Morgunblaðið - 12.04.1990, Side 18

Morgunblaðið - 12.04.1990, Side 18
er 18 Oftfil TÍOTA Sf' ínTOAmJTMWfFf PfiyA',TFVrTT>íTOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990 Aðalfundur Rauða kross íslands Aðalfundur Rauða kross íslands verður haldinn á Hvolsvelli 12.-13. maí nk. Fundurinn verður settur í félagsheimilinu Hvoli kl. 10.00 f.h. laugardaginn 12. maí. Dagskrá samkvæmt 16. gr. laga RKÍ. Stjórn Rauða kross íslands Rauði Krosslslands „ Vorboðinn“ verkaður Rauðmaginn er af mörgum kallaður vorboðinn, enda gengur hann á hrygn- ingarstöðvarnar á grunnsævi nálægt upphafi gamla vormánaðarins, hörpu. Rauðmaginn var einnig fyrr á tímum kærkomið nýmeti eftir brimsaltan bút- ung á útmánuðum og í kjölfar hans kemur svo grásleppan, sem einnig þyk- ir lostæti vel sigin. Það hýrnar því yfir mönnum, þegar Björn Guðjónsson, trillukarl við Ægissíðu, byrjar að verka vorboðann, en á þriðjudag kom hann úr öðrum róðri vorsins með um 200 rauðmaga. Vinir Bjöms þrír, Snorri, Siggi og Pálmi fylgjast spenntir með og væntanlega fá þeir í soðið með sér heim. Morgunblaðið/Ami Sæberg Bjóðist þér þessir tveir á svipuðu verði - hvom velurðu? Dýrafita var afar eftirsótt á íslandi, - og raunar lífsnauðsyn, fram eftir öllum öldum. Af neyslu hennar hlutum við meira að segja auknefni: Mörlandar. í MJÚKÍS (sem og öllum öðrum ís frá Kjörís) er engin dýrafita. Margir kaupa hann af þeirri ástæðu, en þó flestir bara vegna bragðsins. ...bam vegna bmgðsins. Hveragerði: Hans Christ- iansen sýnir HANS Christiansen, myndlista- maður, heldur 21. einkasýningu sína á vatnslita- og pasteímynd- um í Safnaðarheimili Hveragerð- iskirkju um páskana. Hann sýnir rúmlega 30 myndir gerðar á þessu ári og síðastliðnu ári. Sýningin verður opin á skírdag, 12. apríl, kl. 20-22 og síðan dag- lega kl. 14-20 og lýkur henni að kvöldi annars í páskum, 16. apríl. Morgunblaðið/RAX Hans Christiansen á vinnustofu sinni. Umhleypinga- samt í Mýrdal frá áramótum Mýrdalshreppi. TÍÐARFAR liefur verið mjög umhleypingasamt hér frá ára- mótum. Fyrsti snjór eftir nýárið kom á þrettándakvöld og má heita að truflanir á samgöngum hafí verið nokkuð stöðugar síðan, þó hér haf! aldrei lokast vegir heilan sólarhring samfellt. Snjór hefur aldrei komið mikill í einu og alltaf fokið fljótlega til í fannstæði og eru nú mjög víða þykkir skaflar í giljum og laut- um. Síðan póstbíll fór að ganga dag- lega alla virka daga frá Reykjavík til Víkur hefur hann alltaf komist þar til í vetur er hann varð að snúa við undir Eyjafjöllum í tvígang vegna ófærðar. Utkjálka- vegir hér hafa verið erfiðir langtímum saman í vetur. Ófærð hefur oft hamlað umferð í Reynis- hverfi en í Heiðardalinn hefur ver- ið að mestu leyti lokað nú um tveggja mánaða skeið. Hefur mjólk verið flutt þaðan á dráttar- vélum á aðalveg í veg fyrir mjólk- urbíl þann tíma. Nú er verið að , opna að Heiði með jarðýtu. Á laug- ardag brá til hláku og sjatnaði snjór strax mjög mikið þar sem , hann var svo laus í sér frá bylnum sl. fimmtudag. Þegar þetta er skrifað er hér | sól og blíðuveður, vorfuglakliður og mikið flug af grágæs sem er að koma til sumardvalar. - Sigþór j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.