Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990
Landgræðslu-
skógaáætlun 1990
eftirlngva
Þorsteinsson
Ágæti lesandi. Það hefur varla
farið fram hjá þér, að umræða um
umhverfismál hefur færst mjög í
aukana á undanförnum árum, bæði
í fjölmiðlum og manna á meðal. Þú
opnar varla dagblað án þess að við
blasi frásagnir af einhvers konar
umhverfisslysum, sem orðið hafa
eða af svartsýni manna um framtíð
jarðar og mannkynsins, ef svo held-
ur áfram sem nú stefnir. Þessi
aukna umræða er ekki sprottin af
móðursýki eða taugaveiklun, heldur
af þeirri bláköldu staðreynd að
maðurinn er að gera heimili sitt —
jörðina — óbyggilegt, og verði því
marki náð er ekki í annað hús að
venda — ekkert ónotað himintungl
sem getur tekið við okkur.
Við hér á íslandi höfum talið
okkur vera sæmilega laus við ýmis
þau umhverfisvandamál sem heija
á aðrar þjóðir og þá einkum meng-
un, þó að við höfum verið einum
of áköf að halda fram hreinleika
okkar í þeim efnum. En við eigum
við annað geigvænlegt umhverfís-
vandamál að stríða, en það er sú
gróður- og jarðvegseyðing sem hef-
ur heijað á land okkar í nærfellt
11 aldir og allt fram á þennan dag.
Þessi eyðing hefur leitt til þess, að
skóglendið, sem þakti nær allt lág-
lendi um landnám, er að miklu leyti
hcrfið, og aðeins standa eftir dreifð-
ar og víða rytjulegar leifar þess.
Ogróin svæði eða eyðimerkur lands-
ins hafa meira en tvöfaldast að flat-
armáli á þessum tíma. Sá gróður
sem eftir stendur er margfalt
gróskuminni en áður var og ekki í
samræmi við það, sem loftlagsskil-
LANDGRÆÐSLUSKOGAR
ATAK 1990
yrði í landinu raunverulega bjóða
upp á.
Ætla má, að við sitjum nú uppi
með innan við 'Aaf þeim landgæð-
um, sem hér voru fólgin í jarðvegi
og gróðrí um landnám, og það þarf
að leita víða um hinn vestræna
heim til að finna hliðstæðu slíkrar
rýrnunar.
En með þessu er ekki öll sagan
sögð, því að enn á sér stað gífurleg
gróðureyðing og uppblástur víða
um land, þrátt fyrir landgræðsluað-
gerðir Landgræðslu og Skógræktar
ríkisins og annarra^ aðila á undan-
förnum áratugum. Ástæðurnar fyr-
ir því, að enn hallar á ógæfuhliðina
eru margvíslegar, en m.a. sú, að
sá áhugi og skilningur, sem ætla
má að forystumenn þjóðarinnar
hafi á þessu langstærsta umhverfis-
vandamáli hennar, hefur ekki skilað
sér í þeim opinberu Ijárveitingum
sem þörf er á til að snúa vörn í
sókn. Og það vantar mikið upp á,
sem sjá má af því að til land-
græðslu og skógræktar er aðeins
varið um 260 milljónum króna á
fjárlögum þessa árs. Ekki er óraun-
hæft' að áætla að það fjármagn
þyrfti að fjórfalda til þess að viðun-
andi árangur næðist.
Önnur mikilvæg ástæða fyrir því
að ekki hefur tekist betur til í bar-
áttunni við gróðureyðinguna og við
uppgræðslu landsins er sú, að vitn-
eskja um ástand tandsins, um or-
sakir eyðingarinnar og um stöðu
þessara mála nú, hefur ekki komist
nógu vel til skila til ykkar, fólksins
í landinu. Það er ótrúlegt en satt,
að margir virðast enn telja gróður-
eyðinguna og uppblásturinn í
landinu nánast vera náttúrulögmál
og gróðurleysið afleiðingu af norð-
lægri legu landsins og óhagstæðu
loftslagi. Þannig hefur ekki tekist
að virkja nema tiltölulega fá ykkar
til þátttöku og beinna starfa í þess-
ari baráttu, og það er afdrifaríkt,
því að án skilnings og stuðings al-
mennings verður ekki unnt að ná
settu marki.
Gróðurvernd er ekki einkamál
neinnar sérstakrar stéttar eða fárra
einstaklinga heldur mál þjóðarinnar
allrar, og gróðureyðingin verður
ekki stöðvuð né landið grætt upp
að nýju nema allir ieggi hönd á
plóginn og veiti málinu það lið-
sinni, sem þeir best geta.
Ingvi Þorsteinsson
„Gróðurvernd er ekki
einkamál neinnar sér-
stakrar stéttar eða
fárra einstaklinga held-
ur mál þjóðarinnar allr-
ar, og gróðureyðingin
verður ekki stöðvuð né
landið grætt upp að
nýju nema allir leggi
hönd á plóginn og veiti
málinu það liðsinni, sem
þeir best geta.“
Að sjálfsögðu fer eftir aðstæðum
hvers og eins hvernig hann leggur
málinu lið. Sú liðveisla getur verið
fólgin í því að þrýsta á stjórnvöld
með þeirri sjálfsögðu kröfu, að
nauðsynlegu fjánnagni verði veitt
til þess að stöðva gróðureyðinguna
— að ekki verði lengur látið sitja
við orðin tóm. Það þarf ótal fórnfús-
ar hendur til að koma í jörðina öll-
um þeim tugmilljónum tijáplantna,
sem gróðursetja þarf á næstu árum
og áratugum til þess að stöðva eyð-
inguna og byggja upp gróðurríki
landsins að nýju. Og öll fjárfram-
lög, stór og smá, eru vel þegin,
ekki síst meðan opinberar fjárveit-
ingar eru af jafn skornum skammti
og verið hefur.
Nú er verið að fara af stað með
mikið átak, Landgræðsluskógaátak
1990, þar sem höfðað er til þjóðar-
innar um að veita þessu máli lið.
Einn þáttur átaksins er öflun íjár
með sölu grænu greinarinnar um
þesáa helgi. Á þann hátt er fyrir-
hugað að ijármagna framleiðslu og
gróðursetningu á einni og hálfri
milljón tijáplantna, sem ætlunin er
að sjálfboðaliðar gróðursetji víðs
vegar um land í ógróið og lítt gróið
land í vor. Það segir sína sögu, að
nánast engu opinberu fé var veitt
til þess að gera þessa hugsjón um
þjóðarátak í landgræðslu að veru-
leika.
Af þessum sökum, ágæti les-
andi, er nú kallað á þig til að taka
þátt í átakinu og til að hvetja aðra
til hins sama.
Iiöfundur er deildarstjóri
landnýtingardeildar Rala.
Tré í 60 ár
í aftnælishófí árið 2050
eftir Brynjólf
Jónsson
Gólfbvottavélar
með vinnubreidd frá 43
130 cm.
Gólfþvottavélar drifnar með rafgeymum.
Haka
Gólfþvottavélar með sæti
vélará Islandi
ÍBÍSTÁ)
Nýbýlavegi 18,
simi 64-1988.
Kæru íbúar!
Ég veit að elstu landnemarnir
vita hvernig umhorfs var fyrir
sextíu árum á þessum hæðarkolli
árið 1990, en þið afkomendur og
börn trúið ekki hvaða stakkaskipt-
um landið hefur tekið. Ykkur leikur
kannski forvitni á að vita hvernig
það atvikaðist að við erum búsett
hér á Ónefnduhæð.
Fyrir mér eru þeir atburðir eins
skýrir og þeir hafi gerst í gær. Það
fyrsta sem ég man eftir á ævinni
eru hugljúfar stundir í gróðurhúsi
þar sem ég ólst upp í hlýju og nota-
legu umhverfi. Fjöldinn allur af
ættingjum og vinum var þar, á svip-
uðu reki í 67 gata ijölpottabökkum.
Það áttu eftir að skiptast á skin
og skúrir í lífi okkar eins og geng-
Sólstofur - Svalahýsi
Sýnum
laugardag og sunnudag
frákl. 13-18:
Sólstofur, renniglugga, renni-
hurðir, útihurðir, fellihurðir o.fl.
úr viðhaldsfríu PVC efni.
eukttrt viðhald_
Alltafsem nýt*
ar og Gardhús hf.
Smiðsbúð 8, 210 Garðabæ, sími 44300.
ur. Um haustið vorum við tekin úr.
gróðurhúsinu og látin dúsa fyrir
utan vegg. Veturinn, sem síðar kom
var stundum harður. Margir voru
að krókna úr kulda, og oft var
næðingur og hretviðri. Snjórinn,
sem nokkrum sinnum lagðist eins
og teppi yfir okkur kom sem himna-
sending og dró úr verstu hörkunni.
Um vorið tók við heldur napur
veruleiki, þegar okkur var ekið þús-
undum saman á óþekktan stað.
Reyndar skildum við sáralítið af því
sem var að gerast á þessum tíma.
Við vorum svo ung en síðar fréttum
við að allt mannfólkið í landinu
hafði þetta afdrifaríka ár flykkst
út á holt og mela og byijað að
planta tijám.
Við vorum að vísu gróðursett af
mikilli alúð og með umhyggju en
hvernig í ósköpunum áttum við að
lifa_ á þessum berangri.
Ég minnist fyrsta sumarsins,
þegar þorstinn var að gera útaf við
okkur. Sterkir geislar sólarinnar
stungust í græna líkama okkar; og
lífið var oft býsna erfitt. Eitt kvöld-
ið skall á snai-vitlaust suðaustan
bál. Daginn eftir mátti víða sjá
skrælnuð blöðin og trosnaðar grein-
ar. Nokkrir félagar minna lágu með
ræturnar upp í loftið, andvana og
líflausir.
Næstu ár voru oft erfið. Fyrst á
þriðja ári réttum við úr kútnum og
gátum andað léttara. Heilsan var
orðin eðlileg. Ræturnar uxu og voru
orðnar það öflugar að þær sáu okk-
ur fyrir næringu eftir þörfum.
Hátt uppi á hæðarkolli stend ég
nú með rætur mínar djúpt í jörðu
og teyga að vild vatnið úr gjöfulum
jarðveginum, tært og hreint. Nú
eiga blöðin ekki lengur á hættu að
Brynjólfúr Jónsson
„Þar sem fyrrum var
gróðursnauður melur
getur nú að líta ábúðar-
miklar limfagrar bjark-
ir sem bærast í hlýrri
sumargolunni.“
kafna í rykmekki eða fleiðrast af
oddhvössum sandnálum.
Á sumrin strýkur golan við græn
og gróskumikil blöðin og þó að
hvessi, þá finn ég aldrei eins fyrir
vindi og áður. Þar sem fyrrum var
gróðursnauður melur getur nú að
líta ábúðarmiklar limfagrar bjarkir
sem bærast í hlýrri sumargolunni.
í sextíu ár hef ég lifað hér á
hæðarkollinum og man svo sannar-
lega tímana tvenna. Nú er allt vaf-
ið gróðri, sem áður var melur. Sam-
stillt átak okkar breytti aðstæðun-
um smám saman okkur í hag.
Höfundur er framkvæmdastjóri
SkógrækUirfélags íslands.