Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1990 15 AUGLYSING PARIS PARIS Eiffelturninn er nokkurs konar skjaldarmerki Parísarborgar. Eiffel- turninn var byggður 1889 af Gustave Eiffel fyrir heimssýninguna það ár. Turninn er 320,75 metrar á hæð. Eiffelturninn er 7000 tonn að þyngd, settur saman úr 12.000 hlutum og skrúfaður saman með 2.5 milljónum skrúfa. Sjöunda hvert ár er turninn málaður og til þess þarf 40 tonn af málningu. Flestir, sem heimsækja París, láta það vera sitt fyrsta verk að skoða Eiffelturninn. Það er hægt að taka lyftur upp, en einnig er hægt að ganga 1652 tröppur upp á aðra hæð. í turninum er ágætis veitingahús og lítið safn til minning- ar um Gustave Eiffel. Á sumrin er Eiffelturninn er opinn almenningi frá kl.10 til 23. UÓSM.: barnhard valsson texti-. s.b.h. Ódýr veitinga- hús í París í París eru yfir 10.000 vejtingahús og því ættu allir að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi. í París eru nokkur af bestu veitingahús- um heims og eins og gefur að skilja kostar það skildinginn að snæða á þeim. Þessi dýru veitingahús eru mörg hver „heims- fræg“, þeirra á meðal eru La Tour D’Argent og Maxim’s. í París- arborg eru einnig fjölmörg Ijómandi góð ódýr veitingahús, sem gaman er að heimsækja. Mörg þessara veitingahúsa hafa verið starfrækt í langan tíma, sum hver í yfir 100 ár. Flestir gestanna eru fastagestir 09 á mörgum þessara veitingastaða eru ferða- menn sjaldséðir. A þessum ódýru veitingastöðum kynnist gestur- inn ef til vill betur hinni raunverulegu París. Hér skulu nú nefndir nokkrir ódýrir veitingastaðir í París sem bjóða góðan mat og hlýlegt umhverfi. L'lncroyable, 26, rue de Richelieu, 1. hverfi. Sími 42.96.24.64. Þessi staðurer nálægt Louvre safn- inu og því tilvalið að snæða þar áður en safnið er skoðað. Við veit- ingastofuna er lítill garður þar sem hægt er að snæða úti á sumrin. Þetta er fallegur veitingastaður sem er nokkur herbergi og í hverju herbergi eru 4 borð. Maturinn er venjulega franskur heimilismatur. Hægt er að fá 3ja rétta máltíð með víni á liðlega 500 kr. ísl. Staðurinn er lokaður á sunnudögum. Le Petit Saint-Benoit, 4, rue Saint- Benoit, 5. hverfi. Sími 42.60.27.92. Þessi veitingastaður hefur verið starfræktur í 125 ár og eina breyt- ingin sem orðið hefur er sú að nú Á hægri bakkcmum Góður múslími verður að heimsækja hina helgu borg Mekka í það minnsta einu sinni á lífsleiðinni. Allir fagurkerar, unnendur evrópskrar menningar og sælkerar verða að heimsækja París. Nú í sumar munu Flugleiðir fljúga allt að fimm sinnum í viku til Parísar. Óhætt er að fullyrða að samgöngur við París frá íslandi hafa aldrei verið betri. Það er dásamlegt að dvelja í París og auðvelt að rata. Borginni er skipt í 20 hverfi ,arrondissements“. Hverfin eru ólík og er sérstakt andrúmsloft rikjandi í hverju hverfi. Áin Signa rennur í gegnum borgina og skiptir henni í tvennt, 1 hægri og vinstri bakka. Unnend- ur Parísar skiptast líka í tvennt - sumir kunna betur við sig á vinstri bakkan- um og aðrir á hægri bakkanum - og er skrifari þessara lína hægribakkamaður. Á hægri bakkanum eru mörg merk minnismerki og byggingar. Líklegast er Sigurboginn það minnismerki, sem hvað þekktast er. Sigurboginn, ,L'Arc de Triomphe", stendur efst á Champs-Élysées, sem er án efa glæsilegasta breiðgata í heimi. Napo- leon ákvað að byggja Sigurbogann 1806 sem minnisvarða um hernaðar- sigra hans manna. Verkinu lauk ekki fyrr en 1836. Napoleon hvíldi aðeins eina nótt undir Sigurboganum í kistu sinni á leið frá Sankti Helenu til graf- hvelfingarinnar í Invalidkirkjunni. I dag er Sigurboginn minnisvarði óþekkta hermannsins. Þar er daglega tendrað- ur eldur og allir þjóðhöfðingjar sem heimsækja Frakkland, leggja blóm- sveig við minnismerkið. Sigurboginn er 51 m á hæð og er hægt að fara með lyftu upp á þak hans en þaðan er frábært útsýni yfir breiðstrætin 12, sem ganga út frá honum eins og stjarna. í París eru mörg torg. Það merkilegasta er líklegast Concorde torgið; Concorde þýðir .andardrátt- ur“. Fyrir 200 árum stóð á torginu stytta af Lúðvíki XV. Þegar byltingin braust út 1792 var styttunni steypt af stalli og torgið skírt „Byltingatorg". Fallöxi var komið fyrir á torginu og Lúðvík XVI hálshöggvinn þar ásamt mörgum öðrum. Nefna mætti Marie Antoinette, Charlotte Corday og sjálf- an böðulinn Robespierre. Síöar var torgið skýrt Concorde. Skammt frá Concorde torginu er hin gultfallega Parísarópera. Óperan er ein sú stærsta í heimi og tekur 2000 manns i sæti. Það var Napoleon III sem lét byggja óperuna. Óperubyggingin er opin ferðamönnum á daginn til að skoða m.a. hina frægu myndskreyt- ingu Chagalls í loftinu á salnum. Rétt við Óperuna eru hin frægu vöruhús Galeries-Lafayette og Printemps. Vöruhúsin standa við Bd. Haussman og þar er einnig enska vöruhúsið Marks og Spencer. í kringum þessi vöruhús eru svo margar smáverslanir, sem aðallega selja fatnað. Óperu- hverfið er hverfi verslunar og við- skipta. Þar má samt finna götur, sem ekkert hafa breyst í aldanna rás. Ein þeirra er rue de Beaujolais. Við þessa götu er eitt fallegasta veitingahús heims, Le Grand Vefour. Veitinga- staðurinn er í gamalli byggingu við Palais Royal garðana. Le Grand Vefo- ur er eitt af bestu veitingahúsum Parisar. Rue de Beaujolais er kyrrlát gata og gestir Le Grand Vefour hafa það á tilfinnirigunni, að þeir séu úti i sveit en ekki í milljóna stórborg. Skammt frá Óperunni er Madeleine kirkjan, sem líkist grísku hofi, með engum gluggum eða turnum og á kirkjunni er enginn kross. Kirkjan var vígð 1842. Við Madeleine torgið er besta matvöruverslun í heimi auðvit- að, Fauchon. Yfir 7000 manns koma í verslunina daglega og kaupa um 25.000 vörueiningar. Það, sem fyrst og fremst hefur borið hróður Fauchon um víða veröld, er hið mikla vöruúr- vat. Sem dæmi má nefna, að boðið er upp á 50 tegundir af kaffi, 65 teg- undir af tei og 52 tegundir af marmel- aði. Hjá Fauchon er einnig hægt að kaupa tilbúinn mat í miklu úrvali. Yfir Óperuhverfinu gnæfir svo Montmar- tre hæðin þar sem hin fagra kirkja Sacré-Cæur stendur. Af tröppum kirkjunnar er mjög gott útsýni yfir París. Rétt við kirkjuna er Place du Tertre, en þar má sjá hóp málara að störfum og bjóðast þeir til að mála myndir af ferðamönnunum. Já, það er margt að sjá á hægri bakk- anum. Best er að fara i góða gönguskó, taka regnhlífina með og kanna borgina fótgangandi. Auðvelt er að ferðast um borgina í Metró eða neðanjarðarlestinni. Ferðamaðurinn þarf að vita hvað stöðin heitir sem hann fer frá, og hvað stöðin heitir, sem er næst þeim stað sem hann ætlar til og hvað endastöð þeirra línu heitir. er staðurinn lýstur upp með raf- magni. Þessi staður er einn sá ódýr- asti í París. Maturinn er einfaldur, franskur heimilismatur. í hádeginu er nær ómögulegt að fá borð eftir kl. 12. Þeir, sem vilja kynnast París eins og hún var, ættu að heim- sækja Le Petit Saint-Benoit. Stað- urinn er lokaður á laugardögum og sunnudögum. Thoumieux. 79, rue Saint Dom- inique, 7. hverfi. Sími47.05.49.75. Þessi staður er skammt frá Eiffel- turninum. Thoumieux er svokallað brasseri, en um aldamótin voru brasseri staðir sem aðallega seldu bjór og einfalda ódýra rétti. Þróunin hefur orðið sú, að flest brasseriin í París hafa orðið „fín“ veitingahús með dýran mat. Thoumieux er und- antekningin. Maturinn er vel útilát- inn franskur sveitamatur. Lokað er á mánudögum. Chez Chartier. 7, rue de Faubourg Montmarte, 9. hverfi. Sími 47.70.86.29. Chartier opnaði 1896. Veitingasal- urinn er mjög stór og á veggjunum eru hillur þar sem fastagestirnir geymdu munnþurkur sínar, hnífap- ör og tóbakspunga. Maturinn er ótrúlega ódýr og hreint ágætur. Au Limonaire. 88, rue de Charen- ton, 12. hverfi. Sími 43.43.49.14. Það er parið Philippe og Machon sem áður voru götumúsíkantar, er reka þennan stað. Philippe er í eld- húsinu og Machon er i salnum. Enginn fastur matseðill er í gangi og aðeins er boðið upp á rétti dags- ins. Á fimmtudagskvöldum er þröngt á þingi, því þá syngur Mac- hon fyrir gesti sína franskar vísur um ástina og lífið. Staðurinn er lok- aður á sunnudögum. Kaffihúsin Eitt af einkennum Parísar eru kaffihúsin. Segja má að kaffihús- ið sé annað heimili Parísarbúans. Þar drekkur hann morgunkaffið sitt, fær sér jafnvel léttan hádeg- isverð og hittir vini og kunningja á kvöldin. Sumir vinna jafnvel á kaffihúsinu, skrifa bréf, semja Ijóð eða leggja saman tékkheftið sitt. Margirfrægu rithöfundanna, sem dvöldust í París, stunduðu ritstörfin á kaffihúsinu sínu enda bjuggu þeir gjarnan í köldum þakherbergjum án nokkurra þæginda. Eini griðastaðurinn var því kaffihúsið. Sumir fengu meira að segja póstinn sinn sendan á ■'v kaffihúsið sitt. Við Boulevard du Montparnasse eru mörg fræg kaffihús og barir. Eitt af þeim frægari er Select, en þangað |sóttu m.a. margir íslenskir lista- menn sem dvöldu í París upp *úr 1950. Við Boulevard du Mont- parnasse er hið fræga veitinga- hús La Coupole. Meðal fasta- gesta þar var helsta gáfnaljós Frakka, heimspekingurinn Jean Paul Sartre. Annar frægur staður við Boulevard du Montparnasse er La Closerie des Lilas. Þar Ívoru gestir herrar eins og Hem- ingway, Picasso, Strindberg og Lenín. Kvöldstund á Boulevard du Montparnasse erfljót að líða. Skammt frá Óperunni er Cafe du la Paix eitt frægasta kaffihús Parísarborgar. Þar er hægt að Isrtja dagstund og horfa á „heim- i|inn“ líða framhjá. Þegar dvalist er í París er einn þátturinn í heim- • sókninni að kynnast kaffihúsa- jtmenningunni, setjast niður á einu ikaffihúsanna, slaka á og verða Paríarbúi um stund. UFSGLEDIN SEM LISTIN RIKIR ÞAR BLÓMSTRAR Þessi orð eru oft rifjuð upp þegar rætt er um París. París hefur frá aldaöðli verið griðastaður lista- manna hvaðanæfa að úr heiminum, enda ber borgin þess glögg merki að hún er alþjóðleg. Segja má að borgin sjálf sé lista- verk. Hún er skreytt fjölda lista- verka, gosbrunna og minnismerkja. I París eru margir fallegir garðar. Um 400.000 tré eru meðfram götum borgarinnar og 90.000 meðfram gangstéttunum. I París er mikill fjöldi listasafna og mætti t.d. nefna Lo- FLUGLEIDIR Síminn 6 90 300 uvre safnið þar sem skoða má 400.000 listaverk í 225 sölum. Menningarmiðstöðin Centre Georg- es Pompidou við Rue Beaubourg er sérstæð bygging með mörgum deildum en merkast er þó líklega nútímalistasafnið. Fyrir framan bygginguna er mikið og skrautlegt götulíf. Listamenn sýna listir sýnar og spákonur spá í spil. Musée D’órsay við Rue Bellechasse er nýtt listasafn og af mörgum talið eitt það besta í heimi. Byggingin var áður járnbrautarstöð, en hefur nú verið breytt í þetta stórkostlega listasafn. Picasso safnið er við Rue de Tho- rigne. Þar má skoða mörg af fræg- ustu verkum meistarans. Þá má ekki gleyma tónleikasölunum, djass- klúbbunum og leikhúsunum. Engum ætti að leiðast í París, borg lífsgleð- innar, enda er sagt að þeim, sem leiðist í París, leiðist lífið. Nánari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn um land allt og ferðaskrifstofurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.