Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAI 1990 11 Kosningabaráttan er nú í algleymingi í Hafnarfirði, en kosningaslagurinn þar er jafnan mjög harð- ur. Sjálfstæðismenn leggja ofúrkapp á að hnekkja meirihluta Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Myndin var tekin á morgunfundi kosningastjórnar Sjálfstæðisflokksins á dögunum, en á hverjum morgni hittast frambjóðendur og forystumenn í Hafliarfirði í Sjálfstæðishúsinu, til skrafs og ráða- gerða. Meðal gesta á þessum fúndi var sex ára systursonur eins frambjóðandans, Þorgils Ottars Mathiesen, Matthías Árni. ■ FERÐAFÉLAG íslands efhir til sérstaks göngudags sun'nudag- inn 27. maí, 12. árið í röð. Að venju er leitast við að velja svæði þar sem auðvelt er fyrir alla að njóta útiveru og í ár hefur Heiðmörkin orðið fyr- ir valinu. Nú eru 40 ár liðin síðan Heiðmörkin var opnuð álmenningi formlega, þ.e. sunnudaginn 25. júní 1950. Ferðafélagið fékk strax út- hlutað spildu til skógræktar og hef- ur því verið þátttakandi frá upp- hafi í skógræktar- og gróðurvernd- arstarfi í Heiðmörk. Gönguleiðin á sunnudaginn liggur að stórum hluta um þennan gróðurreit FÍ, sem er eitt af talandi dæmum um hvað unnt er að gera í að græða landið. Göngustígur liggur um svæðið og er því auðvelt að komast leiðar sinnar, sannkölluð skógarganga. Að lokinni göngu (um 2 klst.) verð- ur mögulegt að grilla pylsur (takið pylsur með), farið verður í leiki og sungið við undirleik harmonikku. Brottför er frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin, kl. 13.00. Verð 500 krónur en frítt fyrir börn yngri en 15 ára í fylgd foreldra. Þátttak- endur geta einnig komið á eigin farartækjum (ekið hjá Siiungapolli eða Rauðhólum) og eru næg bíla- stæði. Göngufólk fær ókeypis barm- merki FÍ-merki göngudagsins og sérrit Ferðafélagsins um Heiðmörk. Lionsmenn: Gefa út sögu Kópavogs ÚT ER KOMIÐ á vegum Lions- klúbbs Kópavogs ritsafnið „Saga Kópavogs, safii til sögu byggðar- lagsins" í þremur bindum. Bæk- urnar verða til sölu á kjörstöðum við bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi í dag. Aðdragandi safnsins er orðinn nokkuð langurþví árið 1979 ákváðu Lionsmenn að ráðast í útgáfu í til- efni þess að þá voru liðin 20 ár frá stofnun klúbbsins. Fyrstu hugmyndirnar hnigu að því að færa til leturs og bjarga þannig frá glötun frásögnum af upphafi byggðar í Kópavogi en þá voru enn á lífi allmargir af fyrstu landnemunum. Fljótlega þróuðust þó málin þannig að gefin skyldi út saga Kópavogs frá upphafi til okk- ar daga. Eftir að gagnasöfnun hófst þótti fljótlega sýnt að til að gera efninu þokkaleg skil yrði ekki komist af með minna en þrjú bindi þ.e. for- sögu, hreppsár og kaupstaðarsögu. Akveðið var að saga hreppsáranna skildi hafa forgang og kom það bindi út haustið 1983 og er nú end- urútgefin. Fyrsta bindi Sögu Kópavogs ber undirtitilinn „saga lands og lýðs á liðnum öldum“ og nær allt fram til ársins 1936 að byggð fer að mynd- ast á hálsinum í kjölfar nýbýlalag- anna svonefndu. Annað bindið hef- ur undirtitilinn „frumbyggð og hreppsár“ (?g spannar timabilið frá 1936 til 1955, að Kópavogur fær kaupstaðarréttindi. Síðasta bindið er „kaupstaðasaga“ og nær frá ár- inu 1955 fram á okkar daga. ■ Agóði af sölu ritsins rennur til Sunnuhlíðar, hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi. Fyrirlestur um list og trú PRÓFESSOR Peter Wilhelm Bockman frá Noregi flytur fyrir- lestur um list og trú í boði List- vinafélags Hallgrimskirkju sunnudaginn 27. maí. Peter Wilhelm Bockman er pró- fessor í trúarbragðafræðum við háskólann í Þrándheimi. Hann hef- ur sent frá sér mikinn fjölda rita um trúfræði og siðfræði sem og almenn menningarmál. Þá hefur hann um árabil látið kirkjulega menningarstarfsemi mjög til sín taka og hefur setið í stjórnum bæði norskra og evrópskra kirkjuaka- demía. Fyrirlesturinn hefst þegar að lok- inni guðsþjónustu eða um kl. 12.15 og verður haldinn í safnaðarsal Hallgrímskirkju. Boðið verður upp á léttar veitingar. Útsölustaðir: Mikligarður Samkaup, Keflavík Kaupstaður, K.Á., Selfossi Vöruhús Vesturlands, Borgarnesi Skagfirðingabúð, Sauðárkróki Kaupfélögin um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.