Morgunblaðið - 26.05.1990, Síða 22

Morgunblaðið - 26.05.1990, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990 Þjónustugjöld á Kefla- víkurfluffvelli eru há eftirÞórarin Kjartansson í febrúarmánuði síðastliðnum urðu nokkur blaðaskrif vegna sam- dráttar á flugi Federal Express um ísland og hugsanlegra tengsla við há afgreiðslugjöld á Keflavíkur- flugvelli. Var ljóst, að fulltrúar Flugleiða annars vegar og Flugfax hins vegar voru engan veginn á sama máli. Þess var sjálfsagt ekki að vænta. Fraktflug um ísland er stórt hagsmunamál fyrir innflytjendur og útflytjendur á íslandi. Getur það skipt sköpum þegar um er að ræða að koma yörum skjótt á erlenda markaði. Á þetta ekki síst við um ferskan lax og aðrar ferskar fiskaf- urðir, sem senda þarf á fjarlæga, sveiflukennda og oft kröfuharða markaði. Flutningsgeta fyrir frakt með flugi til og frá landinu er hins vegar takmörkuð. Fyrirsjáanlegt er að flutningsgetan muni minnka á næstunni, er Flugleiðir taka í notkun nýjar farþegaflugvélar með minna rúmmáli og burðargetu fyrir frakt í lestum. Jafnframt munu þeir síðar á þessu ári láta af hendi B727-fraktvél þá, sem þegar hefur verið seld. Það virðist því blasa við, að allir vöruflutningar með fraktflugvélum til og frá íslandi verði með erlendum flugvélum, annaðhvort ! leiguflugi fyrir inn- lenda aðila, svo sem Flugleiðir, Arnarflug og Flugfax, eða í nafni erlendra aðila. Það frumkvæði sem Flugfax hefur tekið með því að bijóta sér leið inn á fraktflugsmarkaðinn til og frá íslandi, er í alla staði lofs vert. Hér hafa framsýnir menn tek- ið töluverða áhættu á sveiflukennd- um og á margan hátt erfiðum markaði. Hins vegar hafa þeir sýni- lega gert sér grein fyrir því, að hér er einnig um að ræða ný tækifæri og vaxandi þörf sem getur borið ávöxt ef vel tekst til. Þær breyting- ar sem urðu þegar Federal Express keypti Flying Tigers, og breytti þar með nánast öllu Atlantshafsflugi sínu frá B747 yfir í DClO-vélar, hljóta hins vegar að hafa valdið þeim miklum vonbrigðum. Burðar- geta DC10 véla er 35-40% minni en B747-véla í vöruflutningum og réttlæting lendinga á íslandi í þeim tilgangi að taka hér vörur þar með mun ólíklegri. Flugleiðir hafa brugðist við þess- ari framsókn Flugfax-manna eins og vænta mátti og sett sig í varnar- stöðu. Hjá Flugleiðum starfar margt hörkuduglegt hæfileikafólk, sem er vant því að þurfa að beijast í harðvítugri samkeppni á erlendum mörkuðum, oft í beinni samkeppni við mörg stærstu og öflugustu flug- félög í heiminum. Hafi Flugleiðir að einhveiju leyti notfært sér þjón- ustuaðstöðu sína í Keflavík sér til varnar, og tekið há gjöld fyrir þjón- ustu við vélar á vegum keppinauta sinna, þá með það teljast ósköp eðlilegt. Myndu sjálfsagt ýmsir aðrir gera það við sömu aðstæður. — Cargolux flaug til dæmis nokkur leiguflug sl. haust til Columbus í Ohio í Bandaríkjunum. Þar var aðeins einn aðili sem gat veitt þjón- ustu fyrir B747 og kostaði sú þjón- usta nákvæmlega fimmfalt meira en samsvarandi þjónusta í Chicago, þar sem fleiri en eitt fyrirtæki geta veitt þessa þjónustu. Sá aðili í Col- umbus var Federal Express. Lög- mál framboðs og eftirspurnar er ekki bundið við Keflavíkurflugvöll einan! En hagur Flugleiða er ekki endi- lega hagur þjóðarinnar allrar í þessu tilviki. Það er ljóst að útflutn- ingur á ferskum fiski eykur verð- mæti vörunnar og þar með tekjur til íslenskra hagsmunaaðila. Eftir- spurn eftir ferskum sjávarafurðum hefur farið vaxandi undanfarin ár víða um heim og er fyrirsjáanlegt að sú eftirspurn muni halda áfram að aukast. Án reglubundins frakt- flugs og góðra tengsla við alþjóðleg dreifíngamet er nánast útilokað að íslenskir útflytjendur geti brotið sér leið inn á þessa markaði, nema þá í mjög takmörkuðum mæli, í sam- ræmi við flutningsgetu og áætlanir farþegaflugvéla. Þær hugmyndir sem upp hafa komið nýlega, um að laða alþjóð- lega starfemi til landsins í því skyni að nýta hugsanlegt tollfijálst svæði við Keflavíkurflugvöll, em og verða draumórar einir, sé ekki til staðar öflugt samgöngunet til og frá landinu. Slíkt er að vissu marki til staðar í dag fyrir sjófrakt, en ekki fyrir flugfrakt. Það er því að mínu mati mikið hagsmunamál fyrir þjóðina að allt sé gert sem unnt er til að laða hing- að fraktflug frá hveijum þeim aðil- um, sem reiðubúnir eru til að sjá fyrir slíkri þjónustu, hvort sem þeir aðilar em innlendir eða erlendir, þó svo að æskilegt væri að sjálf- sögðu að sem stærstur hluti slíkrar starfsemi væri í höndum íslend- inga. Sjálfsagt er hægt að finna sam- bærilegt verð fyrir þjónustu við fraktflugvélar á nokkrum flugvöll- um í Norður-Evrópu, en það eru þá oftast flugvellir í Skandinavíu, sem þekktir eru fyrir ein hæstu gjöld í heimi. Alþjóðlegt fraktflug um þessa flugvelli er að sama skapi mjög lítið í samanburði við aðra helstu flugvelli Evrópu og víðar. Útflytjendur í Skandinavíu eiga þess þó kost að senda vömr með flutningabílum til annarra flugvalla í Evrópu og nýta sér þar lægri gjöld og betri þjónustu. Það hafa til dæmis laxabændur í Noregi nýtt sér í stómm stíl. Sá kostur er ekki fyrir hendi á íslandi. Ekki er þó eingöngu við Flugleið- ir að sakast hvað kostnað snertir, því lendingargjöld og eldsneytis- verð er einnig hátt á Keflavíkur- flugvelli. Eftirfarandi tölur gefa hugmynd um sambærilegan þjónustukostnað og lendingargjöld í bandarískum dollurum fyrir B747-vömflutninga- vél á nokkrum helstu flugvöllum. Tölur þessar sýna raunverulegan kostnað Cargolux á þessum flug- völium, nema gjöld á Keflavíkur- flugvelli. Þar var miðað við þær tölur, sem nefndar hafa verið í blaðaskrifum um starfsemi Federal Express og Flugfax. Flugvöllur Þjónustu- Lendingar- gjald gjald Malmö 6850 1698 Keflavík 5400 2500 London/Gatwick 4588 2013 Bangkok 3538 1571 Prestwick 2866 645 Hong Kong 2421 1127 New York / Kennedy 2300 1271 Seattle 2200 861 Brussel 1579 1722 Chicago 950 1082 Þjonustugjald innifelur í öllum tilvikum hleðslu og affermingu á fullri vél og er óháð raunverulegri vigt þess sem hlaðið er. Þannig kostar 2147 dollara að hlaða og afferma B747 í Hong Kong, hvort sem um er að ræða 200 tonn eða 2 tonn. Sé hins vegar þörf fyrir þjónustu við að hlaða frakt á eða af flugpöllunum sjálfum, er tekið gjald fyrir það aukalega og miðast þá við hvert kílógramm, enda þar um vöruskemmuþjónustu að ræða. — Lendingargjöld miðast við há- marksvigt flugvélar, annaðhvort hámarks-lendingarvigt, eða flug- taksvigt og er misjafnt eftir flug- völlum við hvora töluna er miðað. Eins og þessar tölur bera með sér, er algengt að það kosti á bilinu 2-3000 Bandaríkjadali að fá þjón- ustu fyrir B747, án tillits til þess magns sem hlaðið er á eða af vél- inni. Það er því ljóst að þjónustu- gjöld á Keflavíkurflugvelli eru há, þó svo að svipuð eða hærri dæmi finnist í Skandinavíu. Lendingargjöld eru einnig há, þó dæmi séu e.t.v. til um hærri gjöld. Það kostar t.d. 130% meira að lenda í Keflavík en í Chicago. Það er einnig athyglisvert að í Prestvík á Skotlandi, sem er flug- völlur er hefur mjög ákaft sóst eft- ir auknum viðskiptum frá flugfé- lögum um allan heim, kostar lend- ingin u.þ.b. 26% af samsvarandi gjaldi á Islandi. Ég er ekki í nokkr- um vafa um, að það hefur átt ein- hvern hátt í því að stjórnarformað- ur Federal Express lýsti því yfir nýlega, að hans fyrirtæki hefði áhuga á að byggja þar upp vax- andi aðstöðu til vörudreifingar og auka ferðatíðni þar í gegn. íslenska ríkið leggur eldsneytis- toll á flugvélaeldsneyti sem tekið er á vélar í alþjóðlegu flugi með viðkomu á íslandi. Eftir því sem ég kemst næst, þá er sá tollur 65 aurar á hvern lítra. Það samsvarar u.þ.b. 5% gjaldi miðað við nýlegt eldsneytisverð á Keflavíkurflug- velli. Þar sem stórar flugvélar í langflugi taka tugi þúsunda lítra í hvert skipti sem þær koma hér við er augljóst að um umtalsverða fjár- muni er að ræða. Það er Ijóst, að Jiörf er fyrir fraktflug til og frá Islandi, og að sú þörf kemur til með að vaxa, eigi ýmsar viðkvæmar útflutnings- greinar okkar að dafna og ná ör- uggri fótfestu á erlendum mörkuð- um. Það er því mikilvægt að íslensk stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stuðla að vexti fraktflugs, hvort sem slíkt flug er í nafni innlendra eða erlendra að- ila. Að mínu mati gætu eftirfarandi virkað sem hvatar að slíkum vexti: 1) Niðurfelling lendingargjalda af fraktflugvélum á Keflavíkur- flugvelli, svo framarlega sem þær flytja frakt til eða frá landinu, með lágmarksviðmiðun, t.d. 10 tonn í hveiju flugi. Þórarinn Kjartansson „Eins og þessar tölur bera með sér, er al- gengt að það kosti á bilinu 2-3000 Banda- ríkjadali að fá þjónustu fyrir B747, án tillits til þess magns sem hlaðið er á eða af vélinni. Það er því ljóst að þjónustu- gjöld á Keflavíkurflug- velli eru há, þó svo að svipuð eða hærri dæmi finnist í Skandinavíu.“ 2) Endurgreiðsla tolls á elds- neyti fyrir fraktflugvélar, með sömu lágmarksskilyrðum. 3) Afnám takmarkana á þjón- ustustarfsemi við flugvélar á Keflavíkurflugvelli, þannig að hver sá aðili, er veita vill slíka þjónustu og fjárfesta í tækjabúnaði og ann- arri aðstöðu þar að lútandi, geti gert það óhindrað. 4) Öflugri markaðssetningu Keflavíkurflugvallar verði hrint af stað, með það markmið að auka alþjóðlegt flug um.flugvöllinn. Keflavíkurflugvöllur er langt frá því að vera fullnýttur og getur tek- ið við vaxandi flugumferð um ófyr- irsjáanlega framtíð. Með því að hvetja til aukins fraktflugs um flugvöllinn, án lendingargjalda, eldsneytistolls og annarra hindrana skapast sáralítill ef einhver um- framkostnaður við rekstur vallar- ins. Kostir þeir sem slíkt aukið flug getur haft í för með sér fyrir þjóð- ina eru hins vegar það miklir, að þetta ætti að verða stjórnvöldum létt ákvörðun, sem hægt væri að framkvæma án tafar. Höfundur er framkvænidastjóri Norður-Ameríkusvæðis Cnrgolux. Verðmætasköpun í heilbrigðisþj ónustu eftir Guðmund Björnsson Mörg ár eru síðan að menn fóru í alvöru að ræða þann möguleika að selja útlendingnm íslenska heil- brigðisþjónustu. Öðru hvetju eru viðtöl við áhugamenn eða greinar skrifaðar í flölmiðla um þessi mál. Því miður hefur lítið verið að gert. íslendingar eru í fararbroddi í heil- brigðismálum í heiminum. Nægir þar að nefna lágan ungbamadauða, mikilvirkt forvarnarstarf og læknis- fræðilega þekkingu og reynslu eins og best gerist í heiminum. Vissu- lega tala menn um að heilbrigðis- þjónusta sé „of dýr“ án þess að skilgreina það neitt nánar. Þessi frasi er því miður innantómt pólitískt slagorð. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því að nútíma heilbrigðisþjónusta er dýr, og að i samanburði við nágranna okkar á Norðurlöndum og í Evrópu er íslensk heilbrigðisþjónusta mjög vel rekin. Vissulega má gera betur með því að leiða það besta fram hjá þeim sem við 'þessi mál starfa. Það er velþekkt staðreynd að fái ein- staklingarnir frelsi til athafna verða verkin verðmæt. Víða í Evrópu hafa verið opnaðar heilbrigðisstofnanir sem reknar eru af einkaaðilum í hagnaðarskyni. Ljótt rnál segja sumir, á nú að fara að hagnast á veikindum og óförum annarra. Bíðið þið við! Hér í Svíþjóð, seni lengi hefur verið talið eitt af höf- uðvígjum velferðarinnar og jafnað- arstefnunnar, hafa menn ekki farið varhluta af þessu. Hugmyndir um hið fullkomna heilbrigðiskerfi hafa að nokkru leyti vikið fyrir markaðs- lögmálunum. Langir biðlistar ! mjaðmar- og augnaðgerðir hafa knúið fram einkarekstur og í mörg- um tilfellum kaupir ríkið þjónustu af slíkum stofnunum. Samfara þessu hafa menn áttað sig á því að það gengur vel að selja sérþekk- ingu í heilbrigðisþjónustu, bæði í formi ráðgjafar til annarra landa og með því að flytja sjúklinga inn til meðferðar. Svíar eru þó aftarlega á merinni í þessum efnum, og þar hafa frændur okkar Danir að von- um skotið þeim ref fyrir rass. Einkaaðilar í Danmörku hafa byggt sjúkrahús sem selur sína þjónustu samkvæmt • verðskrá. Viðbrögðin hafa verið með ólíkindum, þar sem sívaxandi fjöldi aldraðra er vel efn- um búinn í flestum tilvikum. Danir ætla sér að markaðssetja þessa þjónustu í Evrópu. Þetta er einnig reynsla Þjóðveija og annarra Evr- ópuþjóða. Þetta leiðir hugann til baka til íslands þar sem þessi mál eru enn- þá á umræðustigi. Hvað hafa er- lendir sjúklingar til Islands að sækja? Jú, fullkomna heilbrigðis- þjónustu, streitulaust umhverfi, ósnortna náttúru og hreint loft. Jarðhitinn er einnig auðlind sem notaður er í ríkum mæli til lækn- inga eins og margir þekkja m.a. frá Heilsuhælinu í Hveragerði. íslend-, ingar geta jafn vel og aðrir tekið að sér að sinna þessu verkefni sér og öðrum til hagsbóta. Ég er sann- færður um að ef einkaaðilar taka höndum saman við heilbrigðisstéttir og ráða stjórnendur með reynslu og þekkingu á ferðamálum og markaðsöflun eigum við íslendingar mikla möguleika til að gera heil- brigðisþjónustuna að stórum út- flutningsatvinnuvegi. Flytjum inn sjúklinga og veitum þeim fyrsta flokks þjónustu á heilsuhæli með möguleika á aðgerðum, hvíld og endurhæfingu. Heilbrigðiskerfið „Ég er sannfærður um að ef einkaaðilar taka höndum saman við heil- brigðisstéttir og ráða stjórnendur með reynslu og þekkingu á ferðamálum og mark- aðsöflun eigum við ís- lendingar mikla mögu- leika til að gera heil- brigðisþjónustuna að stórum útflutningsat- vinnuvegi.“ getur einnig notið góðs af þessu þar sem hægt verður að auka fram- boð á þeirri þjónustu sem við íslend- •ingar þurfum án þess að þær fjár- festingar komi við pyngju skatt- borgara. Höfundur erlæknir ogstnrfnr við cndurhæfíngu í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.