Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ- FIMMTUDAGUR12. APRIL 1090 Heilbrigðisráðuneytið og Manneldisráð: Rit um manneldis- og neyslustemu kynnt Selfossi. BORÐAR þú nógu góðan mat? er heiti á bæklingi sem heilbrigðis- ráðuneytið hefur gefið út í samvinnu við Manneldisráð. Bæklingur- inn er liður í kynningu á opinberri manneldis- og neyslustefiiu. Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra heimsótti nýlega heilbrigðisstofnanir á Selfossi og kynnti hina nýju heilbrigðis- og neyslustefnu, en hún var afgreidd sem þingsályktun frá Alþingi á síðasta ári. Borðar þú nógtt '¦***.' m^SÍ Ráðherra sagði meðal annars að markmiðið með kynningunni væri að fá starfsfólk heilsugæsl- unnar í landinu til að vinna að því að koma á auknu forvarnarstarfi gegn sjúkdómum með því að hvetja fólk til aukinnar fjölbreytni í fæðuvali. Leitað verður til starfs- fólks um hugmyndir varðandi út- færslu á manneldisstefnunni og það þannig fengið til virkrar þátt- töku í verkefninu. Með Guðmundi Bjarnasýni voru Unnur Stefánsdóttir fulltrúi og dr. Laufey Steingrímsdóttir. Laufey sagði meðal annars að fram- kvæmd yrði neyslukönnun meðal landsmanna með það að markmiði að finna út hvernig mataræði landsmanna er og hvaða þættir hafa áhrif á neyslu. Áhersluatriði sem beint er til ungs fólks varðandi heilbrigðan lífsstíl eru: að borða hollan mat, að stunda íþróttir og að nota EKKI áfengi og tóbak. - Sig. Jóns. Morgunblaðið/Björn Blðndal Sfjórn Krabbameinsfélags Suðurnesja ásamt starfsfólki Sjúkrahússins í Keflavík sem kemur til með að vinna með nýja tækið. Sjúkrahús Keflavíkur og Heilsugæslustöð Suðurnesja: Krabbameinsfélagið gaf ómsjá Annað tækið sinnar tegundar hérlendis Keflavík. Krabbameinsfélag Suðurnesja færði nýlega Sjúkrahúsi Keflavikurlæknishéraðs og Heilsugæslustöð Suðurnesja að gjöf ómsjá, „sónar", af tegund- inni Toshiba og kostar slíkt tæki um 1,7 milljómr króna. Nýja tæk- ið var afhent við hátíðlega athöfh 23. mars sl. og við það tækifæri kynnti Konráð Lúðvíksson yfir- læknir fæðingardeildar tækið Hvanneyri: Hagþjónusta landbúnaðar- ins tekur formlega til starfa Hvannatúni í Andakíl. HAGÞJÓNUSTA landbúnaðar- ins á Hvanneyri var formlega opnuð fyrir skömmu. Þórður Friðjónsson, formaður stjómar Hagþjónustu landbúnaðar- ins, sagði m.a. í ávarpi sínu, að búreikningaskrifstofan, sem Guð- mundur Jónsson fyrrverandi skóla- stjóri hefði komið á laggirnar á Hvanneyri 1936 væri nú komin heim aftur. Landbúnaðarráðherra lýsti því yfir að Hagþjónustan væri formlega tekin til starfa. Hann nefndi m.a. að þetta væri önnur stofnun landbúnaðarins, sem hefur starf úti á landsbyggðinni á þessu ári og eru þessar stofnanir þar með í fararbroddi hvað þetta áhrærir. Hallgrímur Snorrason, hagstofu- stjóri, sagði söfnun gagna um land- búnaðinn hafa verið í höndum a.m.k. 5 stofnana, en Hagþjón- ustunni er ætlað að samræma gagnaöfiun landbúnaðarins. Ketill Hannesson, ráðunautur Búnaðarfélags íslands, rakti sögu búreikninga á íslandi og undirbún- ing milliþinganefndar að lögum um Hagþjónustuna og Erna Bjarna- dóttir, hagfræðingur og starfsmað- ur Hagþjónustunnar hélt erindi er hún nefndi: Hugleiðingar um endur- úthlutun á framleiðslurétti. Magnús B. Jónsson er forstöðu- maður Hagþjónustunnar. Starfs- menn eru nú hagfræðingur, ritari og síðar á árinu bætist við annar hagfræðingur auk Magnúsar. Sveinn Hallgrímsson, skólastjóri, bauð stofnunina velkomna að Hvanneyri. - D.J. Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Guðmundur Jónsson, fyrrverandi skólasljóri við ræðupúlt, er skól- aniim var gefið í tilefiii 50 ára afmælis skólans fyrir 51 ári. viðstöddum. Konráð Lúðvíksson sýndi og skýrði frá notagildi ómsjárinnar, en aðeins tvö slík tæki eru til á landinu og er hitt í Reykjavík. Ómsjáin virk- ar líkt og dýptarmælar í bátum, tækið sendir frá sér hljóðbylgjur sem endurkastast og þá kemur fram mynd á skjá af þeim líkams- hlutum sem svokölluðu ómhöfði er beint að. Konráð sagði að tækið yki mjög á öryggið við barnsfæðingar, því hægt væri að fylgjast með fóstr- inu allan meðgöngutímann og gera viðeigandi ráðstafanir í tíma. Auk þess kæmi tækið að góðum notum við ýmsar aðrar rannsóknir. Félagar í Krabbameinsfélagi Suðurnesja hafa lagt líknarmálum á Suðurnesjum mikið lið á undan- förnum árum. Þetta er fjórða stór- gjöfin sem þeir færa Sjúkrahúsinu og þess má geta að þrír stjórnar- menn félagsins, Björgvin Lúth- ersson formaður, Andrés Færseth ritari og Margeir Jónsson með- stjórnandi, gengu í ábyrgð fyrir 165 þúsund krónur svo hægt væri að leysa hið nýja tæki út. Við þetta tækifæri kom Björgvin Lúthersson á'framfæri þakklæti til Keflavíkur- verktaka sem lögðu fram hálfa milljón króna til tækjakaupanna. BB Tveir menn og konaá sumardegi Leiklist Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Kaþaris-leiksmiðja frumsýndi í Leikhúsi frú Emilíu: Sumardagur eftir Slawomir Mrozek Þýðing: Þórarinn Eldjárn Búningar: Jcnný Guðmunds- dóttir Leikmynd: Kárí Halldór Leikstjórn: Kári Halldór Mrozek er fæddur í Póllandi fyrir sextíu árum og hefur fengist við ýmislegt. T.d. nam hann arki- tektúr, myndlist og heimspeki og á unga aldri fékkst hann við að skrifa leiklistargagnrýni. Það eru þó fyrst og fremst leikritin sem hafa haldið nafni hans á lofti og um árabil hefur hann verið þekkt nafh í leikhúsheiminum. Hér á landi hafa áður yerið sýnd tvö verka Mrozeks; Á rúmsjó (Þjóð- leikhúsið 1966) og Tangó (Leikfé- lag Reykjavíkur 1967). Það síðar- nefnda sló rækilega í gegn þegar það var sýnt í Varsjá í Póllandi árið 1965. Mrozek hefur því ekki verið á fjölunum hér í rúma tvo áratugi og sýning Kaþaris-leiksmiðjunnar löngu orðin tímabær. Leikritið Sumardagur var samið 1982 fyrir Dramaten í Svíþjóð. Það segir frá tveimur mönnum sem hittast fyrir tilviljun á afviknum stað. Báðir eru þeir komnir í þeim erindagjörðum að fremja sjálfsmorð. Annað eiga þeir ekki sameiginlegt. Kona sem gengur þarna um verður til þess að atburðarásin tekur nýja og óvænta stefnu. Báðir mennirnir hrífast að henni þó á ólíkan hátt. Svo fara leikar að þau ákveða að eyða deginum saman á ströndinni og fara svo í leikhús um kvöldið. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarð- ar að einungis eru til tveir miðar. Konan verður því að velja með hvorum karlmanninum hún fer, fari hún á annað borð. Verkið sem þau ætla að sjá fjallar um skopleik- ara og harmleikara og kallast umræða þeirra um þetta verk á snjallan hátt við sjálft leikritið, Sumardag. Skopleikarinn og harmleikarinn eru einmitt þessir tveir menn, þannig að það má segja að við áhorfendur séum að horfa á leikritið sem farandleikhúsið ætlar að sýna þennan stimardag á ströndinni. Tveir menn og kona. Skúli Gautason, Ellert A. Ingimundarson og Bára L. Magnúsdóttir í hlutverkum sínuin. Þetta er ákaflega einfalt verk við fyrstu sýn og nýtur sín vel sem slíkt. Það er mikill húmor í því en hann er mjög grimmur. Hið skop- lega er á yfirborðinu en harmleikur hins mannlega eðlis blundar undir niðri. Við hlæjum að skopleikaran- um fyrir að mistakast allt sem hann tekur sér fyrir hendur, við vorkennum honum jafnvel. En um leið er hið trúðslega nauðsyn fyrir grimmdarlegt eðli okkar því hvað er það annað en grimmd að hlæja að óláni annarra. Miskunnarleysið er fáránleikinn í mannlegum sam- skiptum og tekst Mrozek ágætlega að koma því til skila í þessu stutta verki. Ellert A. Ingimundarson, Skúli Gautason og Bára Lyngdal Magn- úsdóttir fara með hlutverkin í Sumardegi. Það er ekki ástæða til að fjalla um þau hvert og eitt því leikur þeirra hefur á sér sterkan heildarblæ. Leikmáti þeirra er ákaflega áþekkur, eðlilegur og ein- hvern veginn eins og sjálfsprott- inn. Lögð var rækt við smáatriði, fínlegar hreyfingar, tvístígandi fætur, augabrún lyft, ögrandi göngulag o.s.frv. Það var helst Skúli sem beitti meiri ýkjum en persóna hans bauð líka upp á slíka aðferð og það var allt í hófi gert. Reyndar ' fannst mér stundum vanta svolítinn gust í leikinn og sum atriðin í hægara lagi. Þagnir voru líka talsvert mikið notaðar. Á frumsýningu kom einstaka sinnum fyrir að leikari gleymdi texta og það er auðvitað alltaf leiðinlegt en ég hafði hvíslarann líka grunaðan um að vera of fljótur á sér að koma leikaranum til aðstoðar. Það er auðvitað vandasamt þegar mik- ið er um þagnir að vita hvenær leikarinn er í vanda og hvenær ekki en þá er betra að hafa þögn- ina aðeins lengri heldur en að koma með óþarfa aðstoð. Umgjörð verksins er mjög ein- föld, nánast engir leikmunir. Ljós tjalddúkur á gólfinu, líkt og ljós sandur strandarinnar. Lýsingin kemur að mestu í gegnum þunnan, ljósan himin. Þessi umgjörð upp- hefur leikinn þannig að um ákveð- inn stað eða stund er ekki að ræða. Mannlegt eðli er eins í dag og í gær. Kaþaris-leiksmiðjan er nýr leik- hópur og meðlimir hans hafa ýms- ar hugmyndir í kollinum sem ættu, ef vel tekst til, að auðga Ieiklist- arlífið í borginni. Sérstakt fagnað- arefni er útgáfustarfsemi sem leik- smiðjan hyggst standa fyrir. Það er nefnilega sorglega lítíð gefið út af leikverkum á íslensku. Þessi fyrsta sýning þeirra er skemmtileg byrjun og góð hreinsun fyrir sál- arlífið eftir dimman vetur og áhorf- andinn verður þess albúinn að tak- ast á við væntanlega sumardaga. Kaþaris er orð úr forngrísku og þýðir einmitt hreinsun. Ahorfand- inn fær útrás fyrir tilfinningar sínar, hreinsast, ekki síst í hlátrin- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.