Morgunblaðið - 28.04.1990, Síða 30

Morgunblaðið - 28.04.1990, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRIL 1990 Minning: Sveinbjörn Péturs- son frá Flatey Fæddur 13. júlí 1890 Dáinn 19. apríl 1990 Nú er hann Bjössi frændi í Flat; ey allur, á hundraðasta aldursári. í minu'm huga hefur alltaf hvilt ein- hver ævintýraljómi yfir Bjössa frænda, sem missti heyrnina mjög ungur en var samt samræðugóður og hafði næma tilfinningu fyrir tjá- skiptum. Þegar Bjössi kom til Reykjavík- ur, sem var oft, hitti ég hann gjam- an hjá ömmu minni, sem var systir hans, og oft heima hjá foreldrum mínum. Þegar ég svo heimsótti hann fyrst í Flatey, sem mér fannst mikil ævintýraferð, með flóabátnum Baldri, þá stóð á bryggjunni hann frændi minn, hár, grannur og kvik- ur í hreyfingum, með derhúfu og tók á móti fangalínunni. Þannig tók hann alltaf á móti skipinu. Þegar ég kom í land, rétti hann mér hlýju höndina sína, leit á mig með brúnu og glettnu augunum sínum og sagði: „Er þetta frænka?" Á göngu okkar heim til hans og Önnu í Vina- minni, spurði hann mig hvort ég hefði haft sjósótt. í fyrstu áttaði ég mig ekki á við hvað hann átti en svo skildist mér og fór að taka eftir því að í heyrnarleysi sínu varð- veitti hann málið eins og það hafði verið talað í eyjunum um aldamót- in. Varð þetta til að gera hann enn ævintýralegri í hugskotinu. Eftir þetta heimsótti ég þau Bjössa og Önnu oft. Þegar gestir kvöddu átti Bjössi það til að leysa börnin út með gjöfum, sem voru ýmis lítil dýr, tálguð af honum, börnunum til mikillar ánægju. Þessi litlu dýr prýða enn í dag hillur og gluggakistur í mörgu bamaher- berginu og minna á frænda í fjar- lægð. Nú saknar Anna eiginmanns og vinar því alltaf voru þau mjög sam- rýnd hjónin. Vona ég að góður guð styrki hana í sorg sinni og að ljómi minninganna huggi. Með þakklæti í huga kveð ég frænda minn. Fanney „Nú er síðasti Svefneyingurinn fallinn“ flaug mér í hug, þegar ég frétti lát ömmubróður míns, Svein- björns Péturssonar, sem fæddist í Svefneyjum á Breiðafirði fyrir nærri öld. Hann vantaði aðeins tæpa þijá mánuði í að fylla öldina. Mikil kempa er að velli lögð, sem sigldi Dft brattann í lífinu, bæði í eiginlegri sem og í óeiginlegri merk- ingu, enda hlýtur margt að bera við á langri ævi. í dag, laugardag- inn 28. apríl 1990, verður útför hans gerð frá Stykkishólmskirkju. Mér er og var þessi mæti ömmu- bróðir afar kær, enda hefur hann verið ofarlega í hugskoti mínu allt frá barnæsku, því hann kunni að miðla öðrum af gæsku sinni í ríkum mæli, einkanlega þó börnum og unglingum, sem hann kom fram við sem jafningja og vini. Ég hlakkaði alltaf til, þegar von var á Svein- birni í heimsókn á heimili foreldra minna, því hann flutti með sér glettni, gæsku og fjarlægan and- blæ, sem ég kunni svo vel við, enda kom hann úr umhverfí, sem móðir mín og amma komu úr og töluðu svo mikið um, en var þó svo fjar- lægt. Þá var ekki verra, að hann færði okkur krökkunum einatt telgdar dýramyndir, sem við mátum svo mikils — aðallega hesta og fugla, sem hann skar út af miklu listfengi. Ég éTenn í fórum mínum tréhest úr hans hendi, sem ég varðveiti og hef fyrir augum nær daglega. Þessi tréhestur hefur ekki verið „tekinn út“ af listfræðingum, en greinilegt er, að Sveinbjörn hefur haft þroskað mat á formi og hreyfingu þeirra dýra, sem hann skar út í tré. Ljóst er að hann bjó yfir góðu listrænu mati á formum náttúrunnar og var sífellt að fást við þetta áhugamál sitt, enda skipta þeir munir þúsund- um, sem hann telgdi í lífinu, því hann hafði ríka þörf fyrir að leita að því formi, sem kynni að leynast í nýja spýtukubbnum. Sveinbjörn, eða. „Bjössi P“, eins og vinir hans nefndu hann gjarnan, var af eyjakyni kominn í báðar átt- ir. Allt líf hans og viðhorf til manna og málefna mótuðust af þessum uppruna. Móðir hans var Sveinsína Sveins- dóttir, f. 26.10.1851 í Flatey á Breiðafirði, d. 28.6.1928 á Suður- Reykjum í Mosfellssveit; hún var ■dóttir Sveins smiðs í Flatey Einars- sonar og konu hans Kristbjargar Jónsdóttur, af traustu eyjafólki komin. Pétur, faðir Sveinbjörns, var af nafnkunnum breiðfirskum ættum, f. 4.6.1856 í Svefneyjum, drukkn- aði við Haga á Barðaströnd 26. eða 29.9.1910, var af hinni svonefndu Svefneyjaætt, sem sat i Svefneyjum frá því á ofanverðri 18. öld til 1894, er Hafliði bóndi í Svefneyjum og faðir Péturs lést, en hann var sonur Eyjólfs eyjajarls, bónda og alþingis- manns í Svefneyjum Einarssonar bónda í Svefneyjum Sveinbjörns- sonar Gíslasonar. Rekja má í beinan karllegg ætt Svefneyinga til Björns Þorleifssonar, riddara og hirðstjóra á Skarði, sem veginn var á Rifi 1467, og reyndar miklu aftar. Svo að Sveinbirni stóðu sterkir ætt- stofnar, sem hafa um langan aldur búið í eða við Breiðafjörð. Sveinbjörn fetaði í fótspor feðra sinna, þótt ekki hafi hann haft jafn mikið umleikis og þeir í veraldlegum gæðum. Þegar Sveinbjörn fæddist var þríbýli í Svefneyjum og margt manna þar. Nú er Snorrabúð stekk- ur og Svefneyjar mannlausar!, nema um blásumarið. Strax á barnsaldri kynntist Sveinbjörn lífi eyjabúa — var látinn róa til fiskjar, beita seglum, sinna æðarvarpi, gæta fjár og stunda heyskap. Vand- ist hann því snemma vinnusemi og atorku í athöfnum, enda voru Svefneyingar orðlagðir kappsmenn jafnt í búskap, í sjómennsku sem og á mannamótum. Var hann því vel undir lífsbaráttuna búinn, þegar að henni kom. Ungur að árum réðst hann háseti á skútur, jaktir, sem gerðar voru út frá Flatey. Sótti Sveinbjörn 30 vertíðir til sjós — fyrst á skútum, sem áður segir, síðar réðst hann til mágs síns, Guð- mundar Jónssonar, skipstjóra á „Skal!a“ eða á Kveldúlfstogaranum bv „Skallagrími", en þar var hann lengst. Síðast var hann háseti á bv „Reykjaborgu", sem Guðmundur átti og gerði út. Síðan var hann vinnumaður eða sjálfs sín. Þrátt fyrir langar fjarvistir að heiman, átti Sveinbjörn jafnan lögheimili sitt í Flateyjarhreppi, utan nokkur síðustu árin, enda er sá hreppur ekki lengur til. Sveinbjörn var sjötti í röð átta systkina, sem öll eru látin. Elstur var Pétur Kúld Pétursson, f. 31.12.1874 eða 1.1.1875, d. 22.8.1951, sjómaður og bóndi í Bjarneyjum og í Flatey. Næstur var Hafliði Pétursson, f. 12.11.1885, d. 26.4.1956, sjómaður og bóndi m.a. í Skáleyjum á Breiðafirði og í Þerney á Kollafirði. Þá komu tvíburasysturnar þær Ólína Jó- hanna Pétursdóttir, f. 15. eða 24.8.1887, d. 13.9.1979, húsmóðir og verkakona í Flatey, í Stykkis- hólmi og í Reykjavík, og Kristín Pétursdóttir, d. 6.12.1976, hús- freyja á Berserkjahrauni í Helga- fellssveit. Sigríður Pétursdóttir, f. 31.5.1889, d. 18.1.1963, kennari og húsmóðir í Reykjavík kemur næst, þá Sveinbjörn og systurnar Ingibjörg Pétursdóttir, f. 20.9.1892, d. 24.12.1980, húsfreyja á Reykjum í Mosfellssveit, og Andrea Pétursdóttir, f. 18.10.1895, d. 24.10.1922 langt fyrir aldur fram. Hinn 12. júní 1920 steig hann mikið gæfuspor, er hann gekk að eiga Önnu Björnsdóttur, f. 4. júlí 1894, sem lifir eiginmann sinn, en hún er dóttir Björns bónda á Hólum í Reykhólasveit Björnssonar og eig- inkonu hans, Ástríðar Sigríðar Brandsdóttur af hinni svonefndu Hlíðarætt. Hjónaband þeirra hefur varað í nær sjötíu ár. Geri aðrir betur! Bú sitt stofnuðu þau í Skál- eyjum þar sem þau áttu heima til ársins 1946, en þá fluttu þau til Svefneyjar, þar sem þau bjuggu í tvo áratugi. Þaðan fluttu þau í Flat- ey árið 1966, er þau festu kaup á snotru litlu húsi, Vinaminni. Þar bjuggu þau sér fallegt og vinalegt heimili, sem gaman og notalegt var að heimsækja. Sveinbjörn varð fyr- ir því óhappi að lærbrotna fyrir um níu árum, en þá varð hann að fara á sjúkrahús í Reykjavík. Skömmu síðar festu þau Ánna kaup á húsi í Stykkishólmi og þangað flutti hún, en Sveinbjörn á Sjúkrahúsið í Stykkishólmi. Þar naut hann síðan og hún tvö síðastliðin ár umhyggju og nærfærni starfsliðs sjúkrahúss- ins. Þau Anna eignuðust ekki börn en þau tóku tvö börn í fóstur: Árna B. Þórðarson, f. 8. september 1919, d. 17. febrúar 1985, sem starfaði hjá Kaffibrennslu O. Johnson & Kaaber hf. í Reykjavík. Kona hans er Katrín Guðgeirsdóttir. Þau eign- uðust þtjú börn; og Ólöfu Hannes- dóttur, f. 21. september 1922. Eig-. inmaður hennar er Þórhallur Sig- jónsson. Þau eignuðust einnig þtjú börn. Þegar á unga aldri tók Svein- björn að missa heyrn og svo fór að hann missti hana algeriega, sem háði honum mikið, bæði í starfi og í samskiptum við annað fólk. Þrátt fyrir fötlun sína undi hann glaður við sitt og talaði kjarngott og ósvik- ið íslenskt mál, sem mörgum skóla- manninum hefði verið sómi að. Það var aðdáunarvert að fylgjast með tjáskiptum þeirra Önnu. Þau gátu alltaf skipst á skoðunum þrátt fyrir heyrnarleysið, því þau höfðu komið sér upp eigin táknmáli, sem var óbrigðult tæki til tjáskipta. Hún skrifaði kannski á handarbak hans eða sitt, hnippti í hann eða tjáði sig á annan hátt, svo hann skildi allt sem hún vildi sagt hafa. Hún réð þó stundum ekki við orðgnótt hans sem stundum keyrði kannski um þverbak, þegar kjarnyrðin flóðu af vörum hans, sem voru kannski ekki beinlínis á sunnudagaskólamáli, en hugsunin var skýr og ótvíræð. Mun ég sakna þess að heyra ekki lengur ósvikna svefneyska upphrópun, „kall minn ...!“, ásamt dálitlum skammti af lífsspeki hins lífsreynda manns. Þó seint sé og orð vegi létt þá langar mig að þakka Flateyingum og öðrum Eyjamönnum og þá ekki síst starfsfólki sjúkrahússins í Stykkishólmi fyrir þá umhyggju og elsku, sem þeir hafa sýnt þeim Önnu og Sveinbirni á umliðnum 5AMVINNU TRYGGINGAR Adalfundir Samvinnutrygginga g.t. og Líftrygginga- félagsins Andvöku verða haldnir í Ármúla 3, Reykjavík, föstudaginn 18. maí nk. og hefjast kl. 13:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjómir félaganna. Minning: Þorsteinn S. Árelíus■ son frá Geldingsá Fæddur 28. apríl 1941 Dáinn 8. september 1989 Hvað er hel? öllum líkn sem lifa vel, engill sem til lífsins leiðir Ijósmóðir sem hvílu breiðir. Sólarbros er birta él, heitir hel. (Matth. Joch.) Okkur langar til að minnast hans Steina, eins og hann var jafnan J> Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstœðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals íValhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 28. apríl verða til viðtals Júlíus Hafstein, formaður íþrótta- og tómstunda- ráðs Reykjavíkur, umhverfismálaráðs, ferðamálanefndar og í stjórn Dagvistar barna, og Guðmundur Hallvarðsson, formaður hafnarstjórnar. \^ \^ \^f \^} \^jP \^ \^ kallaður, með nokkrum síðbúnum kveðjuorðum. Þorsteinn Steinberg fæddist á Geldingsá á Svalbarðsströnd 28. apríl 1941, sonur hjónanna Láru Þorsteinsdóttur og Árelíusar Hall- dórssonar, yngstur fimm systkina er upp komust. Á Geldingsá er víðsýnt og náttúrufegurð mikil. Fram Eyjafjörður, þessi fagra byggð, blasir við og í norður sést út eftir öllum firði. Á góðviðrisdög- um speglast tignarleg fjöll í vestri í djúpskyggðum haffletinum. í austri, eða við túnfótinn rís Vaðla- heiðin með sínu milda og stílhreina yfirbragði. í þessu fallega umhverfi sleit Steini barnsskónum. Það kom líka fljót í ljós að hann var mikill náttúruunnandi og hreifst af þeim dásemdum sem hið íslenska vor býr yfír. Hann var mikill vinur mófugl- anna og annarra smáfugla. Tímun- um saman gat hann dvalið í ná- grenni við þá og unnið traust þeirra. Hér má taka undir með skáldinu sem segir: „Þér frjálst er að sjá, hve ég bólið mitt bjó.“ Af varúð og nærfærni var fylgst með hreiðrunum, allt þar til litlir ungahnoðrar gátu lyft sér til flugs út í ómælisgeiminn. Eins og önnur börn á þessum tímum vann Steini að búi foreldra sinna. En árið sem hann fermdist var mikill harmur kveðinn að heimilinu er faðir hans lést skyndilega, tæpra 54 ára gam- all. Það var mikill og sár missir og má nærri geta hvort hann hefur ekki haft varanleg áhrif á ungling á þessum aldri, því mjög kært var með þeim feðgum. Næstu árin vann hann við búið með móður sinni og Sigfúsi bróður sínum. Ekki átti það þó fyrir honum að liggja að eyða ævideginum á sínum æskuslóðum, því fljótlega fór hann að vinna að heiman í vega- vinnu á sumrum en á vetrum við bústörf á bæjum í nágrenninu. Um tvítugsaldur flytur hann svo til Akureyrar og vinnur þar við versl- unarstörf og fleira næstu árin. Árið 1966 ræðst hann til starfa á togurum hjá Útgerðarfélagi Ak- ureyrar og vinnur þar um það bil 20 ár. Fyrstu árin var hann kynd- ari en síðan gegndi hann starfi vél- stjóra í mörg ár, þótt ekki væri hann til þess lærður. Þetta sýnir það traust sem til hans var borið. Hann gegndi líka þessum störfum eins og hann átti eðli til, af mikilli trúmennsku og samviskusemi. Þann 24. október 1970 kvæntist Steini Ólöfu Jónsdóttur sem fædd er á Borgarholti í Ámessýslu. Þeirra leiðir skildu, en saman eign- uðust þau dótturina Hörpu, sem nú stundar nám í Reykjavík. Harpa var bjartasti sólargeislinn í lífi Steina, enda revndist hún honum elskuleg og umhyggjusöm dóttir og var sam- band þeirra feðgina ætíð hið besta. Þrátt fyrir skilnað þeirra Steina og Lóu (eins og hún er kölluð), var samband þeirra ávallt vinsamlegt og ættingjar Lóu litu alla tíð á Steina sem einn af fjölskyldunni og var það honum mikils virði. Móður sinni, sem hann átti heimili með í mörg ár í Skarðshlíð 16d á Akur-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.