Morgunblaðið - 28.04.1990, Side 35

Morgunblaðið - 28.04.1990, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRIL 1990 35 fclk í fréttum COSPER Heyrðirðu þetta, hann sagði að silfurborðbúnaðurinn okkar væri miklu fallegri en frekjurnar í næstu íbúð. UPPLÝSINGAR: SlMSVARI 681511 - LUKKULlNA 991002 GIFTIN G ARÞ ANKAR Staðfestir Stefanía prinsessa ráðsitt? Stefanía Mónakó-prinsessa er hætt öllum ungæðishætti og virðist stefna að því að fá á sig hnapphelduna. Þessi fyrrum óstýril- áta prínsssa, sem ferðaðist um heiminn í þotum til að svala skemmtanaþorsta sínum, er að minnsta kosti hætt að umgangast vafasama karlmenn og valda þapnig föður sínum óþarfa áhyggjum. „Ég er fullorðin," tilkynnti hún á 25 ára afmæli sínu 1. febrúar. Og Lil að sýna að þetta væru ekki orðin tóm mun hún hafa trúlofast Frakkan- um Jean-Yves Le Fur, ráðsettum fram- kvæmdastjóra fast- eignasölu í París og syni þekkts arki- tekts. Rainer fursti virðist ánægður með . tengdasoninn tilvon- andi því þeir sátu sam- an í heiðursstúku þegar Mónakó-knattspyrnuliðið lék í Evrópukeppni bikarhafa ný- lega. Þannig heiðrar furstinn ekki hvern sem er og kunnugir segja þetta örugglega vita á hjónaband. Stefanía, úr Foreldrafélaginu. Að kaffinu loknu var síðan stiginn dans fram eftir nóttu. - ÓB. HOFÐASKOLI Mikil leikgleði á árshátíð Arshátíð Höfðaskóla á Skaga- strönd var haldin að venju síð- asta daginn fyrir páskaleyfi. Þar komu fram flest allir nemendur skólans þar sem hver bekkur sér um eitt skemmtiatriði. Megnið af atriðunum sem krakkarnir fluttu var frumsamið af þeim en æft und- ir stjórn kennara skólans. Troðfullt hús var í Fellsborg, þar sem skemmtunin fór fram og var ungu skemmtikröftunum klappað mikið lof í lófa. Óspart var gert grín að kennurunum en þó á þann veg að þeir skemmtu sér hvað best viðstaddra. Má segja um frammi- stöðu krakkanna að það sem á vant- aði í tækni bætti leikgleðin upp. Að skemmtiatriðunum loknum var boðið til kaffiveislu þar sem elstu krakkar skólans sáu um veit- ingar með aðstoð nokkurra kvenna WASHINGTON Wagner á leiksvið án söngs Krakkarnir skemmtu sér vel á árshátíð Höfðaskóla á Skagaströnd. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Tilefni hófsins í sendiherrabústaðn- um að þessu sinni var, að koná af ís- lenskum ættum, dr. Maureen Polsby, hefir stungið upp á því, að Niflunga- hringur Richards Wagners, óperan verði sýnd sem leik- rit, án söngs, á leik- sviði. Hún bendir á í þessu sambandi, að Wagner hafi sjálfur verið mikill unnandi hefðbund- innar leiklistar og hafi hann t.d. kallað verk sín „musik drama“ í, stað óperu. Dr. Polsby segir einnig, að margir eigi erfitt með að fylgjast með gangi söngleikja. Það gæti aukið ánægju manna að kynnast efni þeirra á hefðbundnu leiksviði án söngs og njóta síðar söngleikj- anna með fullum skilningi á efni þeirra og söguþræði. Dr. Polsby stundaði þýskunám í tvö ár í' mennta- skóla óg hafði auk þess, segir hún, mikið gagn af gömlu þýsk-ensku orðabókinni sinni frá menntaskólaár- unum. Hún bendir á, og segist vera hreykin af, að það hafi ver- ið íslenskir sagna- ritarar, sem skráðu á miðöldum sög- urnar, sem urðu óperur í höndum Wagners. Án þess hefðu þær vafa- laust glatast. Dr. Maureen Polsby er íslensk í móðurætt. Móðir hennar var Gyða Breiðfjörð, en faðir hennar er af grískum ættum. Maureen ólst upp í Hafnarfirði til 9 ára aldurs og gekk í barnaskóla ínunnuklaustrinu við Hamarinn. „Ég talaði þá ís- lensku, en nú er eg búin að týna henrii,“ sagði Maureen. Richard Wagner Ritverk dr. Björns Sigurðssonar fást á eftirtöldum stöðum: Bókabúð Máls og menningar Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar Bóksölu stúdenta Útgefendur Mannmargt var í síðdegisboði á heimili sendiherrahjónanna Ingva S. Ingvarssonar og Hólmfríðar Jónsdóttur í Washington á dögunum. Þar var fjöldi fólks, sem er þekkt úr leiklistarlífi höfuðborgarinnar, þar á meðal nokkrir, sem hafa öðlast eða verið valdir til leiklistarverðlaun- anna, sem allir leikarar Bandaríkj- anna sækjast eftir, en tiltöluiega fáir öðlast, Óskars- og Tony-verð- launanna svonefndu. Þarna mátti t.d. sjá Allen Hughes, sem hefir hlot- ið Tony-verðlaunin fyrir ljósaútbúnað leiksviða og hann hlaut Helen Hayes- verðlaunin í ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.