Morgunblaðið - 26.05.1990, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990
Stórt raðhús/einbýlishús
í Reykjavík
óskast til leigu sem fyrst.
Góðar mánaðargreiðslur.
Upplýsingar í síma 14175.
120 fm íbúðir til sölu
sem henta vel fyrir eldra fólk
Á veðursælum stað í Grafarvogi eru vel skipulagðar
íbúðir til sölu. Skjólgóðar suðursvalir, stórar stofur og
þvottahús á hæðinni. Bílskúr fylgir. íbúðirnar seljast
tilbúnar og sameign fullfrágengin.
íbúðirnar verða til sýnis fullbúnar á næstu dögum.
Örn Isebarn, byggingameistari,
sími 31104.
911 RA 91 97A L*RUS Þ' VALDIMARSS0N FRAMKVÆMDASTJÓRI
L I Ivv'klv/v KRISTINN SIGURJÓNSSON. HRL. löggilturfasteignasali
Til sýnis og sölu auk annarra eigna:
Góð eign - frábært verð
Nýl. 4ra herb. íb. á 3. haeð 93,9 fm auk geymslu og sameignar
v/Stelkshóla. Þvottaaðst. á baði. Útsýnisstaður. Laus strax. Verð að-
eins kr. 5,9-6,1 millj. Hentar m.a. fyrir húsbréf.
Skammt frá Háskólanum - laus strax
Stór og góð 3ja herb. íb. i reisul. steinh. á Högunum. Nokkuð endurnýj-
uð. Verð aðeins 5,8 millj.
Lítið raðhús í Mosfellsbæ
Endaraðhús á einni hæð um 60 fm nettó. Góð innr. Sólverönd. Rækt-
uð lóö. Húsnlán um kr. 1,5 millj.
Sumarhús á Hellu
Endurbyggt timburhús 60,2 fm nettó. Hitaveita, rafm., sími. Gott lán.
Margs konar eignaskipti. Góð kjör.
Glæsilegt endaraðhús með bílskúr
á einni hæð í Fellahverfi 152,4 fm nettó m/sólstofu. 4 svefnherb.
m/innb. skápum. Nýl. parket o.fl. Góður bílsk. Eignask. mögul.
í Árbæjarhverfi eða Selási
Fjárst. kaupandi óskar eftir góðri 2ja-3ja herb. íb. Afh. samkomulag.
Helst í nágrenni Landakots
Þurfum að útvega húseign eða sérhæð í Vesturborginni sem næst
Landakoti. Traustur, fjárst. kaupandi.
Ennfremur óskast góðar 2ja-5 herb. íbúðir í Vesturborginni.
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
Opiðídag kl. 10-14.
Góð sérhæð óskast til
kaups miðsvæðis í borginni.
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 539. þáttur
í doktorsritgerð Halldórs
Halldórssonar um íslensk orðtök
segir svo á bls. 320: „Renna
blint í sjóinn með e-ð (um e-ð).
Orðtakið merkir „gera e-ð út
í bláinn, þreifa sig áfram með
e-ð“. Það er liðfellt. Undanskilið
er orðið færi eða annað orð
samrætt. Blint er háttaratviks-
orð. Orðasambandið merkir í
rauninni „setja færi í sjóinn án
þess að vita um veiðihorfur“.
Orðtakið kemur ekki fyrir í forn-
ritum, en allgömul dæmi eru um
það, að sögnin að renna sé not-
uð með orðum, sem merkja
„færi“, t.d. renna línu ...“
í íslenzku orðtakasafni eftir
sama höfund er þetta dæmi m.a.
tekið úr Nýjum félagsritum
(23. ár, bls. 25): „Nú má segja
um allar uppástúngur, að þær
renna allar blint í sjóinn ...“
Þá er þess getið að frá okkar
öld sé til afbrigðið að renna
blint í sjó [ákveðna greininum
sleppt]. I Vestlendingum II, 1,
segirLúðvík Kristjánsson: „Ekki
renndi Ásgeir blint í sjó, þegar
hann hóf þilskipaútgerð ...“
Þá fer ekkert á milli mála
hvað orðtakið merkir. En til þess
að geta notað það rétt þurfum
við að minnast þess, að til eru
tvær sagnir að renna í máli
okkar. Þær eru auðvitað ná-
skyldar og mega heita mæðgur.
Móðirin er sterk: renna-rann-
runnum-runnið (3. hljóðskipta-
röð), en dóttirin er veik: renna-
renndi-rennt. Dóttirin er með
öðrum orðum orsakarsögn,
táknar að láta það gerast sem
felst í móðursögninni. Slíkar
sagnir eru myndaðar með
i-hljóðvarpi (ef unnt er) af 2.
kennimynd sterku sagnarinnar.
Dæmi: af rann er renna, af
flaug er fleygja, af fór er færa
o.s.frv.
Ef ég renni færipu í sjóinn,
læt ég það renna í hinni merk^
ingunni.
Nú er frá því að segja/ að í
blaðafregn mátti fyrir skömmu
lesa: „Hann sagði að menn
rynnu blint í sjóinn með verk-
efni...“ Þama hefði að sjálf-
sögðu átt að standa renndu í
stað „rynnu", því að þettá er af
veiku sögninni, en ekki hinni
sterku. Ef menn „renna í sjóinn“
(af sterku sögninni), má búast
við að illa fari fyrir þeim, enda
sjáum við þá allt aðra mynd fyr-
ir okkur en af sjómanninum sem
rennir færi sínu í sjóinn, hvort
sem hann gerir það „blir.t" eða
ekki.
★
Orðið foreldrar = faðir og
móðir stendur í karlk. og flt.
Það sýnist ekki vera til í eintölu,
því að foreldri = faðir eða
móðir er hvorugkynsorð og
beygist eins og kvæði. Ýmis til-
brigði koma fyrir af þessum orð-
um: foreldrar-forellrar-forell-
ar, og þessi orð geta líka þýtt
forfeður yfirleitt. Eintöluorðið
foreldri (forellri) gat líka verið
safnheiti (nomen collectivum) í
sömu merkingu.
Gunnari Bjarnasyni í
Reykjavík leiðist þetta misræmi
milli kynja orðmyndanna for-
eldrar og foreldri, en við því
er held ég ekkert að gera. Þá
leiðist honum orðið kynforeldr-
ar, sbr. hins vegar kjörforeldr-
ar, og vill gjarnan taka upp orð-
ið raunforeldrar um það sem
Orðabók Menningarsjóðs kall-
ar líkamlega foreidra. Mér líst
vel á uppástungu Gunnars.
★
Göng er hvorugkynsorð í
fleirtölu. Beyging: göng, um
göng, frá göngum, til ganga.
Menn ástunda nú og tala oft um
jarðgangagerð, og er það rétt
mál. En því miður fípast þó sum-
um tungutakið og tala þá um
„jarðgangnagerð", hafa m.ö.o.
eignarfallið „gangna“ í stað
ganga. Þarna hafa menn þá
stolið eignarfallinu af kvenkyns-
orðinu göngur. Beyging: göng-
ur, um göngur, frá göngum,
til gangna. Fjallkóngur heitir á
máli mínu gangnaforingi, allir
kannast við gangnamenn og
gangnaveður, og ýmsir Norð-
ændingar fengu - sér gangna-
russ, og fá sér kannski enn. Það
er.sælgæti af einhverju tagi til
þess að hafa með sér í göngur,
ekki göng.„Jarðgangna" er sem
sagt eignarfall af *jarðgöngur,
en í þess konar göngur mun
ekki öllum fært.
Eg er reyndar mjög hissa á
því, hve oft ég heyri farið skakkt
með eignarfallsendingar orða,
eða þeim endingum e.t.v. alveg
sleppt. Ég hélt til skamms tíma
að eignarfallið væri sterkast
aukafallanna. Ég sé ekki betur
en stórefla þurfi kennslu í beyg-
ingafræði í skólum, enda er mér
kunnugt um að hún hefur verið
þar nokkur hornreka um sinn.
Ef beygingakerfi málsins fer á
fjúk, er ekki við góðu að búast.
Það er því líkt sem kippt sé ein-
um hornsteini undan byggingu.
Ég heyri og sé ýmis dapurleg
dæmi: 1) „vegna byggingu“ var
sagt í útvarpinu. Eignarfall af
bygging er byggingar. 2) í
sjónvarpi var sagt ,,eyrinnar“ í
stað eyrarinnar. 3) I blaði mátti
lesa: „þegar hlíf tijánna nýtur
ekki lengur við“. Eignarfall af
hlíf er hlífar. Mig rekur jafnvel
minni til að hafa heyrt „kerling-
unnar“ í stað kerlingarinnar.
Þá heyri ég oft sleppt eignar-
falls-essi af orðum sem beygjast
eins og kvæði, og öll föll orðsins
þá höfð eins: „vegna kiæðleysi"
í stað klæðleysis; „á leið til
Fljótshverfi" í stað Fljótshverf-
is o.s.frv. Hér má ekki við svo
búið standa.
★
Aðsent:
1) Ur íþróttafréttum útvarps:
„Norðmenn snúðu vörn í sókn“.
2) Á annarri útvarpsstöð
höfðu menn ekki skilið orðið
bænadagar (= skírdagur og
föstudagurinn langi) og breyttu
því til skilningsauka og öryggis
í „bændadagana“.
★
Hlymrekur handan kvað:
Karlhólkurinn Lási í Lykkju
hann líktist helst pratinni bikkju,
var hyskinn við handverk
og imbi við andverk,
en einmuna liðfær í drykkju.
Auk þess vantar mig upplýs-
ingar um kvenheitið Drysjana
(Drisíana). Þetta var nokkurt
nafn á Suðurlandi á 17. og 18.
öld. Hvaðan er það?
TRAUST FOLK
SEM HAFÐITÍMA FYRIR MIG
Sigurður Jósef Pétursson:
„Á síðastliðnu hausti setti ég fasteign mína á sölu - því
innan nokkurra vikna átti væntanleg þjónustuíbúð mín
fyrir aldraða að vera tilbúin. En það gerðist ekkert í
sölumálum fyrr en ég komst í samband við fasteigna-
söluna Húsakaup. Þar hitti ég fólk sem gaf sér tíma til
að hlusta á viðhorf mín og vann síðan að málinu af vel-
vild og dugnaði þar til viðunandi lausn var fundin. Eg er
þessu fólkí mjög þakklátur og til þess myndi ég leita aftur
ef þörf krefði.“
- Heildarlausn fyrir fólk „
í fasteignaviðskiptum! rlwwAIVAUr
BORGARTUN 29 • SIMI62 16 00