Morgunblaðið - 26.05.1990, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990
Kosningar
Hvers vegna er ég
sjálfstæðismaður?
eftir Kristján J.
Gunnarsson
í dag er bærinn allur á sífelldu iði
og andlit manna fá á sig nýjan brag
því fólk er allt í einu byijað að hugsa.
Það á að kjósa bæjarstjómina í dag.
Þannig hefst kvæðið „Kosning-
ar“ eftir Tómas Guðmundsson.
Og skáldið gefur sig rómantík-
inni á vald og kemst að þeirri niður-
stöðu að jafnvel þó að allir aðrir
frambjóðendur falli muni það verða
hinar ungu Austurstrætisdætur
sem komast að, enda viss um að
engin bæjarstjóm önnur verði að
yndisleik þeirri bæjarstjórn jöfn.
Ó, að guð vildi nú vera svo góð-
ur að veita svolítilli rómantík inní
kosningar og stjómmál! En það er
ekki von hann geri það. Því að þá
yrði pólitíkin líklega svo uppfull
af einfeldningslegum bamaskap
að fyrr en varði væri þjóðin komin
á eitt allsherjar bamaheimili.
Þessvegna er hin glettnislega
kosningarómantík góðskáldsins
ekki meiri veruleiki en hann hefur
ætlað henni að vera. Og þessvegna
getur heldur enginn flokkur lagt
fram lista sem er skipaður svo
yndislegum frambjóðendum að
hann verði svosem sjálfkjörinn —
ekki einu sinni kvennalistinn —
enda frambjóðendur ekki valdir af
Tómasi.
Nei því miður. Stjómmál em
ekki rómantík. Og rómantík ekki
stjómmál.
Kristján J. Gunnarsson
Stjómmál felast í því að takast
á við órómantískan — og stundum
heldur nöturlegan — veruleika á
raunsæjan hátt. Án tilfínninga-
semi. Það er ekki hægt að galdra
loftkastala niðurúr skýjunum upp-
fulla af óskum hvers og eins, sem
stundum em þar að auki heimsku-
legar, bara með því að frambjóð-
endur kraftaverkanna segi hókus-
pókus í kosningaræðum.
Má ég þá heldur biðja um
pólitískt raunsæi. Jafnvel þó að
sumum þyki kaldranalegt ef ekki
er boðið uppá að gera allt fyrir
alla. Strax.
Reykjavíkurborg vitnar um að
sjálfstæðismenn sem stjómendur
hennar um áratugi hafa fremur
kosið að hafa fast land undir fótum
en loftkastala. Hæfilega jarð-
bundnir til þess að borgin hefur
risið á föstum granni. Svo að það
sem byggt var fengi staðist. Og
látið fleiri og fleiri óskir íbúanna
rætast stig af stigi eftir því sem
efni og ástæður hafa leyft.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt-
af haft á að skipa borgarstjóram
sem vora til forystu fallnir. Óum-
deilt er að svo er nú. í lítilsháttar
stjómmálavafstri sem ég tók einu
sinni þátt í, þar sem ég gerði mest
lítið af mér til ills eða góðs, minn-
ist ég samt með ánægju að hafa
átt einhvem þátt í að Davíð Odds-
syni, þá ungum háskólastúdent,
var skipað í baráttusæti á fram-
boðslista flokksins við borgar-
stjómarkosningar. í þeirri baráttu
fór hann með sigur af hólmi og
hefur fáum orrastum tapað síðan.
Vonandi fer hann samt mjúkum
höndum um vinstri flokkana. Þetta
eru gæðaskinn. Og enginn skyldi
forakta góðmennsku þeirra sem
vilja byggja barnaheimili, ekki að-
eins yfir blessuð börnin sem alltaf
eru að fæðast útí heimilisleysið,
heldur líka yfir okkur gamlingjana
sem gengnir eram í barndóm.
Spumingin er bara hvort nokkuð
er á því að byggja að þeir geti
nokkuð byggt.
Þegar allt kemur til alls kjósa
flestir fremur íhaldið en vettlinga-
tökin.
Höfundur er fyrrverandi
fræðslustjóri í Reykja vík.
eftir Uhni
*
Agústsdóttur
Eðli mitt hefur ætíð höfðað til
þessarar stefnu. Ég ólst upp í
smáþorpi úti á landi í stóram systk-
inahópi og fjölmennum frænd-
garði. Þorpsbúar voru tvö til þijú
hundruð og þeir undu glaðir við
sitt þótt efnin væra lítil á mörgum
heimilum. í minum barnsaugum
voru þetta allt „sjálfstæðismenn“.
Sumir áttu skektu og reru til fiskj-
ar í firðinum; það var þá er allir
firðir á íslandi voru fullir af fiski.
í þorpinu mínu var íshús (nú
kallað frystihús), stór tjörn var
þarna og þegar ísinn var orðinn
nógu þykkur var hann sagaður í
stykki og þau dregin inn í íshúsið.
Þar var fiskurinn frá sumrinu og
kjötið af sláturfénu síðan geymt.
Margir þorpsbúar höfðu nokkrar
ær og byggðu smáskúra yfir þær
við heimili sín. Þeir sem áttu kú
voru nánast hólpnir og allt blessað-
ist þetta, því þeir voru ekki nískir
að láta frá sér þá mjólk er eftir
var að kveldi dags til þeirra sem
enga höfðu, og ég vil taka það
fram að hún var gefin en ekki
seld. Flestir höfðu kartöflugarð
sem vel var hlúð að og það feikna
búbót.
Oft vora haldnir pólitískir fundir
í þorpinu og þá var mikið að ger-
ast því þeir höfðu sína meiningu
þorpsbúar og lágu ekki á skoðun-
um sínum. Þótt margir væra fá-
tækir og byggju við erfiðar aðstæð-
Unnur Ágústsdóttir
ur vora þeir „sjálfstætt fólk“ hvar
í flokk sem þeir skipuðu sér. Menn
bjuggu að sínu á sjálfstæða vísu,
flestir gátu haldið sinni mannlegu
reisn og verið veitendur fremur en
þiggjendur og allir samtaka í að
styðja þá sem höllum fæti stóðu í
lífsbaráttunni.
Þessi lífssýn frá bernskuárunum
og það sem hún grandvallaðist á
hefur runnið mér í merg og bein.
Sjálfstæðisstefnan sem Sjálfstæð-
isflokkurinn starfar eftir byggir á
sama grunni og því hef ég ætíð
verið sjálfstæðismaður.
Höfundur er fyrrverandi
formaður Thorvaldsensfélagsins
og Bandalags kvenna í Rcykjnvík.
BYKO
B R E I D D
'
VERÐLÆKKUN
Á
FÚAVÖRN
OG
ÚTIMÁLNINGU FRÁ SJÖFN
BYKO BREIDD, BYKO HAFNARFIRÐI
MJÓDDIN