Morgunblaðið - 26.05.1990, Page 52

Morgunblaðið - 26.05.1990, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990 fclk í fréttum SANNGIRNI Röngum söguburði andmælt Franska kynbomban unga Amanda De Cadenet, sem er einkum fræg þessar vikurnar fyrir að vera í tygjum við John Taylor, hinn villta liðsmann Duran Duran, hefur gengið fram fyrir skjöldu og krafist þess að vera virt að verðleikum. Allt sé ósatt sem sagt sé um framferði hennar, t.d. að hún sýni barm sinn nakinn fyrir hveijum sem er og beri sig saman við aðrar bijóstgóðar konur á borð við Gitte Nielsen og fleiri þungavigtarkonur í þeirri deild. Hún segir að á árum áður (hún er aðeins 18 ára!) hafi hún hlotið viðumefnið „villta barnið" því að þá hafí hún verið býsna atkvæðamikil í næturiífinu og vakið meiri athygli en jafnöldrur hennar og vinkonur og því verið milli tannanna á fólki. Hún hefði hagað sér oft og tíðum illa í þá daga og vildi ekki þvertaka fyrir að hún kynni að hafa flett sig klæðum að ofan við einhver tækifæri. Þar kom hins vegar að • móður hennar þótti nóg um og sendi hana á upptökuheimili fyrir afvegaleidda unglinga. Amanda segir þetta hafa verið hinn besta skóla og út hafi hún komið gerbreytt stúlka. Stóískari og ekki eins skemmtanasjúk. Og nú dansi hún eins og hún eigi lífið að leysa er hún fer út að skemmta sér í staðinn fyrir að þamba brennivín. Ánægður hópur heldur af stað heimleiðis. Þórsmörk. Morgunblaðið/Óskar Magnússon En á innfelldu myndinni sést er grillveislu var siegið upp í SUÐURLAND ALDARAFMÆLI Með opið hús í Borgarnesi Guðrún Bergþórsdóttir, Borgarnesi, varð 100 ára miðvikudaginn 16. maí sl. í því tilefni var hún með opið hús á Hótel Borgarnesi. Urðu margir til þess að heiðra þessa öldnu konu og færa henni blóm og árnaðaróskir. Guðrún er við góða heilsu og vel ern. Hún bjó lengi ein í húsi sínu við Egils- götu en flutti fyrir um tveimur árum á Dvalarheimilið í Borgamesi. - TKÞ Morgunblaðið/1 heodór Kr. Pórðarson Guðrún Bergþórsdóttir ber aldurinn vel og situr hnarreist og virðuleg innan um afmælisblómin. Sænskir unglingar á ferð Hópur unglinga frá Vannsta- skolan í Nynashamn í Svíþjóð dvaldi á dögunum hjá jafnöldrum sínum á Eyrarbakka. Alls eru í hópnum 20 unglingar, tveir kennar- ar og tvö foreldri. Nynashamn er vinabær Eyrar- bakka og þetta em fyrstu sam- skipti skólanna. Hópurinn hefur farið víða um Suðurland og meðal annars var farið í Þórsmörk og gist þar í skála Ferðafélagsins. Heimsóknin hefur verið hin ánægjulegasta í alla staði og krakk- arnir hafa komist að raun um það, að áhugamál unglinga em þaú sömu, og hjörtun slá eins, beggja vegna Atlantshafsins. - Óskar Amanda De Cadenet og John Taylor. Steinakrýl Fyrir þá sem vilja mála sjaldan en gera það vel Þú vandar til verksins, þcgar þú málar húsið með Steinakrýli frá Málningu hf. Stein- akrýl veitir steininum ágæta vatns- vöm og möguleika á að að „anda“ betur en hefðbundin plastmálning. Viðloðun Steinakrýls er gulltrygg og því getur þú einnig notað n§ það sem grunn undir Kópal-Steintex. Þú gctur málað með þessari úrvalsmálnipgu við lágt hitastig, jafnvel í frosti. Hún þolir vætu eftir um eina klst., hylur fullkomlega í tveimur umferðum, veðr- unarþol er frábært og litaval gott. nuihwH) Næst þegar þú sérð fallega málað hus — kynntu þér þá hvaðan málningin er Mmálning'f - það segir sig sjálft -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.