Morgunblaðið - 26.05.1990, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAI 1990
11
Kosningabaráttan er nú í algleymingi í Hafnarfirði, en kosningaslagurinn þar er jafnan mjög harð-
ur. Sjálfstæðismenn leggja ofúrkapp á að hnekkja meirihluta Alþýðuflokks og Alþýðubandalags.
Myndin var tekin á morgunfundi kosningastjórnar Sjálfstæðisflokksins á dögunum, en á hverjum
morgni hittast frambjóðendur og forystumenn í Hafliarfirði í Sjálfstæðishúsinu, til skrafs og ráða-
gerða. Meðal gesta á þessum fúndi var sex ára systursonur eins frambjóðandans, Þorgils Ottars
Mathiesen, Matthías Árni.
■ FERÐAFÉLAG íslands efhir
til sérstaks göngudags sun'nudag-
inn 27. maí, 12. árið í röð. Að venju
er leitast við að velja svæði þar sem
auðvelt er fyrir alla að njóta útiveru
og í ár hefur Heiðmörkin orðið fyr-
ir valinu. Nú eru 40 ár liðin síðan
Heiðmörkin var opnuð álmenningi
formlega, þ.e. sunnudaginn 25. júní
1950. Ferðafélagið fékk strax út-
hlutað spildu til skógræktar og hef-
ur því verið þátttakandi frá upp-
hafi í skógræktar- og gróðurvernd-
arstarfi í Heiðmörk. Gönguleiðin á
sunnudaginn liggur að stórum hluta
um þennan gróðurreit FÍ, sem er
eitt af talandi dæmum um hvað
unnt er að gera í að græða landið.
Göngustígur liggur um svæðið og
er því auðvelt að komast leiðar
sinnar, sannkölluð skógarganga.
Að lokinni göngu (um 2 klst.) verð-
ur mögulegt að grilla pylsur (takið
pylsur með), farið verður í leiki og
sungið við undirleik harmonikku.
Brottför er frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin, kl. 13.00. Verð
500 krónur en frítt fyrir börn yngri
en 15 ára í fylgd foreldra. Þátttak-
endur geta einnig komið á eigin
farartækjum (ekið hjá Siiungapolli
eða Rauðhólum) og eru næg bíla-
stæði. Göngufólk fær ókeypis barm-
merki FÍ-merki göngudagsins og
sérrit Ferðafélagsins um Heiðmörk.
Lionsmenn:
Gefa út sögu
Kópavogs
ÚT ER KOMIÐ á vegum Lions-
klúbbs Kópavogs ritsafnið „Saga
Kópavogs, safii til sögu byggðar-
lagsins" í þremur bindum. Bæk-
urnar verða til sölu á kjörstöðum
við bæjarstjórnarkosningar í
Kópavogi í dag.
Aðdragandi safnsins er orðinn
nokkuð langurþví árið 1979 ákváðu
Lionsmenn að ráðast í útgáfu í til-
efni þess að þá voru liðin 20 ár frá
stofnun klúbbsins.
Fyrstu hugmyndirnar hnigu að
því að færa til leturs og bjarga
þannig frá glötun frásögnum af
upphafi byggðar í Kópavogi en þá
voru enn á lífi allmargir af fyrstu
landnemunum. Fljótlega þróuðust
þó málin þannig að gefin skyldi út
saga Kópavogs frá upphafi til okk-
ar daga.
Eftir að gagnasöfnun hófst þótti
fljótlega sýnt að til að gera efninu
þokkaleg skil yrði ekki komist af
með minna en þrjú bindi þ.e. for-
sögu, hreppsár og kaupstaðarsögu.
Akveðið var að saga hreppsáranna
skildi hafa forgang og kom það
bindi út haustið 1983 og er nú end-
urútgefin.
Fyrsta bindi Sögu Kópavogs ber
undirtitilinn „saga lands og lýðs á
liðnum öldum“ og nær allt fram til
ársins 1936 að byggð fer að mynd-
ast á hálsinum í kjölfar nýbýlalag-
anna svonefndu. Annað bindið hef-
ur undirtitilinn „frumbyggð og
hreppsár“ (?g spannar timabilið frá
1936 til 1955, að Kópavogur fær
kaupstaðarréttindi. Síðasta bindið
er „kaupstaðasaga“ og nær frá ár-
inu 1955 fram á okkar daga.
■ Agóði af sölu ritsins rennur til
Sunnuhlíðar, hjúkrunarheimilis
aldraðra í Kópavogi.
Fyrirlestur
um list og trú
PRÓFESSOR Peter Wilhelm
Bockman frá Noregi flytur fyrir-
lestur um list og trú í boði List-
vinafélags Hallgrimskirkju
sunnudaginn 27. maí.
Peter Wilhelm Bockman er pró-
fessor í trúarbragðafræðum við
háskólann í Þrándheimi. Hann hef-
ur sent frá sér mikinn fjölda rita
um trúfræði og siðfræði sem og
almenn menningarmál. Þá hefur
hann um árabil látið kirkjulega
menningarstarfsemi mjög til sín
taka og hefur setið í stjórnum bæði
norskra og evrópskra kirkjuaka-
demía.
Fyrirlesturinn hefst þegar að lok-
inni guðsþjónustu eða um kl. 12.15
og verður haldinn í safnaðarsal
Hallgrímskirkju. Boðið verður upp
á léttar veitingar.
Útsölustaðir:
Mikligarður
Samkaup, Keflavík
Kaupstaður, K.Á., Selfossi
Vöruhús Vesturlands, Borgarnesi
Skagfirðingabúð, Sauðárkróki
Kaupfélögin um land allt.