Morgunblaðið - 12.04.1990, Síða 22

Morgunblaðið - 12.04.1990, Síða 22
22___________________ Virðisaukaskatturinn: MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL1990 Innheimta skattsins betri en áætlað var INNHEIMTA virðisaukaskatts fyrstu þrjá mánuði ársins nam 5,05 milljörðum króna. Upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins segir að þetta sé betri niðurstaða en áætlanir voru um. Fyrsti eindagi virðisaukaskatts var 5. apríl. Þá nam innkoma skattsins 7,55 milljörðum en endur- greiðslur til fiskvinnslu, húsbygg- enda og vegna matvöru og almenns innskatts, námu 2,50 milljörðum króna. Alls skilaði 4,61 milljarður sér inn gegnum almenna innheimtu, Skógrækt- arþáttur í opinni dagskrá ÞÁTTUR um skógrækt Héð- ins heitins Valdimarssonar í Höfða við Mývatn verður sendur sendur út í opinni dagskrá Stöðvar 2 kl. 20.30 í kvöld, skírdag. Landgræðsl- uskógar — átak 1990 samdi við Stöð 2 áður en ákveðið var að loka dagskrá stöðvar- innar endanlega um að þætt- ir tengdir átakinu væru allir sendir út án truflunar. Þessir þættir eru, auk þátt- arins í kvöld, þátturinn „Bæjar- staðarskógur, uppspretta nýrra birkiskóga" sýndur 23. apríl og tveggja og hálfrar klukku- stunda langur þáttur í beinni útsendingu föstudagskvöldið 27. apríl, þar sem biðlað verður tii þjóðarinnar að styðja við átakið, koma á græna grein með átakinu eins g segir í frétt- atilkynningu frá Landgræðslu- skógum — átak 1990. en 2,91 við innflutning gegnum tollstjóra. Mörður Árnason upplýsingafull- trúi fjármálaráðuneytisins sagði þetta sýna, að skattkerfið virkaði mjög vel. Árangurinn af innheimt- unni væri heldur betri en reiknað var með. Þá yrði að vísu að taka tillit til þess að áætlanir voru með miklum óvissuþáttum vegna kerfis- breytingarinnar. Einnig virtust menn ekki hafa nýtt sér gjaldfrest í tolli eins mikið og búist var við. Mörður sagði að 75-80% almennu innheimtunnar hefði skilað sér gegnum gírókerfíð en sú leið væri nú fær í fyrsta skipti. Fjölmargir sóttu fund í Gerðubergi um fíkniefnamál. Morgunblaðið/Bjarni Fundur um fíkniefinamál: Þörf fyrir betri fræðslu og meiri skilning stíómvalda NÆRRI 170 manns fylltu fundarsal í Gerðubergi í Breiðholti á þriðju- dagskvöld. Ástandið í fíkniefiiamálum var til umræðu, en foreldrasam- tökin Vímulaus æska gengust fyrir fundinum. í ályktun fundarins er skorað á stjórnvöld að koma án tafar til liðs við unglinga og foreldra til að vernda börn og unglinga fyrir tóbaki, áfengi og öðrum ávana- og fíkniefnum. Þess er krafíst að stjóravöld ríkis og sveitarfélaga setji þessi mál þar í forgangsröð sem þau eiga heima vegna þess hve mikið sé í húfi. Á fundinum var sagt að unglingar þyrftu meiri fræðslu um skaðsemi fíkniefna og betri félagsaðstöðu. Foreldrar þyrftu upplýsingar og kennarar svigrúm fyrir fíknifræðslu. Lögregla þyrfti að bæta við leitarhundum og losna við yfírvinnukvóta. f hverfi borgarinnar þyrfti ráðgjafarstöðvar urti fíkniefiiamál. ■ LITIÐ hefur ljós listi fólks sem býður fram við næstu kosningar í Reykhóiahreppi. Sjö efstu menn listans eru: 1. Guðmundur Olafsson, oddviti, 2. Katrín Wessman Þór- oddsdóttir, bóndi, 3. Stefán Magn- ússon, vaktstjóri, 4. Bergljót Bjamadóttir, verkamaður, 5. Hall- steinn Guðmundsson, bóndi, 6. Daníel Jónsson, bóndi, 7. Jón Árni Sigurðsson, verkamaður. Mark- mið listans er að vinna að hagsmun- um Reykhólahrepps og landsbyggð- ar. - Sveinn Af máli fundarmanna mátti ráða að fræðsla væri lykilatriði til að sporna gegn fíkniefnaneyslu ungs fólks. En skólamir jjóttu ekki standa sig sem skyldi. „Á þremur áram í 7.-9. bekk hef ég einu sinni fengið hálftíma fyrirlestur um fíkniefna- mál,“ sagði Guðjón Jónasson, for- maður nemendaráðs Seljaskóla. Fræðslustjórinn í Reykjavík, Ás- laug Brynjólfsdóttir, sagði að fíkni- efnafræðslu væri enginn tími ætlað- ur á stundaskrám, nemendum væri hent milli kennara sem veitti ekki af tímanum til að fara yfír sitt efni. Hrönn Svavarsdóttir, sem situr í nemendaráði Fellaskóla, sagði ástandið í fíkniefnamálum unglinga alls ekki verra í Breiðholti en öðrum hverfum. „Það hefur tíðkast að klína unglingavandanum á Breiðholtið og umræðan að undanfömu hefur verið óréttlát.“ Fleiri ræðumenn tóku und- ir það að fíknefnavandi unglinga væri ekki bundinn við Breiðholt. Það væri einfaldlega stærsta barna og unglingahverfi borgarinnar. Erlendur Kristjánsson, formaður Foreldra- og kennarafélags Hóla- brekkuskóla, taldi fíkniefnalögregl- una hafa staðið sig vel og benti á að götusalar væra hættulegastir. En lögreglan þyrfti a.m.k. tvo hunda til fíkniefnaleitar í viðbót. Þá þyrfti að efla tollgæslu, algengast væri að fíkniefni bærast hingað með pósti. Björn Halldórsson'rannsóknarlög- reglumaður tók undir það að lögregl- an þyrfti fleiri menn með leitar- hunda; einn til tvo á Keflavíkurflug- völl og einn í Reykjavík. Björn sagði rannsóknarlögregluna þurfa að velja og hafna hvaða málum ætti að sinna og því sætu minni mál á hakanum. „Það vantar aukið fjármagn og skilning stjórnvalda á að þessi mál er ekki nóg að vinna bara á daginn." Amþór Bjarnason lögreglumaður sagði stöðugan straum unglinga liggja á lögreglustöðina í Breiðholti á föstudagskvöldum, en þá stendur hún þeim opin. „Það er sláandi hve margir vita um einhveija sem neyta vímuefna. Afbrot vilja tengjast neyslunni, vandinn felst nefnilega ekki í að nálgast efnin, heldur í að fjármagna kaupin.“ Arnþór sagði að ráðgjafarstöðvar um vímuefna- neyslu, með tveimur til þremur starfsmönnum hver, myndu gera mikið gagn úti í hverfum borgarinn- Jón K. Guðbergsson, stjórnarmað- ur í foreldrasamtökunum Vímulausri æsku, sagðist hafa tekið við 1200 símtölum á síðasta ári vegna fíkni- efnavandræða. Oftast hringdu ungl- ingar í vímu í síma samtakanna, en einnig örvæntingarfullir foreldrar og vinir. „En hvaða vímu eru krakkarn- ir í? Flest byija þau í áfenginu. Þótt við vitum þetta er aðgangur að víni alltaf að verða auðveldari. Foreldrar verða að gera eitthvað í því.“ Ámi Sigfússon, formaður Félags- málaráðs Reykjavíkur, sagði að Námsgagnastofnun hefði í tvö ár haft á boðstólum kvikmynd og námsefni um fíkniefni. Vert væri fyrir skólana að gefa þessu gaum. Þá sagði hann að eftir páskana stæði til að halda fræðslufundi með foreldrum unglinga sem tengdust hassmálinu svokallaða í Breiðholti. Árni talaði um að fyrst og fremst þyrftu viðhorfín gagnvart fíkniefn- um að breytast. „Nú þykir aulalegt að reykja, við höfum ekki viðurkennt hið sama um ofneyslu áfengis. En einmitt það þarf að gerast um fíkni- efnin.“ Sígildar freisting ar í nýjum umbúðum! Þó að flatkökurnar okkar hafi nú fengið nýjan og veglegri búning, þá eru þær enn sömu ljúfmetiskökurnar Láttu freistast og nældu þér í fyrirtaks snæðing frá Ömmubakstri BAKARÍ FRIÐRIKS HARALDSSONAR SF. KARSNESBRAUT 96, KOPAVOGI.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.