Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 36
36
oppr TflQ/ "r i.j-t'imt rrviíi'i ^n/ r<r/'i - .. '
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990
DAGBOK
Frá Dagbókarsfðu.
ÁRNAÐ HEILLA
£*f\ ára afmæli. Á föstu-
OU daginn 19. þ.m., föstu-
daginn langa, er sextugur
Ketill Axelsson, Ægissíðu
70, hér í vesturbænum. Kona
hans er frú Margrét Gunn-
laugsdóttir. Þau taka á móti
gestum á heimili sínu á af-
mælisdaginn kl. 18-20.
£T f\ ára afmæli. Næstkom-
tj\J andi laugardag, 14.
þ.m., er fimmtugur Árni
Gunnarsson alþingismaður,
forseti neðri deildar Al-
þingis, Ásenda 13, hér í
Rvík. Kona hans er frú
Hrefna Filippusdóttir.
SKIPIM
REYKJAVÍKURHÖFN: í
fyrradag kom Helgafell að
utan og Mánafoss af strönd-
inni og fór hann aftur á strönd
í gær. Þá kom Skógafoss að
utan. í gær kom Bakkafoss
að utan. Af ströndinni komu
Arnarfell og Stapafell. Brú-
arfoss lagði af stað til útlanda
í gærkvöldi. Skógafoss fer
yæntanlega út nk. laugardag.
I gær kom leiguskipið Saga-
land að utan. I dag er rækju-
togarinn Ocean Prawns sem
er danskur væntanlegur og
tekur vistir m.m. og þýska
eftirlitsskipið Merkatze er
væntanlegt.
HAFNARFJARÐARHÖFN:
í gær komu Ljósafoss og
Selfoss. í dag er súrálsskip
væntanlegt,
KROSSGÁTA
2 3 ¦<!
5
E2=
8 9 10 ¦
1t ¦ 13
14 15 ¦
16
LÁRÉTT: - 1 álka, 5 kindunum,
6 auðlind, 7 tímabil, 8 ótti, 11 að-
gu-in, 12 á hi'isi, 14 Ijn-r, 16 iðnad-
armaður.
LÓÐRÉTT: - 1 hagkvæmur, 2
óhrein, 3 flana, 4 lilill, 7 púki, 9
þraut, 10 ýlfra, 13 eyði, 15 keyr.
LAUSN SIÐUSTU KROSSGÁTU:
LÁRÉTT: - 1 skepna, 5 lá, 6 aldr-
að, 9 púá, 10 si, 11 ir, 12 gan, 13
lafa, 15 ala, 17 tertan.
LÓBRÉTT: - 1 skapillt, 2 elda, 3
pár, 4 arðinn, 7 lúra, 8 asa, 12
galt, 14 fer, 16 aa.
MUSIKTILRAUNIR
MÚSÍKTILRAUNIRTónabæjarog Rásar 2 hófust
síðasta fimmtudag og í kvöld verður annað tilrauna-
kvöld. í kvóld koma fram fimm hljómsveitir sem hver
um sig f lytur fjögur f rumsamin lög og eiga allar sveitim-
ar það sammerkt að vera lítið sem ekkert kunnar. Þær
koma úr ýmsum áttum að vanda, ein úr Hafnarfirði,
ein af Akranesi, ein úr Garðinum og athygli vekur að
tvær sveitir eru úr Borgarnesi. Má búast við að Borg-
nesingar verði fjölmennir á áhorfendapöllum. Gesta-
hljómsveit kvöldsins, þ.e. sú hljómsveit sem leikur áður
en tilraunimar hefjast og á meðan atkvæði eru talin,
erSykurmolamir.
Samantekt: Árni Matthíasson
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Nabblastrengir
Nabblastrengir koma úr Hafnarfirði líkt og sigursveit síðasta
árs og þeir eru Gísli Helgason trommuleikari, Magnús Oddsson
gítarleikari, Starri Sigurðsson bassaleikari, Jón Símonarson
söngvari og Valdimar Gunnarsson gítarleikari. Nabblastrengir
leika rokk í þyngri kantinum og meðalaldur þeirra er rúm sextán
ár.
Vtð erum menn
The Evil Pizza Delivery Boys
Við erum menn koma úr Borgarnesi, og eru önnur Borgarnes-
sveitin í þessum tilraunum. Sveitina skipa Brandur S. Brandsson
gítarleikari, Sigmar P. Egilsson söngvari, Baldvin J. Kristinsson
hljómborðsleikari, Jón M. Harðarson trommuleikari og Sigurdór
Guðmundsson bassaleikari. Meðalaldur sveitarmanna er tæp
sautján ár, en aðspurðir um tónlist sveitarinnar svöruðu þeir
„óákveðið".'
Illu pizzasendlarnir eru eina sveitin í þessum Músíktilraunum
sem ber ekki íslenskt nafn. Þeir eru önnur sveitin sem kemur
frá Borgarnesi, en sveitina skipa Gísli Magnússon gítarleikari
og söngvari, Guðmundur Sveinsson trommuleikari, Símon Ólafs-
son bassaleikari og söngvari og Óskar Viekko gítarleikari. Meðal-
aldur sveitarmanna er rúm sextán ár og sveitin leikur fjöl-
breytta tónlist sem hæfir öllum.
Frímann
Ljósmynd/Arnór
Frímann af Akranesi skipa Guðmundur Claxton trommuleikari,
Ingþór Þórhallsson bassaleikari, Kári Steinn Reynisson söngv-
ari, Erlingur Viðarsson gítarleikari og Valgerður Jónsdóttir söng-
kona. Meðalaldur sveitarmeðlima er rúm fimmtán ár og tónlist-
in sem sveitin leikur er „einhver nýbylgja".
Hröi höttur og munkarnir
Hrói höttur og munkarnir koma úr Keflavík og Garði, en sveitina
skipa Ellert Rúnarsson bassaleikari, Áki Ásgeirsson píanóleik-
ari, Kjartan Ásgeirsson gítarleikari og Már Harðarson trommu-
leikari. Meðalaldur sveitarmanna er óráðinn.
¦ / HAFNARFJARÐAR-
KIRKJUverður vandað til alis tón-
listarflutnings komandi bænadaga
og páska. Á skírdag við helgistund
með altarisgöngu sem hefst kl.
20.30 um kvöldið mun Skólakór
Garðabæjar syngja undir stjórn
Guðfínnu Dóru Ólafsdóttur. Á
föstudaginn ianga mun Erna Guð-
mundsdóttir, sópran, 3yngja við
guðsþjónustu k). 14. Á páskadag
15. apríl við hátíðarmessur bæði
kl. 8. árdegis og kl. 14 mun Ester
Helga Guðmundsdóttir, sópran og
knr kírkinnnar flvtia ásamt hlinð-
færaleikurum, „Missa Brevis" í
B-dúr (Litlu orgelsólómessuna)
eftir Jóseph Hayden undir stjórn
Helga Bragasonar.
¦ AFMÆLISFUNDUR AA-
samtakanna verður haldinn á
morgun, föstudaginn langa, 13.
apríl kl. 21 í Háskólabíó. Þar koma
fram AA félagar og einnig gestur
frá Al-anon samtökunum, sem eru
samtök aðstandanda alkóhólista.
íslensku AA-samtökin voru stofnuð
fyrir 36 árum síðan á föstudeginum
lanea.
¦ FÉLAG áhugamanna um
skrautdúfharækt heldur sýningu
um páskana á fuglum sínum í Reið-
höllinni. Fyrsti dagur sýningarinn-
ar er laugardagurinn 14. apríl og
stendur hún yfir í 3 daga. Sýningin
er opin frá kl. 10—18.
Skrautdúfnasýning verður hald-
in í Reiðhöllinni um páskahelg-
ina.