Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 31
iir jf< . <. i :: 1* ( 111' , i. i. :r ír M 1»
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990
31
Víkingur VE, skemmtiferða-
snekkja Páls Helgasonar á sigl-
ingu í Hafnarfjarðarhöfn.
I aðalfarþegasal eru 30 bólstruð
sæti, en þar er mjög rúmgott og
bjart.
PH Víkingur til Vestmannaeyja:
Stórt stökk fram á við í ferðamálum
Um 300 manns skoðuðu skemmtiferðasnekkju Páls Helgasonar frá
Vestmannaeyjum þegar hún var afhent eigandanum í Hafnarfjarðar-
höfn nýlega og var gestum boðið í stutta siglingu um Fjörð-
inn.Skemmtiferðasnekkjan sem ber nafiiið PH Víkingur tekur um
50 manns í sæti, þar af milli 30 og 40 innan dyra,en báturinn geng-
ur um 25 mílur.Hann er ætlaður til skoðunar- og semmtiferða í
kring um Vestmannaeyjar, en siglingatími hans til milli Vestmanna-
eyja og Þorlákshafnar er um tvær klukkustundir.
Víkingur er með tveimur Volvo
Penta vélum, alls 700 hestöfl.Bátur-
inn var smíðaður í Bátagerðinni
Samtak í Hafnarfirði eftir teikningu
Snorra Haussonar,en Sigurður
Karlsson útfærði teikninguna og
þá sérstaklega yfirbyggingu fyrir
farþegabát.Bátasmiðja Guðmundar
í Hafnarfirði annaðist innrétting-
ar.en öll smíði bátsins er hin vand-
aðasta.I samtali við Morgunblaðið
sagði Páll Helgason að þessi bátur
væri byggður til þess að bjóða upp
á mun betri og skemmtilegri þjón-
ustu við ferðamenn en verið hefur,
en það er sérstakt við byggingu
þessa báts að engir lánasjóðir koma
við sögu.Páll sagðist telja að ef
menn gætu ekki lagt fram eigið fé
í fyrirtæki af þessari stærðargráðu
þá ættu þeir ekkert erindi í slíkt.Páll
sagðist vona að þessi skoðunar- og
skemmtiferðabátur væri stórt stökk
fram á við í ferðamálum Vest-
mannaeyja.Synir Páls og fjölskyld-
ur þeirra eru aðilar að rekstri
Víkings og Ferðaþjónustu Páls
Helgasonar í Vestmannaeyjum,
sem jafnframt rekur nokkrar rút-
ur.PH Víkingur er stærsti plastbát-
ur sem smíðaður hefur verið á Is-
landi.- á.j.
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Andrés Kristjánsson, Kiwanis- og björgunarsveitarmaður, í einum
búninganna, ásamt Sigurði Bjarnasyni, forseta Kiwanis, Hjálmari
Kristjánssyni, formanni Björgunarsveitarinnar, og Pétri Jóhanns-
syni, gjaldkera sveitarinnar. Á innfelldu myndinni má sjá Þórdísi
Brynjólfsdóttur, starfsmann félagsmiðstöðvarinnar, taka við gjöf-
inni af Sigurði Bjarnasyni, forseta Kiwanis.
Þorlákshöfii:
Kiwanismenn gefa björg-
unarmönnum flotgalla
Þorlá kshiil'ii.
FÉLAGAR í Kiwanisklúbbnum Ölver afhentu nú fyrir stuttu Björg-
unarsveit Þorlákshafhar fjóra flotbúninga ásamt fimmtíii þúsund
krónum til reksturs sveitarinnar. Við sama tækifæri voru Félag-
smiðstöðinni afhentar eitt hundrað þúsund krónur sem nota á til
kaupa á hljómflutningstækjum.
Þetta er
hafa safnað
annars með
elda nú fyri
mehn hafa
endurbótum
nú er orðið
fé sem Ölversmenn
að undanförnu meðal
sölu jólatrjáa og flug-
r áramótin. Kiwanis-
staðið í stækkun og
á húsnæði sínu sem
mjög vandað og er
meðal annars leigt út og notað
til margvíslegra félagsstarfa bæði
fyrir félagsmenn og aðra.
Þetta hefur verið nokkuð kostn-
aðarsamt verk en það hefur verið
fjármagnað með vinnu og pen-
ingaframlögum félaga. Meðal
annars var farið í tvo línuróðra
og seld síld sem gaf af sér á átt-
unda hundrað þúsund króna.
Sjálft félagsstarfið hefur einnig
verið mjög blómlegt og félögum
fjölgað nokkuð upp á síðkastið.
„Það virðist gefast vel að hafa
nóg að gera í svona félagsskap,"
sagði Sigurður Bjarnason, skip-
stjóri, sem er forseti Kiwanis-
klúbbsins Ölvers þetta árið.
- J.H.S.
Iþróttafólk á Akra-
nesi vinnur að stefhu-
mörkun til framtíðar
Akranesi.
45. ÁRSÞING íþróttabandalags
Akraness var haldið fyrir
skömmu og var meginverkefni
þingsins umfjöllun um skýrslu
vinnuhóps sem unnið hefur að
stefnu- og tillögugerð um upp-
byggingu íþróttamannvirkja á
Akranesi og samskipti íþrótta-
hreyfingarinnar við Akranes-
kaupstað í framtíðinni.
í þessari skýrslu sem nefnist
Akranes — íþróttabær, er tekið á
flestu því sem snertir eitt íþrótta-
félag og samskipti þess við bæjar-
félagið í nútíð og framtíð.
Vinnuhópurinn telur m.a. að
lykillinn að því að gera Akranes
að leiðandi íþróttabæ sé að breyta
. innra skipulagi hreyfingarinnar
sjálfrar og að auka fjárhagslegt
sjálfstæði hennar., m.a. með því
að taka á sig fleiri metnaðarfull
verkefni, t.d. rekstur mannvirkja,
aukningu á móta- og námskeiða-
haldi og sölu á aðstöðu til ferða-
manna.
iðurlagi skýrslunnar kemur
fram að brýnt sé að stefnumark-
andi ákvarðanir um þessi mál verði
teknar sem fyrst og hafist verði
handa um úrvinnslu þeirra í beinu
framhaldi af því. Ársþingið sam-
þykkti að fela nýkjörinni aðal-
stjórn að vinna það starf, og má
Magnús Oddsson var endurkjör-
inn formaður ÍA á nýafstöðnu
ársþingi.
búast við því að éinhverjar breyt-
ingar líti dagsins ljós á næstu
mánuðum. Magnús Oddsson var
endurkjörinn formaður ÍA og öll
framkvæmdastjórnin var sömu-
leiðis endurkjörin.
- J.G.
»
Þetta er einstakt
tækifæri til að sjá
og upplifa það mark-
verðasta sem Brasilía
hefur upp á að bjóða.
Ótrúleg náttúrufeg-
urð, dulúðugir frum-
skógar, stórkostlegar
baðstrendur og stór-
borgir á heimsmæli-
kvarða.
Flug með Flugleiðum til
Kaupmannahafnar og
þaðan til Rio de Janeiro
með SAS.
Gisting á 1. flokks hótel-
um og skoðunarferðir
m.a. Rio de Janeiro,
Iguassu fossarnir,
sigling um Ámazon,
fornleifarnar í Manuz, auk stór-
borganna Salvador og Brasilía.
EINSTAKLINGSFERfllR FRÁ 1. MAÍ
RÍÓ 15 DAGAR
FRÁ KR. 117.000,- í TVÍBÝLI
BRASILÍA-HRINGFERD 20 DAGAR
FRÁ KR. 168.000,- í TVÍBÝLI
M
h
FLUGLEIÐIR
FERÐASKRIFSTOFAN
SAS
Suðurgötu 7
sími 624040
¦E3IFARKC3RT FiF1