Morgunblaðið - 26.05.1990, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 26.05.1990, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAI 1990 49 Hallgrímur Sveinn Kristjánsson bóndi, Kringlu - Minning Fæddur 25. september 1901 Dáinn 18. maí 1990 Þann 18. maí sl. andaðist í Hnit- björgum, dvalarheimili aldraðra á Blönduósi, nágranni minn og vinur Hallgi'ímur Sveinn Kristjánsson, fyrrum bóndi á Kringlu á Ásum. Með honum er genginn aldraður maður, sem áður setti svip á um- hverfi sitt. Hallgrímur fæddist 25. septem- ber 1901 á Hnjúki í Vatnsdal, son- ur hjónannna Sigríðar Jósefsdóttur frá Vætuökrum í Breiðuvíkur- hreppi og Kristjáns Magnússonar, kennara, frá Stóra-Múla í Saurbæ. Fárra mánaða gamall var hann tekinn í fóstur af þeim sæmdar- hjónum Valgerði Einarsdóttur og Jóni Jónssyni á Hofi i Vatnsdal og þar ólst hann upp. Minntist hann jafnan fósturforeldra sinna og æskuheimilisins á Hofí með mikilli hlýju og virðingu, einkum mun honum hafa þótt vænt um fóstru sína. Því heimilli vann hann fram á fullorðinsár, og án efa að mörgu leyti goldið fósturlaunin. Þann 12. mars 1934 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Hermínu Sigvaldadóttur frá Ilrafnabjörgum í Svínadal, mikilli sæmdarkonu. Vorið eftir hefja þau búskap á Kringlu. Þau keyptu jörð- ina um 1940 og bjuggu þar allan sinn búskap fram um 1980, síðustu 20 árin í félagi við Reyni son sinn og Sigurbjörgu konu hans en Reynir var þá raunar aðalbóndinn. Kringla er miðlungsjörð að stærð, en landið grösugt. Túnið var hins vegar lítið þegar þau hjón fluttu þangað, og þrátt fyrir engja- blett á Eylendinu voru heyskapar- möguleikar takmarkaðir. Reyndi því mjög á bóndann að sjá fénaði sínum farborða sem honum tókst með prýði. Hallgrímur var afburða fjármaður. Hann stóð yfír fé sínu í haganum og sparaði hey til að mæta misjöfnu tíðafari á vorin, enda var fé hans ávallt vel fram gengið. Hann var veðurglöggur og forsjáll og hýsti féð ævinlega, ef hann taldi von á vondu veðri áður en féð var að fullu komið á hús. Með nýjum tímum hóf hann og seinna þeir feðgar framkvæmdir á jörðinni í ræktun og húsbygging- um sem gerbreyttu henni til bú- skapar og áfkomumöguleika, enda fór hagur heimilisins síbatnandi. Hallgrímur gegndi ýmsum störf- um fyrir sveit sína, m.a. sat hann í hreppsnefnd um skeið. Að öðru leyti' voru störf hans á þeim vett- vangi mikið bundin fjallskilamál- um. hann var ferðagarpur, hesta- maður og alltaf vel ríðandi. Hann kunni flestum mönnum betur að fara að skepnum. Til hans var því mjög leitað um forystu í göngum, rekstrarferðum og réttum. Þannig var hann ráðinn fyrirliði þeirra sem ráku sláturlömb úr Vatnsdal suður heiðar til Reykjavíkur í eitt eða tvö haust. Var það hvorki áhættu- eða vandalaust verk, sem heppnaðist þó farsællega. Auk þessa gegndi hann grenjavinnslu í fjölda ára. Hallgrímur var yfirbragðsmikill, meðalmaður á hæð og liðlega vax- inn. Hann æfði nokkuð hlaup á yngri árum ásamt bróður sínum, Geir Gígju, sem átti íslandsmet í hlaupum í mörg ár. Hann var snerpumaður að dugnaði og hvat- legur. Það fylgdi honum frísklegur blær kímni og léttleika, enda var hann mikill gleðimaður. Hann var því víða aufúsugestur og átti fjölda vina. Hjálpsemi hans og greiðvikni var við brugðið og má segja að hann hafí starfað sem sjálfmennt- aður dýralæknir í sveitinni, þangað til lærðir menn komu til sögu. Hann brá ævinlega skjótt við þeg- ar til hans var leitað þessara er- inda. Allt annað varð að víkja. Samviskusemi hans og þolgæði virtust ekki takmörk sett, því hann unni sér ekki hvíldar fyrr en úrslit voru ráðin, hvort sem um var að ræða stutta stund eða eitt eða fleiri dægur. Oftast hafði hann sig- ur í þeirri baráttu og launin tók hann aðeins í þakklæti og þeirri gleði sem gagntók hann þegar hann hafði hjálpað skepnu í nauð- um. Nærfærni hans um sjúkleika í skepnum var slík, að þegar hann fór með fé sitt frá Hofí að Kringlu var riðuveiki á Hofí. Hann skoðaði hverja kind og skildi eftir þær sem hann taldi grunsamlegt að væru veikar. Aldrei kóm síðan fram riðu- veik kind á Kringlu. Hjónin á Kringlu voru ekki ein- ungis samhent um velferð heimilis- ins og rausn við gesti, heldur stóðu þau sem einn maður um þessa óbrigðulu hjálpsemi við náungann, ekki síst þegar málleysingjar áttu í hlut. Þau hjónin eignuðust þrjú böm og ólu einnig upp systurson Hermínu, Sigvalda Hrafnberg. Systkinanna, maka þeirra og heim- ila, er getið í annarri grein hér í blaðinu, en það er til marks um ræktarsemi Hallgríms, að tvö elstu börnin vom skírð í höfuðið á fóstur- foreldrum hans, Gerður Jónína og Jón Reynir. Yngst er síðan Ásdís Ema. Hermína og Hallgrímur fluttu að Hnitbjörgum, heimili fyrir aldr- aða á Blönduósi, í desember 1981. Hallgrímur lamaðist alvarlega fyrir fímm árum, en hélt þó skýrri hugs- un og oftast fótavist að nokkru. Hann hvarf yfir móðuna miklu í vorblíðunni, eins og hún gerist best í maímánuði. Löngum var hann vorsins maður, sú árstíð var honum kærari en aðrar. Hann naut þess að sjá lífíð kvikna og end- urnýjast í ríki náttúrunnar. Sjálfur var hann náttúrubarn og kunni á ýmsum þáttum hennar betri skil en margur annar. Það fór því vel að þegar hann hafði eigi lengur þrek til að taka á móti töfrum vorsins hefði hann vistaskipti og hyrfi inn í vorblíðu annars heims. Við hjónin og okkar fólk þökkum vináttu, hjálpfýsi og hlýju, sem við höfum mætt frá þessum góða granna okkar og öllu Kringluheim- ilinu um langa tíð. Betra nágrenn- is er ekki hægt að óska. Við sendum Hermínu, börnum þeirra hjóna, fóstursyni, tengda- börnum, barnabörnum og öðru venslafólki einlægar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Hallgríms á Kringlu. Pálmi Jónsson Minning: Anna S. Julnes Guðmundsdóttir Fædd 7. júlí 1946 Dáin 17. apríl 1990 Þegar vorið boðar komu sína og náttúran er að vakna af vetrar- dvala berast þær sorgarfréttir frá Noregi að vinkona mín, Anna Guð- mundsdóttir, sé látin. Hetjulegri baráttu henanr við illkynja sjúk- dóm var lokið. Foreldrar Önnu eru hjónin Ásta Þórarinsdóttir og Guðmundur Guðni Guðmundsson rithöfundur, búsett í Kópavogi. Kynni okkar Önnu hófust haust- ið 1966 í 2. bekk Kennaraskóla íslands. Hún hafði þá lokið 1. bekk utan skóla um sumarið eftir nám við lýðháskóla í Noregi. Við bund- umst vináttuböndum sem aldrei bar skugga á og fylgdumst vel með högum hvor annarrar. Við ræddum um framtíðaráformin, fjölskyldur okkar, lífið og tilver- una. Verst þótti okkur hve fjar- lægðin milli landanna var mikil en bættum það upp með bréfaskrift- um og símtölum. Anna var bæði félagslynd og glaðvær, en var í eðli sínu hlédræg og kunni best viðð sig í góðra vina hópi. Anna kynntist eftirlifandi eigin- manni sínum, Johan Julnes, skóla- stjóra og rithöfundi á eyjunni Aukra er hún var við nám í Nor- egi. Þau giftu sig 5. júlí 1969 og eignuðust 3 mannvænleg börn: Hildu fædd 1968, Leif fæddur 1970 og Jenný fædd 1978. Þau voru einstaklega samheldin fjöl- skylda og taldi Anna það sína mestu gæfu í lífinu. Það var hreint ótrúlegt hvað þau hjónin tóku sér fyrir hendur, því áhugamálin voru margvísleg, bæði hvað varðar heimilið og búskaparhætti á land- areign þeirra. Hæst bar þó áhugi þeirra hjóna á ættfræði og sagn- fræði og eru þau bæði þekkt fyrir ritstörf sín þar að lútandi. Anna gaf út 2 bækur sjálf og skrifaði greinar í ýmis tímarit. Hún sat um skeið í stjórn sóknarnefndar kirkj- unnar á Aukra og íslendingafé- lagsins Möre-Romsdal. Þau hjónin eignuðust fjölda vina í gegnum rit- störf sín er þau öfluðu sér upplýs- inga með heimsóknum til fólks. Anna starfaði lengst af sem kennari, en á síðasta ári sem læknaritari og líkaði það vel. Þó Anna kynni vel við sig í Noregi, leitaði hugur hennar oft til íslands og komu þau hjónin ásamt börnum sínum eins oft og þau gátu hingað. Þau festu kaup á íbúð í Kópavogi ásamt eldri dótt- ur sinni, sem býr þar. Þar dvöldu þau og gátu boðið til sín fjölskyldu Johans og vinafólki. Það urðu ávallt fagnaðarfundir er þau komu til landsins. Eg heimsótti þau til Noregs sumarið 1971 og verður sú ferð mér alltaf minnisstæð. Ferðuðumst við töluvert um nágrennið og sýndu þau mér sögufráegar slóðir og merkar minjar. Síðustu samfundir okkar voru síðastliðið sumar, en þá var Anna orðin veik. Að venju hittumst við nokkrar bekkjarsystur og var það okkur mikil reynsla að fylgjast með hugrekki og þrautseigju henn- ar í baráttu við sjúkdóm sinn og hve hreinskilnislega hún ræddi hann. Við bekkjarsystkini hennar úr Kennaraháskólanum minnumst hennar ávallt með hlýhug, en Anna er sú fyrsta sem hverfur úr okkar hópi. Við viljum kveðja hana með Ijóðinu „Eftirsjá“ úr nýútgefinni Ijóðabók bekkjarsystur okkar. Mig langar til að halda í andartakið blása það líG ofurlítið lengur en það hverfur á brott svo sjálfstætt og afturkallaniegt. En það koma alltaf ðnnur falleg sjálfstæð og afturkallanleg. (A.S.B. - Ljóðabókin ,,Strendur“.) Líkt er með minningarnar. Þær hverfa á braut en leita ávallt á hugann á ný og gefa lífínu gildi. Fyrir hönd bekkjarsystkina okk- ar og fjölskyldu minnar sendi ég öllum hennar nánustu innilegar samúðarkveðjur. Helga Magnúsdóttir Líttu fram en ekki aftur örugg von sé lífs þíns kraftur von, sem byggð á bjargi er. Líttu upp en ekki niður eilíf gleði, drottins friður búi æ í bijósti þér. Þessi orð skrifaði hún Anna til mín í Kvennaskólabókina útskrift- arvorið okkar 1963. Ég opnaði bókina mína er ég frétti um ótíma- bært lát hennar 17. apríl sl. í henn- ar núverandi heimalandi Noregi. Þar las ég þessi orð og líka þessi: „Af er þraut þá unnin er.“ Nú hefur Anna unnið sína þraut svo langt um aldur fram af völdum þess vágests er hrífur til sín svo allt of marga á besta aldri. Minningarnar hrannast upp. Minningar úr Kvennaskólanum í Reykjavík veturinn 1959-63. Marga stundina sat Anna með mér yfír stærðfræðinni sem var minn veiki punktur. Minningar úr skáta- starfínu í skátafélaginu Kópum í Kópavogi. Þá var nú margt brallað. Mig skortir orð til að lýsa tilfinn- ingum mínum þegar svona frétt berst. Það eina sem ég get er að votta Johan, Hildu, Leif, Ástu, Guðmundi og öðrum aðstandend- um hennar mína dýpstu samúð. Þau geta verið stolt af henni Önnu. Hún var mjög vel gefín, hreinskilin og sérstaklega heil- steypt manneskja og skilur eftir sig vandfyllt skarð hjá öllum þeim er hún átti samskipti við á lífsleið- inni. En sá eiginleiki í hennar fari sem ég mat hvað mest var tryggð- in. ' Megi algóður Guð styrkja alla þá er nú eiga um sárt að binda og hjálpa þeim í gegnum sorgina. Önnu kveð ég með trega og sársauka og bið þess að hún -megi hvíla í friði. Blessuð sé minning hennar. Hrefiia Hektorsdóttir Ilandbók hcstamanna uni hfossasjúkdóma HESTA HEILSA Hclgi Sigurðsson dýralæknir Tilgangurinn er aó upp- lýsa um orsakir, ein- kenni og helslu atriói meóíeróar hinna ýmsu sjúkdóma. Meginóhersla er lögó ó fyrirbyggjandi oógeróir. Tryggóu hestinum >ínum hestaheilsu". Ármúla 38 - Reykjavík Sími 685316 - Pósthólf 8133
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.