Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 52
52 MÓRGÚftffi'lJÆlÐ' IMÓTTfH FIMMTÚDAGUR 12. APRIL 1990 -N ÍÞRÓTTIRUNGLINGA Unglingameistaramót íslands á skíðum: Hildur og Daníel fjórfaldir meistarar Ársæll, Kristján, Halldórog Hulda unnu þrenn gullverðlaun HILDUR Þorsteinsdóttirfrá Akureyri og Daníel Jakobsson frá ísafirði urðu sigursælust á . Unglingameistaramóti íslands á skíðum sem f ram fór á Selja- landsdal við ísafirði um síðustu helgi. Hildur sigraði í svigi, stórsvigi, alpatvíkeppni og flokkasvigi og Daníel í 5 og 7 km skíðagöngu, tvíkeppni og boðgöngu. Alls tóku 200 unglingar þátt í mótinu, sem er næstmesti fjöldi keppenda á skíðamóti hér á landi. Það er aðeins Andrésar-andar leikarnir, sem fram fara á Akureyri um aðra helgl, sem getur státað af fleiri keppendum. Mótið á ísafirði. fór vel fram og var ágætis veður fBfeeppnisdagana þrjá. Hildur Þorsteinsdóttir frá Akur- eyri stal senunni í flokki 13-14 ára í alpagreinum stúlkna. Keppni var þó jöfn og var munurinn á fyrstu þremur ekki mikill. Theodóara Mat- hiesen, Reykjavík, og Margrét Eiríksdóttir, Dalvík, urðu í öðru og þriðja sæti í svigi og stórsvigi. í flokki 15-16 ára voru það Harpa Hauksdóttir frá Akureyri og Fan- ney Pálsdóttir frá ísafirði sem skiptu með sér gullverðlaununum. Harpa sigraði í stórsviginu og Fan- ney í sviginu, auk þess sem hún vann alpatvíkeppnina. Kristján Kristjánsson, Reykjavík, vann svigið og stórsvigið í flokki drengja 13-14 ára. Sveinn Brynj- ólfsson frá Dalvík yarð ánnar í svig- inuog þriðji í stórsvigi. . Ársæll Sigurðsson frá Siglufirði hafði nokkra yfirbuði í flokki pilta 15-16 ára. Hann var sekúndu á undan Sigurði Ólafssyni frá Akur- eyri í sviginu og hálfrí sekúndu á undan honum í stórsviginu. Skíðaganga í göngukeppninni voru það Dan- íel Jakobsson frá ísafirði, Hulda Magnúsdóttir, Siglufirði og Halldór Óskarsson frá Ólafsfirði sem voru í sviðsljósinu. Daníel hafði mikla yfirbuði í flokki 15-16 ára pilta. Hann vann bæði 5 og 7 km göngurnar með yfirburðum og stýrði boðgöngusveit Isafjarðar til sigurs í boðgöngunni eftir hörkukeppni við sveit Siglu- fjarðar. Hulda, sem er dóttir Magnúsar Eiríkssonar frá Siglufirði sem er margfaldur íslandsmeistari í skíða- göngu, hafði sömu yfirburði í stúlknaflokknum. Hún hefur verið nær ósigrandi í sínum aldursflokki undanfarin ár. Halldór var hálfri mínútu á und- an keppinautum sínum bæði í 3,5 km göngunni og 5 km göngunni. Hlynur Guðmundsson frá Isafirði varð annar í fyrri^ göngunni og Arnar Pálsson frá ísafirði í síðari göngunni. Ekki var keppt í stökki á þessu móti vegna þess hve fáir keppendur voru skráðir í þá grein. Bæjarsjóður ísafjarðar hélt kepp- endum hóf á sunnudagskvöld og þar voru veit verðlaun fyrir fyrstu tvo keppnisdagna. « 1 Daníel Jakobsson frá ísafirði (fyrir miðju) hafði flokki pilta 15-16 ára. Til vinstri við hann er Tryggvi til hægri er Gísli Valsson, Siglufirði. Morgunblaðið/Úlfar mikla yfirburði í göngu í Sigurðsson, Ólafsfirði og mr?mM 4 4 Morgunblaðið/Úlfar Harpa Hauksdóttir frá Akureyri (með bikarinn) sigraði í stórsvigi stúlkna 15-16 ára. Fanney Pálsdóttir, ísaftrði, (til vinstri) varð önnur stórsviginu og sigraði í sviginu. Sísý Malmquist frá Akureyri (til hægri) varð þriðja. .....'-:.-, :> s. Morgunbiað,ð/ufar Kristján Kristjánsson frá Hulda Magnúsdóttir ftá Hildur Þorsteinsdottir fra Akureyn, fynr miðju, vann fern gullverðlaun Reykjavík var sigursæll í alpa- Siglufirði hafði mikla yfir- í flokki 13-14 ára stúlkna. Hún er hér ásamt Theódóru Mathíesen frá greinum drengja 13-14 ára. burði í skíðagöngu stúlkna. Reykajvík sem varð önnur í sviginu og Margréti Eiríksdóttur, Dalvík, sem varð þriðja. Handknattleikur: íslands- méistarar KR í 5. flokki KR varð íslandsmeistari í 5. flokki karla 1990. Liðið skipa eftirtaldir: Efri röð frá vinstri: Friðrik Halldórsson, liðsstjóri, Guðjón Ingvarsson, Halldór Örn Kristjánsson, Kristján Geir Þorsteinsson, Ágúst Jó- hannsson, Haraldur Þorvarð- arson, Vilhjálmur Vilhjálms- son, Eiríkur Gestsson, Grímur Sigurðsson, Jóhann Kárason og Lárus Lárusson, þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Guð- mundur Friðriksson, Tómas Sigmundsson, Gylfi Gylfason, Andri Sigþórsson, Edilon Hreinsson, Björn Jakobsson, Sverri Viðarsson og Eiríkur Lárusson. Morgunblaöiö/Bjarni Eiríksson Handbolti: « • Litla VIS- keppnin Litla VÍS-keppnin í handknattleik hefur staðið yfir jjess'a viku með þátttöku 59 liða. I dag fara fram úrslit í Laugardalshöll: Vðllur B: kl. 09:45, e.fl.ka.B...................Leikur um 3.-4. sæti kl. 10:10, ð.fl.kv.A...............Leikur um 11.-12. sæti kl. 10:35, 5.fI.kv.A.................Leikurum 9.-10. sæti ki. 11:00, ö.fl.kv.A...................Leikur um 7.-8. sæti k\. 11:25, 5.fl.kv.A...................Leikurum 5.-6. sæti kl. 11:50, ö.fl.kv.A...................Leikur um 3.-4. sæti VBIIur A: kl. 09:45, 6.fl.ka. A...................Leikur um 5.-6. sæti kl. 10:10, fi.fl.ka.A...............Leikurum 11.-12. sæti kl. 10:35, 6.fl.ka.A ................Leikur um 9.-10. sæti kl. 11:00, 6.fi.ka.A ..................Leikurum7.-8.sæti kl. 11:25, 6.fl.ka.A...................Leikur um 5.-6. sæti kl. 11:50,5.fl.ka.A...................Leikurum3.-4. sæti kl. 13:00, 7.fl.ka...................................Úrslitaleikur kl. 13:40, e.fl.ka.B...............................Úrsiitaleikur kl. 14:20, 5.fl.kv.A...............................Úrslitaleikur kl. 15:00, 6.fl.ka.A........................'.......Úrslitaleikur tkj. 15:35, Verðlaunaafliending allra flokka 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.