Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990 Ógn?, ótti o g áburðarframleiðsla eftir dr. Ágúst Valfells Inngangsorð Ekki er þörf á þessum tímum hástigsfjölmiðlunar að rekja frum- tilefni þessarar greinar. Hinsvegar er annað tilefni sem fékk höfundinn til að leggja hönd á lyklaborð, en það er hversu hátt ýmsa rökleysu hefur borið í umfjöllun um Áburðar- verksmiðjuna í Gufunesi, eftir óhapp það sem varð þar á páska- dag, þegar kviknaði í ammoníak- gasi sem streymdi út úr geymi. Ohappið virðist hafa orðið fyrir mannleg mistök, sem ollu því að gasi var veitt úr toppi ammoníak- tanksins. Óvíst er hvernig kviknaði í því, en það gæti hafa verið frá rafmagni sem myndast við núning milli gass og rörs þess er ammon- íakgasið streymdi út um. Mannleg mistök kunna að hafa valdið vand- anum, en mannleg viðbrögð voru bæði snögg og rétt. Eldurinn var slökktur á nokkrum mínútum og engin slys urðu á mönnum. Hinsvegar ber ekki að neita því, að verr hafði getað farið. Útblást- ursrörið, sem ammoníakið streymdi út um, er U-laga og sneri opið nið- ur að tanknum. Þannig lék loginn um stálið í geyminum og hefði ef til vill getað veikt það nægilega til þess að op hefði rofnað í geyminn og ammoníakið streymt út óheft, þar til öll 90 tonnin sem í honum voru væru brunnin. Ef þetta hefði skeð, hefði ef til vill orðið haéttuieg mengun í umhverfinu. Staðreyndin er samt sú að ekkert alvarlegt skeði, og að menn brugðust við skjótt á réttan hátt, samkvæmt áætlun, og frekari vanda var af- stýrt. Forsaga Áður en lengra er haldið, er rétt að rekja í stórum dráttum fprsögu málsins. Eftir stríðið bauðst íslend- ingum Marshallaðstoð til fram- kvæmda hér á landi. Við kusum að nýta þessa aðstoð til þess að reisa verksmiðju til að framleiða ammoníumnítrat-áburð með raf- magni úr vatni og lofti, nota þann- ig innlenda orku og hráefni til fram- leiðslu á vöru er ella þurfti að flytja inn. Ammoníakframleiðsla er milli- stig í verksmiðjunni. Ammoníum nítrat hefur sprengi- mátt sem leysa má úr læðingi und- ir vissum kringumstæðum, og sprengingar hafa orðið þar sem það hefur verið framleitt eða flutt. Af þessum sökum var verksmiðjunni valinn staður vel fyrir utan þéttbýli á þeim tíma er hafist var handa að reisa verksmiðjuna. Síðar lærðu menn að ef að ammoníunumnítrat- ihu er ekki blandað við efni sem geta brunnið, eða það ekki brætt, er sprengihættan hverfandi. (Fyrir- tæki í Kanada sem framleiðir ammoníumnítrat á svipaðan hátt og hér er gert, hefur gert tilraunir til að koma á stað sprengingu í hreinu ammoníumnítrati með dýn- amíti, og ekki tekist.) Því er sprengihættan ekki afgerandi þátt- ur í staðsetningu lengur. Er árin liðu jókst áburðarþörf landsmanna og ódýrari aðferðir til framleiðslu á ammoníaki úr olíu voru þróaðar erlendis. Þetta varð til þess að ákveðið var árið 1963 að auka framleiðsluna í verksmiðj- unni og jafnframt að flytja inn ammoníak til framleiðsluaukning- arinnar. Einnig óx Reykjavík og byggðin færðist nokkuð nær. Ammoníak er gaskennt við venjulegt hitastig, en þá er hægt að geyma það sem vökva undir þrýstingi. Þetta var almennt gert á þessum tíma og var reistur tankur í Gufunesi til að taka við ammoníak- inu. Ekki var byggð talin stafa hætta af, enda var hún miklu fjær verksmiðjunni þá en nú, og aldrei var vitað til þess að tankur sem þessi hefði bilað eða gefið sig nein- staðar í veröldinni. Hinsvegar þótti sýnt, að ef nokkur hætta stafaði af verksmiðjunni, væri það fremur frá ammoníakinu en ammon- íumnítrati. Enn færðist byggð nær Gufu- nesi, og varð það til þess að árið 1988 var farið að íhúga það að auka öryggi enn frekar við verk- smiðjuna. Algengt var orðið þá að geyma ammoníak fljótandi án þrýstings með því að kæla það. Ef kælingin bilar, við þessar aðstæður gufar ammoníakið upp miklu hægar en ef því er haldið fljótandi með þrýstingi án kælingar. Ef svo ólík- lega vill til að illa fari, gefst miklu . meira ráðrúm tii brottflutnings á fólki sem er í hættu. Því var það ákveðið að byggja kældan geymi fyrir ammoníakið og hætta geymslu í gamla þrýstigeyminum. Samtals eru um 4 milljónir tonna ammon- íaks geymdar í u.þ.b. 200 þannig tönkum, víða í borgum. Aldrei hafði orðið slys vegna ammoníaks í kæld- um geymi (né þrýstigeymi heldur). Nýi geymirinn átti að vera tilbúinn nú lyrir nokkru en það hefur dreg- ist. I millitíðinni var sá gamli notað- ur áfram. (Ef sá nýi hefði verið til á tilsettum tíma hefði aldrei orðið neitt óhapp né írafár.) Nýlega hefur það þó frést að í fyrra rifnaði kæld- ur ammoníaktankur í Litháen og safnþró undir honum gaf sig, eftir að kæling hafði bilað og byijað var að dæla heitu ammoníaki aftur inná hann. Það þykir þó sýnt að annað- hvort var hann rangt hannaður, eða honum hafði verið breytt, auk þess sem a.m.k. safnþróin var illa gerð. Tankurinn sem hér verður er tvö- faldur og safngryíja undir. Lfkurnar á slysi eru mjög litlar, og ef illa færi ætti almannavörnum að gefast ráðrúm til að rýma hættusvæði. Reyndar á ammoníakgas sem guf- aði upp úr safngryfjunni, ef eitt- hvað væri, að gufa upp það hægt að þeirri nærliggjandi byggð sem nú er á ekki að stafa hætta af. Mál dagsins Höfundi þessarar greinar fannst fréttir fjölmiðla af óhappinu í Áburðarverksmiðjunni á páskadag bera keim af því að fréttamenn hefðu álitið að þarna hefði verið stórhætta á ferðum fyrir alla byggð í nágrenni verksmiðjunnar. Ymsir borgarbúar yrðu felmtri slegnir og jafnvel einstaka ráðamenn lýstu því strax yfir að loka ætti verksmiðj- unni án tafar. Að áliti höfundar stafa' þannig viðbrögð annaðhvort af vanþekkingu eða vegna þess að gera eigi þetta að kosningamáli, nema hvort tveggja sé. Áður en ákvörðun um lokun verk- smiðjunnar er tekin ber að meta hvort það sé skynsamlegt og ef svo, þá hvenær, hverjú valkostir séu og hvað þeir kosti. Staðreyndin er, að þótt á árum áður hafi oft verið deilt um hagkvæmni Áburðarverk- smiðjunnar hf. (einkum vegna smæðar), er hún núna þjóðhagslega hagkvæm. Það er ekki þar með sagt að ný verksmiðja myndi vera það. Framleiðslan sparar um 700-800 milljónir króna í gjaldeyri árlega. 150 manns vinna þar við grundvallarstörf sem aftur leiða af sér önnur. Að meðtöldum þeim sem eru á framfæri þeirra sem alls hafa atvinnu, bæði beint og óbeint, af áburðarframleiðslu má reikna með að u.þ.b. 1.000 manns hafi lífsviður- væri af verksmiðjunni. Ef verk- smiðjunni verður lokað, hvaða gjaldeyrisskapandi (eða gjaldeyris- Ágúst Valfells „Líkurnar á slysi eru mjög litlar, og ef illa færi ætti almannavörn- um að gefast ráðrúm til að rýma hættusvæði. Reyndar á ammoníak- gas sem gufaði upp úr safngryflunni, ef eitt- hvað væri, að gufa upp það hægt að þeirri nær- liggjandi byggð sem nú er á ekki að stafa hætta af.“ sparandi) störf vilja menn að starfs- menn verksmiðjunnar taki að sér í staðinn? Ef þau liggja ekki á lausu, hvaða innflutningi vilja menn draga úr til að mæta gjaldeyrisþörf fyrir innfluttan áburð? Ef verksmiðjunni verður lokað, eru menn reiðubúnir til að hækka skatta nokkuð til að greiða upp eftirstöðvar þeirra lána sem enn hvíla á vefksmiðjunni, m.a. vegna nýja geymisins, sem þá nýtist aldrei, en búið er að greiða að mestu? Ef menn vilja byggja nýja verksmiðju, eru þeir þá reiðu- búnir að auka enn á erlend lán fyr- ir kostnaði nýju verksmiðjunnar, og bæta á sig eða afkomendur sína viðbótarsköttum til að greiða lánin? Sérstaklega má spyija: Eru menn reiðubúnir til þessa ef nú hættan af Áburðarverksmiðjunni er meira ímynduð en raunveruleg? Því ber ekki að taka neinar skyndiákvarð- anir fyrr en mat hefur farið fram á öllum þessum þáttum. Ásættanleg áhætta Á borgarafundinum sem haldinn var í Grafarvogi ræddi einn frum- mælenda um hugtakið „Ásættanleg áhætta". Af málflutningi sumra síðari ræðumanna var það að skilja að þetta væri hugtak sem ekki skipti máli. Ekki væri hægt að sætta sig við neina áhættu, og verk- smiðjunni bæri að loka jafnvel þótt áhættan væri núll. Nú er þannig í reynd, að það eitt að lifa skapar vissa áhættu (sem allir virðast sátt- ir við), og í reynd tekur fólk á sig ýmsa áhættu einkum þegar viss ávinningur fylgir. Virðist almennt að fólk sé því reiðubúnara að taka áhættu sem ávinningurinn er meiri. (Ef til vill vilja borgarbúar enga áhættu taka í sambandi við áburð- arframleiðslu af því að þeir álíti engan ávinning af henni.) Þannig vílar fólk ekki fyrir sér að aka í bíl þó að því fylgi viss áhætta. Svo til hver einasti landsmaður ferðast með bíl, a.m.k. daglega ef ekki oft á dag., Árlega deyja 28 manns í bifreiðaslysum, þ.e. heldur meira en einn af hveijum tíu þúsund. Fólk telur þetta ásættanlega áhættu sem það tekur við að ferð- ast í bíl, miðað við þann hag sem það hefur af því, bæði í atvinnu- skyni (þ.e. til verðmætasköpunar) og til annars. Svipað má segja um það að stunda sjó, fljúga eða nota rafmagn. Öllu þessu fylgir áhætta en jafnframt ávinningur og metur almenningur ávinninginn áhæt- tunnar virði. Annars myndi fólk almennt hvorki aka né væri sjósókn stunduð eða rafmagn notað. í nútíma tæknivæddu þjóðfélagi eru ýmsar hættur sem ekki voru áður, en aðrar hafa horfið. Enginn dó í bílslysum á öldum áður, en margir urðu úti er þeir fóru milli bæja. í meðfylgjandi töflu eru teknar sam- an tölur um fjölda þeirra banaslysa sem hafa orðið vegna ofangreindra þátta síðan 1954, en það er það ár sem Áburðarverksmiðjan hf. hóf rekstur. Nú er það ekki bara tíðni slysa sem vegur (oftast ómeðvitað) í mati fólks á ásættanlegri áhættu, heldur líka stærð þeirra. Þannig eru 96% líkur á að minnsta kosti 24 einstaklingar farist í bílslysum á ári hveiju, oftast einn og einn, stundum fleiri en sjaldnast fleiri en fjórir. Almenningur telur þetta ekki nægjanlega ástæðu til að hætta að nota bíla. Það er að segja, 96% líkur fyrir að 24 farist þetta árið álítum við ásættanlega áhættu miðað við þann hag sem við teljum okkur af notkun bíla. Stærstu flugslys sem hver gætu orðið myndu verða u.þ.b. 190 manns að bana. Sem betur fer eru líkur á það stóru flugslysi eitt- hvað innan við 0,001% fyrir hvert einstakt flug véla sem rúma þann fjölda farþega. Miðað við flugum- ferð verða líkurnar fyrir það stóru flugsiysi í einhverri vél af þeirri gerð samt u.þ.b. 1% á ári, þ.e. að meðaltali einu sinni á öld. Þetta telur almenningur ásættanlega áhættu miðað við þann hag sem samfélagið hefur af flugi. Lokaorð Þá vaknar sú spurning, að ef nú hættan af slysi við áburðarfram- leiðslu er miklu minni en á flug- slysi og líklegur mesti fjöldi þeirra sem látist gætu er einnig margfalt minni, hvað almenningur telji ásættanlega áhættu við áburðar- framleiðslu, miðað við þann hag sem þjóðarbúið hefur af henni nú. Þessu verður ekki svarað á rökræn- um grundvelli nema að almenningor sé upplýstur um hver raunveruleg hætta sé og hver hagur er af þann- ig framleiðslu. Þegar fjölmiðlar magna upp ótta fólks með lítt yfír- veguðum og einhliða fréttaflutningi í æsifréttastíl, og hvati að yfirlýs- ingum ráðamanna mótast af póli- tískum fremur en þjóðhagslegum sjónarmiðum, er hætt við að tilfinn- ingar fremur en rök ráði ferðinni. Skyndiákvarðanir teknai' á þeim grundvelli geta, til langtíma litið, fremur skaðað almenningshags- muni en gagnað. Væri þá e.t.v. verið að fórna langtímahagsmunum til að fólk öðlaðist sálarró gagnvart ótta sem það ekki hefði ef það væri betur upplýst um tæknileg atriði málsins. Ábyrgir fjölmiðlar, með vel menntað fréttafólk, ættu að sjá sóma sinn í að gegna því upplýsingahlutverki, þó ekki væri nema með því að skoða allar hliðar málsins. Banaslys af ýmsum ástæðum síðan 1954 Ástæða Fjöldi Umferð 763 Sjósókn 367 Flug 132 Raflost 14 Áburðarfram- leiðsla* 1 * Vinnuslys við færiband Heimildir: Umferðarráð, SVFÍ, Siglingamálastofnun, Flugmála- stjórn, Rafmagnseftirlit ríkisins, Áburðarverksmiðja ríkisins. Höfundur cr verkfræðingur og fyrrverandi forstöðunmður Almannavarna. Sinfóníutónleikar Tónlist Ragnar Björnsson Vegleg var afmælisgjöf Páls P. Pálssonar til handa hljómsveit- inni, Concerto di giubileo - Há- tíðarkonsert - í tilefni fjörutíu ára afmælis Sinfóníuhljómsveitar Is- lands. Páll og hljómsveitin geta glaðst sameiginlega á þessum tímamótum og þakklætið orðið gagnkvæmt, hljómsveitin notið margra ánægjustunda með Páli og Páll notið þess, líklega lengur en nokkur annar stjómandi, að fá að starfa með hljómsveitinni. Hátíðarkonsertinn er cngin smásmíði, hvorki í tímalengd né í skrifuðum nótum. Konsertinn reynir og töluvert á alla hljóðfæra- hópa sveitarinnar sem þurftu á stundum að .sýna „virtúósísk" spilabrögð. Eins og vænta mátti urðu tengslin Island — Austurríki nokkuð náin í konsertinum, og verð ég að viðurkenna að á stund- um fannst mér ég vera að hlust á syrpu af austurrískum og íslenskum þjóðlögum, hvort sem það nú var kostur eða galli við verkið. En Páll kann (vitanlega) að skrifa fyrir hljómsveit og yfir konsertinum sveif húmoristísk hátíðarstemmning. Arnaldur Arn- arson virðist framúrskarandi gítarleikari, lék enda einleikshiut- verkið í Concierto de Aranjuez eftir J. Rodrigo af miklu öryggi og innlifun í spænskum dansriðma o g draumsýnum (2. þáttur). Hljómsveitin og Karsten Ánders- en gerðu einnig sitt til að manni fannst á stundum maður vera staddur í mistri suðrænna hita. Síðasti þáttur konsertsins, sem er furðu hugmyndasnauð tónsmíð, kom manni niður á jörðina aftur. En maður spyr, er gítarleikur að verða einhver sérgrein íslendinga? Næst vill undirritaður heyra Arn- ald leika á gítarinn sinn án hljóm- magnara. Anægjulegt var að sjá og kynnast Karsten Andersen aft- ur eftir nokkurra ár fjarveru. Karsten temur sér ekki hávaða- sama framsögn né upphrópanir í túlkun sinni, en hann fær hljóm- sveitina til þess að músísera og hljóma, oft mjög fallega. Meðferð- in á 8. (eða 4.) sinfóníu Dvoráks op. 88 fylgdi kiassískri forskrift og var oft mjög fallega framsett, og þriðja þáttinn heyrir ■ maður ekki oft fallega spilaðan. Þökk fyrir komuna Karsten Andersen. Ragnar Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.