Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 9
oeer jihia .si auoAauTMMW gigajmvohou MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1990 eirra sem fermingargjafir Því ekki að leggja grunninn að framtíðarsparnaði fermingarbarnanna í ár og færa þeim að gjöf verðbréf ífallegri gjafamöppu. * Einingabréfin okkar eru þannig uppbyggð, að hægt er að kaupa þau fyrir hvaða upphæð sem er, allt niður í 1.000 krónur. * Gengi eða verð hverrar einingar hækkar sfðan daglega og • þar með verðbréfaeignin. * Það eina sem þarf við kaupin er nafn, kennitala og heimilis- fang fermingarbarnsins. * Sala og innlausn Einingabréfa fer fram hjá Kaupþingi hf. í Reykjavík, Kaupþingi Norðurlands hf. á Akureyri og hjá sparisjóðum um land allt. Allar frekari upplýsingar um Einingabréf og önnur verðbréf gefa ráðgjafar Kaupþings hf. í síma 68-90-80. EININGABREF 2 ERU EIGNARSKATTSFRJÁLS Á SAMA HÁTT OG SPARISKÍRTEINIRÍKISSJÓDS Einingabréfasjóður 2 er eingöngu ávaxtaður með kaupum á spariskírteinum ríkissjóðs, húsbréfum og öðrum verð- bréfum með ábyrgð nldssjóðs. Skv. lögum, sem sam- þykkt voru á Alþingi 22. desember sl., er mönnum heim- ilt aö draga frá eignum sínum hlutdeildarskírteini verð- bréfasjóða, sem eingöngu er myndaður af slíkum verð- bréfum. Sölugengi verðbréfa 12. apríl 1990: EININGABRÉF 1....... ...............4.805 EININGABRÉF2...... ...............2.631 EININGABRÉF3....... ...............3.164 SKAMMTÍMABRÉF ...............1.633 KAUPÞING HF Löggilt verdbréfafyrirtœki, Kjringlunni 5, 103 Reykjavík, sími 91-689080 . SORG OG GLEÐI eftir sr. HJALMAR JÓNSSON Framundan eru stórar stundir í kirkjuárinu. Þar eru stóru stundir kristindómsins og þeirra sem játa trú á Krist. í huganum má ganga leiðina með Kristi, leitast við að setja sig í spor hans, lærisveinanna og annarra sem koma við sögu. Okkur kem- ur líka sagan við. Hún hefur gildi í lífi þeirra, sem vilja skoða hana og sjá merkinguna bak við atburðina, sem eru rifjaðir upp árlega í textum kyrruviku og páskanna. Þó er stundum spurt hvers vegna allt sé haft svona leiðin- legt á föstudaginn langa, hvers vegna hann sé, þessi þunglama- legi sellóleikur í útvarpinu og þessar langdregnu heimilda- myndir í sjónvarpi, t.d. af rústum í Palestínu. Því er.til að svara að enginn á að gera sér upp þjáningu eða láta sér leiðast af trúarástæðum. Mér finnst að yfirbragð kirkjunn- ar eigi að vera glaðlegt og frísklegt. Erindi Krists til mann- anna er fagnaðarerindi, guð- spjöllin eru gleðitíðindi. Gleði- snauður kristindómur er mis- skilningur. Hins vegar er mannlífið ekki einskær ham- ingja, því miður. Fæstir komast hjá sorgum og harmi á ævileið sinni. Sorgbitnir og hrjáðir eru oft hart leiknir í þjóðfélagi sem vill breiða yfir kvölina með sléttu og brosandi yfirborði. Dauði og þjáning eru feimnismál nema í æsifréttum fjölmiðla, þar sem hægt er að hafa samúð í hæfi- legri fjarlægð. Þeir sem líða og syrgja hafa því miður þá sögu a segja, allt of oft, að viðmót ann- arra breytist þegar sorgin hefur knúið dyra. Fólk víkur stundum úr vegi ef það mætir sorg og syrgjendum, ekki af áhugaleysi heldur vegna vanmáttar gagn- vart aðstæðum, sem ekki er hægt að breyta. Kristur fékkst við aðstæður, sem aðrir réðu ekki við. Hann byrgði ekki andlit sitt fyrir því sem aflaga fór — og fer — í veröld manna. Því kynnast hinir þjáðu oft og einatt, að Jesús Kristur er sjálfur hjá þeim. Kvöl- in, þjáningin, dauðinn veldur ekki aðskilnaði við hann, heldur meiri nálægð, sterkari vitund um hann og raunverulegri huggun. Það er mikilvægt hlutverk þeirra sem játa trú á Krist að vera þá til staðar í kærleikans nafni. Sannarlega ^er það hluti af gleðiboðskap kristninnar, sem er kunngerður á föstudaginn langa. Hann er staðfestur af atburðum páskanna þar sem almáttugur Guð, faðir, sker úr um verk Krists, hjálpræðisverk hans. Margar líkingar og dæmi, sem tjá skulu hjálp Guðs og sáttar- gjörð, kunna að vera framandi og fjarlægar. Flestir þekkja þó hvað getur verið erfitt að stiga fyrsta skrefið til sátta þegar ósætti hefur orðið. Margt getur hindrað það að menn rétti fram höndina til sátta. Þar er jafnvel óttinn við að slegið verði á fram- rétta sáttarhönd. Enginn vill gera sig að minni manni með því að verða fyrir slíku, jafnvel ekki einu sinni gagnvart sínum nánustu. Guð lét ekki ótta við afleiðingar aftra sér frá að bjóða mannkyni sættir. Þær felast í lífí og starfi, dauða og upprisu Jesú Krists. Hann er framrétt sáttarhönd Guðs, sem lætur ekki hindra sig í því að auðga, bæta og blessa lífið til allrar frambúð- ar.^ í trúnni á Krist er alltaf eitt- hvað framundan, alltaf til ein- hvers að hlakka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.