Morgunblaðið - 20.05.1990, Síða 43

Morgunblaðið - 20.05.1990, Síða 43
43 HERNAMIÐ Snemma beygist krókurinn Ein frægasta ljósmynd sem tekin var hér á landi á stríðsárunum er án efa myndin sú þar sem breskur hermaður stendur varðstöðu með riffil og byssusting um öxl, en við hlið hans stendur tíu ára gamall íslenskur drengur, einnig í varð- stöðu með byssu um öxb Ekki síður ábúð- armikill en stríðsmaðurinn breski. Þessi mynd hefur víða birst, en ekki er víst að komið hafí fram hver drengurinn er. Hann er enginn annar en Helgi Hall- varðsson, „aðmíráll" íslensku landhelgis- gæslunnar. Morgunblaðið ræddi aðeins við Helga og bað hann að lýsa því hvað um væri að vera á hinni frægu mynd. Jú, ég man vel eftir þessu. Bretarnir voru með herstöð þarna á Sæbóli og við vorum þarna nokkrir strákar í her- mannaleik og höfðum herstöð beint á móti Bretunum. Við vorum við Grænu- mýri og þetta gekk hjá okkur eins og þeim, við höfðum vaktaskipti og þess hátt- ar. Einn daginn, í hádeginu, var ég á vakt og þá renndi upp að bresku herstöðinni stór „offiserabíll" og út úr honum stigu einhver yfirmaður og kvikmyndatökumað- ur. Ég fylgdist með af áhuga, en allt í einu kölluðu þeir í mig og báðu mig að koma yfír. Því næst báðu þeir mig að standa við hlið hermannsins og gera alls konar kúnstir með honum, heilsa, setja byssuna upp og svo framvegis. Þetta MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 20. MAl' 1990 Snemma beygist krókurinn, Helgi gefur dátanum lítið efltir. myndaði kvikmyndatökumaðurinn allt saman í bak og fyrir. Síðan óku þeir á brott og ég vissi ekkert meir. Það var svo ekki fyrr en fyrir hálfu ári eða svo, að í mig hringdi áhugamaður um gamlar ljósmyndir, maður sem er að ég hygg að safna myndum í bók. Hann vildi fá það staðfest að þetta væri ég á um- ræddri mynd sem hann hafði undir hönd- um. Ég veit ekki hvort kvikmyndin var nokkru sinni sýnd og ég veit ekkert um afdrif hennar, en greinilegt er að ljósmynd- ir hafa verið unnar upp úr fílmunni og ég hef gaman af þessari mynd,“ segir Helgi. sWphej rra M&á. Kosningaskemmtun, fjölskylduskemmtun i Laugardalshöll sunnudaginn 20. maí kl. 15.00 Dagskrá: Skipulag Laugardalsins. Öldrunar- og félagsmál. Skemmtiatriði - Jón Páll. Stutt kynning á skipulagi hverfa Gengið um Laugardal. Félög sjálfstæðismanna í Langholts- og Laugarneshverfum Allir velkomnir Frambjóðendumir Arni Sigfússon, Júlíus Haf- stein og Vilhjálmur Vilhjálmsson taka þátt í dagskránni. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins verða á staðnum. Kaffiveitingar Fundarstjóri Axel Eiríksson Borgarstjórnarkosningar 26. maí 1990

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.