Morgunblaðið - 12.04.1990, Síða 28

Morgunblaðið - 12.04.1990, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1990 29 Jltangtiiiftbifcffe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Páskar Sá tími fer í hönd þegar umhverfi okkar - gróð- urríkið - rís upp úr klakabönd- um vetrar, kulda og myrkurs til nýs lífs: lita, anganar og feg- urðar. Þannig talar almættið og sköpunarverk þess til okkar, árvisst, á táknrænan hátt um upprisuna og eilífðina. Það fer vel á því að páskarn- ir eigi samleið með vorinu. Þeir eru upprisuhátíð Drottins okk- ar, Jesú Krists, sem sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Þeir eru í raun vitnisburður um sigur lífsins yfir dauðanum. Þeir eru sú hátíð með kristnum þjóðum sem hæst rís. Það er hins vegar ekki hægt að horfa fram hjá þeim jarð- bundna veruleika, að skuggar píslargöngunnar og krossfest- ingarinnar hvíla enn yfir mann- kyni. Grimmdin og ranglætið, sem föstudagurinn langi stend- ur fyrir, skyggja gjörvalla mannkynssöguna, fram á okkar daga. Milljónir manna þjást enn í dag vegna kúgunar, ófriðar, hungurs, fáfræði og sjúkdóma. Milljónir manna eru landflótta. Tugþúsundir á tugþúsundir of- an láta lífið vegna ofstækis, ofríkis, átaka og hryðjuverka. Kærleiksboðskapur Jesú Krists á því ríkulegt erindi til þjóða og eiristaklinga enn í dag. Sem betur fer er hann víða að verki í samfélagi þjóða og ein- staklinga og hefur miklu góðu komið til leiðar. En betur má mannkyn rækta náungakær- leikann til að sigrast á hörm- ungum samtímans. Mestu máli skiptir að missa ekki sjónar á því góða í tilverunni, því góða í bijósti sérhvers manns, og fylgja því. Páskasól hinnar kristnu kenningar þarf að rísa í hádeg- isstað í samfélagi þjóðanna, leysa klakabönd grimmdar og ranglætis, og vekja kærleikann, þekkinguna og fegurðina til meiri áhrifa. Það má heldur ekki gleymast að hver einstaklingur er hugar- heimur út af fyrir sig, þar sem á takast hin sömu öfl og í hinum ytri heimi. Ábyrgð hvers og eins á þessum einkaheimi er mikil. Einnig þar og ekki sízt þar er þörf á því að páskasólin rísi, vermi og vekji hið góða í hverri manneskju, guðsneistann í bijósti hennar, til nýs og ríkara lífs. Megi vekjandi sól páskahá- tíðarinnar rísa í sinni okkar allra og styrkja frið, kærleika og velferð í heiminum. Með þeim orðum óskar Morgunblaðið les- endum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra páska. Afmæli for- setans Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, er sextug á sunnudag. Af því tilefni birtir Morgunblaðið viðtal við afmæl- isbarnið, þjóðhöfðingja okkar. Þar er víða komið við, en landið okkar, saga og menning eru hvarvetna á næsta leiti. í viðtalinu segir forsetinn m.a.: „Við getum aldrei nógsam- lega glaðst yfir því að eiga þetta land. Við_ getum litið á fjall og hugsað: Ég á þetta fjall og eng- inn tekur það frá mér. Við höf- um tengsl við landið, náttúruna, hveija þúfu á einstakan hátt sem ég hefí hvergi fundið ann- ars staðar. Að eiga fjallið sitt, það er kjarni málsins.“ Vigdís forseti segir, aðspurð um það, hvað hún meti mest í fari landa sinna: „Ég gæti notað ýmis orð um það. En kannski einlægni og hjartahlýja nái yfir flesta þá eiginleika sem ég met mesta. Það felur í sér heiðarleika og virðingu. Þar með virðum við lög þjóðfélagsins, umgengnis- reglur settar af samfélaginu, og vinnum að eigin heill og hamingju. Að taka ábyrgð á sjálfum sér skyldi brýnt fyrir öllum, þar með tekur hver ábyrgð á öðrum. Þá gengur allt betur - orkan beinist í réttan farveg og það til betra þjóðfé- lags.“ Landið og þjóðin, menningin og umhverfið, eru ofarlega í huga forsetans. Það er gott að eiga þjóðhöfðinga með svo ríkan skilning á og svo djúpa virðingu fyrir því sem gerir þjóð okkar að þjóð, tungu okkar, menning- ararfleifð og sögu, að ógleymdu landinu okkar, sem þjóðin nam á níundu öld og hefur byggt síðan. Morgunblaðið árnar forseta íslands, frú Vigdísi Finnboga- dóttur, heilla sextugri. Það tek- ur heilshugar undir hvatningu hennar til æsku landsins: „Menntið ykkur, lærið eitthvað sem gerir ykkur sjálfstæð, gerir ykkur að betri foreldrum ... Við lifum í heimi þar sem þekk- ingin er lykill að nýjum víddum, verðmætum sem skipta máli og velfarnaði þjóðarinnar." Spjallstund í setustofunni um prestsstarfið og mannlífiö. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Námskeið guðfræðinema í Skálholtsskóla: Kirkjan og staða prests ins er í brennipunkti Snlfn&ai SKALHOLTSSKOLI gekkst fyrir skömmu fyrir námskeiði fyrir guðfræðinema undir heit- inu Að verða prestur. Á nám- skeiðinu var farið yfir alla þá þætti sem eru átakapunktar fyrir presta sem eru að taka sín fyrstu skref í starfi. Um 30 guð- fræðinemar sóttu námskeiðið og í Ijós kom að mikill og brenn- andi áhugi er á máleftiinu. Þeir sem sóttu námskeiðið sögðu það mjög gagnlegt, en hjá guð- fræðinemum er gjarnan tog- streita um það hvort þeir eigi að leggja fyrir sig prestsskap eða ekki. Sigurður Árni Þórðarson rektor Skálholtsskóla sagði kirkjuna í íslensku samfélagi vera þunga- miðjuna í námskeiðinu og þá um leið staða prestsins. Ennfremur langanir fólks til starfa og at- hafna. Tilgangúrinn með nám- skeiðinu er miðlun reynslu og fræðslu um prestsstarfið, undir- búning vígslu og fyrstu skref prestsstarfsins. Mig langar að þjóna Kristi „Ég er ákveðin í að verða prest- ur,“ sagði Sigríður Guðmarsdóttir guðfræðinemi frá Reykjavík. „Ég var hins vegar ákveðin í að verða ekki prestur þegar ég byijaði í guðfræðináminu. Við þessa ákvörðun þarf fólk að glíma og að það hafi trú til að byggja starfið á. Það er grunnþátt- urinn að játast undir trúna. Síðan Þorgrímur Daníelsson guðfræði- nemi. Herra Ólafur Skúlason biskup. er að þroska hana og viljann til að vinna að framgangi safnaðar- starfs. Maður kemst ekkert í þessu starfi án trúarinnar, hún er út- gangspunkturinn fyrir starfið al- mennt. Það er svo einnig köllun hvers og eins sem skiptir máli við ákvörðun um að sökkva sér í starf að þeim mannlegu þáttum sem fylgja prestsskap. Á svona nám- skeiði fær maður tækifæri til að vega og meta og gera upp hug sinn. Annað skrefið er að gangast undir vígsluna og það að helga líf sitt þessari köllun. Mig langar til að þjóna Kristi og færa menn til trúar. Einnig til að starfa að safnaðaruppbyggingu og verða að liði í samfélaginu. Ég hef þá kenningu að trú skipti máli og geti skipt sköpum í lífi fólks. Og að mannlífinu sé best borgið með trúna að leiðarljósi. Mér fínnst ég hafa öðlast frið í minni trúarbaráttu og vil gjarnan miðla honum til annarra. Ég held að trúin breyti gildis- mati fólks. Trúin stuðlar að heil- brigðri lífsskoðun almennt og þeg- ar kemur að erfiðum augnablikum skiptir trúin sköpum og fólk grípur ekki í tómt.“ Sigríður sagði að hún sárkviði fyrir framhaldinu, en hún er 25 ára og útskrifast í vor. Þá fær hún réttindi til prestsstarfa að undan- genginni vigslu. „Ég stend enn fyrir utan og horfi inn og það á eftir að reyna á mann í starfi. Námið og menntunin er mikils virði en maður stendur og fellur með því hversu mikil manneskja maður er og hvað maður hefur mikinn mannskilning og þjónustu- lund. í þessu efni held ég að það sé mjög gott ef agi námsins og góð manneskja fara saman,“ sagði Sigríður Guðmarsdóttir guðfræði- nemi. Er hennar fag „Ég lít á þetta sem hennar starf. Prestsstafið er beint fram- hald að afloknu námi og hún vinn- ur þá við sitt fag eins og aðrir,“ sagði Rögnvaldur Guðmundsson, eiginmaður Sigríðar Guðmarsdótt- ur. „Þetta er ekkert öðruvísi en önnur störf frá mínum sjónarhóli. Ég hef nú ekki sérstaklega velt því fyrir mér hvernig það sé að verða eiginmaður prests, en vinn- utími presta er auðvitað annar en í venjulegum störfum. Ég kvíði því hins vegar ekki að aðlaga þetta starf Sigríðar að okkar heimili þegar þar að kemur,“ sagði Rögn- valdur Guðmundsson, sem stundar nám í viðskiptafræði. Ég vil bretta upp ermarnar „Ég er mjög ánægður með þetta námskeið,“ sagði Þorgrímur Dan- íelsson guðfræðinemi. „Þetta er mikilvægt tækifæri fyrir okkur að fá að tala við forystu kirkjunnar um okkar áhugamál og þeirra. Einnig að fá að vita um gagnlega hluti varðandi prestsstarfið sem ekki lærast í hreinni guðfræði. Eftir fimm ár í guðfræði held ég að það sé erfitt að gera ekki tilraun til að takast á við prests- starfið. Það er eins og að svíkjast undan merkjum að ákveða að hætta. Telji maður sjálfur að mað- ur geti látið gott af sér leiða er svolítið erfítt að sætta sig við það að maður reyni ekki að gera það. Það er ómögulegt að fara út í prestsskap án þess að vera trúað- ur. Ef maður er trúaður og telur sig hafa köllun þá stendur maður frammi fyrir því að hafa bmgðist, fylgi maður ekki kölluninni. Eg tel mig ekki komast hjá því að reyna starfið. Þetta er gott starf. Það er aftur á móti mikill munur á því sem þarf að gera og hinu sem kirkj- unni tekst að framkvæma. Ég vil bretta upp ermarnar og ganga út á akurinn og takast á við starfið. Verkefnin sem maður sér eru mik- il áskoran. Starfið gefur mjög mikla möguleika á að ná til fólks. Einnig að flytja því boðskap Krists og kærleikans. Sá boðskapur er þess eðlis að hann má boða í ræðu en hann verður aldrei boðaður al- mennilega nema í verki,“ sagði Þorgrímur Daníelsson guðfræði- nemi frá Tannastöðum í Hrúta- firði. Vil auka kynni af stúdentum Herra Ólafur Skúlason biskup var einn þeirra sem ræddi við guðfræðinemana á námskeiðinu í Skálholti. „Þetta hefur verið ein- staklega áhugavert. Við höfum reynt að opna þann heim sem blas- ir við í starfinu. Ég talaði almennt um prestsþjónustuna á tillits til þess hvernig söfnuðurinn verður, hvernig presturinn þarf að gefa af sjálfum sér. Það er hins vegar ekki unnt fyrir hann að ausa stöð- ugt frá sér án þess að sækja sér styrk og uppörvun til trúarinnar. Þessi tími hérna i Skálholti hef- ur verið einstaklega góður. Spurn- ingar guðfræðinemanna eru brennandi vegna vandlætingar þeirra og beygs í garð framtíðar- innar. Eg tel að við séum að fá verulega hæfa presta til þjónustu. Mig langar til að auka þessi kynni af stúdentum. Það er gott fyrir þá og fyrir mig líka. Ég fer héðan miklu hressari en þegar ég kom hingað,“ sagði herra Ólafur Skúla- son biskup. — Sig. Jóns. Sigríður Guðmarsdóttir guðfræðinemi og Rögnvaldur Guðmundsson eiginmaður hennar með soninn Hjalta. Biskup Islands visiterar BISKUP íslands, herra Ólaf- ur Skúlason, mun visitera Borgarfiarðarprófastsdæmi dagana 15.-29. apríl næst- komandi. í for með biskupi verða auk Ebbu Sigurðar- dóttur, biskupsfrúar, próf- astshjónin séra Jón Einars- son og frú Hugrún Guðjóns- dóttir í Saurbæ. Er þetta fyrsta visitaziuferð herra Ólafs, síðan hann tók við embætti biskups. í fréttatilkynningu frá Bisk- upsstofu segir að tilhögun visi- taziunnar verði sem hér segir: 15. apríl, páskadagur, kl. 14, Hallgrímskirkja í Saurbæ og kl. 20.30, Leirárkirkja. 16. apríl, annar páskadagur, kl. 13.30, Innra-Hólmskirkja. 19. apríl, sumardagurinn fyrsti, kl. 14, Akraneskirkja og kl. 20.30, Dvalarheimilið Höfði. 20. apríl kl. 11, Sjúkrahús Akraness, kl. 15, Alftanes- kirkja og kl. 20.30, Álftárt- ungukirkja. 21. apríl kl. 14.30, Akrakirkja og kl. 20.30, Fit- jakirkja. 22. apríl kl. 11, Bor- garneskirkja, kl. 15.30, Dval- arheimili aldraðra, Borgarnesi og kl. 20.30, Borgarkirkja. 23. apríl kl. 13, Lundarkirkja, kl. 15, Bæjarkirkja og kl. 21, Féíagsheimili KFUM og K á Akranesi. 24. apríl kl. 10.30, Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi, kl. 13.30, Bænda- skólinn á Hvanneyri og kl. 15, Hvanneyrarkirkja. 26. apríl kl. 11, Samvinnuháskólinn, Bi- fröst, kl. 14, Hvammskirkja - og kl. 21, Norðtungukirkja. 27. apríl kl. 11, Hjarðarholts- kirkja, kl. 14, Stafholtskirkja og kl. 21, Vatnaskógarkapella. 28. apríl kl. 13, Húsafells- kirkja, kl. 16 Gilsbakkakirkja og kl. 21 Stóra-Áskirkja. 29. apríl kl. 11, Síðumúlakirkja, kl. 14, Reykholtskirkja og kl. 18.30 Héraðsskólinn í Reyk- holti. Kópavogur og Reykjavík: Eignarréttur o g lögsaga sitt hvað NIÐURSTÖÐUR þriggja greinargerða, sem Reykjavíkurborg hefur lát- ið vinna um landamerki við nágrannasveitarfélögin ber ekki að öllu leyti saman við álit bæjaryfirvalda í Kópavogi. Sigurður Björnsson bæjarverkfræðingur, bendir á að ekki megi rugla saman eignarrétti og lögsögu sveitarfélaga en hann segist að mestu vera sammála greinargerð- um borgaryfirvalda um hvar mörkin liggi. Vegna vinnu við Aðalskipulag Kópavogs 1982 - 2003 aflaði Sigurð- ur gamalla gagna og kannaði mer- kjalýsingar frá síðustu öld, til að grafast fyrir um hvar sýslumörk Arnessýslu teldust vera. „Um þetta vor uppi ýmsar skoðanir og misgöml- um landakortum ber ekki saman um mörkin," sagði Sigurður. „Greinar- gerðir Reykjavíkurborgar eru mjög samviskusamlega unnar og eru hin merkustu rit, sem ber að þakka. Þessar athuganir, bæði Reykjavíkur- borgar og Kópavogs, bera að sama brunni, það er að sýslumörk liggi um háeggjar Bláfjalla í Vífilfelli og það- an í landnorður um Sýslustein og Sýsluþúfu í Borgina á Stóra-Borgar- hól á Mosfellsheiði." Sagði Sigurður að í markalýsingu Vatnsenda, sem þinglýst er hinn 22. maí 1883, er mörkum lýst allt upp í Stóra-Kóngsfell og lýsing Elliða- vatns, sem þinglýst er 16. maí 1884, greinir mörk jarðarinnar allt að sýslumörkum. „Þess vegna er lög- saga Kópavogs og raunar Reykjavík- ur einnig, talin ná allt að sýslumörk- um á háhrygg Bláfj alla, þótt vitað sé, að fyrr á öldum hafí þar efra verið sá almenningur, sem nefndur var Kóngsland," sagði Sigurður. „Ætti að endurvekja þá skipan mála er næsta líklegt að Reykjavík hlyti ekki lögsögu þar heldur yrði hún falin sýslumanninum í Kjósasýslu eða bæjarfógetanum í Kópavogi. Lögsaga er eitt og afnotaréttur eða eignarréttur annað og þarf ekki að fara saman þó svo geti verið. Ég tel rangt að halda því fram að Reykjavík sé hluti af Seltjarnarnes- hreppi hinum forna eins og Hjörleifur Kvaran gerir, heldur er borgin byggð sem þéttbýliskj arni út úr landi hreppsins og getur það vissulega haft sitt að segja varðandi rétt eða réttleysi Reykjavíkurtil afréttarins." Sagði hann að þegar Kópavogs- kaupstaður hlaut kaupstaðarréttindi árið 1955 og þar með sjálfstæða lög- sögu yfir jörðunum Gunnarshólma, Landsmenn kaupa 45-50 tonn af páskaeggjum: Langmest keypt af íslenskum eggjum en innflutt ódýrari MOSFELLSBÆR R E Y K J A V í K Lögsagnarumdæmi Kópavopgs / HAFNARFJORÐUR * /Sýsluþúfa 0 1 u Motgunbiaðið/ GÓI Boru / .Eiturhóll Við endurskoðun aðalaskipulags var merkjalýsing endurbætt í nóv- ember 1989, að sögn Sigurðar Björnssonar bæjarverkfræðings, og það kort gert, sem hér fylgir með. A því sjást lögsögumörk Kópavogs eins og bæjaryfirvöld telja þau vera. Aðalskipulag Kópavogs 1988 til 2008 er nú til staðfestingar hjá skipulagsstjórn rikisins. 10 km Heimild: BÆJARVERKFRÆÐINGUR KÓPAVOGS KAUPMENN segja að nú sé mjög mikið keypt af páskaeggjum. Verslan- ir sem haft var samband við í gær höfðu selt upp undir helming súkkul- aðieggja sem tekin höfðu verið í búðirnar. Aðalsalan hefúr þó undanfar- in ár verið á miðvikudegi og laugardegi fyrir páska. Langmest er keypt af íslenskum páskaeggjum frá Nóa-Síríusi og Mónu, en sennilegt að sala á frönskum eggjum sem Islensk dreifing flytur inn liggi nærri 8% af heildinni. lnnfluttu eggin eru mun ódýrari en þau íslensku, en fást ekki eins víða. Hlutfallið milli innlendu framleiðendanna tveggja hefúr víða verið þannig að upp undir 70% seldra páskaeggja koma frá Nóa-Síríusi og um 30% frá Mónu. Geirlandi og Lækjarbotnum þá fylgdi lögsagan yfír Sandskeiði og löndum þar í grennd með 5 raun, enda óeðli- legt annað. „Ég vil benda á, að Kópa- vogur og Garðabær hafa sett niður aldagamlar þrætur um landamörk og samið um ný bæjarmörk í takt við síðari tíma byggðaþróun," sagði Sigurður. „Einnig hafa Reykjavík og Kópavogur samið um breytt bæjar- mörk í tvígang. Þessir samningar hafa ekki farið hátt en málin verið leyst farsællega. Mér er til efs að svo hefði orðið ef íjölmiðlar hefðu náð að gera sér þær samningaumleit- anir að veislumat meðan á þeim stóð. Bæjarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu ásamt fleiri sveitarfélögum hafa bundist samtökum um rekstur skíða- svæðisins í Bláfjöllum til heilla fyrir almenning. Þetta hefur orðið óháð öllum ágreiningi um lögsögumörk á svæðinu. Ég hef þá trú, að þeim sem stofnað hafa til svo glæsilegrar sam- vinnu, eigi að vera í lófa lagið, án milligöngu dómstóla, að finna skyn- samlega lausn á því hvernig hagað skuli lögsögu í Bláfjallafólkvangin- um, ef menn ná að setjast niður og ræða málin æsingalaust." Búist er við meiri páskaeggjasölu í Hagkaupum nú heldur en í fyrra. „Þá seldum við 40.000 egg,“ segir Þorsteinn Pálsson sölustjóri, „en nú gæti talan hækkað um 5.000. Við höfum þegar selt ríflega 20.000 páskaegg og almennt virðist meira keypt af stærri eggjum en undanfar- in ár.“ Hagkaup selur aðeins íslensk páskaegg. Þorsteinn segir ástæðu þess vera að frönsku eggin hafi selst illa í fyrra, bragðið hafí ekki líkað vel. Að sögn Mána Ásgeirssonar í Kjötstöðinni í Glæsibæ, einni þeirra verslana sem selja innfluttu eggin, hefur langmest verið keypt af þeim. Kjötstöðin býður einnig páskaegg Nóa-Síríusar. „Við erum búin að selja 2.000 egg af 4.000 sem við fengum- og megnið er innflutt, enda eru frönsku eggin miklu ódýrari. Þau seldust raunar líka mjög vel hér í fyrra.“ Verðmunur á íslenskum páska- eggjum og innfluttum er víða um 50%. Hvernig stendur á því? Hafþór Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri íslenskrar dreifingar, segist hafa náð hagstæðum samn- ingum við franska framleiðandann, sem annast kaup á hráefni eftir ósk- um héðan. Þá stilli hann álagningu sinni mjög í hóf. „Þetta er þriðja árið sem ég flyt inn páskaegg frá sama framleiðanda. Ég keypti sérhönnuð mót fyrir eggin í Þýskalandi fyrir tveimur árum. Framleiðslukostnaður lækkar veru- lega við að steypa eggin í einu lagi og setja tappa í bakhliðina, í stað þess að steypa súkkulaðið í tvo helm- inga sem h'ma þarf saman.“ Þess má geta að Nói-Síríus keypti nýlega mót til að steypa heil egg auk vélar sem pakkar eggjum og öðru sælgæti í álumbúðir. Hafþór Guðmundsson segir eggin sem hann flytur inn vega 9,8 tonn en gefur ekki upp hve mörg þau eru. Slíkar upplýsingar fengust ekki heldur hjá Nóa-Síríusi, en Kristinn Björnsson framkvæmdastjóri fyrir- tækisins segir að sér kæmi ekki óvart að landsmenn keyptu nærri 300 þús- und páskaegg fyrir hátíðina. Hann segist telja með lítil egg, svokölluð hænuegg. Kristinn spáir því að her- legheitin vigti 45-50 tonn og kosti 145-150 milljónir króna. Kristinn segir með ólíkindum hvernig hægt sé að halda verði á frönsku páskaeggjunum nánast óbreyttu milli ára, meðan frankinn hafi hækkað verulega. Hann segir að eggin frá Nóa-Síríusi hafi í fyrra hækkað um 7% milli ára. Nú sé hækkunin 14-17% og töluvert lægri- en sem nemi verðbólgu. „Við teljum okkur geta verið býsna keikir, við kaupum hráefni að utan á heims- markaðsverði og höfum 140 manns í vinnu. Álagningarkrafan í fram- leiðslu og innflutningi er aldrei sam- bærileg og ég efa stórlega að við leggjum óeðlilega mikið á þessa vöru. Hitt er ljóst að álagning kaupmanna' er afar misjöfn, allt frá 5 upp í 50%.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.