Morgunblaðið - 09.05.1990, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1990
33
Gíslína Sigurðar-
dóttir - Minning
Fædd 20. júní 1891
Dáin 30. apríl 1990
I dag kveð ég tengdamóður mína
Gíslínu Sigurðardóttur sem andaðist
aðfaranótt 30. apríl sl. Gíslína dvaldi
á Hrafnistu í Reykjavík síðastliðin 9
ár og hefði hún orðið 99 ára gömul
20. júní nk.
Gíslína fæddist á Helgastöðum í
Reykjavík 20. júní 1891, ásamt
tvíburabróður sínum Siguijóni, sem
nú er látinn. Foreldrar hennar voru
Sigríður Jónsdóttir frá Snotru í
Þykkvabæ, fædd 7. nóvember 1847
og dáin 18. janúar 1924, og Sigurð-
ur Jónsson frá Hofi á Kjalarnesi
fæddur 15. september 1826, dáinn
30. maí 1915.
Foreldrar Gíslínu voru orðin nokk-
uð roskin er þau eignuðust hana og
þóttu mikil tíðindi þegar tvíburarnir
fæddust sem var heldur fátíður at-
burður í Reykjavík. Gíslína sagði að
fátæktin hafi verið mikil, en með
hjálp góðra manna hafi allt gengið
vel.
Gíslína giftist Sigurði Agúst Guð-
mundssyni 16. október 1915 sem
þá var skútuskipstjóri og síðan skip-
stjóri á togurum þar til hann fór í
land og gerðist verkstjóri við fisk-
vinnslu í Reykjavík. Sigurður lauk
skipstjórnarprófi frá Stýrimanna-
skólanum í Reykjavík rétt eftir alda-
mótin. Sigurður var félagi í Odd-
fellowreglunni. Sigurður og Gíslína
hófu búskap sinn á Grettisgötu 42b
í húsi Sigurðar sem hann átti þegar
hann gifti sig. Þau eignuðust þijú
börn sem eru: Sigurður Gunnar,
fyrrverandi varaslökkviliðsstjóri í
Reykjavík, giftur Ragnhildi Guð-
mundsdóttur sem lést 26. nóvember
1984, Sigurgísli innanhússarkitekt
giftur undirritaðri og Sigríður Bára
húsmóðir, gift Reyni Þórðarsyni,
byggingameistara. Barnabömin eru
nú orðin 10 talsins og barnabarna-
\ börnin 15.
Hjónaband Gíslínu og Sigurðar
var afar farsælt. Reglusemi og sam-
heldni hafa verið þeirra aðalsmerki.
Gíslína annaðist aldraða foreldra
sína til æviloka. Þau bjuggu nokkur
ár á Grettisgötu 42b, þar til þau
byggðu tvílyft steinhús á Mjölnis-
holti 10. Hefur það verið töluverð
framtakssemi í þá daga. Bjuggu þau
þar, en Sigurður lést árið 1950, 66
ára gamall og var hans sárt saknað.
Gíslína bjó nokkur ár í Mjölnisholti
10, eftir að hún var orðin ekkja,
flutti síðan í Stigahlíð 32 og bjó þar
þangað til hún fluttist á Hrafnistu
í Reykjavík.
Gíslína og Siguijón tvíburabróðir
hennar, sem starfaði lengst af hjá
Alafossi, liöfðu alla tíð mjög náið
og gott samband og einnig við íjöl-
skyldu hans. Gíslína var mjög frænd-
rækin. Gíslína var sérstaklega greið-
vikin manneskja og naut sín best
þegat' hún gat orðið einhveijum að
liði og var mjög barngóð enda nutu
barnabörnin þess.
Gíslína var mjög glæsileg kona
og var alla tíð mjög heilsuhraust
enda bar hún aidurinn vel. Það má
segja að hún hafi haft sérlega tign-
arlegt fas ekki síst er hún skartaði
íslenska búningnum við hátíðleg
tækifæri.
Gíslína var mikil sjálfstæðiskona
og var meðlimur í sjálfstæðiskvenna-
félaginu Hvöt. Hún starfaði einnig
í Kvennadeild Verkstjórafélagsins.
Hún var sérstaklega mikil félagsvera
og naut sín vel í öllum íjölskylduboð-
um eða öðrum félagsskap. Það voru
heldur ekki fáir sem komu til henn-
ar í Mjölnisholtið til að rabba og fá
sér kaffisopa er þeir áttu leið um.
Hún var sérlega myndarleg í hönd-
unum og var mikið saumað heima
og ptjónað fyrir heimilið utan þess
sem - hún aðstoðaði ýmsa aðra.
Gíslína var trúhneigð kona. Hún ias
mikið um dulræn efni og trúði hún
á aðra tilveru eftir þessa.
Þegar hún á efri árum var að riíja
upp gömlu dagana í lífi sínu sagði
hún mér stundum frá veru sinni í
Skarði í Landssveit þar sem hún var
nokkur sumur í kaupavinnu þegar
hún var ung. Ævintýraljómi var yfir
henni þegar hún sagði mér frá þeirri
dvöl sinni. Það hefur verið mikil til-
breyting að fara af möiihni í
Reykjavík og dvelja í sveitinni með
góðu fólki.
í niðjatali Hallgríms Péturssonar
og Guðríðar Símonardóttur var
Gíslína talin elsti ættinginn í 8. lið
sem kunnugt var að væri þá á lífi
en faðir hennar, Sigurður Jónsson,
var í 7. lið. Sigríður móðir Gíslínu er
í niðjatali Víkingslækjarættar.
Þakka ber starfsfólki Hrafnistu í
Reykjavík fyrir góða umönnun og
þægilegt viðmót sem henni var sýnt.
Blessuð sé minning hennar, hvíli hún
í friði.
Edda Vikar Guðmundsdóttir
í dag verður gerð útför ömmu
minnar, Gíslínu Sigurðardóttur, frá
Dómkirkjunni í Reykjavík. Hún an-
daðist 30. apríl sl. á Hrafnistu en
þar hefur hún dvalið undanfarin ár.
Gíslína var 98 ára er hún lést.
Oft hafði hún orð á því að líklega
yrði allt samferðafólk farið á undan
sér og hennar útför því fámenn.
Gíslína fæddist á Helgastöðum í
Reykjavík 20. júní 1891. Foreldrar
hennar voru Sigríður Jónsdóttir ætt-
uð frá Snotru í Þykkvabæ og Sigurð-
ur Jónsson bóndi að Lykkju á Kjalar-
nesi, síðar verkamaður í Reykjavík.
Tvíburabróðir Gíslínu var Siguijón
Sigurðsson sem vann lengst af sinni
starfsævi hjá Álafossi. Siguijón an-
daðist á 80 ára afmælisdegi þeirra
systkina. Mjög kært var með þeim
systkinum og samrýnd voru þau,
minnist ég þess að fyrstu misserin
eftir að Siguijón andaðist taldi hún
víst að hún yrði einnig kölluð burt
úr jarðríki fljótlega en svo varð ekki
fyrr en nú, nítján árum síðar.
16. október 1915 giftist Gíslína
Sigurði Ágúst Guðmundssyni skip-
stjóra. Fyrstu búskaparár sín bjuggu
þau á Grettisgötu 42b. Þar ól amma
börnin þeirra þijú, Sigurð Gunnar,
Sigurgísla og Báru. Seinna byggðu
þau hús í Mjölnisholti 10. Sigurður
Ágúst lést 1950.
Lengst framan af ævi var amma
heilsuhraust, hún var rúmlega átt-
ræð þegar hún þurfti fyrst að fara
á sjúkrahús en góða heilsu hafði hún
þar til fyrir um fimm árum er hún
lærbrotnaði. Eftir það óhapp fór að
halla undan og lífsþróttur minnkaði.
Amma fylgdist vel með þjóðmálum
og hafði mjög ákveðnar skoðanir í
þeim efnum. Hún var áskrifandi
Moggans frá fyrstu útgáfu.
Æskuminningar frá heimsóknum
í Mjölnisholtið eru góðar. Amma var
örlát við okkur barnabörnin, hún gaf
sér tíma til að hlusta en þess minn-
ist ég sérstaklega.
Amma lifði langa og góða ævi, dó
í hárri elli, södd lífdaga. Hún var
sátt við sitt líf og sátt við að deyja.
Hún reyndist okkur barnabörnunum
vel og vil ég þakka samveru og góða
leiðsögn í lífinu.
Guðmundur Sigurðsson
Okkur langar að minnast ömmu
okkar, Gíslínu Sigurðardóttur, sem
lést þann 30. apríl sl. á Hrafnistu í
Reykjavík.
Hún fæddist að Helgastöðum í
Reykjavík, 20. júní 1891, ásamt
tvíburabróður sínum, Siguijóni Sig-
urðarsyni.
Amma giftist ung afa okkar, Sig-
urði Á. Guðmundssyni, sem lést
þann 3. febrúar 1950. Þau eignuð-
ust saman þijú börn, þau Sigurð
Gunnar, Sigurgísia og móður okkar,
Sigríði Báru.
Amma er okkur öllum einstaklega
minnisstæð þar sem við frá unga
aldri höfðum hana hjá okkur. Ýmist
vorum við á heimili hennar eða hún
í húsi foreldra okkar. Hún var sér-
staklega hjálpsöm. og tók virkan
þátt í lífi okkar. Glaðlyndi og hressi-
leiki einkenndi hana aila tíð. Sér-
staklega eru okkur minnisstæð þau
ár sem amma Gilla bjó í Stigahl-
íðinni. En það var í göngufæri við
Safamýri þar sem við bjuggum.
Amma bjó ein í Stigahlíðinni frá
72 ára aldri til 89 ára aldurs, hún
hugsaði alveg um sig sjálf. Hún lét
sig ekki muna um að ganga yfir
umferðarþyngstu gatnamót lands-
ins, komin nærri á tíræðisaldur. Það
var mjög tíguleg sjón að sjá hana
þráðbeina í baki storma eftir Miklu-
brautinni með hatt og göngustaf.
Hún taldi ekki eftir sér að koma og
aðstoða þegar á þurfti að halda og
til hennar var alltaf hægt að koma
og fá góð ráð.
Henni féll ekki verk úr hendi og
gestrisni hennar með eindæmum.
Hún hafði fastar skoðanir á hlutun-
um og livikaði aldrei frá þeim. Hún
talaði oft um að fara á elliheimili,
en hún sem sjómannsekkja vildi eyða
ævikvöldinu á Hrafnistu. Ekki var
sama hvert herbergið var, nei, hún
hafði einnig ákveðna skoðun á því.
Annars var elliheimili bara fyrir
gamalt fólk, hún var ekki enn orðin
gömul. En svo kom að því að henni
fannst tími til kominn að fara á
Hrafnistu. Hún fór þá sjálf 98 ára
og útvegaði sér herbergi sem henni
leist á. Pakkaði sjálf sinum föggum
og flutti síðan með hjálp barna sinna
inn eftir. Henni fannst í lagi að
flytja inn á stofnun fyrir aldraða því
hún var nú orðin svo vön að umgang-
ast gamait fólk. Svona var amma
okkar alltaf ung í anda og ijall-
liress. Henni ieið vel á Hrafnistu
alla tíð. En undir lokin var henni
farið að leiðast biðin eftir því að Guð
tæki hana til sín og sagði jafnan
gjarnan að fóik ætti ekki að þurfa
að lifa svona lengi. Henni hefur
eflaust þótt erfitt að geta ekki haft
stjórn á því líka.
Amma Gilla gleymist okkur aldr-
ei, svo mikið gaf hún okkur, sem
ekki verður aftur fengið.
Yndislega ættjðrð,
ástarkveðju heyr þú mína,
þakkarklökkva kveðjugjörð,
kveð ég líf þitt, móðir jörð.
Móðir bæði mild og hörð,
mig þú tak í arma þína.
Yndislega ættjörð,
ástarkveðju heyr þú mína. (Sálmur.)
Sigurður Reynisson, Þórunn
Reynisdóttir og Hafdís Reynis-
dóttir.
Guðbrandur Þórðar-
son - Kveðjuorð
Fæddur 6. nóvember 1987
Dáinn 2. maí 1990
Mig langar til að kveðja elskuleg-
an lítinn vin okkar, Guðbrand Þórð-
arson, er lést að morgni 2. maí,
aðeins tveggja og hálfs árs.
Erfitt er að skilja, og sætta sig
við, af hveiju hann svo ungur og
fullur af fjörí skuli allt í einu ekki
vera á meðal okkar. Af hveiju, spyr
maður sig, en því getur enginn svar-
að.
Aldrei framar mun sonur minn
banka uppá á móti og fá vin sinn
út að leika og ekki verða rólóferð-
irnar fleiri þar sem tveir vinir mættu
daglega saman. Á stundu sem þess-
ari er sorgin mikil en minningarnar
eru margar um ljúfan dreng og þær
tekur enginn frá okkur.
Með þessum fátæklgu orðum vilj-
um við, ég og fjölskylda mín, þakka
fyrir þann tíma er við fengum að
njóta með Guðbrandi. Blessuð sé
minning hans.
Elsku Þorbjörg, Þórður, Emilía
og Marta, sorg ykkar er mikil,
megi góður Guð styðja ykkur og
styrkja á þessum erfiðu tímum.
Hrönn
Ég ætla að kveðja litlu hetjuna
mína með nokkrum orðum og þakka
Guði fyrir að hafa fengið að njóta
nærveru Guðbrands þó að tíminn
hafi verið stuttur.
Auðvitað spyr maður af hveiju,
að gefa líf til að taka það aftur
innan skamms, en við verðum að
trúa því að þetta hafi allt tilgang
og að honum hafi verið ætlað annað
hlutverk. Við eigum minningarnar
sem enginn getur tekið, þær munu
ylja okkur og vera huggun í harmi.
Gammi minn var ákveðinn og oft
gat maður brosað og hlegið þegar
hann baukaði við að hafa hlutina
eins og hann vildi hafa þá.
Ég bið góðan Guð að styrkja
foreldra hans og systur og okkur öll.
Megi elsku litli vinurinn sofa
vært.
Ragga frænka
Guð í náðar nafni þínu,
nú til hvíldar legg ég mig.
Hvíl þú nú í hjarta mínu,
helga það svo elsk’ eg þig.
Góði faðir gættu mín.
Gefi blessun mildin þín,
að í friði sætt ég sofi.
Síðan þig, er vakna, lofi.
(Sb. Nr. 548.)
Elsku Þorbjörg, Þórður, Emilía
og Marta. Við biðjum Guð almátt-
ugan að styrkja ykkur og blessa.
Sigmar, Hulda, Siggi Már,
Stefnir Örn og Sævar Þór.
Vortilboð á
BV-handtjökkum
Góður afsláttur í maí á meðan birgðir endast.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI672444 TELEFAX672580
íi
Eigum ávallt fyrirliggjandi
hina velþekktu BV-hand-
lyftivagna meö 2500
og 1500 kílóa lyftigetu.
• •
FJALLAHJOL!
_ — Reióhjolaverslunin
ORNINNi
Spitalastig 8 við Óðinstorg simar 14661 26888