Morgunblaðið - 28.04.1990, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 28.04.1990, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990 t Ástkær móðir okkar og amma, ÁRÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR, Sunnuhlíð, Kópavogi, lést í Landakotsspítala föstudaginn 27. apríl. Baldur Þorvaldsson, Hólmfríður Þorvaldsdóttir og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAVÍA ÞÓRUNN THEÓDÓRSDÓTTIR, Stórholti 41, Reykjavík, lést á Landspítalanum aðfaranótt 27. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Aðstandendur. .+ Bróðir okkar, FRIÐRIK FRIÐRIKSSON rafvirki, Túngötu 34, Reykjavík, lést þann 24. apríl sl. Aðaiheiður Friðriksdóttir, Sigrún F. Fakharzadeh, Þorsteinn Friðriksson, Ingibjörg Friðriksdóttir, Ragnheiður Friðriksdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN GUÐBRANDSSON, Steinagerði 15, Reykjavfk, andaðist fimmtudaginn 26. apríl í Borgarspítalanum. Marfa Björgvinsdóttir, synir, tengdadætur og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN GUÐNASON, Skaftahlfð 26, Reykjavík, lést miðvikudaginn 25. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hrefna Kristmundsdóttir, Gyða Traustadóttir, Gunnar Gfslason, Kristmundur Þorsteinsson, Sigurlaug Ragnarsdóttir, júlíus Þorsteinsson, Helga Guðmundsdóttir, Elí Þorsteinsson, Erna Kristmundsdóttir. + Sonur minn og faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, EINIR ÞORLEIFSSON, Skarðshlíð 12d, Akureyri, lést sunnudaginn 22. apríl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 30. apríl kl. 13.30. Sigurbjörg Frfmannsdóttir, Erna Einisdóttir, Björn Þórarinsson, Valdemar Einisson, Guðrún Ragnarsdóttir, Þóra B. Einisdóttir, Haraldur Valbergsson, Einir Ö. Einisson, Hrönn Hjaltadóttir, barnabörn og systkini. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og systur, GUÐNÝJAR SVEINSDÓTTUR, Laufásvegi 27, Reykjavík. Guðný Magnúsdóttir, Helgi Guðbergsson, Magnús Helgason, Andrea Helgadóttir Björn Teitur Helgason, Björn Sveinsson, Anna Sveinsdóttir, Einhildur Sveinsdóttir, Unnur Sveinsdóttir. Minning: Valdimar Stefánsson frá Laugardælum Fæddur 10. júlí 1893 Dáinn 19. apríl 1990 Valdimar Stefánsson tengdafaðir minnn lést á Ljósheimum 19. apríl síðastliðinn, hann kvaddi þennan heim að morgni sumardagsins fyrsta. En ég á mínar fyrstu minn- ingar um Valdimar einmitt tengdar sumri en það var sumarið 1955 sem ég sá Valdimar í fyrsta sinn og fundum okkar bar saman á Læk. Ég var þar staddur hjá Kolbrúnu dóttur hans sem verðandi manns- efni og gerði hann ferð sína þangað frá Laugardælum til að líta á tilvon- andi mannsefni dótturinnar. Ekki höfðum við lengi talað sam- an þegar ég fann að við áttum vel saman og strax tók ég eftir því hvað Valdimar hafði ákveðnar skoðanir á flestum hlutum og kom þeim vel til skila með sínum sterka rómi sem ég þykist vita að hann hafi tekið í arf úr sinni föðurætt. Eitt umræðuefni leiddum við hjá okkur í gegnum öll árin eftir okkar fyrsta fund, en það vorii stjórnmál en þar fóru skoðanir okkar ekki saman, þetta var þegjandi sam- komulag sem báðir undu vel. Ég ætla ekki að rekja lífshlaup Valdimars í smáatriðum en sem ungur maður fór hann til vers eins og kallað var og í Grindavík lenti hann í þeirri mannraun að skip sem hann réri á fórst og þar sá hann á eftir tíu félögum sínum í hafíð en hann komst á kjöl ásamt öðrum manni og var þeim bjargað. Ekki var Valdimar mikið um það gefið að ræða þennan atburð, þó sagði hann mér að svo hefði brugðið við með þann sem af komst með honum að hann hafði verið mjög sjóhrædd- ur, en eftir þetta fannst honum allt- af hægt að róa hvernig sem sjór eða veður var. Ekki veit ég hvort ég má bregða .fyrir mig þeirri líkingu en geri það nú samt, að líf Valdimars hafi í nokkru farið líkt og þessi sjóferð, því í hans einkalífi skullu á honum óviðráðanlegir brotsjóir sem hann tókst á við af sinni alkunnu karl- mennsku og dugnaði, bjargaði sér þar á kjöl eins og forðum. Valdimar var mikill vinnu- og dugnaðarmaður, svo það lá beint við að hann veldi sér bóndastarfið sem lífsstarf og árið 1928 giftist hann Sigrúnu Siguijónsdóttur frá Króki og hófu þau sinn búskap þar á móti foreldrum Sigrúnar en fljót- lega þótti þeim þröngt um sig í þessu sambýli enda bæði dugleg og kappsfull að komast í sæmileg efni, frá Króki flytja þau að Langstöðum, svo að Glóru en stóðu þar stutt við því þá losnaði Lækurinn úr ábúð en þar var og er öndvegisbújörð og þangað flytja þau full bjartsýni og áhuga en þá skellur brotsjórinn yfir, Sigrún missir heilsuna, og þau slíta samvistir. Bömin voru orðin fjögur á lífí en einn dreng misstu þau en tvö fóru í fóstur. Kolbrún fór að Þorleifskoti til Katrínar og Gísla og varð þeirra fósturdóttir, þau fluttu síðar að Læk. Guðjón Baldur var tekinn í fóstur að Austurkoti í Sandvíkurhreppi til Lóu og Jóns og ólst þar upp en Þorbjörg Gyða og Stefán voru með Valdimar fyrstu árin. Þetta var þung raun öllum sem til þekktu og mun Valdimar hafa komið það á þessum árum hversu viljasterkur og harður hann var, en þeir sem best þekktu til hans vissu að undir hressilegu yfírbragði sviðu djúp sár sem seint greru. Næstu árin eftir þetta var Valdi- mar aðallega á tveimur stöðum, Laugardælum og Kirkjubæjar- klaustri. Kemur svo aftur að Laug- ardælum og er þar í 42 ár og held ég þau ár hafi í mörgu verið góð, þar kynnist hann mörgu ágætis fólki, þar á meðal þeim hjónum Ólöfu og Þórarni, sem réðu þar húsum og tók hann sérstöku ást- fóstri við þau og börn þeirra, og tel ég ekki á neinn hallað, þó ég segi að þau hjón og börn þeirra hafi ekki getað reynst honum betur en nánustu skyldmenni, gagnkvæm virðing og kærleikur, sem ekki síst kom í ljós er aldur færðist yfir og kraftar þrutu og þakka börn og tengdabörn það allt og ekki síst sérstaka umhyggju og heimsóknir nú á seinustu vikum og þar til yfir lauk. Eitt var það í fari Valdimars, sem ég tók fljótt eftir, en það var hve barngóður hann var, hann Ijómaði eftirminnilega þegar börn komu til hans á Ljósheima, en þar naut hann frábærrar umönnunar síðastliðin 5 ár sem hér eru þökkuð. Ekki er hægt að skilja svo við þessi minningarbrot að geta þess ekki hve frábær verkmaður og snyrtimenni Valdimar var, hann hafði í mörg ár það starf að hirða nautin og vetrungana í Þorleifs- koti, umgengnin og fóðrun voru til fyrirmyndar, allt sópað og hreint og hann sá vel um að heyið færi ekki til spillis enda alinn upp við að halda utan um stráin því þau kostuðu marga svitadropa í þá daga. ■ Valdimar hafði sérlega gaman af heyskap ef vel gekk og dró ekki af sér að moka í blásarann en þar stóðst honum enginn snúning. Þá er við hæfí að minnast á það hvað Valdimar hafði gaman af góð- um hestum, og átti marga í gegnum árin, hann hélt hestum vel til gangs og fóðraði vel, og þegar hann var á Eyrarbakka á vertíð eitt sinn hafði hann reiðhestinn hjá sér. Hét hestur sá Mósi og var frá Útverkum á Skeiðum, og var sagður flugvakur og á sunnudögum skrapp Valdimar á bak sér til upplyftingar, og í fór- um okkar hjóna er mynd tekin á Eyrarbakka en þar situr Valdimar spariklæddur á Mósa, myndin trú- lega tekin um 1920. Valdimar var einn af stofnfélögum hestamanna- félagsins Sleipnis. Á efri árum hlotnaðist Valdimar sú sárabót að þrátt fyrir fjölskylduslit tóku börn hans að efla tengsl sín á milli og urðu að góðum systkinahóp. Veit ég að þetta gladdi hann mjög og þegar hann átti stórafmæli reyndu flest að mæta ef aðstæður leyfðu. Afkomendur Sigrúnar og Valdi- mars eru orðnir margir en börnin eru: Stefán Valdimarsson, giftur Elsu Unnarsdóttur, búa þau í Þor- lákshöfn, eiga tvær dætur, Auð- björgu og Valgerði, en hún er gift Gunnari Þorsteinssyni, eiga þau tvær dætur og búa í Þorlákshöfn. Þorbjörg Gyða Valdimarsdóttir, gift Ólafi Þór Haraldssyni, búsett á Siglufirði, þau eiga þijú börn, Ragnar Þór, giftur Arnýju Hrund Svavarsdóttur, eiga eina dóttir og búa á Suðureyri. Heiðrún Brynja, gift Sveini Jón- atanssyni, eiga eina dóttir og búa í Reykjavík. Arnar Þór, giftur Sigurlaugu G. + KARL SIGURÐSSON skipstjóri, lést í Grimsby föstudaginn 20. apríl sl. Jarðarförin hefur farið fram. Aðstandendur. + Bróðir minn, mógur og vinur, JÓHANN ÁSGRI'MUR GUÐJÓNSSON sjómaður, Hjarðarhaga 56, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarð- arkapellu mánudaginn 30. apríl kl. 15.00. Salóme Guðjónsdóttir, Áslaug Jóhannsdóttir, Sigri'ður Jóhannesdóttir. + Þakka innilega auðsýnda samúð við andlát og útför GUNNARS JÓNSSONAR frá Breiðabólsstað, til heimilis að Bólstaðarhlíð 45, Reykjavfk. Sérstakar þakkir til forstöðukonu og starfsfólks félagsmiðstöðvar- innar Bólstaðarhlíð 43. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Valdimarsdóttir og aðrir aðstandendur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VILBERGS PÉTURSSONAR. Daetur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.