Morgunblaðið - 20.05.1990, Side 22

Morgunblaðið - 20.05.1990, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAI 1990 AFilWiRIM FRAM. • • Rússneskipíanóleikarinn Leoníd Tsjísjík er bæói p ían óleikari ogtónskáld ogjafnvígurá djass og klassík. Gestir listahátíóar munu fá smjörpefinn af hvoru tveggja í sumar Texti og mynd: Jón Ólafsson RÚSSNESKIPÍANÓLEIKARINN Leoníd Tsjísjík heldur tvenna tónleika á Lista hátið í sumar. Þetta er Qölhæfur tónlistarmaður, því fyrst heldur hann einleiks- djasstónleika, en nokkrum dögum síðar leikur hann með Sinfóníuhljómsveit Islands og bandaríska stjórnandanum Gunther Schuller. Jón Ólafsson hitti Tsjísjík að máli í Moskvu. Hver er hann þessi Leoníd Tsjísjík? fór ég að spyrja vini og kunningja hér í Moskvu eftir að mér hafði verið fengið það verkefni að hafa uppá og ræða við manninn vegna fyrirhugaðra tónleika hans á Listahátíð í sumar. Og ekki vantaði það, allir þekktu Leoníd Tsjísjík, vissu að hann væri píanóleikari og töldu að hann léki helst djass. En færri höfðu heyrt Tsjísjík spila, plötur hans liggja ekki á lausu og á síðustu árum hefur hann verið á ferð og flugi um J heiminn, heldur sjaldan lengi kyrru fyrir í Moskvu. Eftir krókaleiðum tekst mér að hafa upp á símanúmeri Tsjísjíks og viti menn — hann er heima aldrei þessu vant og þykir ljúft og skylt að spjalla við blaðamann af Islandi. Þegar við hittumst játa ég þekking- arskort minn og segi honum af litlum árangri við að afla einhverra upplýs- inga um hann. Hann stingur þá upp á að ég fái heimaverkefni og að við hittumst aftur síðar. Tsjísjík fær mér tvær af plötum sínum, nokkurra ára gamlar að vísu, en ekki er um annað að ræða, því plötur Tsjísjíks eru í hópi þess vamings sem skortur er á í Sovétríkjunum. Og áður en við kveðjumst skipar Tsjísjík mér að reyna nú að mynda mér einhveija skoðun á tónlistinni. „Mér fínnst allt- af betra að ræða við fólk sem hefur tekið einhveija afstöðu", segir hann. Ég fer heim með bæklinga og plöt- ur og sest samviskusamur við heima- námið eftir því sem tími vinnst til næstu daga. En það reynist þá auð- veldara verkefni en mig hafði grun- að. Tónlistin á þessum plötum er ekki þung og flókin eins og ég hafði bitið í mig, heldur laufléttur djass mestanpart og stundum jafnvel létt- lyndislegur. Tsjísjík leikur af fingrum fram og styðst oft við stef eða kafla úr þekktum verkum. LÉTT TÓIVLIST EIV SAMT l'LOKIA Þegar við hittumst’næst segi ég honum að mér finnist tónlist hans einföld og þægilegt að hlýða á hana, jafnvel þótt maður hlusti ekki vand- lega. „Það kann að vera að tónlistin sé léttari á þessum plötum sem komu út 1981 heldur en hún er nú,“ segir Tsjísjík. „Það er þó ekki það sem mestu máli skiptir. Tónlist getur verið mjög létt og einföld á yfirborð- inu en flókin undir niðri. Við skulum taka verkið sem þarna er spunnið út frá þekktu lagi eftir Fats Waller, „Ain’t misbehavin". Þótt kannski virðist það ósköp einfalt við fyrstu hlustun má heyra tvennt ef betur er hlustað. Annarsvegar að þar er brotin upp sú taktskipun sem ein- kennir hefðbundinn djass, þar sem ákveðinn fjöldi takta endurtekur sig aftur og aftur. Þetta skilur einmitt á milli hefðbundins djass og óhefð- bundins eða nútíma djass. Hinsvegar má heyra að í öllu laginu fer fram einskonar samtal, á milli föður og sonar.“ — Þú munt halda tvenna tónleika á íslandi, aðra með Sinfóníuhljóm- sveitinni þar sem ætlunin er að leika Rhapsody in Blue eftir Gershwin, og svo einleikstónleika þar sem þú leik- ur af fingrum fram, eigin tónlist. Hvers konar tónskáld ertu? Semurðu eigin verk eða flyturðu tilbrigði við verk annarra? „Ég vil byija á því að taka fram að fyrst og fremst er ég atvinnutón- listarmaður. Ég get leikið hvaða tón- list sem vera skal, eigin verk eða annarra. Ég er líka tónskáld og sem eigin verk, hvort sem ég byggi á tónlist annarra eða minni eigin. Að þessu leyti er ég einfaldlega fagmað- ur. Ég lít hins vegar einkum á mig sem tónskáld, eða skapandi Iista- mann. og það sem ég vil helst gera er að semja tónlist um leið og ég spila hana. Slíkt viðfangsefni höfðar meira til mín heldur en að flytja tón- list sem aðrir hafa samið fyrirfram — og það á jafnt við um tónlist eftir Brahms, Mozart og sjálfan mig.“ — En engu að síður þykir túlkun og flutningur verka ekki síðri list en sjálf smíði þeirra? „Rétt er það, til eru frábærir flytj- endur og frábærir túlkendur, líkt og til eru afbragðsgóðir leikarar. En heimurinn er alltaf nýr, hann er sí- fellt að verða til uppá nýtt og við getum ekkert sagt fyrir. Því megum við ekki standa kyrr. Við verðum að geta fundið þau orð sem hæfa stað og stund. Tónlistarmaðurinn hefur mál tónlistarinnar til að ná sambandi við heiminn og það verður hann að gera án milliliða og án alls leikara- skapar. Ég get leikið hvaða tónlist sem vera skal, en það veitir mér miklu minni fullnægju að flytja tón- list heldur en að skapa hana hér og nú. Það merkir að allt sem gerist í tónleikasalnum gerist í fyrsta og síð- asta sinn, þá og ekki aftur. Þegar ég geng fram á sviðið fyrir slíka tónleika á ég von á uppljómun." I ADIinil imil ADIA RÆDLR l’ERDIAAI — Hvemig undirbýrðu einleikstón- leika af þessu tagi; er ekki nauðsyn- legt að skipuleggja að einhveiju leyti fyrirfram hvað þú ætlar að spila? „Nei, galdurinn er einmitt sá að undirbúa tónleikana alls ekki. Auð- vitað er ég undirbúinn að vissu leyti; ég bý yfír þeirri kunnáttu sem er nauðsynleg til að geta spilað. Það er allt og sumt. Annað sem er mikil- vægt í þessu sambandi er flokkun tónlistarmanna. Ég vil ekki láta skipa mér í flokk og sjálfum hefur mér alltaf gengið erfiðlega að festa mig við eitt frekar en annað í listum. Ég hef orðið fyrir áhrifum frá alls- konar tónlistarmönnum: John Coltr- ane, ekki síður en Mahler eða Fats Waller. Ég tel mig líka hafa orðið fyrir áhrifum frá annarskonar lista- mönnum, til dæmis T'homas Mann og Hermann Hesse. Ég er ekki einn um þetta. Listamenn eru alls staðar farnir að hafna hinni hefðbundnu flokkunarfræði listanna; þeir gera sér Ijóst að kunnáttan er ekki annað en tæki sem þeir geta notað til að kveðast á við heiminn. Þetta er að gerast á fleiri sviðum. Ég er til dæm- is þeirrar skoðunar að ný trúar- brögð, ein alheimstrúarbrögð, muni leysa hin margvíslegu trúarbrögð mannkynsins af hólmi. Sjóndeildar- hringur fólks er að víkka, það fer að sjá að kjarninn í trúarbrögðum er allsstaðar hinn sami. Eins er það í tónlistinni. Engin tegund tónlistar er betri en önnur. Allt veltur á því hvernig hún er leikin, hvernig hún er notuð til að tjá það sem tónlistar- maðurinn hefur að segja.“ — En hvað gerist þá á meðan á tónleikum stendur? Ertu í annarlegu ástandi? Hvaðan koma hugmyndim- ar? „Það má segja að ég sé í algleym- isáStandi, ég veit yfirleitt ekki af mér á meðan ég er að spila. Undir- meðvitundin ræður ferðinni og ein- staklingurinn eg er varla lengur með í myndinni. Ég reyni að losna við sjálfan mig, ef svo má komast að orði. Þegar ég hlusta á upptökur af tónleikum mínum finnst mér stund- um erfitt að átta mig á að það sé ég sem spila. Að ég geti spilað svona vel — eða á hinn bóginn að ég hafi gert hin eða þessi mistök. Hins veg- ar er það ævinlega svo að því minni umhugsun sem er á bak við einstök tilbrigði í leiknum, ákvarðanir sem teknar eru á meðan á tónleikunum stendur, þeim mun réttari reynast þær vera:“ — Áttu við að umhugsun og yfir- vegun spilli fyrir? Að hún geri okkur huglausa eins og Hamlet sagði? „Nei, ekki er það beinlínis. Auðvit- að verður að vera umhugsun og yfir- vegun, og auk þess mikil og góð kunnátta. Það sem ég er að reyna að segja er þetta: Sannleikurinn kemur ekki fram nema milliliðalaust sé leikið og umhugsunarlaust meðan á því stendur. En þetta er ekki hægt nema vera fyrst búinn að ganga í gegnum þolraun yfirvegunar og menntunar. Aðeins þannig er maður búinn undir að taka réttar ákvarðan- ir á réttum tíma. En þá bjargar manni enginn leikaraskapur. A slíkri stundu er maður bara manneskja, einstaklingur, og spurningin sú hvað maður hefur fram að færa.“ — Þú leggur greinilega ærið uppúr hugsunarhætti eða heimspeki að baki tónlistinni. Það sem þú hefur nefnt um sameiningu trúarbragða eða nýjan hugsunarhátt tónlistar- manna minnir dálítið á hugmyndir rússneskra heimspekinga á síðustu öld og fram að byltingu. Finnurðu til skyldleika við þá eða finnst þér hugmyndir þínar yfirhöfuð vera sprottnar úr rússneskum jarðvegi? „Nei, ég tel hugleiðingar mínar fyrst og fremst sprottnar úr tónlist, en ekki tilheyra rússneskri menningu eða rússneskri heimspeki sérstak- lega. Hinsvegar hef ég lesið verk margra rússneskra heimspekinga einsog til dæmis Vladímírs Solovjofs og Nikolaís Berdjaéfs og auðvitað hefur það haft áhrif á mig. En í mínum huga var Rússland alltaf tengiliður austurs og vesturs. Rússn- esk menning markast af áhrifum úr báðum áttum. Mér er ofar í huga alheimsmenning sem stendur ofar straumum og stefnum einstakra þjóða eða hópa.“ IILETPT TIL VESTLRLAADA 1985 — Hvenær fórstu að spila eins og þú gerir núna, af fingrum fram? „Það er orðið nokkuð síðan. En það má segja að ég hafi öðlast vin- sældir uppúr 1975 og þá fyrst og fremst sem djasspíanóleikari. Ég var sá fyrsti í Sovétríkjunum sem fékk leyfi til að halda djasstónleika í stóru tónleikahúsunum. Það er að segja sá fyrsti sem gat haft djasstónlist að atvinnu. Síðan hef ég spilað í öll- um helstu borgum Sovétríkjanna. Ekki löngu síðar fór ég að spila eins- og ég geri nú, eða þróa það með mér.“ — En aðstæður þínar breyttust allnokkuð eftir að Gorbatsjov komst til valda, er ekki svo? „Jú, það er nokkuð til í því. Fram til 1985 fékk ég aðeins leyfi til að spila í sósíalísku löndunum. Þótt ég fengi mörg boð frá Vesturlöndum var mér ekki hleypt þangað. En maður sætti sig við þetta. Á þeim tíma var ég fjarri stjórnmálum og taldi mig ekkert hafa fram að færa á þeim vettvangi. Maður gat ekki séð að stjórnmálaþátttaka fengi neinu breytt. Þetta hefur hins vegar breyst á síðustu árum. Nú finnst mér það nánast skylda mín að láta gott af mér leiða í félagsmálum. Meðal annars þess vegna tók ég að mér að stjórna listamiðstöð sem tek- ur til allra Sovétríkjanna. Það eru breytingatímar á öllum sviðum og maður vill taka þátt í breytingunum." — Finnst þér áheyrendur almennt skilja tónlistina hjá þér, það er að segja hvaða hugsun liggur að baki henni? „Það er auðvitað misjafnt einsog gengur. Það hefur heilmikið verið skrifað um mig uppá síðkastið og mér finnst reyndar að fáir gagnrýn- endur skilji mig svona í fyrsta skipt- ið. Þeir vilja sífellt vera að flokka tónlistarmenn. Þeir týna sér í vanga- veltum um hvaða tónlist ég sé að spila, hvaða stefnu í djassi ég til- heyri.“ — En hvert verður nú framhaldið hjá þér? Til hvers ætlarðu til dæmis að nota þessi tæki sem hér eru? „Tölvan þarna og hljómflutnings- tækin tilheyra reyndar öðru verkefni sem ég er að vinna að núna ásamt söngvara. En það breytir engu um tónleikana sem ég held á Islandi. Þar mun ég halda tónleika eins og ég hef gert, spila af fingrum frarn."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.