Morgunblaðið - 26.05.1990, Side 16

Morgunblaðið - 26.05.1990, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAI 1990 Borgarstarfsmenn: „SAMUÐ ÞOKKUГ eftirHarald Hannesson Með reglubundnum hætti, nánar tiltekið á fjögra ára fresti, fá borg- arstarfsmenn samúðarkveðjur frá minnihluta borgarstjórnar og/eða nýjum stjórnmálaflokkum sem óð og uppvæg vilja komast í borgar- stjórn til að gera okkur lífið lítið eitt léttbærara með því að hækka hin lágu laun okkar. Við þökkum að sjálfsögðu fyrir auðsýnda samúð, jafnvel þó hún sé ekki ætluð öllum félagsmönnum okkar, því eitt af æðstu takmörk- um sumra sem fastast sækja á um sæti í borgarstjórn, hefur verið að kasta a.m.k. nokkrum þeirra út í ystu myrkur, vanhæfum, ærulaus- um embættismönnum borgarinnar. Þetta gleymdist síðast að þeirra eigin sögn, en má ekki koma fyrir aftur, nái þeir kjöri. Samúðin nær þannig ekki lengra en að vekja athygli einstakra hópa á hinum lágu launakjörum sínum, sem tengjast jafnvel þeim hugðar- efnum sem viðkomandi flokkur, og (þó fremur hugmyndasnauðir einstaklingar innan þeirra) gera af sýndarmennsku að hugðarefn- um sínum. Einstaka leggjast þó lægra, eins og kom fram í síðasta stjómar- kjöri St.Rv., þar sem fólk af „öðr- um“ — Vettvangi reyndi með öllum ráðum að ná fótfestu í þessu gamla og gróna stéttarfélagi. Þó sum af þessum ráðum reynd- ust hin mestu óráð var þó talið að tilgangurinn helgaði meðalið. Til að ná til sín fylgi láglauna- fólksins hjá Reykjavíkurborg reyna sumir hverjir að veifa „gæðast- impluðum" gögnum frá BSRB sem sýna eiga sultarkjör borgarstarfs- manna miðað við önnur sveitarfé- lög. Þó við hjá St.Rv. höfum notað sömu gögn hefur það ávallt verið gert með fyrirvara um ónákvæmni í samanburði á störfum, þó starfs- heitið sé hið sama. En á slíku þarf maður ekki að halda í pólitík. Ég tel rétt að geta þess hér að stærsta vandamál okkar hér í Reykjavík er nálægðin við fjár- hirslur ríkisins, sem því miður er helsta samanburðarmál okkar hér, og því má segja að þessir pólitísku framagosar fari í geitarhús að leita ullar, þar sem svo vill til að vinir og vandamenn á Alþingi ráða yfír miklu fé til gæluverkefna þó nokk- uð ískri í lömunum á þeim hluta fjárhirslnanna, sem geyma laun ríkisstarfsmanna. Ef til vill verður hinn hugkvæmi riármálaráðherra okkar búinn að koma því svo vel fyrir við lok þessa samningstímabils að satnanburður okkar við „hálaunafólk“ annarra sveitarfélaga verði tilgangslaus með öllu. Mér hefur hér orðið nokkuð tíðrætt um launamál borgarstarfs- manna en ég tel þrátt fyrir allt að umfjöllun um þau í fjölmiðlum ásamt oft misheppnuðu innleggi borgarstjórnarfulltrúa hafi oftast verið okkur fjötur um fót. Við borgarstarfsmenn horfum lengra en til næsta dags og þrátt fyrir hin lágu laun okkar, eins og fleiri, tókum við þátt í þeim þjóðar- sáttum, sem gerðar hafa verið í tvennum síðustu kjarasamningum. Hafí einhveijir haldið að síðasta þjóðarsátt í febrúar sl. hafi verið gerð til þess að festa láglauna- stefnuna í sessi með sjóðamyndun- um til þessa eða hins, þá er það misskilningur, sem fljótlega verður leiðréttur, jafnvel þó allt sé nú ríkisrekið nema heimilin í landinu. Af þessum ástæðum höfum við ekki gert raunverulegan kjara- samning við Reykjavíkurborg sl. tvö ár. Á sl. vetri voru kjaramál okkar þó ýtarlega rædd við borgarstjóra og síðar í Starfskjaranefnd. Niður- staðan af þessum fundum varð sú, að raunhæfur samanburður yrði gerður á starfsheitum hjá Reykjavíkurborg og öðrum opin- berum aðilum, og þeim launum, sem greidd eru fyrir þessi störf. Þessari endurskoðun á að vera lok- ið fyrir 1. apríl nk. og er vinna þegar hafin af hlutlausum aðilum. Borgarstjóri er þekktur fyrir að standa við orð sín og geta borgar- starfsmenn sannarlega staðfest það. En borgarstarfsmenn kunna að meta annað sem hefur verið gert á síðustu árum, en það er stór- bætt vinnuaðstaða starfsfólks borgarinnar. eftirÁslaugu Friðriksdóttur í kosningabaráttunni undan- famar vikur hefur eins og oft áður verið rætt um „mjúk mál“ og „hörð mál“. Þeir, sem leggja áherslu á mjúku málin, telja sig vera að fjalla um manneskjuna, fjölskyld- una, menntunina og manngildið. Að þeirra áliti eru fjármál, efna- hagsmál og atvinnumál hörðu málin. Ég hef stundum velt fyrir mér, hvort hér séu hlutirnir kallað- ir réttum nöfnum. í því mikla umróti, sem oðið hefur á þjóðfélaginu á undanföm- um áratugum, hefur fjölskyldulíf breyst — m.a. vegna mun meiri þátttöku kvenna í atvinnulífinu. Þessar breytingar háfa fært okkur Haraldur Hannesson „Ég ætla heldur ekki að ráðleggja ykkur hvað þið eigið að kjósa, en það er bjargföst trú mín, að með Davíð Oddsson sem borgar- stjóra eygjum við leið til betri Iífskjara.“ Næstum hver einasti vinnustað- ur hefur verið endurbættur, en oftast þó byggt nýtt. Skúraræksni sem voru vinnustaður alltof margra borgarstarfsmanna hafa verið rifin og muna eldri menn glögglega þessar skúrabyggingar „ Sj álfstæðisflokkurinn hefur ætíð lagt áherslu á, að styrkur þjóðarinn- ar byggðist, öðru frem- ur, á sjálfstæðum ein- staklingum, sem geta tekið frumkvæði, eru tilbúnir að axla ábyrgð og kunna að taka tillit til annarra.“ meiri hagsæld, en jafnframt valdið nýjum vanda. Skólunum hefur t.d. ekki verið gert kleift að aðlaga sig að þessum breytingum. Þeir eru víðast tvísetnir, og daglegur t.d. hjá Hitaveitu, Rafmagnsveitu og Vatnsveitu. Öll þessi fyrirtæki hafa verið endurbyggð með miklum myndar- brag og skila nú góðum arði til borgarbúa. Á einum vinnustaða- fundi, sem haldinn var í tengslum við formanns- og stjórnarkjör í St.Rv., sagði einn starfsmaður RR: „Þetta er tvímælalaust einn af bestu vinnustöðum í heimi, bara ef launin væru svolítið hærri.“ Enn er þessu uppbyggingar- starfi þó ekki lokið, þannig vinna allmargar gæslukonur enn við að- stæður, sem ekki eru viðunandi, hvorki fyrir þær né börnin, en smátt og smátt er þó verið að bæta úr þessu og jafnframt er hafin mikil endurbót á menntun þeirra, sem eykur möguleika þeirra á betri þjónustu við börnin okkar. Einn vinnustað verður þó að taka sérstaklega út úr, en það eru borgarskrifstofurnar sjálfar, það húsnæði sem geymir æðstu stjórn- sýslu borgarinnar. Þar má næstum segja að ráða verði fólk eftir rass- stærð, slík eru þrengslin. Samt finnst mörgum „minni" spámönnum í stjórnarandstöðu, að bygging ráðhúss Reykjavíkur sé eingöngu „monthús" eða eins og- einn þeirra orðaði það: „Davíð er að byggja þetta hús eingöngu fyr- ir sig og nokkra vini sína.“ Nú efast ég ekki um að hann eigi marga vini á borgarskrifstof- unum og þá ekki síst fyrir þann kjark sem hann hefur sýnt með því að hefja nú loks þessa bygg- ingu, sem að sjálfsögðu hefur ver- ið lagt nokkuð í, þar sem hún er reist á fegursta staðnum í borgarl- andinu. Þar með er því lokið eftir marga skólatími er ekki í samræmi við venjulegan vinnutíma útivinnandi fólks. Skólastarfið er ekki nægi- lega sniðið að þörfum fjölskyldunn- ar. Þessi breyting á þjóðfélaginu hefur í mörgum tilvikum bitnað á bömunum, sem oft eru varnarlaus fyrir þeim hættum, sem leynast víðar en okkur grunar. Vímuefna- neysla unglinga er ekki lengur sjónvarpsefni frá stórborgum úti í heimi heldur staðreynd, sem blasir við í okkar eigin litla landi. Það hlýtur að vera forgangs- verkefni að fást við þessi mál, sem að mínu áliti eru ekki mjúk heldur beinhörð og erfið viðfangs. Við verðum að hefja forvarnastarf með því að samræma hlutverk heimila og skóla. Það er ekki nóg, að skólarnir komi til skila fróðleik. Nú 1990 þegar íbúar allra byggða (utan USSR) Austur-Evr- ópu kveða uppúr um það, eftir fullra fjörutíu ára reynslu, að só- síalismi sé ónothæfur sem stjórn- kerfi, þá megi með fullum rétti hía á þá, sem kölluðu það „Mogga- lygi“ þegar satt var sagt um sósíal- isma. Hvort sem um er að ræða sósíal- demókratisma eða kommúnisma þá er takmarkið það sama að færa valdið til pólitískra strengjaleik- brúða eins og þeirra sem afhrópað- ar voru-í Austur-Evrópu. Til þess að tryggja, að martröðin frá 1978 endurtaki sig ekki, þá þurfa allir, sem vilja borginni sinni vel, blátt áfram að kjósa D — fyrir Davíð. Höfundur er fyrrverandi skipstjóri. áratugi að leika sér að því að máta allskonar módel vítt og breytt um borgina. Félagsmenn okkar fá að lokum verðugan vinnustað. Svona framtak kunnum við að meta. Þegar gömlu hitaveitugeymarn- ir voru reistir á Öskjuhlíð fyrir 50 árum áttu menn sér draum um veitinga- og útsýnishús ofan á geymunum. Það vantaði kjark til að ráðast í slíka byggingu, kannski sem betur fer, því nú eru þeir geymar ónýtir og nýir risnir mörg- um sinnum stærri, og kominn til maður sem þorði að láta gamlan draum rætast. Við borgarbúar kunnum vel að meta slíkt framtak. Þó sumir hafi kjark til að láta þá rætast, eru aðrir sem láta sér nægja sultardro- pann úr eigin nefi, ásamt sífelldu nöldri út í allt og alla. En Róm var ekki byggð á einum degi. Ágætu borgarstarfsmenn og fé- lagar, eins og flestum ykkar er kunnugt, segir í lögum félags okk- ar að það taki ekki afstöðu til stjórnmálaflokka. Það er því rétt að taka það fram, að það sem hér hefur verið ritað er á ábyrgð mína og einskis annars. Ég ætla heldur ekki að ráð- leggja ykkur hvað þið eigið að kjósa, en það er bjargföst trú mín, að með Davíð Oddsson sem borgar- stjóra eygjum við leið til betri lífskjara. Það eru nú einu sinni ekki nema átta ár síðan fjögurra ára þrauta- göngu lauk undir vinstri stjórn. Minnist þess einhver, að þá hafi verið bjartara yfir borginni okkar? Sjaldan eða aldrei hefur verið erfíðara en þá að ná fram sann- gjörnum kjarabótum. Ég á ekki von á öðru en fátt verði um fína drætti fyrir borgar- starfsmenn að breyttum meiri- hluta, þó ýmsir hafi þar varpað yfir sig sauðargæru til að villa um fyrir öðrum, upphaflegu innræti. Höfundur er formaður Starfsmannafélags Reykja víkurborgar. Áslaug Friðriksdóttir Þeir verða að þroska einstakling- inn, kenna honum að takast á við vandamál nútímaþjóðfélags, und- irbúa hann undir að taka ákvarð- anir í fijálsu samfélagi og benda honum á þá ábyrgð, sem hann ber á sjálfum sér og öðrum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð lagt áherslu á, að styrkur þjóðar- innar byggðist, öðru fremur, á sjálfstæðum einstaklingum, sem geta tekið frumkvæði, eru tilbúnir að axla ábyrgð og kunna að taka tillit til annarra. Þessa hæfileika er hægt að rækta og þroska með samræmdu uppeldisstarfi á heimil- um og í skólum. Á miklu veltur, að því starfi sé skipað í forgangs- röðina á komandi árum. Ég treysti Sjálfstæðisflokknum best til að vinna að því. Höfundur erfyrrverandi skólastjóri Ölduselsskóla í Reykja vík og skipar 26. sæti borgarstjórnarlista Sjálfstæðisílokksins við kosningarnar 26. maí Góðir samborgarar! eftir IngólfMöller Enn er að koma að borgarstjóm- arkosningum. Við sem emm komi'n af léttasta skeiði minnumst þess, að lengi vel var við undirbúning borgarstjórnarkosninga, varað við hæfyu á glundroða í stjóm borgar- málanna, ef margir flokkar ættu að sitja samtímis við stjórnvölinn. Minnihlutaflokkamir gerðu gys að þessu, sem þeir kölluðu: „Glund- roðakenningu íhaldsins." Svo dundu bara ósköpin yfír, 1978 féll borgarstjórnarmeirihluti sjálfstæð- ismanna. Árin fjögur sem borgarbúar sáta undir glundroð.astjórninni gerðu menn hnípna og þeir sögðu sín á milli: „Aldrei aftur vinstri stjórn.“ En hvað? Þetta er rúmlega 20 ára gamalt slagorð sem varð til eftir að stjórn Hermanns Jónassonar féll á Alþýðusambandsþingi skömmu fyrir jólin 1958. Samt er þetta nú svona, fólk brennir sig á sama soðinu aftur og aftur. Vinstri stjórnum lýkur alltaf með ósköpum. Til eru flokkar sem kalla sig félagshyggjuflokka. Til skamms tíma vom þessir flokkar kallaðir vinstri flokkar, í sátt við þá. Vinstri flokkar eru sósíalískir flokkar sem telja það takmark að koma á ríkiseign og ríkisrekstri atvinnuveganna. Ingólfur Möller Hörð mál og mjúk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.