Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAI 1990 37 Sjávarútvegur, iðnað- ur, fiskveiðisljómun Síðari grein eftir Agúst Einarsson Góð fiskveiðisljórnun hérlendis Við erum með fiskistofna okkar í þokkalegu lagi á meðan allar þjóð- ir í kringum okkur búa við stórfelld vandræði vegna ofveiði og liggur sums staðar við landauðn. Af hveiju sækja margir embætt- ismenn Evrópubandalagsins svo óstjómlega fast að fá hér veiðiheim- ildir? Þeir vita vel að hér er fiskur, fiskur sem þá vantar sárlega fyrir alltof stóran evrópskan flota sem búinn er að gjöreyða mörgum fiski- miðum. Islenskur sjávarútvegur er miklu öflugri atvinnugrein og betur stýrt en margir vita eða vilja vita. Sam- anburður við önnur lönd er enn sem komið er ekki nægjanlega mikill, en slíkur samanburður er nauðsyn- legur til að umræða um fískiveiði- stjórnun verði marktækari. Hagkvæmni íslensks sjávarút- vegs eins og 25 milljarða lægri til- kostnaður hafa flust út í þjóðfélag- ið á liðnum árum. Þessi hagkvæmni hefur með öðru m.a. gert okkur kleift að búa við góð lífskjör. í fyrri grein var sýnt fram á að núverandi stjórnun fiskveiða þýðir um 400 þús. kr. ávinning fýrir hveija 4 manna fjölskyldu hérlend- is. Þessi hagkvæmni hefur að nokkru orðið eftir í sjávarútvegnum en meginhlutanum af þessum hagn- aði hefur verið veitt út í þjóðfélagið til að bæta lífskjörin með því að halda genginu háu. Þessi hágengisstefna hefur ekki hvað síst valdið öðrum útflutnings- iðnaði og samkeppnisgreinum erfið- leikum. Þetta er þessi dulbúni auðlinda- skattur sem sjávarútvegurinn hefur búið við. Segjum sem svo að þessu hefði öllu verið haldið eftir í sjávar- útveginum. Þá væri þar mikið ríkdæmi en verri væru lífskjörin. Það er hins vegar hlutverk físk- veiðistjómunar einmitt að stuðla að góðum lífskjörum með hagkvæmni. Ábyrgð þeirra sem fá réttinn til veiða er þríþætt; ganga vel um fiski- stofnana og veiða á hagkvæman hátt og skila arði af nýtingu sam- eiginlegrar auðlindar til annarra í þjóðfélaginu. Betri stjórnun Hitt er svo annað mál að það að miða gengisskráningu við afkomu einnar atvinnugreinar, þ.e. sjávar- útvegs, er röng stefna. Gengis- skráning á fyrst og fremst að stuðla að jafnvægi í viðskiptum við útlönd. Mikið vantar á að svo hafi verið á liðnum árum. Hins vegar veit höfundur þessar- ar greinar vel að geti 4 skip veitt afla sem 5 skipa veiða núna, þá væri betra að gera út 4 skip. Þetta er býsna augljóst og hefur verið lengi, þótt sumir hafi nýlega verið að uppgötva þetta. Fiskveiðistjórnun hefur 2 mark- mið. Vernda fiskistofna og hagnýta þá á sem bestan hátt. Vemdun næst best með kvóta- kérfi og þá aflamarki á hvert skip. Þannig er hægt að hafa fulla stjórn á heildarveiðimagninu. Um þetta eru menn almennt samála en hvern- ig næst hagkvæmnin? íslensk fiskveiðistjórnun er þjóð- inni mjög hagkvæm eins og hér hefur verið sýnt fram á, en það er hægt að gera betur og á að gera betur. Til að minnka fjárfestingar í út- gerð, þ.e. fækka skipum, er aðeins ein skynsamleg leið til og það er að heimildir til veiða, þ.e. að aflak- vótar séu til langs tíma og þessar heimildir séu framseljanlegar. Um þetta eru flestir líka sammála. Þessi lykilatriði em í fmmvarpi eins og það var lagt fyrir Alþingi. Það er mjög róttæk leið sem þar er lagt til að fara. Aðrar leiðir em til eins og að selja kvóta á uppboði eða selja veiði- leyfí til að þvinga fram hag- kvæmni; leiðir sem em vart mögu- legar í framkvæmd með vanmátt- ugt fjármagnskerfi, óljósa byggða- stefnu og pólitíska fyrirgreiðslu við þær aðstæður. Halda menn virkilega að verði veiðileyfi seld af hálfu ríkisins að jafnræði verði látið gilda fyrir öll byggðarlög og fyrirtæki? Veiðigjald og lækkað gengi Miklu athyglisverðari em hug- myndir um að nýta árangur vænt- anlegs nýs kerfis til að lækka gengi og láta útgerð greiða veiðigjald samhliða bættri afkomu. Án bættrar fískveiðistjórnunar er þetta tvöföld gengisskráning með tilheyrandi millifærslum. Þetta var gert í sjávarútvegi hér áður fyrr, þegar lán vom óverðtryggð og af- urðalán í íslenskri mynt. Þá var við gengisfellingar mynd- aður sjóður sem tók gengishagnað af birgðum og deildi þeim hagnaði út aftur eftir flóknum reglum innan sjávarútvegsins. Þetta var til guðsblessunar lagt af fyrir um 10 árum. Gengisskráning hefur oft verið notuð til að loka dæmum í islensku þjóðfélagi. Oftast hefur verið miðað við að sjávarútvegur rétt skrimti, en viðskiptajöfnuður látinn mæta afgangi og hágengisstefna nýtt til að bæta lífsskjör. Fyrir fáum ámm var gengið sett fast og freistað þess að láta aðra þætti aðlagast þeirri sterku tak- mörkun. Þá fóm ríkisfjármálin og erlendar lántökur með þá stefnu fjandans til. Örðugleikar sjávarútvegsins voru verulegir á þessum tíma en útflutn- ings- og samkeppnisiðnaðar hálfu verri. Það eru gömul sannindi að flétta verður marga þætti í þá fjötra sem eiga að duga til að hemja umfram- eyðslu íslendinga. Gengisstefna sem tekur mið af framboði og eftirspum kemur hér vel til álita. Evrópuþjóðir hafa þó Dr. Ágúst Einarsson „Auðvitað er hægl að setjast niður og bíða þess að aðstæður kreQ- ist róttækra lausna í skyndi. En gæti ekki verið skynsamlegra að ráða nokkru um at- burðarásina sjálf með skipulögðum hætti og samvinnu?“ náð langt með samtengingu sinna mynta og stöðugleika í gengi. Spá mín er að fyrr eða síðar tengjumst við óformlega eða formlega slíku kerfi. Hugmyndir að fella gengi og gera hagnað af gengisfellingu í sjávarútvegi upptækan með veiði- gjaldi er athyglisverð sem nálgun að breyttri gengisstefnu. Áhrif slíks em þó ókönnuð á aðra þætti en áhrifin yrðu mjög mikil. Hugmyndin er líka önnur og fmmlegri eða sú að væntanlegur ágóði gengisfellingar og bættrar fiskveiðistjómunar yrði tekinn úr sjávarútvegi með því sem kallað er veiðigjald. Orðið gengisafgjald lýsti þessu ef til vill betur heldur en veiðigjald. Gengislækkunin bætir hag annarra útflutningsgreina og gengisafgjald sjávarútvegs rynni til dæmis til lækkunar skatta. Ef þessi leið yrði valin væri líka hægt að innheimta gjaldið við gjald- eyrisskil afurðanna frekar en að leggja gjald á hvert þorskígildis- tonn. Þessi hugmynd er eiginlega ekki um stjórnun fískveiða. Hún er lengra komin. Hún gerir nefnilega ráð fyrir því að frjálst framsal og varanleiki kvóta leiði til enn frekari hagkvæmni. Það er einmitt þetta sem er vandamálið. Það er ekki búið að koma í gegn þessari viðbótarhag- ræðingu í fiskveiðistjómun. Að gleyma hagkvæmninni Umræðan um fískveiðistjórnun- ina nú alveg nýverið bendir til þess að stjórnmalamenn séu að gefast upp að setja á hagkvæmna fisk- veiðistjórnun. Nú á að úthluta byggðakvótum að hluta en ófrelsi í framsali gerir alla hagkvæmni að engu. Hagkvæmni í fiskveiðistjórnun felst í fækkun skipa smátt og smátt. Ef nota á veiðiheimildir í öðru skyni, til dæmis til að leysa byggðavandamál, þá er ekki hag- kvæmnin í fyrirrúmi heldur önnur sjónarmið. Sjóðsmyndun með veiðiheimild- um er leið til mismununar og skömmtunar, býður upp á spillingu og getur hindrað eðlilega framþró- un byggða og þannig komið þeim verst sem ástæða er að standa að baki. Höfuðáherslu ber að leggja á fijálsa framsalið og veiðiheimildir til langs tíma. Þá strax í kjölfar þess á að hætta að miða gengis- skráningu við eina atvinnugrein og afla heimilda að sjávarútvegur skili hagkvæmninni ekki í formi hás gengis. Síðustu 11 ár og að þessu ári meðtöldu hefur verið halli á við- skiptum við útlönd 11 ár af þessum 12 árum. Við getum auðvitað náð 25 millj- örðunum, sem sparast við núver- andi fiskveiðistjómun og nefndir voru í fyrri grein, að hluta til baka með gengisfellingu og tekið hagnað þeirrar gengisbreytingar út úr sjáv- arútveginum. En 25 milljarðamir em þegar komnir út í allt þjóðfélag- ið og ekki er hægt að ná þeim nema með að rýra lífskjör að hluta þótt vafalaust væri hægt að lækka ein- Framúrskarandi hvítlaukur eftir Kolbrúnu Karlsdóttur Okkur verður víst flestum tíðræðast um það sem miður fer í hinu daglega lífi en gleymum að geta þess sem gott er. Þess vegna langar mig að segja ykkur öllum frá einhveiju því besta sem hent hefur í mínu lífi um langa tíð, en það eru kynni mín af Kyolic- hvítlauknum. Ég, eins og við flest, vann mikið, svaf of lítið og hugsaði alls ekki sem skyldi um þessa stórnauðsyn- legu vél, líkama minn. Útkoman varð gigt, þreyta, höfuðverkur, meltingartmflanir og andvökunæt- ur þá er ég loksins ætlaði mér að sofa fyrir vikuna. Þegar gigtin í herðunum var komin á það stig að ég hvorki gat hreyft höfuðið til hægri né vinstri sá ég að nú yrði ég eitthvað að gera, ef ég vildi yfirhöfuð einhveija breytingu. Ég komst til sjúkraþjálf- ara sem tók mig í meðferð og eigin- lega ekki síður andlega en líkam- lega. Hún gerði mér grein fyrir því að ég hef bara þennan eina skrokk til notkunar og því eins gott að hugsa um hann sem slíkan. Og hún sagði mér að prófa Kyolic-hvítlauk- inn. Til að gera langa sögu stutta gerði ég það og mun blessa þann dag sem Kyoiic fyrst kom í mínar hendur. Ég breyttist öll til batnað- ar. Ég sofnaði eins og'ungbam um leið og ég lagði höfuðið á koddann, meltingartruflanir heyra sögunni til og nú borða ég bæði salöt og þeytt- an ijóma sem mér í áravís hefur orðið illt af. Meira að segja gigtin er skárri. Ég hef sagt öllum í minni fjöl- skyldu frá þessum stórkostlegu hvítlaukshylkjum en langar líka til að fleiri fái vitneskju um þau. Ég veit að það eru svo margir sem Kolbrún Karlsdóttir „Ég hef sagt öllum í minni fjölskyldu frá þessum stórkostlegu hvítlaukshylkjum.“ þekkja þau ekki en myndi breyta stórkostlega heilsufarinu ef svo væri. hveija skatta samhliða þessu. Vissulega myndi það bæta stöðu samkeppnisiðnaðar en hætt er við að einhvers staðar yrði sárt kveinað. Horft til framtíðar Ný gengisstefna þarf aðdrag- anda og undirbúning. Reyndar er nú miklu stærra mál i gangi. Það er ein merkasta tilraun í áratugi að ná tökum á efnahagsiífínu. Kjarasamningamir og sú stefna sem þar var mörkuð með litlum launabreytingum, óbreyttu raun- gengi og lægri verðbólgu mun skila okkur aftur á bekk með öðrum þjóð- um.. Öll endurreisn í þjóðfélaginu hvort sem er betri fiskveiðistjórnun eða ný gengisstefna er vonlaus nema þessi núll-lausn heppnist. Verðbólga umfram aðrar þjóðir gengur ekki lengur og hefur reynd- ar aldrei gengið, þótt við höfum gert það með því að steypa okkur í erlent skuldafen. Fyrirtæki veslast upp og erlendar skuldir hafa aldrei verið eins miklar og á þessu ári eða 53% af þjóðar- framleiðslu. Greiðslubyrðin er óskapleg eða 20% af útflutnings- tekjum. 14 milljarða greiðum við í vexti til útlanda í ár. Það er meira en tvöfaldur útflutningur hefðbund- inna iðnaðarvara og er meira en allur saltfiskútflutningurinn. í framhaldi af jafnvægi hér á næsta ári, endurskipulagningu bæði Vestur- og Austur-Evrópu, verður við að hætta að marka okk- ur sérbása hér og þar. Sjávarútvegur á sinn bás og iðn- aður er í öðrum og þannig hefur þetta gengið, en þetta er rangt. Báðar þessar atvinnugreinar hafa sömu hagsmuni: sambærileg skilyrði innanlands og sömu skilyrði og erlendir keppinautar. En vafalaust verður torsótt að fella saman þetta skipulag. Breytingar í Evrópu síðasta hálfsL- árið eru þær mestu í áratugi og ei til vill þær mestu sem mín kynslóð á eftir að upplifa. Þessar breytingar kalla á nýjar, róttækar, óhefð- bundnar lausnir. Hluti af róttækri lausn er m.a. að knýja fram bréytingar í stjórn- sýslu, sameina ráðuneyti sjávarút- vegs og iðnaðar og leggja niður sértengda lánasjóði atvinnuveg- anna, samræma stefnumörkun gagnvart Evrópubandalaginu, móta nýja fiskveiðistefnu með fijálsu framsali og varanlegum veiðiheim- ildum og innleiða nýja gengisstefnu að fengnum stöðugleika í verðlagi. Auðvitað er hægt að setjast niður og bíða þess að aðstæður krefjisBR. róttækra lausna í skyndi. En gæti ekki verið skynsamlega að ráða nokkru um atburðarásina sjálf með skipulögðum hætti og samvinnu? Höfundur er prófessor við Háskóla íslands. En hvað er Kyolic? Kyolic er hvítlaukur, lífrænt ræktaður á nyrstu eyju Japans. Á þessu svæði er jörð, vatn og loft ómengað. í stað tilbúins áburðar eru malaðar jurtarætur, lauf og önnur lífræn efni blönduð jarðveginum sem er næringarrík gróðurmold. Skordýra- eitur hefur aldrei komið nálægt ökrum þar sem Kyolic er ræktað. Milljónum dollara hefur verið varið í áratuga rannsóknir til að finna mætti árangursríkustu aðferðir við ræktun og vinnslu en ekki síður hvernig það vinnur með manns- líkamanum. Ég hef gefið ýmsum einstakling- um Kyolic til reynslu því ég veit sjálf af eigin reynslu hvílíkt undra- efni það er. Flestir hafa uppfrá því notað Kyolic og telja sig ekki geta án þess verið. Sjálf hef ég hætt að neyta Kyolic á 10 daga ferðalagi^ og það get ég sagt ykkur að slíkt myndi ég aldrei aftur. Mismunurinn var sli'kur að fæstir myndu trúa mér. Að lokum — ef eitthvað ámar að ykkur, hafið mín ráð, fáið ykkur glas af Kyolic. Það sakar ekki að reyna sjálf. Höfiindur er h úsmóðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.