Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 16
16 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1990
BARÁTTUANDI í HÁSKÓLANUM Á AKUREYRI
sem á Uka
Grein og myndir/Árni Johnsen
HÁSKÓLINN Á AKUREYRI er ung menntastofn-
un og maður þarf ekki að dvelja þar lengi innan
dyra án þess að skynja að andi brautryðjendanna
svífur yfir vötnum. Háskólinn á Akureyri er að
finna sér farveg og það fylgir því kraftur og tök
því hátt er stefnt inn í framtíð íslands og áhersluat-
riðin í upphafi stofnunar Háskólans á Akureyri
sem Sverrir Hermannsson þáverandi menntamála-
ráðherra hleypti af stokkunum voru náin tenging
við atvinnulifið í landinu. Það er sóknarhugur í
Haraldi Bessasyni rektor og hans mönnum. Þörfin
er augljós og hvatningin mikil því nútíma þjóðlíf 1
krefst þess að náin tengsl séu á milli atvinnulífs-
ins og menntastofnana. Það gengur ekki í íslensku
þjóðfélagi að atvinnuvegirnir sem allt byggist á
einangrist frá menntuninni á æðri sem lægri stig-
um. Það er mikið hættumerki að það skuli heyr-
ast sagt við ungt fólk að það muni lenda í fisk-
vinnslu ef það nenni ekki að læra. Okkur vantar
fólk sem nennir að læra og vill fara í fiskvinnslu,
því með því móti skapast betri möguleikar á hærra
verði fyrir hvert kíló af hráeftii og um leið hærra
kaup fyrir fiskvinnslufólk, fólkið sem meðhöndlar
ijöregg þjóðarinnar. Háskólinn á Akureyri hefur
farið knálega af stað við kröpp kjör, en þeir eru
margir sem vilja búa honum gott nesti og nýja
skó um leið og þeir krefjast þess að þar verði sá
titringur sem þarf til þess að ná árangri en aldr-
ei kyrrt vatn. Stofhun sjávarútvegsdeildar er nýj-
asta brumið í hinum unga Háskóla á Akureyri og
þótti mörgum kominn tími til á háskólastigi í landi
fiskveiðanna. En þótt vistarverur lánastofnana og
ýmissa annarra opinberra stofiiana séu listaverk-
um prýddar, bjartar og rúmgóðar og svo glæsileg-
ar að venjulegu fólki hættir við ofbirtu í augun,
þá er sjávarútvegsdeildin í Háskólanum á Akur-
eyri að beijast fyrir lífi sínu með skotsilfur af
skornum skammti. Nemendur og lærimeistarar
vinna hörðum höndum í múrbroti og steypuvinnu,
burði og hjólböruakstri til þess að skapa aðstöðu
í húsi sem KE A hefúr lánað af góðvild sinni til
þess að auka möguleika á betri framtíð Islands.
Nemendur í Sjávarút-
vegsdeild eru
hvaðanæva af
landinu, úr
Keflavík,
Reykjavík og að
austan svo eitthvað sé nefnt,“ sagði
Iiaraldur Bessason háskólarektor í
samtali við Morgunblaðið. „Sömu
sögu er að segja um heilbrigðis-
deild, en rekstrardeildin er nokkuð
bundin við Eyjafjarðarsvæðið sem
er ekki undarlegt. Það sem mestu
máli skiptir nú fyrir Háskólann á
Akureýri er að styrkja mjög þær
deildir sem við höfum verið að
byggja upp, því héðan verða ekki
aðeins skráðir stúdentar með BA-
eða BS-gráðu, heldur verðum við
að komast alla leið í meistaragráðu
og jafnvel lengra. Sérhver háskóli
hlýtur ævinlega að stefna að slíku.
Þá verðum við að fá hingað fasta
kennara sem dósenta og prófessora
til þess að stunda rannsóknir á sviði
kennslu og vísinda. Ráðuneytið
Þessi föngulegi
hópur kvenna
stundar
hjúkrunarbraut í
Háskólanum á Ak-
ureyri.
virðist vera á móti þessu, en ég
veit ekki af hveiju. Það virðist eðli-
legast að prófessorar með mikla
reynslu komi fyrst. Við höfum ekki
fengið að fara fram yfir lektorsstig-
ið eitt sér og það er veikleiki í stofn-
uninni. Þetta er ekki bara snobberí
með dósenta og prófessora því
bæði heima og erlendis þurfum við
að vera með allt á hreinu í þessum
efnum þegar skólinn er kynntur og
metinn. Við höfum ekki beitt okkur
í þessu, en það er komið að því og
reyndar höfum við ráðið fólk hér
sem myndi standa fyllilega fyrir
prófessorsstöðu. Það er komið að
endurskoðun laganna um Háskól-
ann á Akureyri og það er Ijóst að
hnykkja þarf á ýmsum atriðum.
Reyndar er gert ráð fyrir dósentum
og prófessorum í lögunum, en það
þarf að hnýta málið upp. Við verð-
um að stíga háskólaskrefið til fulls,
því hér er mikill vaxtarbroddur. Það
er ýmislegt annað sem má nefna.
Við þurfum að fjölga stúdentum,
Morgunblaðið/Árni Johnsen
Haraldur Bessason rektor.
Miklll vaYtarbroddur og -
margt ógert, segir Haraldur
Bessason rektor
Ólafur Búi Gunnlaugsson Jón Þórðarson forstöðu-
skrifstofustjóri. maður sjávarútvegs-
deildar.
því sjávarútvegsdeildin dregur aldr-
ei að sér marga stúdenta þó ekki
væri nema fyrir það að farið er fram
á talsverða starfsreynslu, sjósókn,
netagerð og fleira.
Það hefur verið stungið upp á
því af vinum Háskólans erlendis að
byggja hér upp alþjóðlegan fisk-
vinnslu- og sjávarútvegsskóla.
Bandaríkjamenn og Svissbúar hafa
bent okkur á þetta og eru tilbúnir
til þess að koma sem ráðgjáfar. Það
má vera að byrjunin verði sú að
Háskólinn skipuleggi til dæmis
námskeið fyrir kennara og nám-
skeið í tengslum við deildir sem við