Morgunblaðið - 26.05.1990, Page 7
7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990
Skákmótið í Moskvu:
Islensku skákmennirnir fera hægt af stað
JÓN L. Árnason er með 1 vinning og lakari biðskák eftir 3 umferðir
á úrtökumóti Heimsbikarmótsins í Moskvu sem nú stendur yfir. Jó-
hann Hjartarson er með 1 vinning. Sautján skákmenn eru jafnir í
efsta sæti með 2 vinninga.
Morgunblaðið/Einar Falur
Um tvö þúsund tonn af brota-
járni frá Hringrás hf. komin um
borð í norska skipið Nauman, þar
sem það lá við Korngarða í
Sundahöfn á miðvikudag.
Hringrás hf.:
2 þúsund
tonnum af
brotajárni
skipað út
NORSKA stórflutningaskipið
Nauman lestaði í vikunni 2 þús-
und tonna farm af brotajárni frá
Hringrás hf. í Sundahöfn í
Reykjavík. Að sögn Sveins Ás-
geirssonar framkvæmdastjóra
Hringrásar er þetta fyrsti farm-
urinn sem fyrirtækið flytur út á
þessu ári, en fljótlega er væntan-
legt annað skip til að taka um
1.500 tonn af annars konar efhi.
Sveinn segir að þessi farmur
hafí verið svonefnt þungt brotajárn,
eða fyrsta flokks efni. Hringrás
hf., sem tók við brotajárnvinnslunni
sem Sindri hf. hafði starfrækt í um
fjóra áratugi, flutti í fyrra út um 5
þúsund tonn af brotajárni. Að sögn
Sveins falla til 10-12 þúsund tonn
af nýtanlegu brotajárni hér á landi
ár hvert.
Hringrás hf. hefur séð um
vinnslu áldósa frá Endurvinnslunni
hf. og hefur tekið við um 20 milljón-
um dósa, pressað þær saman og
flutt út. Alls hafa farið um 200
tonn af dósaáli frá félaginu og er
það flutt út í gámum. Á síðasta ári
safnaði Hringrás um 4 þúsund
bílflökum til endurvinnslu og hefur
á þessu ári safnað um þúsund
bílflökum.
Sólarlandaferðir hafa
hækkað um 2,4%:
Ekkijaíii lít-
il hækkun í
sjö til átta ár
FERÐIR til sólarlanda hafa
hækkað um 2,4% frá 6. janúar
að verðlistar ferðaskrifstofanna
voru gefnir út. Ferðirnar hafa
ekki hækkað jafnlitið að minnsta
kosti undanfarin 7 til 8 ár, að
sögn Helga Jóhannssonar, for-
sijóra Samvinnuferða Landsýn-
ar.
Hann sagði að venjulega hefðu
hækkanir verið miklu meiri, eða á
bilinu 17-32%, frá því verðlistar
voru gefnir út eftir áramót til vors
þegar ferðirnar hófust.
Helgi sagði að 2,4% hækkun á
sólarlandaferðum nú mætti rekja
til þess að gengi Bandaríkjadals
hefði hækkað um tæpt 1% frá því
í vetur og gengi peseta um 3%. Sá
útreikningur hefði verið gerður 16.
maí, en ferðaskrifstofurnar gerðu
venjulega iíttekt á gengisbreyting-
um á hálfsmánaðar fresti. Flug til
sólarlanda er venjulega reiknað í
dollurum, en gisting í pesetum og
vegur hún talsvert þyngra í verði
sólarlandaferða en flugið.
í fyrstu umferð gerði Jóhann
jafntefli við sovétmanninn Josif
Dorfmann og Jón gerði jafntefli við
Murray Chandler frá Bretlandi. í
annarri umferð tapaði Jóhann fyrir
Ungverjanum Gyula Sax en Jón
gerði jafntefli við Efgeníj Bareev
frá Sovétríkjunum. I 3. umferð
gerði Jóhann jafntefli við Nick De-
Firmian frá Bandaríkjunum en skák
Jóns og bandaríska stórmeistarans
Yassers Seirawans fór í bið og var
tefld áfram í gærkvöldi. Að sögn
upplýsingafulltrúa mótsins var
staða Jóns mjög erfið.
17 skákmenn voru með 2 vinn-
inga eftir 3 umferðir og tveir gátu
bæst í hópinn eftir að biðskákum
lauk. 42 stórmeistarar tefla á mót-
inu um 12 laus sæti í heimsbikar-
mótunum á þessu og næsta ári. Þar
af keppa 25 Sovétmenn um 5 sæti
en 17 skákmenn frá öðrum löndum
keppa um 7 sæti. Tefldar eru 11
umferðir eftir Monrad-kerfi.
IBM geislaprentari!
Skyndilega kemur ekkert annað til greina
Hafir þú einhvern tíma velt fyrir þér að kaupa
geislaprentara, eða ef þú átt þegar geislaprentara sem
aldrei hefur uppfyllt kröfur þínar eða sem uppfyllir þær
ekki lengur þá eru hér upplýsingar sem geta komið þér að
verulegu gagni.
Frá IBM er nú kominn nýr geislaprentari í tveimur
útgáfum, IBM LaserPrinter og IBM LaserPrinter E, sem
skarar fram úr öllum þeim geislaprenturum sem fyrir
eru á markaðnum.*
Hvað er það sem gerir þessa prenlara svo sérslaka?
Það eru meðal annars aukin leturgæði; fleiri leturgerðir en
nokkur einn notandi getur hugsanlega haft þörf fyrir;
prenthraði, sem er allt að 10 síðum á mlnútu; og svo má
nefna aukabúnað eins og viðbótarbakka fyrir 500 síður og
annan til fyrir 75 umslög, þannig að hafa má bréfsefni
meö haus I einum bakka, auðar síöur í öðrum og umslög í
hinum þriðja og láta síðan prentarann raða öllu upp eftir
kúnstarinnar reglum. Geri aðrir betur!
En það er ílelra:
Minni prentarans er 512 K og stækkanlegt í 1 Mb, 2 Mb og
3,5 Mb fyrir enn fleiri leturgerðir, heilsíðugrafík og
PostScript fyrir þá sem fást við útgáfustarfsemi í stórum
eða smáum stil. Prentarinn gengur við IBM PS/2 og
flestar IBM samhæfðar tölvur (og jafnvel sumar
ósamhæfðar), IBM AS/400 og svo við hinar nýju IBM
RISC System/6000. ,
* PC Magazine, 16. janúar 1990, bls. 117.
Og enn fleira:
Þessi prentari er nýsmíði frá grunni, og með útsjónarsemi
hefur tekist að fækka hreyfanlegum hlutum um hvorki
meira né minna en 60% í því skyni að minnka
bilanatíðni og auka rekstraröryggi. Svo er
prentarinn sjálfur minni þannig að minna pláss fer til
spillis.
Og biddu við:
Þegar hönnun þessara prentara hófst var sú ákvörðun
tekin snemma að hafa engin takmörk á
stækkunarmöguleikum. Þannig getur þú byrjað með minni
og ódýrari gerðina, IBM LaserPrinter E, og bætt síðan við
eftir þörfum þar til öllum kostum hins dýrari og öflugri IBM
LaserPrinter er náð: engin þörf á að festa fé í of
viðamiklum búnaði og heldur engin þörf á að takmarka sig
við þann prentara sem fyrst er valinn.
Að lokuin: VERÐH).
Hafi þér fundist geislaprentarar of dýr lausn fyrir þig, þá er
ekki víst að þér muni þykja það lengur þegar þú hefur
kynnt þér verð og kosti LaserPrinter prentaranna frá IBM.
Hafðu samband við næsta söluaðila IBM.
Fyrstu verðlaun og
ritstjórnarverðlaun tímaritsins
PC Magazinefyrir
tœknilega yfirburði.
m m
,
FYRST OG FREMST
SKAFTAHLlÐ 24 REYKJAVlK SlMI 69V700
" ' - :x-r