Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 2
t MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990 ;'J Húsnæðismálastjórn: 4.100 mílljónir tíl 802 íbúða SKIPTINGIN á félagslegu íbúðunum, sem Húsnæðismálas^jórn hefur ákveðið að lána til er þannig, að af 802 íbúðum eru 487 á höfuðborg- arsvæðinu, 40 á Reylg'anesi, 20 á Vesturlandi, 19 á Vestfjörðum, 20 á Norðurlandi vestra, 111 á Norðurlandi eystra, 54 á Austurlandi og 51 á Suðurlandi. Heildarupphæð lánanna til þess- ara 802 íbúða er 4.100 milljónir króna og greiðast 1.500 milljónir út á þessu ári, 2.600 milljónir á næstu tveimur árum, samkvæmt fréttatilkynningu frá Húsnæðis- stofnun ríkisins. Lánað er til 351 íbúðar í verkamannabústöðum, 142 leiguíbúða, 156 félagslegra kaup- leiguíbúða og 153 almennra kaup- leiguíbúða. Pálmi Kristinsson, fulltrúi Vinnu- veitendasambands íslands, lét bóka mótmæli við þessari ákvörðun um lánveitingar. Þar segir hann m.a., að tillögurnar feli í sér allt of hátt hlutfall lánveitinga til bygginga fé- lagslegra íbúða, þar sem láta muni nærri að þær byggingar uppfylli 55% af allri íbúðaþörf í Iandinu. Alls bárust 80 gildar umsóknir um 1.511 íbúðir, en í heild voru umsóknir um 1.688 íbúðir. Forsvarsmenn Töggs hf, lögmaður þess og tveir bankamenn ákærðir: Sjö sakaðir um skilasvik á greiðslustöðvunartíma Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hcndur fyrrum stjórnar- formanni Töggs hf, sem hafði umboð fyrir Saab-bifreiðar og var tekið til gjaldþrotaskipta í júní 1987, tveimur stjórnarniönnum og starfsmanni fyrirtækisins, lögmanni þess og tveimur forsvarsmönnum viðskiptabanka þess. Meginefhi ákærunnar, sem varðar miUjóna króna hagsmuni, er skilasvik á greiðslustöðvunartíma félagsins frá janúar 1987 til dagsins fyrir gjaldþrot þannig að lánardrottnum hafi verið mismunað með því að greiddar hafi verið skuldir við ban- kann. , Þá eru stjórnarformaður, og stjórnarmenn ákærðir fyrir fjár- drátt og fjársvik með þátttöku lög- mannsins sem einnig er ákærður fyrir brot. Sakadómur Reykjavíkur hefur fengið málið til meðferðar. Á vegum þrotabús Töggs hf eru nú rekin fjögur dómsmál fyrir Hæstarétti, að sögn Skarphéðins Þórissonar hrl, bústjóra þrotabús- ins. Tvö eru gegn hlutafélagi, sem er að stærstum hluta í eigu fjöl- Þjóðleikhúsið: Útboðsgögn- inalhent BYGGINGARNEFND Þjóð- leikhússins mun í dag af- henda væntanlegum verk- tökum útboðsgögn vegna fyr- irhugaðra breytinga á hús- inu. Að undanförnu hefur verið tekinn niður búnaður í húsinu og verður því verki haldið áfram á næstu dögum. Samstarfsnefnd um opinber- ar framkvæmdir gaf heimild til þess í gær að verkið yrði boðið út. Nefndin telur að tæknilegur undirbúningur fyrir útboð sé fullnægjandi til að gerður sé marksamningur við væntanleg- an verktaka. Jafnframt segir, að kostnaðaráætlanir hafi verið reikular og að samkvæmt áætl- un frá því í byrjun apríl, líti út fyrir að 75 milljónir króna vanti til að ljúka megi áætluð- um verkþætti. Verkinu verði því ekki lokið á árinu miðað við þær forsendur og þess vegna hafi nefndin vísað málinu til ríkisstjórnarinnar. í svari fjármálaráðherra til nefndarinnar segir, að fram- kvæmdir hefjist við áfangann með þeim hætti að ekki verði eytt umfram áætlun þessa árs og að verklok verði þar af leið- andi færð yfir á næsta ár. Sækja verður því um þær 75 milljónir sem upp á vantar til ársins'1991. skyldu stjórnarformannsins, vegna yfirtöku þess á 14 milljóna úttekt hans hjá fyrirtækinu hitt vegna yfirtöku hlutafélagsins á milljón króna skuld eigenda þess við Tögg. í hinum málunum tveimur er kraf- ist greiðslu á hlutafjárloforðum stjórnarformannsins og eiginkonu hans og þess að ógilt verði greiðsla á hlutafé daginn fyrri gjaldþrot með skuldabréfum til langs tíma og á lágum vöxtum. Að sögn bústjórans er enn ýmis- legt óljóst um niðurstöðu gjald- þrotaskipta Töggs hf. Síðasta áætl- un gerði ráð fyrir að um það bil fjórðungur almennra krafna greidd- ist en vinni búið fyrrgreind dóms- mál eykst það fé sem til ráðstöfun- ar er. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinnúpallar við Hallgrímskirkju hafa nú verið fiarlægðir. Viðgerð á turnspíru Hallgrímskirkju lokið VIÐGERD á turnspíru Hallgrímskirkju er lokið og liafa vinnupall- ar verið Qarlægðir. Hermann Þorsteinsson formaður sóknarnefiid- ar Hallgrímskirkju sagði að samkvæmt fyrstu áætlunum um við- gerð á efetu 24 metrum turnsins átti hún að kosta 7 - 7,5 milh'ón- ir króna og átti að taka nokkra mánuði. Raunin varð ðnnur því verkið tók tvö ár og kostaði 30 milljóiiir króna. Mjög slæmar alkalí- og frost- skemmdir komu ekki í h'ós í steyp- unni fyrr en eftir að hafist var handa við viðgerðina. Hermann sagði að í ljós hafí komið að stuðl- ar á neðri hluta turnsins eru einnig sprungnir og verður næsta verkefni að gera við þá. „Við erum ánægð með að hafa ekki guggnað á að ráðast í þessa viðgerð og vonum að hún hafi tek- ist vel og að viðgerðin sé til fram- búðar. Hallgrímskirkja er stórt steinsteypt hús sem þarfnast mik- ils viðhalds og við ætlum okkur að reyna að gæta þess vel," sagði hann. Aðspurður sagði Hermann að viðgerðin væri kostuð af tekjum safnaðarins, en auk þess ætti kirkj- an vini sem leggðu sitt af mörkum. Þá samþykkti Alþingi 10 milljóna króna fjárveitingu til Hallgríms- kirkju á síðasta ári. „Við hefðum viljað gera fallegt í kringum kirkjuna því þar er mik- ið eftir ógert. En við gerum okkur vonir um að Reykjavíkurborg verði samvinnufús við það verkefni," sagði Hermann að lokum. Hóf tíl heið- urs forseta MORGUNBLAÐINU hefur borist frétt frá forsætisráðuneytinu, þar sem segir, að ríkisstjórn íslands efni til síðdegisboðs á Hótel Sögu laugardaginn 14. apríl 1990 til heið- urs forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, í tilefni af sextugs- afmæli hennar 15. apríl nk. Frá kl. 16.00-17.00 er hófið öll- um opið meðan húsrúm leyfir. Fiskmarkaðurinn í Bremerhaven: 40 tonn af afla Ottós N.íguanó SALA á fiskmarkaðinum í Brem- erhaven féll saman í gær eftir verðhrun frá því á mánudag. Sem dæmi um það má nefiia, að 40 tonn af afla togarans Ottós N. Þorlákssonar RE seldust ekki og fóru í gúanó. Meðalverð á seldum afla togarans var um 71 króna, en meðalverð fyrir karfa fór upp í 180 krónur í lok síðustu viku. Ottó var alls með 239 tonn og af þeim afla seldust um 200, hitt fór í gúanó. Heildarverð fyrir land- aðan afla var 395.500 mörk eða 14,2 milljónir króna. Meðalverð eft- ir sömu viðmiðun var 59,45 krónur, en 71 króna, sé miðað við þann afla, sem seldist. Jón Rúnar Kristjónsson, fjár- málastjóri Granda hf, sem gerir togarann út, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þetta væri á viss- an hátt áfall, sem menn tækju eins og hverju öðru hundsbiti. Menn leit- uðu auðvitað skýringa á þessum ósköpum, sérstaklega í ljósi þess, að um úrvals fisk hefði verið að ræða og útflutt magn hefði verið svipað þetta timabil og fyrir síðustu páska. Líklegasta skýringin væri sú, að kaupmenn hefðu í síðustu viku keypt of mikið af fiski á of háu verði og því ekki getað meir nú. Svo væru menn að velta fleiri ástæðum fyrir sér, svo sem miklum innflutningi á ódýrum norskum laxi, en hvort það hefði haft einhver áhrif, væri erfitt að meta. Verðlaunarannsóknir á brjóstakrabbameini: Unnt að finna út hvaða kon- ur þurfa ekki viðbótarmeðferð Athuganir hefjast hérlendis í haust HIÐ virta vísindarit „New England Journal of Medicine" birtir í nýju hefti, sem út kemur í dag, grein eftir Helga Sigurðsson krabba- meinslækni. Grein Helga fiallar um rannsóknir á krabbameini í brjóstum, einkum hvenær frekari lyfjameðferðar er þörf eftir að æxU hefur verið fjarlægt. Þær athuganir sem greinin byggist á voru gerðar í Suður-Svíþjóð á árunum 1982-86 og úrvinnsla gagna stend- ur enn yfir. Einn þáttur rannsóknanna hlaut fyrstu verðlaun á sænska læknaþinginu í lok síðasta árs. Akveðið hefur verið að fara út í svipaðar rannsóknir á brjóstakrabbameini meðal íslenskra kvenna og Landspítalinn hefur samið um kaup á tækjum til frumurannsókna í því skyni. Helgi Sigurðsson segir grein sína tengjast mikilli umræðu sem fram fór vestanhafs í fyrra um lyfjameð- ferð til að auka lífslíkur kvenna sem fengið hafa brjóstakrabbamein. „Horfur eru bestar þegar sjúkdóm- urinn er staðbundinn við brjóstið og ekki um eitlameinvörp að ræða," segir Helgi. „Konur sem þannig er ástatt um hafa lengi verið álitnar læknaðar, en sagan sýnir að_ íutl 30% þeirra fá sjúkdóminn aftur síðar á ævinni. Ljóst er að viðbótarmeðferð með krabbameinslyfjum eða hormóna- lyfjum eykur lífslíkur, eða lifun, um nokkur ár þegar eitlameinvörp eru í líkamanum. En þegar svo er ekki, hefur verið álitamál hvort beita skuli viðbótarmeðferð. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa þó mælt með slíkri meðferð fyrir allar konur sem látið hafa fjarlægja brjósta- æxli." í rannsókn sem Helgi stýrði í Svíþjóð voru tekín æxlíssýni úr 900 konum með brjóstakrabbamein á öllum stigum. Ekki höfðu fundist eitlameinvörp í 367 konum og voru ýmsir þættir í frumum þeirra athug- aðir sérstaklega. í ljós kom að 67% þessara kvenna höfðu áþekkar lífslíkur og sænskar konur al- mennt, en hjá hinum voru áttfaldar líkur á að sjúkdómurinn kæmi upp aftur. Helgi segir að lyfjameðferð eftir að æxli hefur verið fjarlægt megi takmarka við seinni hópinn. Hann sé unnt að þekkja með mæl- ingum á atriðum eins og litninga- magni í æxlisfrumum, hlutfalli frumna í skiptingu, hormónaviðtök- um og vaxtarþáttum frumna. Helgi segir að ákveðið hafi verið að hefj'a hér á landi rannsókn er svipar til þeirrar sænsku. Samið hafi verið um kaup á flæðifrumu- sjá, „FAC Scan", og myndgreini, . ^CAS 200"., Tækin eru að sðgn Helga væntanieg í september og verða í fyrstu notuð til rannsókna á krabbameini í brjóstum. Þau geta i sömu andrá kannað allt frá einni frumu upp í mörg hundruð þúsund, með tilliti til þess sem frábrugðið er heilbrigðum vef. Með hjálp litar- efna má einangra örsmáar eindir í æxlisfrumum og athuga sérstak- lega. „Þetta verður sameiginlegt verk- efni Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði og Krabbameinsdeildar Landspítalans. Við ætlum að byrja á að athuga æxlissýni sem tekin hafa verið undanfarin ár og von- umst til að ljúka þeim áfanga upp úr næstu áramótum," segir Helgi Sigurðsson. Hann mun annast rannsóknina ásamt Bjarna Agnars- syni, sérfræðingi í meinafræði. Rannsókninni tengjast einnig Jó- hannes Bjömsson, sérfræðingur í meinafræði, Jónas Hallgrímsson prófessor og Þórarinn Sveinsson yfirlæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.