Morgunblaðið - 09.05.1990, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 09.05.1990, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAI 1990 15 Helgi Hálfdanarson: Helmingi hærri Nýlega birtist grein í einu dag- blaðanna, þar sem mælt var gegn því að talan 200 væri sögð helm- ingi hæiri en talan 100. Var því haldið fram, að sú tala, sem teldist helmingi hærri en 100, hlyti að vera 150, vegna þess að helmingur- inn af 100 er 50. Samtímis var mælt með því sem réttu máli, að 200 væri tvisvar sinnum hærri tala en 100. Þetta er svo sem ekki ný kenn- ing. Hún hefur verið barin inn í börn og fullorðna árum saman með þeim árangri, að fáir dirfast lengur í gegn að rísa. En hér er samt um misskilning að ræða. Fyrir nokkrum árum sýndi und- irritaður fram á það í greinarstúf, að samkvæmt langgróinni mál- venju væri tuttugu helmingi hærri tala en tíu, og væri þar ekki aðeins um hefð að ræða, heldur einnig alls kostar rökrétt mál, því að í samanburði af þessu tagi væri jafn- an miðað við hærri töluna. Talan tuttugu er helmingi sínum hærri en talan tíu. Fimmtán er ekki helm- ingi heldur þriðjungi (sínum) hærri en tíu. Og talan tíu er helmingi (tölunnar tuttugu) lægri en tutt- ugu. Á þessu hefur aldrei ieikið neinn vafi fyrr en upp kom sú nýja reikningskúnst, að fimmtán væri helmingi. hærri tala en tíu. Nú segir einhver, að ekkert mæli gegn því, að miðað sé við lægri töluna fremur en þá hærri. Því er til að svara, að til þess þarf jafnvel meiri sérvitring en undirrit- aðan að vilja fyrir hvern mun gera ráð fyrir að orðin merki það sem öll þjóðin hefur öldum saman vitað að þau merkja ekki. Orðalagið tvisvar sinnum er útaf fyrir sig málleysa, sem reyndar er ekki ný af nálinni. Rétt er að segja annað hvort tvisvar eba.tveim sinn- um; en þetta tvennt hefur runnið saman og orðið tvisvar sinnum, sem er engu skárra en að segja tvisvar skiptum, ef einhveijum dytti það í hug. En jafnvel þótt tvisvar sinnum sé leiðrétt, fær hvorki tvisvar né tveim sinnum staðizt í þessu sam- bandi. Ef talan 200 er sögð tvisvar hærri en 100, þá er öll íslenzk málhugsun fokin út í veður og vind. Það er eins og sagt væri: Talan 200 er hvað eftir annað hærri en 100. Hins vegar merkir nafnorðið sinn upphaflega ferð og síðan skipti. Og ætti einhver mein- ing að vera í orðalaginu tveim sinn- 'um hærri tala en 100, þá hlyti sú tala að vera 300, því samkvæmt sögðu ættu 200 að bætast við 100. Tuttugu er fjórum sinnum fimm, að sjálfsögðu, en ekki fjórum sinn- um hærri en fimm. Stundum heyrist sagt sem svo, að tuttugu sé tvöfalt hærri tala en tíu. Illa fer á því. í slíkum saman- burði er rétt að gera ráð fyrir þágu- falli á undan miðstigi, þó ekki virð- ist sú regla að öðru leyti án undan- tekninga. Þarflaust er að leita uppi svo afkáralegt orðbragð til þess eins að bijóta gegn gróinni mál- hefð. Rökrétt mál væri tvöföldu hærri én tíu; en sú tala væri ekki tuttugu, heldur þrjátíu. Loks ætla ég að vera svo hygg- inn að vísa til minna eigin rök- semda um þetta mál í kverinu Skynsamleg orð og skætingur, 69. bls. Sú bók bóka réttlætir tilkomu prentlistarinnar. Guðrún Helga- dóttir, forseti sameinaðs þings: Þörf á að stórauka kynningu á störfiim Alþingis GUÐRÚN Helgadóttir, forseti sameinaðs Alþingis, telur að auka þurlí kynningu á störfum Alþingis stórlega. Hefur hún lagt til, að til þess verði ráðinn aðili, sem verði ábyrgur gagnvart þinginu. Guðrún sagði í ræðu sinni við þinglausnir á laugardag, að engu væri líkara, en þjóðþingið ætti í vök að veijast. Aukin tækni í íjölmiðlun hefði fært störf þingsins inn á hvert heimili í landinu og óvíða væri fylgst svo grannt með störfum þess sem hér á landi. Hins vegar réði þingið litlu um það, sem birtist í fjölmiðlum og oft virtist það sýnast áhugaverð- ara, sem aflaga færi eða ekkert væri, en það starf, sem unnið væri landi og lýð til farsældar. Skoðun ■hennar væri því sú, að tímabært væri að stórauka kynningu á störf- um Alþingis og til þess ráðinn að- ili, sem væri ábyrgur gagnvart þinginu sjálfu. Fijáls fjölmiðlun væri sjálfsögð í lýðræðisþjóðfélagi, og þar ætti þingið engu að ráða um, en það ætti jafnframt að hafa sama frelsi til kynningar á eigin störfum. Ferðafélag íslands: Ferðakynn- ing í Nor- ræna húsinu FERÐAKYNNING Ferðafélags íslands verður í Norræna húsinu í kvöld, iniðvikudaginn 9. maí, kl. 20.30. Á ferðakynningunni verða kynnt- ar ferðir, sem farnar verða í sum- ar, og sýndar myndir, til dæmis frá Vestfjarðahring, af Hornströndum, frá Laugum og Þórsmörk, úr Suður- landsferð, miðhálendisferð og frá Lónsöræfum auk gönguferða um Jötunheima í Noregi. Þá verður sýnt nýtt myndband frá norska ferðafélaginu um þeirra ungmenna- starf og ferðamöguleika um fjalla- svæði Noregs. Ferðir um hvítasunnuna verða kynntar sérstaklega. (Úr fréttatilkynningu) Já, hún Anna Karsldóttir hefur grennst um 27 kg á aðeins sex mánuðum. En hún er ekki ein um það að hafa náð frábœrum árangri með aukinni hreyfingu og breyttu matarœði. Fjöldi kvenna sem stunda leikfimi hjá HRESS eru til vitnis um það. Þú gcetir orðið ein þeirra. Og við lofum þér miklum árangri ef þú ferð að okkar ráðum. Aukið þol, meiri styrkur og færri kíló munu auka vellíðan og sjálfsöryggi þitt. 1. NÁMSKÍIÐ - NÝR LÍFSSTÍLL Við bjóðum nú námskeið sem við köllum NÝJAN LÍFSSTÍL. Námskeiðið er einkum ætlað konum sem þurfa að grennast mikið og mun Anna miðla þar af reynslu sinni. Námskeiðið byggist uþþ á fræðslu, hvatningu, aðhaldi, leikfimi og göngu fjórum sinnum í viku í 4 vikur. Takmarkaður fjöldi kemst að. 2.NÁMSKEI0-SUMARÁTAK SUMARÁTAK er námskeið sem sameinar kosti inni- og útileikfimi. Tvisvar í viku erfar- ið í leikfimi og tvisvar í viku er gengin kraftganga sem er mjög vinsæl um þessar mundir í Bandaríkjunum og býðst hérlendis aðeins hjá HRESS. LEIKFIMI FYRIR ALLA - ALLAN DAGINN Auk þessa býður HRESS leikfimi á morgnana, daginn og á kvöldin, leikfimi fyrir barns- hafandi konur, eróbikk og leikfimi á laugardögum. SKRÁDU ÞIG STRAX í SÍMA 65 22 12 Barnagœsla mánudaga og miðvikudaga frá kl. 9:30-16:00 HRESS IJKAMSRÆKT OG IJÓS BÆJARHRAUNI 4/V1Ð KEFLAVÍKURVEGINN/SiMI 65 2212

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.