Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 18
9J 18 OPP.r jm<TA Sl smrurnm/vi^ (flqt, TfTVnTDHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990 Aðalfundur Rauða kross íslands Aðalfundur Rauða kross íslands verður haldinn á Hvolsvelli 12.-13. maí nk. Fundurinn verður settur í félagsheimilinu Hvoli kl. 10.00 f.h. laugardaginn 12. maí. Dagskrá samkvæmt 16. gr. laga RKÍ. Stjórn Rauða kross íslands Raudi Krosslslands „ Vorboðinn " verkaður Rauðmaginn er af mörgum kallaður vorboðinn, enda gengur hann á hrygn- ingarstöðvarnar á grunnsævi nálægt upphafí gamla vormánaðarins, hörpu. Rauðmaginn var einnig fyrr á tímum kærkomið nýmeti eftir brimsaltan bút- ung á útmánuðum og í kjölfar hans kemur svo grásleppan, sem einnig þyk- ir lostæti vel sigin. Það hýrnar því yfir mönnum, þegar Björn Guðjónsson, trillukarl við Ægissíðu, byrjar að verka vorboðann, en á þriðjudag kom hann úr öðrum róðri vorsins með um 200 rauðmaga. Vinir Björns þrír, Snorri, Siggi og Pálmi fylgjast spenntir með og væntanlega fá þeir í soðið með sér heim. ¦ ðfi . ¦ ¦Jftl ......."""t^ íjjL SR9 i | ¦¦¦ m. jppmM S»X4H JMÍ MW V'^il --•-. fiw^*»» Bjóðist þér þessir tveir ásvipuðuverði - hvorn velurðu? Dýrafita var afar eftirsótt á íslandi, - og raunar lífsnauðsyn, fram eftir öllum öldum. Af neyslu hennar hlutum við meira að segja auknefni: Mörlandar. í MJÚKÍS (sem og öllum öðrum ís frá Kjörís) er engin dýrafita. Margir kaupa hann af þeirri ástæðu, en þó flestir bara vegna bragðsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg ..jbara vegna bragðsins. Hveragerði: Hans Christ- iansen sýnír HANS Christiansen, myndlista- maður, heldur 21. einkasýningu sína á vatnslita- og pastelmynd- um í Safnaðarheimili Hveragerð- iskirkju um páskana. Hann sýnir rúmlega 30 myndir gerðar á þessu ári og síðastliðnu ári. Sýningin verður opin á skírdag, 12. apríl, kl. 20-22 og síðan dag- lega kl. 14-20 og lýkur henni að kvöldi annars í páskum, 16. apríl. Morg-unblaðið/RAX Hans Christiansen á vinnustofu sinni. Umhleypinga- samt í Mýrdal frá áramótum Mýrdalshreppi. TÍÐARFAR hefur verið mjög umhleypingasamt hér frá árá- mótum. Fyrsti snjór eftir nýárið kom á þrettándakvöld og má heita að truflanir á samgöngum hafi verið nokkuð stöðugar síðan, þó hér hafi aldrei lokast vegir heilan sólarhring samfellt. Snjór hefur aldrei komið mikill í einu og alltaf fokið fljótlega til í fannstæði og eru nú nijög víða þykkir skaflar í giljum og laut- Síðan póstbíll fór að ganga dag- lega alla virka daga frá Reykjavík til Víkur hefur hann alltaf komist þar til í vetur er hann varð að snúa við undir Eyjafjöllum í tvígang vegna ófærðar. Utkjálka- vegir hér hafa verið erfiðir langtímum saman í vetur. Ófærð hefur oft hamlað umferð í Reynis- hverfi en í Heiðardalinn hefur ver- ið að mestu leyti lokað nú um tveggja mánaða skeið. Hefur mjólk verið flutt þaðan á dráttar- vélum á aðalveg í veg fyrir mjólk- urbíl þann tíma. Nú er verið að opna að Heiði með jarðýtu. Á laug- ardag brá til hláku og sjatnaði snjór strax mjög mikið þar sem hann var svo laus í sér frá bylnum sl. fimmtudag. Þegar þetta er skrifað er hér sól og blíðuveður, vorfuglakliður og mikið flug af grágæs sem er að koma til sumaj-dvalaE. - Sigþór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.