Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 29
.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1990
29
Herra Ólafur Skúlason biskup.
er að þroska hana og viljann til
að vinna að framgangi safnaðar-
starfs. Maður kemst ekkert í þessu
starfi án trúarinnar, hún er út-
gangspunkturinn fyrir starfið al-
mennt.
Það er svo einnig köllun hvers
og eins sem skiptir máli við
ákvörðun um að sökkva sér í starf
að þeim mannlegu^ þáttum sem
fylgja prestsskap. Á svona nám-
skeiði fær maður tækifæri til að
vega og meta og gera upp hug
sinn. Annað skrefið er að gangast
undir vígsluna og það að helga líf
sitt þessari köllun.
Mig langar til að þjóna Kristi
og færa menn til trúar. Einnig til
að starfa að safnaðaruppbyggingu
og verða að liði í samfélaginu. Eg
hef þá kenningu að trú skipti
máli og geti skipt sköpum í lífi
fólks. Og að mannlífinu sé best
borgið með trúna að leiðarljósi.
Mér finnst ég hafa öðlast frið í
minni trúarbaráttu og vil gjarnan
miðla honum til annarra.
Ég held að trúin breyti gildis-
mati fólks. Trúin stuðlar að heil-
brigðri lífsskoðun almennt og þeg-
ar kemur að erfiðum augnablikum
skiptir trúin sköpum og fólk grípur
ekki í tómt."
Sigríður sagði að hún sárkviði
fyrir framhaldinu, en hún er 25
ára og útskrifast í vor. Þá fær hún
réttindi til prestsstarfa að undan-
genginni vígslu. „Ég stend enn
fyrir utan og horfí inn og það á
eftir að reyna á mann í starfi.
Námið og menntunin er mikils
virði en maður stendur og fellur
með því hversu mikil manneskja
maður er og hvað maður hefur
mikinn mannskilning og þjónustu-
lund. í þessu efni held ég að það
sé mjög gott ef agi námsins og
góð manneskja fara saman," sagði
Sigríður Guðmarsdóttir guðfræði-
Er hennar fag
„Ég lít á þetta sem hennar
starf. Prestsstafið er beint fram-
hald að afloknu námi og hún vinn-
ur þá við sitt fag eins og aðrir,"
sagði Rögnvaldur Guðmundsson,
eiginmaður Sigríðar Guðmarsdótt-
ur.
„Þetta er ekkert öðruvísi en
önnur störf frá mínum sjónarhóli.
Ég hef nú ekki sérstaklega velt
því fyrir mér hvernig það sé að
verða eiginmaður prests, en vinn-
utími presta er auðvitað annar en
í venjulegum störfum. Ég kvíði
því hins vegar ekki að aðlaga þetta
starf Sigríðar að okkar heimili
þegar þar að kemur," sagði Rögn-
valdur Guðmundsson, sem stundar
nám í viðskiptafræði.
Ég vil bretta upp ermarnar
„Ég er mjög ánægður með þetta
námskeið," sagði Þorgrímur Dan-
íelsson guðfræðinemi. „Þetta er
mikilvægt tækifæri fyrir okkur að
fá að tala við forystu kirkjunnar
um okkar áhugamál og þeirra.
Einnig að fá að vita um gagnlega
hluti varðandi prestsstarfið sem
ekki lærast í hreinni guðfræði.
Eftir fimm ár í guðfræði held
ég að það sé erfitt að gera ekki
tilraun til að takast á við prests-
starfið. Það er eins og að svíkjast
undan merkjum að ákveða að
hætta. Telji maður sjálfur aðmað-
ur geti látið gott af sér leiða er
svolítið erfítt að sætta sig við það
að maður reyni ekki að gera það.
Það er ómögulegt að fara út í
prestsskap án þess að vera trúað-
ur. Ef maður er trúaður og telur
sig hafa köllun þá stendur maður
frammi fyrir því að hafa brugðist,
fylgi maður ekki kölluninni. Eg tel
mig ekki komast hjá því að reyna
starfið.
Þetta er gott starf. Það er aftur
á móti mikill munur á því sem
þarf að gera og hinu sem kirkj-
unni tekst að framkvæma. Ég vil
bretta upp ermarnar og ganga út
á akurinn og takast á við starfið.
Verkefnin sem maður sér eru mik-
il áskorun. Starfið gefur mjög
mikla möguleika á að ná til fólks.
Einnig að flytja því boðskap Krists
og kærleikans. Sá boðskapur er
þess eðlis að hann má boða í ræðu
en hann verður aldrei boðaður al-
mennilega nema í verki," sagði
Þorgrímur Daníelsson guðfræði-
nemi frá Tannastöðum í Hrúta-
firði.
Vil auka kynni af stúdentum
Herra Ólafur Skúlason biskup
var einn þeirra sem ræddi við
guðfræðinemana á námskeiðinu í
Skálholti. „Þetta hefur verið ein-
staklega áhugavert. Við höfum
reynt að opna þann heim sem blas-
ir við í starfinu. Ég talaði almennt
um prestsþjónustuna á tillits til
þess hvernig söfnuðurinn verður,
hvernig presturinn þarf að gefa
af sjálfum sér. Það er hins vegar
ekki unnt fyrir hann að ausa stöð-
ugt frá sér án þess að sækja sér
styrk og uppörvun til trúarinnar.
Þessi tími hérna í Skálholti hef-
ur verið einstaklega góður. Spurn-
ingar guðfræðinemanna eru
brennandi vegna vandlætingar
þeirra og beygs í garð framtíðar-
innar. Eg tel að við séum að fá
verulega hæfa presta til þjónustu.
Mig langar til að auka þessi kynni
af stúdentum. Það er gott fyrir
þá og fyrir mig líka. Ég fer héðan
miklu hressari en þegar ég kom
hingað," sagði herra Ólafur Skúla-
son biskup.
— Sig. Jóns.
Sigríður Guðmarsdóttir guðfi-æðinemi og Rögnvaldur Guðmundsson
eiginmaður hennar með soninn Hjalta.
Biskup
íslands
visiterar
BISKUP íslands, herra Ólaf-
ur Skúlason, mun visitera
Borgarfjarðarprófastsdæmi
dagana 15.-29. apríl næst-
komandi. í för með biskupi
verða auk Ebbu Sigurðar-
dóttur, biskupsfrúar, próf-
astshjónin séra Jón Einars-
son og frú Hugrún Guðjóns-
dóttir í Saurbæ. Er þetta
fyrsta visitaziuferð herra
Ólafs, síðan hann tók við
embætti biskups.
í fréttatilkynningu frá Bisk-
upsstofu segir að tilhögun visi-
taziunnar verði sem hér segir:
15. apríl, páskadagur, kl. 14,
Hallgrímskirkja í Saurbæ og
kl. 20.30, Leirárkirkja. 16.
apríl, annar páskadagur, kl.
13.30, Innra-Hólmskirkja. 19.
apríl, sumardagurinn fyrsti,
kl. 14, Akraneskirkja og kl.
20.30, Dvalarheimilið Höfði.
20. apríl kl. 11, Sjúkrahús
Akraness, kl. 15, Alftanes-
kirkja og kl. 20.30, Álftárt-
ungukirkja. 21. apríl kl. 14.30,
Akrakirkja og kl. 20.30, Fit-
jakirkja. 22. apríl kl. 11, Bor-
garneskirkja, kl. 15.30, Dval-
arheimili aldraðra, Borgarnesi
og kl. 20.30, Borgarkirkja. 23.
apríl kl. 13, Lundarkirkja, kl.
15, Bæjarkirkja og kl. 21,
Félagsheimili KFUM og K á
Akranesi. 24. apríl kl. 10.30,
Fjölbrautaskóli Vesturlands á
Akranesi, kl. 13.30, Bænda-
skólinn á Hvanneyri og kl. 15,
Hvanneyrarkirkja. 26. apríl kl.
11, Samvinnuháskólinn, Bi-
fröst, kl. 14, Hvammskirkja
og kl. 21,. Norðtungukirkja.
27. apríl kl. 11, Hjarðarholts-
kirkja, kl. 14, Stafholtskirkja
og kl. 21, Vatnaskógarkapella.
28. apríl kl. 13, Húsafells-
kirkja, kl. 16 Gilsbakkakirkja
og kl. 21 Stóra-Áskirkja. 29.
apríl kl. 11, Síðumúlakirkja,
kl. 14, Reykholtskirkja og kl.
18.30 Héraðsskólinn í Reyk-
holti.
MOSFELLSBÆR
^ V I K
Lögsagnarumdæmi
Kópavopgs
Eilurhóll
Sýsluþúfa
Landsmenn kaupa 45-50 tonn af páskaeggjum:
Langmest keypt af íslenskum
eggjum en innflutt ódýrari
mörk í tvígang. Þessir samningar
hafa ekki farið hátt en málin ve'rið
leyst farsællega. Mér er til efs að
svo hefði orðið ef fjölmiðlar hefðu
náð að gera sér þær samningaumleit-
anir að veislumat meðan á þeim stóð.
Bæjarfélögin á höfuðborgarsvæð-
inu ásamt fleiri sveitarfélögum hafa
bundist samtökum um rekstur skíða-
svæðisins í Bláfjöllum til heilla fyrir
almenning. Þetta hefur orðið óháð
öllum ágreiningi um lögsögumörk á
svæðinu. Ég hef þá trú, að þeim sem
stofnað hafa til svo glæsilegrar sam-
vinnu, eigi að vera í lófa lagið, án
milligöngu dómstóla, að finna skyn-
samlega lausn á því hvernig hagað
skuli lögsögu í Bláfjallafólkvangin-
um, ef menn ná að setjast niður og
ræða málin æsingalaust."
KAUPMENN segja að nú sé mjög mikið keypt af páskaeggjum. Verslan-
ir sem haft var samband við í gær höfðu selt upp undir helming súkkul-
aðieggja sem tekin höfðu verið í búðirnar. Aðalsalan hefur þó undanfar-
in ár verið á miðvikudegi og laugardegi fyrir páska. Langmest er keypt
af íslenskum páskaeggjum frá Nóa-Síríusi og Mónu, en sennilegt að sala
á frönskum eggjum sem íslensk dreifing flytur inn liggi nærri 8% af
heildinni. Innfluttu eggin eru mun ódýrari en þau íslensku, en fást ekki
eins víða. Hlutfallið inilli innlendu framleiðendanna tveggja hefur viða
verið þannig að upp undir 70% seldra páskaeggja koma frá Nóa-Síríusi
og um 30% frá Mónu.
Búist er við meiri páskaeggjasölu
í Hagkaupum nú heldur en í fyrra.
„Þá seldum við 40.000 egg," segir
Þorsteinn Pálsson sölustjóri, „en nú
gæti talan hækkað um 5.000. Við
höfum þegar selt ríflega 20.000
páskaegg og almennt virðist meira
keypt af stærri eggjum en undanfar-
in ár." Hagkaup selur aðeins íslensk
páskaegg. Þorsteinn segir ástæðu
þess vera að frönsku eggin hafi selst
illa í fyrra, bragðið hafi ekki líkað vel.
Að sögn Mána Ásgeirssonar í
Kjötstöðinni í Glæsibæ, einni þeirra
verslana sem selja innfluttu eggin,
hefur langmest verið keypt af þeim.
Kjötstöðin býður einnig páskaegg
Nóa-Síríusar. „Við erum búin að selja
2.000 egg af 4.000 sem við fengum >
og megnið er innflutt, enda eru
frönsku eggin miklu ódýrari. Þau
seldust raunar líka mjög yel hér í
fyrra."
Verðmunur á íslenskum páska-
eggjum og innfluttum er víða um
50%. Hvernig stendur á því?
Hafþór Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri íslenskrar dreifingar,
segist hafa náð hagstæðum samn-
ingum við franska framleiðandann,
sem annast kaup á hráefni eftir ósk-
um héðan. Þá stilli hann álagningu
sinni mjög í hóf.
„Þetta er þriðja árið sem ég flyt
inn páskaegg frá sama framleiðanda.
Ég keypti sérhönnuð mót fyrir eggin
i Þýskalandi fyrir tveimur árum.
Framleiðslukostnaður lækkar veru-
lega við að steypa eggin í einu lagi
og setja tappa í bakhliðina, í stað
þess að steypa súkkulaðið í tvo helm-
inga sem líma þarf saman." Þess
má geta að Nói-Síríus keypti nýlega
mót til að steypa heil egg auk vélar
sem pakkar eggjum og öðru sælgæti
í álumbúðir.
Hafþór Guðmundsson segir eggin
sem hann flytur inn vega 9,8 tonn
en gefur ekki upp hve mörg þau
eru. Slíkar upplýsingar fengust ekki
heldur hjá Nóa-Síríusi, en Kristinn
Björnsson framkvæmdastjóri fyrir^
tækisins segir að sér kæmi ekki óvart
að landsmenn keyptu nærri 300 þús-
und páskaegg fyrir hátíðina. Hann
segist telja með lítil egg, svokölluð
hænuegg. Kristinn spáir því að her-
legheitin vigti 45-50 tonn og kosti
145-150 milljónir króna.
Kristinn segir með ólíkindum
hvernig hægt sé að halda verði á
frönsku páskaeggjunum nánast
óbreyttu milli ára, meðan frankinn
hafi hækkað verulega. Hann segir
að eggin frá Nóa-Síríusi hafi í fyrra
hækkað um 7% milli ára. Nú sé
hækkunin 14-17% og töluvert lægri-
en sem nemi verðbólgu. „Við teljum
okkur geta verið býsna keikir, við
kaupum hráefni að utan á heims-
markaðsverði og höfum 140 manns
í vinnu. Álagningarkrafan í fram-
leiðslu og innflutningi er aldrei sam-
bærileg og ég efa stórlega að við
leggjum óeðlilega mikið á þessa vöru.
Hitt er ljóst að álagning kaupmanna'
er afar misjöfn, allt frá 5 upp í 50%."