Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 50
MOKGUNBI.AÐIÐ FLMMTUIIAGUR 12. APRÍL'199t) 50 HVAÐ ER AÐO GERASTÍ SOFN Listasafn íslands Sýningin „Uppþot og árekstrar, norræn list 1960 - 1972." Er um samnorræna farandsýningu að ræða sem fyrst verð- ur sýnd í Reykjavík, en síðar í öðrum höfuðstöðum Norðurlanda. Fulltrúar íslands á sýningunni eru m. a. Erró, Jón Gunnar Árnason, Kristján Guð- mundsson, Sigurður Guðmundsson og Hreinn Friðfinnsson. Safnið er opið frá klukkan 12.00 til 18100 alla daga nema mánudaga. Kjarvalsstaðir Sýning á verkum Guðmundu Andrés- dóttur í vestursalnum. Á sýningunni eru olíu- og vatnslitamyndir frá árunum 1958 til 1988. Einnig eru Jón Axel og Sóley Eiríksdóttir með sýningu á olíu- verkum og skúlptúr í austursal. Sýning- arnar standa til 15. apríl. Ásmundarsafn í Ásmundarsal er sýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Listasafn SigurJóns Ólafssonar Þar er sýning á málmverkum og að- föngum listamannsins, m. a. járnmynd- um hans frá árunum 1960 til 1962 og gjöfum sem safninu hafa borist undan- genginár. Hafnarborg Sýning á listaverkum úr safni hússins. Stendursýningin til 16. apríl. Safn Ásgrims Jónssonar Þar stendur yfir sýning á vatnslitamynd- um eftirÁsgrím Jónsson. Listasafn Háskóla íslands Þar eru til sýnis verk í eigu safnsins. Árbæjarsafn Opið eftir samkomulagi, sími 84412. MYNDLIST FÍM salurinn Sýning Arnar Inga á „máluðum mynd- verkum". Sýningin stendurtil 17. apríl. Krókur Cees Visser sýnir myndverk í Krók, Laugarvegi 37 og er opið á verslun- artíma. Gallerí Sævars Karls Sýning á verkum Helga Þorgils Frið- jónssonar. Á sýningunni eru málverk, vatnslitamyndir og skúlptúrar. Sýningin stendurtil 20. apríl. Hótel Lind (veitingasal hótelsins stendur nú yfir sýning á verkum Önnu Gunnlaugsdótt- ur og stendur sýningin til 27. mai. Þetta er nýr vettvangur oa fylgir opnun- artímaveitingasalarins. ' Nýhöfn Sýning á málverkum Magnúsar Kjart- anssonar. Stendur sýningin til 18 apríl. Eden ar sýnir Sigurður K. Arnarson pastel- myndir og lýkur sýningunni á öðrum i páskum, LEIKLIST Þjóðleikhúsið Endurbygging eftir Havel sýnt í Há- skólabíói á annan í páskum klukkan 20.30. íslenska Leikhúsið islenska Leikhúsið sýnir nýtt íslensk leikrit í húsakynnum Frú Emilíu Skeif- unni 3c. Er það Hjartatrompet eftir Kristínu Ómarsdóttur. Sýning i kvöld klukkan 20.30. Örleikhúsið Sýning á Logskeranum eftir Magnús Dahlströmá Hótel Borg í kvöld klukkan 21.00. YMISLEGT Ferðafélag íslands Skírdagur: Tröllafoss - Hrafnshólar, lagt af stað frá Umferðarmiðstöðinni klukk- an 13.00. Skíðaganga á Mosfellsheiði, lagt af stað á sama tíma. Föstudagur- inn langi: Gönguferð um Músarnes - Saurbæ. Laugardagurfyrirpáska: Öku- ferð, Óseyrarbrú - Stokkseyri - Garð- yrkjuskólinn. Skíðaganga um Hellis- heiði til Hveragerðis. Annar í páskum: Gönguferð Búðasandur - Maríuhöfn. Skíðaganga, Kjósarskarð- Meðalfells- vatn. Lagt í allarferðirnar klukkan 13.00 frá Umferðarmiðstöð. Útivist 14. til 16. apríl, gönguskíðaferð frá Mekurbrú inn í Bása. Sömu daga gönguskíðaferð Þingvellir- Hlöðufell - Haukadalur. Dagsferðir, skírdagur:Með Núpshlíðar- hálsi, skíðaganga eða ganga, brottför klukkan 10.30. Klukkan 13.00 Hraunsvík - Hóp, strandganga. Föstu- dagurinn langi: Ferð á slóðir Kjalnes- ingasögu, lagt af stað klukkan 13.00. Laugardagurfyrirpáskadag: Skíða- ganga um Svínaskarð, lagt af stað klukkan 13.00. Páskadagur: Göngu- ferð um Heiðmörk, lagt af stað klukkar 13.00. Annar í páskum, rútuferð að Gullfoss, Geysi og Faxa, lagt af stað klukkan 10.30. Klukkan 13.00:Gengið um Kirkjustíg í Kjós. Skiptimarkaður safnara Félag frímerkjasafnara, Félag mynt- safnara og kortasafnararefna á laugar- daginn til skiptimarkaðar að Síðumúla 17. Markaðurinn stenduryfirfrá klukk- an 13.30 til klukkan 17.00. SOLSTOFUR Sól og gróður allt árið í EINANGRUÐUM ELITE-SÓLSTOFUM Framleiddar í stærðum: 9,1-15,4 og 24,3 ferm. Möguleikar á öðrum stærðum samkv. sérpöntun. Auðveldar í uppsetningu - Hagstætt verð. HAFIÐ SAMBAND EF ÞIÐ ÓSKIÐ EFTIR NÁNARI UPPLÝSINGUM siwdraAstálhf Pósthólf 880, Borgartúni 31,105 Reykjavík, slmi: 627222 Fáheyrðri valdníðslu beitt gegn Fróðár- hreppi á Snæfellsnesi eftir Þorgerði Jónsdóttur Góðir landsmenn. Vitið þið að hreppaflutningar tíðkast enn hér á landi? Hafið þið fylgst með fram- kvæmd sveitarstjórnarlaganna frá 1986? Ef til vill ætti ég að útskýra hvað hreppaflutningur var í „gamla daga“. Þá voru teknir þeir fátækl- ingar sem ekki gátu framfleytt sér og sínum og sendir í sína fæðingar- sveit hvort sem þeir vildu eða ekki. Nútímahreppaflutningur er ekki al- veg eins. Þið þurfið ekki endilega að vera fátæk til að vera flutt nauð- ug í annað sveitarfélag. Fróðárhreppur á Snæfellsnesi er skuldlaus. Ólafsvík er þriðja skuld- ugasta sveitarfélag landsins árið 1988. Fróðárhreppur skal Jagður niður og sameinaður Ólafsvík. Ibú- arnir fá engu ráðið frekar en fátækl- ingarnir áður fyrr. Og hvað höfum við svo til saka unnið? Jú, við erum ekki nógu mörg. Værum við fleiri en 50 mættum við greiða atkvæði um hvort við vildum sameiningu eða ekki. Færri en 50 erum við réttlaus og félagsmálaráðuneytið ráðstafar okkur að eigin geðþótta. Lítum nú aðeins á þessi blessuð lög. 5. grein: Lágmarksíbúatala sveitarfélags er 50 íbúar. Nú hefur íbúafjöldi sveitarfélags verið lægri en 50 í þijú ár samfleytt og skal ráðuneytið þá eiga frumkvæði að því að sameina það nágrannasveitarfélagi. Einnig má þá skipta hinu fámenna sveitar- félagi milli nágrannasveitarfélaga. Undantekningu frá þessu ákvæði skal gera ef sérstakar aðstæður hindra þa'ð að mati ráðuneytisins að íbúar hins fámenna sveitarfélags geti myndað félagslega heild með íbúum nágrannasveitarfélags. Loks er ítrekað í 107. gr. Heimilt er ráðuneytinu að fresta sameiningu sveitarfélaga þar sem svo stendur á sem segir í 2. mgr. 5. gr. Hreppsnefnd Fróðárhrepps sótti um þennan frest. Félagsmálaráðu- neyti neitaði. Síðan óskaði ráðuneyt- ið eftir umsögn hreppsnefndar um sameiningarmálið sem því ber að gera samkvæmt 107. gr. og 2. gr. þar sem meðal annars segir: Engu málefni sem varðar sér- staklega hagsmuni sveitarfélags skal ráðið til lykta án umsagnar sveitarstjórnarinnar. Fjórir hreppsnefndarmenn af fimm skrifuðu undir eftirfarandi umsögn: Hreppsnefnd Fróðárhrepps getur ekki sætt sig við að sameinast einu skuldugasta sveitarfélagi landsins „íslendingar hafa oft verið fljótir til að álykta gegn rangindum sem aðrar þjóðir beita þegna sína, en skyldum við stundum gleyma að líta okkur nær?“ og þannig látið stjórnvöld velta á hvern einstakling hundruðum þús- unda sem skuldabyrði við samein- ingu. Teljum við þetta næga ástæðu til að veita okkur frest samkvæmt 5. gr. og skorum á félagsmálaráð- herra að endurskoða afstöðu sína, annars verður um hreina nauðungar- flutninga að ræða. Svarið barst um hæj: Fróðár- hreppur er sameinaður Ólafsvíkur- kaupstað frá og með 1. apríl 1990. Umsögnin einskis metin. Marklaust plagg. Hvers vegna er það lögbund- ið að leita eftir umsögn sveitarstjórn- ar ef ekki er ætlast tii að hafa hana til hliðsjónar? íslendingar hafa oft verið fljótir til að álykta gegn rangindum sem aðrar þjóðir beita þegna sína, en skyldum við stundum gleyma að líta okkur nær? Ég og fleiri áttum bágt með að trúa því að við yrðum beitt slíkri nauðung af hendi stjórnvalda en þótti rétt að láta á það reyna. Síðan virðist slíkt ofurkapp vera lagt á að ljúka þessu fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar þó ekkert sé í þessum lögum sem segir til um að sameiningu skuli lokið fyrir einhvern vissan tíma. Nú eru ekki nema tæpir tveir mánuðir liðnir síðan Húnbogi Þor- steinsson, skrifstofustjóri, lét' fyrst til sín taka og má af því ráða að meira en lítið liggur á framkvæmd- um þegar hafist er handa. Ég vil skora á ykkur íbúa þessara fámennu sveitarfélaga um land allt. Látið ekki stjórnvöld beita ykkur slíkum þvingunum þegjandi og hljóðalaust. Þjóðin þarf að vita af því óréttlæti sem viðgengst í þessu landi. Hún má ekki sofna á verðinum í þeirri trú að svona lagað viðgang- ist ekki í okkar réttarfari. Þingmenn þurfa líka að eiga kjark til að breyta þeim lögum sem reynast ekki eins og til var stofnað. Ég vil ekki trúa því að þessi hafi verið megintilgang- ur sveitarstjórnarlaganna í upphafi. Lifið heil. Höfundur býr í Tungu í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi. Frá skírdagstónleikum félaga úr Sinfóníuliljómsveit íslands í Hafhar- borg í fyrra. Tónleikar í Hafiiarborg Á skírdag, fímmtudaginn 12. tónleika í Hafharborg. apríl kl. 16, munu nítján málm- Á efnisskrá eru verk eftir Gabri- blásarar og slagverksmenn úr eli, Bliss, Tcherepnin, Hjálmar H. Sinfóníuhljómsveit íslands halda Ragnarsson og fleiri. BRÉFA- 1 BINDIN j /rá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. 5 Múlalundur SlMI: 62 84 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.