Morgunblaðið - 20.05.1990, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAI 1990
IhhlinHl
KÖLKW
Það er hans líf og yndi og starfs-
mennirnir sögðu mér að stundum
setti hann upp kennslustund þar
sem farið væri yfir lögin nótu fyrir
nótu. Söngurinn gekk ljómandi vel,
og áberandi hvað söngmenn náðu
sér vel í vor- og sumarvísunum. „Nú
er sumar, gleðjist gumar,“ hljómaði
hátt og skýrt, þótt ekki næðu allir
fyllilegri einbeitingu.
Starfshópar fyrir hvern og
einn
Að lokinni þessari skemmtilegu
upprifjun og upphitun fyrir daginn,
sem á fagmálinu kallast áttunar-
þjálfun, hófst leikfimin. Hún fór
fram á sama stað og starfsmaður,
gamall íþróttakennari, leiðbeindi
með dyggilegri hjálp einstakra vist-
manna, sem nýttu sér sönginn
áfram til uppörvunar. Á slaginu
11.00 var þessari fjörlegu morgun-
stund lokið. Þá tóku við verkefni
starfshópa, svo sem handavinna og
útgáfa Hrafnaþings, sem er nokk-
urs konar málgagn íbúa Hlíðabæj-
ar.
Biaðamaður leit fyrst inn í hann-
yrðunum, þar sem sjá mátti fagra
og ótrúlega persónulega muni.
María, sem leiðbeinir í handavinn-
unni, hafði þá lokið við undibúning
og hver og einn gat gengið að sínu
verki vísu. Upp á lofti var þegar
hafinn fundur hjá hinni ábúðar-
miklu ritstjóm Hrafnaþings. Verið
var að leggja síðustu hönd á grein-
arskrif í annað tölublað líðandi árs.
Viðfangsefni þessa fundar var dálk-
urinn „Innanhússkrónika". Með
hjálp tveggja starfsmanna var rifjað
upp atvik sem gerðist 24. apríl í
vor. „Þann dag fóru Hugrún og
Gunnhildur út vopnaðar efdspýtum
og Morgunblaðinu, til þess að
brenna sinu í kringum brunninn í
garðinum. Til öryggis höfðu þær
með sér vatnsfötu, svo bálið yrði
ekki of bjart... “ Þetta atvik rifjaði
upp eilítið fyrir sumum, en minna
fyrir öðrum. Valgerður, einn vist-
manna, fannst nóg um húmorinn
og skaut inn sérkennilegri athuga-
semd: „Aldrei lýgur Álftamýrarkon-
an.“ Blaðamaður hafði aldrei heyrt
þetta orðatiltæki fyrr og bað um
skýringar. Valgerður, sem ættuð
er af Vestfjörðum, kvað þetta þekkt
orðatiltæki í sinni sveit og eiga sér
ákveðna skírskotun til nefndrar
Álftamýrarkonu, sem einu sinni var
og hét.
Góðar stundir þrátt
fyrir heilabilun
Klukkan 12.00 var matur borinn
á borð og síðan var hvíldarstund
til klukkan 13.20 er eiginlegt starf
hófst að nýju. Surriir vistmenn, þá
einkum konurnar, tóku til hendi í
eldhúsi eftir matinn og mátti sjá
að þær nutu þess að fá að vera með
í þeim verkum. Síðan leið dagurinn
áfram venju samkvæmt, við leik og
starf. Stundum er skroppið í bæinn,
eða jafnvel í smá ferðalag, en allt
miðast við að ofgera engum.
Undir hádegi á miðvikudegi
heimsótti blaðamaður íbúa Hlíða-
bæjar aftur. Kenna mátti sérstaka
stemmningu í húsinu, enda var
vikuleg söngskemmtun að hefjast.
Starfsmönnum datt í hug fyrr í
vetur, að auglýsa í neytendaþætti
Rásar tvö eftir einhveijum sem
gæti litið inn og hjálpað til við að
gera mönnum glaðan dag. Árang-
urinn lét ekki á sér standa. Gömul
kona úr Hátúni 12, Sigrún Hjálm-
arsdóttir; hafði samband og hefur
síðan komið í viku hverri og leikið
á píanóið við ljómandi undirtektir
vistmanna.
Eftir þessar heimsóknir í
Hlíðabæ, fór blaðamaður að skilja
betur Þóru Á. Arnfinnsdóttur, for-
stöðumann heimiiisins, þegar hún
sagði við hann við fyrsta spjall:
„Fólk getur átt góða daga og
ánægjulegar stundir, þrátt fyrir
þennan sjúkdóm.“ í raun virðist
alit starf í Hlíðabæ ganga út frá
þessu sjónarmiði. En það eru vissu-
lega blikur á lofti. Starfsmenn í
þessum geira umönnunarþjónustu
finna kannski best hvað býr í bylgj-
um nútímans. „Það er vissulega
fyrirkvíðanlegt að verða aldraður,"
sagði Hugrún Þórðardóttir. „Þetta
er sá málaflokkur sem mest er spar-
að til. Við þurfum ekki annað en
heyra fréttir af lokunum deilda. Það
er yfirleitt byijað á þessum hópi.“
„Ég tel víst að hún hefði orðið úti, ef sonur minn hefði ekki orðið
var við hana,“ segir Sigurveig Jóna Einarsdóttir, sem hér er ásamt
móður sinni, Jórunni Þórðardóttur.
Slgurreig Jóna Emsíóltir aðstanóantíi:
DMIIMIim EH HELGMISTUH
ísta S. Stefánsilóttir aóstanúantli:
MESTU BHEYTTIAÐ RJÍFA EIHHHGRBHIHH
„Ljósaskiptin rugluðu hana mikið. Hún fór jafnvel af stað um
nætur yfir sumartímann," segir Ásta S. Stefánsdóttir um ömmu
sína, Ástu Teitsdóttur.
„ÉG VEIT ekki hvernig ég færi
að, ef hún væri ekki hérna núna,“
segir Sigurveig Jóna Einarsdótt-
ir, dóttir Jórunnar Þórðardóttur
sem verið hefur í Hlíðabæ síðast-
liðin þijú ár. Jórunn var 74 ára
þegar aðstandendur fóru að gera
sér grein fyrir sjúkdómnum. Sig-
urveig segir að draumurinn sé,
að fá einnig vistun í Hlíðabæ um
helgar. „Ég er þó nokkuð vel
stödd miðað við marga aðra, því
við erum fjögur systkinin."
Við erum að bíða eftir Iausn,“
svarar Þóra þegar hún er spurð
hvaða úrræði séu fyrir hendi
ef móður hennar á eftir að hraka.
„Þegar við orðuðum það fyrst við
heimilislækninn, að sækja um fyrir
hana á stofnun, sagði hann að ekk-
ert þyrfti að gera fyrr en að því
kæmi. Strax sl. haust töldum við
þær aðstæður fyrir hendi, en þá gat
læknirinn ekkert aðstoðað okkur.
Frá því í desember hefur bróðir minn
talað vikulega við Hrafnistu, en ekk-
ert gengur. Engu að síður er þetta
fólk talið vera í forgangshópi. Við
eigum auðvitað von, en það eru
margir á biðlista á undan."
Jórunn bjó ein í íbúð niðri hjá
dóttur sinni, en Sigurveig tekur ekki
lengur áhættuna á því: „Seint eitt
kvöld í febrúar fór hún út að ganga.
Ég tel víst að hún hefði orðið úti,
ef sonur minn hefði ekki orðið var
við hana. Þetta ,var í snjó og hún
vissi greinilega ekki hvert hún var
að fara. Eftir þetta flutti hún í her-
bergi hjá mér og sonur minn varð
að flýtja sig um set. Við verðum að
hafa tvílæst húsið, við erum jafn-
framt með viðvörunarkerfi á hurð-
inni sem pípir ef hún er eitthvað að
fara. Við urðum að gera eitthvað
róttækt. Núna er hún hjá bróður
mínum, þannig að ég fæ vikufrí.
En þetta eru auðvitað engar fram-
búðarlausnir."
Þegar Jórunn kemur úr Hlíðabæ
á daginn, reynir Sigurveig yfírleitt
að hafa ofan af fyrir henni, halda
henni vakandi. „Meðan hún var ein,
átti hún það til að fara að sofa þeg-
ar hún kom, sofa kannski í tvo tíma
og rölta síðan um á næturnar."
Ertu hrædd um eld nálægt henni?
„Við erum hreinlega ekki með
eldspýtur neinsstaðar eða kerti. Við
vorum líka farin að taka eldavélina
úr sambandi.“
Yfirleitt man Jórunn ekki nafn
dóttur sinnar, en hins vegar eftir
systur sinni og syni hennar. Helsta
skýringin er sú að systir hennar er
búin að vera í hennar lífi frá sex
ára aldri. „Um daginn benti hún á
bróður minn og sagði: Þennan þekki
ég. Hún mundi hins vegar ekki að
þetta var sonur hennar. Einnig er
hún fyrir löngu búin að gleyma
pabba.“
Sigurveig segir að vistunin í
Hlíðabæ skipti sannarlega sköpum
fyrir aðstandendur og seint verði
metið framlag þeirra sem hrintu
verkefninu í framkvæmd. „Ég held
að þar verði þáttur Gerðar í Flónni,
sem var aðstandandi Alzheimer-
sjúklings, seint metinn. Þetta væri
sennilega ekki veruleiki ef hún hefði
ekki drifið í þessu," segir Sigurveig
Jóna Einarsdóttir.
„ÞAÐ SM mestu breytti fyrir
hana, var að rjúfa einangrun-
ina,“ segir Ásta Sigríður Stef-
ánsdóttir um ömmu sína, Ástu
Teitsdóttur, 71 árs, sem fékk
inni í Hlíðabæ fyrir rúmum
tveimur mánuðum. Ásta irétti
fyrst af Félagi aðstandenda
Álzheimer-sjúklinga og starf-
seminni í Hlíðabæ, þegar hún
horfði á þátt Helga Pétursson-
ar á Stöð 2, þar sem vikið var
þessum málum. Eftirþað
breyttist ýmislegt til batnaðar
fyrir ömmu hennar og að-
standendur.
Amma hætti að vinna fyrir
u.þ.b. ári. Þá voru afköst
hennar orðin afar lítil og
hún áttaði sig ekki lengur á hve-
nær hún átti að mæta til vinnu,“
segir Ásta. „Ljósaskiptin rugluðu
hana mikið, hún fór jafnvel af
stað um nætur yfir sumartímann.
Þegar hún hætti að vinna, sat
hún bara og horfði út í loftið
allan daginn. Hún hætti að lesa
og horfa á sjónvarp. Þótt maður
vildi vel, byðist til að lesa fyrir
hana eða gera eitthvað annað,
var það aldrei nóg. Eftir að hún
komst að í Hlíðabæ, finnst henni
hún vera að gera eitthvað. Henni
finnst hún vera í vinnu, en svo-
lítið skítt að fá ekkert borgað,
segir hún. Það má segja að hún
hafi lifnað við. Hún var hreinlega
að sofna og alveg inni í sínum
eigin heimi.“
Fannstu fyrir kvíða hjá ömmu
þinni, þegar sjúkdómurinn fór að
koma í ljós?
„Já, heilmikinn. Hún sagði ein-
hveija vitleysu, sem hún áttaði
sig á, eldroðnaði og vissi ekki
hvernig hún átti að snúa sig út
úr því. Það er mikið öryggisleysi
sem fylgir slíku. Hún fann sig
vanhæfa og gerir það að mörgu
leyti enn, því hún er ekki orðin
það slæm. T.d. áðan þurfti hún
að hugsa sig um hvað hún ætti
mörg börn og svaraði því til að
hún gæti bara ekki talið þau.
Hún hefur t.d. kynnt mömmu
mína og bróður hennar fyrir
hvert öðru, börnin sín. Oft ruglar
hún líka mér og mömmu saman,
það er stundum eins og við séum
eitt og hið, sama fyrir henni.“
Hvað vissir þú um þennan
sjúkdóm, áður en þú kynntist
honum af raun í gegnum ömmu
þína?
„Ég man eftir viðtölum á
sínum tíma við Gerði í Flónni,
en faðir hennar var með Alzheim-
er. Það er nánast það eina.“
Ásta segir að fjölskyldan hafi
tekið ákvörðun um að selja íbúð
ömmu hennar fljótlega eftir að
minnisleysið var farið að há henni
mikið. „Hún átti glæsilega íbúð
á Hraunteigi og við keyptum í
staðinn þjónustuíbúð fyrir aldr-
aða. Okkur var sagt að þar fengi
hún alla þá þjónustu sem hún
þyrfti á að halda. Síðan kom í
Ijós að það eina sem boðið er upp
á, er heitur matur í hádeginu.
Það vill bara svo vel til að þarna
er yndislegur húsvörður og gam-
afl og góður maður sem líta til
með henni. Öll þrif verður að
sækja um eftir venjulegum leið-
um, í gegnum félagsmálastofn-
un, sem við reiknuðum ekki með.
Þessar íbúðir eru keyptar á okur-
verði. Auk þess eru borgaðar
4.500 krónur á mánuði, einungis
fyrir þrif á sameign. Hún seidi
glæsilega íbúð og þurfti að borga
á milli fyrir þessa pínulitlu svo-
kölluðu þjónustuíbúð."
Ásta segir ljóst að Alzheimer-
sjúkdómurinn sé þrándur í götu
þegar sótt er um langtímavistun
fyrir ömmu hennar. „Þessar
stofnanir eru að svo miklu leyti
byggðar upp fyrir heilbrigða ein-
staklinga sem geta tekið þátt i
félagslífinu sem boðið er upp á.
Við erum jafnvel farin að draga
í land, þegar spurt er hversu
veik hún sé. Það virðist borga
sig að segja bara nei. Ef við
tækjum hana heim til okkar vær-
um við hugsanlega að loka fyrir
þennan möguleika. Það er enn-
fremur erfitt skref, því hún gæti
orði mjög sjúk og þurft stöðuga
umönnun. Sjálf hefur hún ekki
getað hugsað sér að flytja til
okkar, því hún hefur reynslu af
slíku eftir að hafa hugsað um
móður sína sem náði 102 ára
aldri.“
Núna kemur hjúkrunarkona til
hennar á kvöldin, til að sjá til
þess að hún taki réttan skammt
af töflunum sínum og kvölds og
morgna hringja aðstandendur til
hennar. „Við erum í raun aldrei
róleg. En það er strax allt annað
líf að vita af henni á daginn í
Hlíðabæ," segir Ásta Sigríður
Stefánsdóttir.