logskerann á Hótel Borg á þriðjudags- og fimmtudagskvöld- um út leikárið. Einnig verða hádegissýningar á sama stað, frá 14. apríl, virka daga kl. 12 með léttum hádegisverði. Sýningartími er u.þ.b. 45 mínútur. „Ég lít á G-listann sem venjulegan flokkslista Alþýðubandalagsins hér í Reykjavik, og hef yfirleitt talið það sjálfgefið að styðja lista Alþýðu- bandalagsins þar sem þeir eru bornir fram," sagði Steingrímur J. Sigf- ússon varaformaður Alþýðubandalagsins aðspurður um afstöðu til fram- boðslista Alþýðubandlagsfélags Reykjavíkur annars vegar og væntan- legs lista Nýs vettvangs hins vegar. Steingrímur sagði að flokksfélagið Birting stæði ekki að lista Nýs vett- vangs heldur einstakir birtíngarfé- lagar og kvaðst hann gera greianr- mun á því hvort það væru flokks- menn sem einstaklingar sem lýstu yfir stuðningi við aðra lista en þann sem Alþýðuabndalagið byði fram, eða hvort um væri að ræða flokksfé- lag eins og Æskulýðsfylkingunar sem er aðili að framboði Nýs vett- vangs. Steingrímur kvaðst ekkert vilja um það segja hvort aðild Æsku- lýðsfylkingarinnar að Alþýðubanda- laginu yrði tekin til umræðu innan flokksins í kjöifar aðildarinnar að framboði Ný vettvangs. „Mér þætti ekkert skrítið að ýmsar spurningar vakni, aðallega um hvað Æskulýðs- fylkingin telur sig á vegi stadda og það væri æskilegast að menn gætu gert það upp við sig sjálfir hvar þeir vilja hasla sér völl í stjórnmálum og hvar þeir vilja vinna." Steingrímur sagði framboðsmálin í Reykjavík ekki hafa verið rædd innnan forystu flokksins nýlega og kvaðst ekki vita til að að formaður flokksins hefði lýst yfir stuðningi sínum við annan hvorn framboðslist- ann, Alþýðubandalagsins eða Nýs vettvangs. Morgunblaðið hefur spurt Ólaf Ragnar Grímsson formann Alþýðu- bandalagsins um afstöðu hans til framboðsmála flokksins í Reykjavík. Hann taldi þá ótímabært að svara slíkri spurningu, en gaf vilyrði um slíka yfirlýsingu í fyrradag. Morgun- blaðið hefur ítrekað en árangurslaust reynt að ná tali af honum um þetta mál síðan. Framboðs- listi eftir páskana Bjarni ákveður sig um helgina VALIÐ hefur verið í uppstill- inganefnd Nýs vettvangs vegna borgarsfjórnarkosninga. Hópur innan nefhdarinnar tilnefnir frambjóðendur í 9. til 30. sæti listans, en úrslit prófkjörs eru bindandi hvað varðar átta efstu sætin á framboðslistanum. Starfshópurinn hyggst kanna hug frambjóðenda og fleiri Vett- vangsmanna um helgina, en Kristján Ari Arason segir stefnt að því að endanlegur framboðs- listi liggi fyrir eftir viku. Bjarni P. Magnússon kveðst ætla að ákveða nú um helgina hvort hann taki sæti á listanum. í uppstillinganefnd sitja átta efstu menn úr prófkjöri auk nokk- urra fulltrúa hvers hóps í Nýjum vettvangi._ Starfshóp nefndarinnar skipa Ólína Þorvarðardóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir og Guðrún Jónsdóttir, fyrir frambjóðendur sem besta kosningu hlutu í próf- kjöri. Bjarni P. Magnússon var einnig tilnefndur úr þeim hópi en hann sótti ekki fund nefndarinnar í gær. í starfshópnum verða jafn- framt Garðar Jóhann, Magnús Jónsson, Ragnheiður Davíðsdóttir og Össur Skarphéðinsson. Könnun Vegagerðarinnar á Fossvogsbraut: Jarðgöng í Foss- vogikosta2,3til 3,2 milljarða kr. Kostnaður við steypt göng um 2 milljarðar NIÐURSTAÐA könnunar, sem Vegagerð ríkisins hefur unnið um hugs- anlega lausn á umferð um Fossvogsdalinn, hefur verið kynnt í skipu- lagsstjórn ríkisins. Kannaðir hafa verið nokkrir kostir og kostnaður við þá. Talið er að þrír kostir komi helst til greina og af þeim er áætlað að kostnaður við steypt göng eftir dalnum séu rúmlega 2 miUj- arðar, jarðgöng frá Lundi að Kjarrhólma kosti rúmlega 2,4 milljarða og jarðgöng frá Lundi að Reykjanesbraut við Breiðholtsbraut kosti tæplega 3,2 milljarða. Að sögn Stefáns Thors, skipulagsstjóra ríkis- ins, er ljóst að skipulagsstjórnin mun byggja afgreiðslu Aðalskipulags Kópavogs á könnun Vegagerðarinnar. O P A" DIGRANESVEÚUR Tillögur Vegagerðarinnar að legu Fossvogsbraufar 1000 m ¦J Leiðirnar þrjár sem Vegagerð ríkisins hefur kannað og helst eru taldar koma til greina. í könnun Vegagerðarinnar er gert ráð fyrir að um 30 þúsund bílar fari daglega um Fossvogsbrautina og að sú umferð dragist frá þeirri, sem nú fer um Nýbýlaveg, Bústaðaveg, Miklubraut og Elliðavog - Sætún. Samkvæmt umferðaspám fyrir full- byggt svæði er gert ráð fyrir minnst 40 þúsund bílum á dag um brautina í framtíðinni. Þá segir: „Á undanförnum árum hefur bo- rið á andstöðu við gerð Fossvogs- brautar. Hafa andmælendur hennar einkum bent á að hún skerði veru- lega notkun Fossvogsdals sem úti- vistarsvæðis og einnig verði af henni veruleg mengun til baga fyrir ná- læga byggð." Veruleg mengun yrði af Fossvogsbraut I upphaflegum hugmyndum um Fossvogsbraut var gert ráð fyrir tveimur akreinum í hvora átt og að hún lægi lítið eitt ofar en landið umhverfis. Kemur fram að gagnrýni sé því að verulegu leyti á rökum reist, þar eð brautin kljúfi óbyggð svæði í botni Fossvogsdals að endi- löngu og tekur auk þess að minnsta kosti 40 m breiða spildu af dalnum. „Þá yrði óhjákvæmilega veruleg mengun af jafn mikilli umferð og gert er ráð fyrir að um hana fari þótt deila megi um hversu mikil áhrif mengun þessi hefði á nálæga byggð- Þrátt fyrir þetta er ljóst að mikil þörf er fyrir Fossvogsbraut til að létta umferð af nálægum götum (Nýbýlavegi, Bústaðavegi og Miklu- braut) og minnka mengun af völdum umferðar á þeim." Opinn vegur tæpast raunhæfur Helstu kostir sem könnun vega- gerðarinnar nær til eru: Opinn 2,5 km vegur, en kostnaður við hann er áætlaður um 175 milljónir fyrir hvern km, eða samtals um 440 millj- ónir. Bent er á að opinn vegur sé tæpast raunhæfur, þó svo hann yrði mikið niðurgrafmn og ekki sýnilegur úr næsta nágrenni, þar sem hávaði og loftmengun yrði alltaf töluverð. Auk þess færi mikið landrými undir veg og aðliggjandi fláa. Annar kostur eru steypt 9 m breið göng eftir dalnum og er kostnaður við þau ásamt búnaði áætlaður um 840 milljónir fyrir hvern km eða rúmlega 2 milljarðar samtals miðað við tvær akreinar hvora leið. Ekki er líklegt að göngin verði meira en 2 kni með 300 m til 400 m opi til endanna. Kostnaður yrði þá heldur minni eða um 1,8 milljarður. Fjórarjarðgangaleiðir Vegagerðin kannaði einnig laus- lega fjórar jarðgangaleiðir|«||jgj Digranesháls. Boraðar voru nokkrar holur í Kópavogi og niðurstöðurnar hafðar til hliðsjónar við áætlaðar jarðgangaleiðir. Tekið er fram að frekari rannsókna er þörf áður en endanleg ákvörðun um jarðgöng er tekin. Þá segir: „Ekki virðast vera neinir sérstakir tæknilegir örðug- leikar við að gera jarðgöng í bergi Digraneshálsins. Hins vegar er ljóst að það yrði vandasöm og dýr fram- kvæmd vegna byggðarinnar sem fara þyrfti undir, einkum þar eð þekja yfir göngum er víða einungis 10 til 30 m. Þær aðstæður kalla annaðhvort á vinnslu með styttri borun og minni sprengingum en notaðar eru utan þéttbýlis, eða syo-. kölluð heilborun, þar sem gangá- þversniðið er ailt, eða að hluta borað með gangaborvél. Þá er einnig hugs- anlégt að lækkun grunnvatnsborðs- jns gæti haft áhrif á undirstöður : húsa ög annarra mannvirkja á svæð- inu, þótt þær líkur séu litlar þar eð mannvirkin standa víðast á klöpp eða annarri fastri undirstöðu." Áætl- un vegagerðarinnar gerir ráð fyrir að göngin verði unnin á hefðbundinn hátt, með borun og sprengingum. Lítil reynsla sé af gangaborvélum hér á landi en full ástæða sé til að kanna þá vinnsluaðferð. Reiknað með tveimur samhliða göngum Bent er á að áætluð umferð uth éi réir brautum og er því reiknað með tveimur samhliða göngum. Þær leið- ir sem kannaðar hafa verið hafa allar annan munnann við Lund í Fossvogsdalnum vestanverðum en það er talinn eðlileg tenging við Hlíðarfót meðfram Öskjuhlíðinni. „Á svæðinu gætu orðið töluverð stað- bundin mengunarvandamál vegna útblásturs frá loftræsingu gang- anna, jafnvel þótt reiknað sé með turni með hreinsibúnaði, og það sama gildir fyrir aðra munna." í könnun Vegagerðarinnar kemur fram að töluverð óvissa ríkir um « kostnað við jarðgangagerð á þessu svæði, einkum vegna byggðar yfir göngunum. Kostnaðartölurnar eru því byggðar á reynslu Vegagerðar- innar og upplýsingum frá Noregi. Göng sem liggja frá Lundi, undir Nýbýlaveg áð Kjarrhólma, eru rúm- lega 1,5 km að lengd. Fyrri hluti ganganna er á slæmum stað, segir í könnuninni, þar eð aðeins 10 til 15 m af bergi er yfir þeim og stutt út úr göngum til hliðar vegna bratt- ans milli Nýbýlavegar og Grunda- hverfis. Áætlaður kostnaður er tæp- lega 2,4 milrjarðar. Önnur göng fara svipaða leið en lengra inn undir hálsinn áður en snúið er til austurs og miða við að fara undir Hjallabrekku og koma út í brekkufæti undir Kjarrhólma. Þekja yfir göngunum yrði 20 til 30 m. Áætlaður kpstnaður er rúmlega ínilljarðaj^^^^. iðjii görflWWBBSvið tengingu við Breiðholtsbraut og eru þau rúm- ir 2,2 km. Gert er ráð fyrir að þau liggi beint frá Lundi, undir hálsinn, þar sem hann er hæstur við Víghól- astíg og fylgi síðan hálsinum til austurs. Þar yrði þekjan yfir göngunum þykkustog farið undir stór óbyggð svæði. Áætlaður kostn- aður er tæplega 3,2 milljarðar. Stysta leið jarðganga er frá Lundi í átt að Smárahvammi. Göng í bergi yrðu 760 m og nokkuð samsíða Hafnarfjarðarvegi gegnum Kópa- vog. í könnun Vegagerðarinnar seg- ir, að þau muni því i raun ekki leysa þann vanda sem Fossvogsbraut er ætlað og að illmögulegt sé að tengja þessi göng við Reykjanesbraut. Áætlaður kostnaður við göngin er tæplega 1,2 milljarðar. Lágmarkskostnaður yfir 2 milfiarðar Þá segir í könnuninni að ljóst sé af þessum samanburði að með tilliti til kostnaðar séu steypt niðurgrafin göng í Fossvogsdal fýsilegasti kost- urinn. Lágmarkskostnaður við Foss- vogsbraut milli Kringlumýrarbraut- ar og Reykjanesbrautar sé sam- kvæmt könnuninni yfir 2 miljarðar að meðtöldum kostnaði vegna gatna- móta þegar ekki er um oþinn veg að ræða. Það sé því nauðsynlegt að kanna kostnað við að auka afkasta- getu annarra gatna, sem gætu þá tekið við beirriumferð sem um Foss-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.