Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26: MAÍ 1990 Frá Sumarbridskeppninni sl. fímmtudag. Sveskjur með koníaksbragði. Sveskjur Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Á okkar tímum teljast sveskj- ur vart til „lúxus“-matar, frek- ar en aðrir ávextir, þó ætla mætti að svo sé af verðlaginu. Engan hef ég þó heyrt segja að sveskjur séu ekki keyptar til heimilisnota vegna verðsins. Það er þó ekki ýkja langt síðan að miðaldra kona, alin upp i kaupstað úti á landi, minntist þess hve spara þurfti í mat á heimilinu. Þá fékk hvert barn- anna tvær sveskjur út í sætsúp- una en móðir þeirra setti enga á sinn disk. Sannarlega breyttir tímar. Sveskjur eru stórgóðar með ýmsum mat og óspart not- aðar á heimili þeirra er þetta ritar. Þær eru góðar með lamba- og svínakjöti, á morgun- verðarborðið út í súrmjólk eða kornmat, í ávaxtasalöt og eftir- rétti. Sveskjur með koníaksbragði 250 g steinlausar sveskjur 2 dl vatn 85 g púðursykur 1 kanilstöng 3 msk. koníak Sveskjurnar settar í pott með vatni, sykri, kanilstöng og suðan látin koma upp. Sveskjumar að- eins látnar mýkjast, þær kældar og kanilstöngin tekin úr, koníaki hrært saman við og skipt niður á fjórar skálar. Þeyttur ijómi borinn með og möndluflögum stráð yfír. Ætlað fyrir 4. Sveskju-“kompott“ 250 g steinlausar sveskjur 2 dl vatn 'Adl brytjaðar möndlur vanillusósa rifið súkkulaði þeyttur ijómi Suðan látin koma upp á sveskj- unum, þær kældar og settar í fjór- ar skálar, möndlunum stráð yfir. Vanillusósunni hellt yfir og skreytt með þeyttum ijóma. Til- búið vanillusósuduft er fáanlegt í verslunum en lítið mál að búa hana til heima. Ætlað fyrir 4. Sveskju-„souffle“ 150 g sveskjur vatn 5-7 msk. sykur (eða eftir smekk) 3-5 eggjahvítur Sveskjurnar soðnar, steinamir teknir út, þær hakkaðar eða brytj- aðar mjög smátt, sykrinum hrært saman við, magn eftir smekk. Eggjahvíturnar stífþeyttar og síðan blandað varlega saman við sveskjumar. Síðan er þetta sett í smurða skál og bakað í ofni við mjög vægan straum í 20-25 mín. Ætlað fyrir 4. Amerískur sveskju-ábætir 1 bolli soðnar sveskjur, stein- lausar 'Abolli sykur 1 bolli sveskjusoð 2 eggjahvítur safi og börkur af einni sítrónu 1 msk. matarlímsduft 'Abolli kalt vatn Matarlímsduftið hrært út í vatn og látið standa í 5 mín. Soðnar sveskjurnar settar í litla hrærivél- arskál og hrært þar til þær eru komnar í mauk. í lítinn skaftpott er settur safínn eða soðið af sveskjunum, 1 bolli af safa á móti 'Abólla af sykri, látið sjóða og matarlíms- blanda sett saman við, hitað var- lega með. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar, vökvinn í pottinum settur varlega saman við ásamt sítrónusafa og berki, og hrært með. Að síðustu er sveskjunum hrært varlega sam- an við og kælt vel áður en borið er fram. Þeyttur rjómi eða þunn vanillusósa höfð með. Ætlað fyrir 6 manns. __________Brids____________ Amór Ragnarsson Sumarbrids í Reykjavík Sumarbrids var framhaldið sl. fimmtudag. 26 pör mættu til leiks og var spilað í 2 riðlum. Úrslit urðu (efstu pör): A-riðill: ÞórðurBjömsson-Þrösturlngimarsson 270 ErlingurAmarson-SigfúsÞóröarson 249 Guðlaug Jónsdóttir - Aðalsteinn Jörgensen 235 AmórRagnarsson-JensJensson 234 Alfreð Kristjánsson - Láms Hermannsson 221 Meðalskor var 210. B-riðiU: ÓlafurLámsson-SteingrimurG.Pétursson 140 CecilHaraldsson-MuratSerdar 127 DaðiBjömsson-GuðjónBragason 125 MapúsAspelund-SteingrimurJónasson 120 Meðlskor var 108. Spilað verður alla þriðjudaga og fimmtudaga í Sumarbrids í sumar. Húsið opnar kl. 17. Sérstök athygli er vakin á því, að áhugasömustu spilurun- um verður boðið að taka þátt í brids- námskeiði í haust, þeir er oftast mæta til leiks. Spilarar sem hafna oftast í 4. sæti í riðli í hveijum mánuði fá bóka- verðlaun og sigurpörin í hveijum riðli fá frítt í næsta skipti sem það par mætir. Allt spilaáhugafólk er velkomið að mæta í Sigtún 9 (hús Bridssambands- ins) Bridsfélag Breiðholts Þriðjudaginn 22. maí var firma- keppni félagsins á dagskrá. Spilaður var einmenningur í tveimur riðlum. Úrslit firmakeppninnar: Litaver Stjömusalat Neonþjónustan Nýja sendibílastöðin Veitingahúsið Ártún Kjötborg Úrslit einmenningsins: Guðjón Jónsson 121 Bergur Ingimundarson 115 María Ásmundsdóttir 109 Guðjón Siguijónsson 109 Baldur Bjartmarsson 106 Síðasta spilakvöld starfsársins verð- ur næsta þriðjudag. Spilað verður tvímenningur og veitt verðlaun fyrir tvö efstu sætin. Þá fer fram verðlaunaaf- hending fyrir aðalkeppnir vetrarins frá áramótum. Verðlaunahafar sérstaklega minntir á að mæta, og einnig þeir sem eiga ósótt verðlaun frá haustdögum. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30. Bridsdeild Húnvetningafélagsins Fyrir nokkru lauk fímm kvölda baro- metertvímenningi með þátttöku 32 para. Lokastaðan: Jón Ólafsson — Ólafur Ingvarsson Gísli Tryggvason — 371 Tryggvi Gíslason Snorri Guðmundsson — 267 Friðjón Guðmundsson Gunnar Birgisson — 263 JóngeirHlynason Guðlaugur Nielsen — 240 Birgir Sigurðsson Magnús Sverrisson — 231 Guðlaugur Sveinsson 174 PÍANÓBAR UPPI: DISKÓTEK NIÐRI: EINARLOGI JÚLLIHEIÐA R Maturtil /-0)1 kl. 22.00 x£M Opið til kl. 03.00 JÁ: DUUS HÚS ER ÖÐRUVÍSI Nillabar Jón forseti og félagar halda uppi stuði Fylgist með kosningunum hjá okkur. Sjónvarp í hverju horni. Opið frá kl. 18.00. Danshljómsveitin UPPLYFTING spila fyrir dansi. Hafnfirðingar! Höldum upp á sigurinn í firðinum. Gleðjumst eða grátum. Snyrtilegur klæðnaður. SÍMAR: 23333 - 29099 BRAUTARHOLTI 20 Dansinn dunarfrá kl. 22-3 Omdúettiiiii ásamt Öm miálrns á 3. hæú Þar sem fjörið er mest skemmtir fólkið sér best Simbi, Biggi og skrautlegir félagar sýna föt frá Kosnmgaclans ö leiknr I Ártnni íkvöld frá kl. 22.00 - 03.00 Hljómsveitin NÝJA-BANDIÐ leikur nýju og gömlu dansana Söngkona Kristbjörg Löve Vinsamlegast ath. að sjónvarp verður á staðnum svo allir geti fylgst með Dansstuðið er íÁrtúni vemNOAHUS Vagnhöfða 11, Reykjavík, sími 685090. & Danshljómsveitin okkar ásamt Dorvaldi Halldórssyni í kvöld, laugardagskvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.