Morgunblaðið - 26.05.1990, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 26.05.1990, Qupperneq 63
63 MORGUNBLAÐIÐ iÞROTTIR LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990 Mmm rouc ■ SJÖ leikmenn fengu gult spjald í leik Sljörnunnar og KR í fýrra- kvöld, fjórir hjá KR og Þrír hjá Stjörnunni. Leikurinn þótti þó hinn rólegasti og lítið um gróf brot. „Ég veit ekki hvað gerist í grófu leikjun- um fyrst að það eru sjö spjöld í leik sem þessum,“ sagði Ian Ross, þjálfari KR. ■ INGVI Guðmundsson, fyrsti formaður Stjörnunnar, var heið- ursgestur á leiknum sem var fyrsti heimaleikur liðsins í 1. deild. ■ TVEIR leikmenn stigu fyrstu spor sín í 1. deild. Ami Kvaran kom inná hjá Stjörnunni um miðjan síðari hálfleik og Sigurður Ómars- son lék síðustu mínúturnar með KR. B TVEIR leikmenn gerðu fyrstu mörk sín fyrir nýtt félag í 1. deild, Lárus Guðmundsson fyrir Sljörn- una og Ragnar Margeirsson gerði tvö mörk fyrir KR. B RÚMLEGA tólf hundruð áhorf- endur voru á leik Stjörnunnar og KR en stór hluti þeirra missti af fyrstu mínútum leiksins. Þegar leik- urinn hófst var um 50 metra þre- föld röð við miðasöluna sem fór fram í tveimur bílum. Stjörnu- menn, sem leika í fyrsta sinn í 1. deild, eru líklega ekki vanir svo mörgum áhorfendum en verða að kippa þessu í lag fyrir næsta heima- leik. M ANTON Björn Markússon var í fyrsta sinn í byrjunarliði Fram í 1. deild, en hann hóf leikinn gegn IA og stóð sig vel. Anton er 19 ára. B ELÍAS Friðriksson, vamar- maður IBV, kom inná sem vara- maður þegar skammt var til leiks- loka í leik ÍBV og^ Þórs. Hann meiddist í leik með ÍBV í 2. deild í júní í fyrra og var þetta fyrsti leikur hans síðan þá. B BIRKIR Kristinsson og Bjarni Sigurðsson, landsliðsmarkverðir, eru einu markverðimir í 1. deild sem hafa haldið marki sínu hreinu fyrstu tvær umferðimar. B ÍSLENSKA U-21 árs landsliðið leikur gegn Albaníu í undankeppni Olympíuleikanna á þriðjudag. Leik- urinn fer fram á Kópavogsvelli kl. 20.00. ■ ARGENTÍNSKA landsliðinu í knattspymu hefur ekki gengið vel * undirbúningsleikjum sínum og í gær náði liðið aðeins jafntefli, 1:1, gegn spænska 1. deildarliðinu Va- lencia. Táningurinn Enrique Cuc- hart gerði mark Valencia en De Zotti jafnaði fyrir heimsmeistarana. B BOBBYRobson, þjálfari enska landsliðsins í knattspymu, hefur tilkynnt að hann hætti með liðið eftir heimsmeistarakeppnina á Ítalíu. Hann hyggst taka við starfí þjálfara PSV Eindhoven og er tal- >ð að hann hækki töluvert í launum við skiptin. ® BAYERN Miinchen hefur nú °pnað budduna og er á höttunum eftir Brian Laudrup hjá Bayer Lerdingen og Stefan Effenberg hjá Gladbach. Bayern hefur boðið 8 milljónir marka í Laudrup og er það hæsta verð fyrir leikmann inn- an Bundesligunnar og 4 milljónir marka í Effenberg, sem verið hefur einn besti leikmaður Gladbach. B STEFAN Beckenbauer, sonur Franz „keisara“ er nú í Belgrad í Júgóslavíu þar sem hann æfír með Rauðu sljörnunni. Stefan hefur leikið með 1860 Miinchen í 3. deild °g þykir mjög liðtækur. Þjálfari Rauðu stjörnunnar lék áður með Kaiserslautern og þekkir því vel tjl í vestur-þýsku knattspyrnunni. ■ BJARNI Guðmundsson gerði þrjú mörk er Wanne Eickel sigraði Dusseldorf, 20:19, í úrslitakeppn- ■nni um sæti í úrvalsdeildinni næsta vetur. Það má því telja víst að | Wanne Eickel og Dusseldorf muni =\ leika í 2. deild næsta vetur. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Morgunblaðid/Einar Falur Antony Karl Gregory og Halldór Halldórsson horfa á eftir knettinum á leið yfir Hauk Bragason og í net KA-manna og fyrsta mark Vals var staðreynd. Sjaldan launar káHur... Antony Karl gerði bæði mörk Vals gegn.íyrrgm félögum sínum í KA ANTONY Karl Gregory reyndist fyrrum félögum sínum í KA óþægur Ijár í þúfu í gær. Hann var hjá Val en gafst upp á bið- inni eftir tækifæri og fór til KA. Þar var hann skólaður til í tvö ár áður en hann sneri aftur á Hlíðarenda. í gærsýndi hann svo KA-mönnum hvað hann lærði í vistinni og borgaði fyrir sig með þvi að gera bæði mörk Valsmanna sem sigruðu 2:0. Þetta voru reyndar fyrstu mörk hans fyrir Val í 1. deild. að var svosem hvorki betra né verra að gera þessi mörk gegn KA. Það er alltaf gott að skora, sérstaklega í byijun mótsins og ánægjulegt að vinna LogiBergmann meistarana," sagði Eiðsson Antony. „Við getum skrífar verið ánægðir með byijunina og þetta var mun betri leikur en gegn ÍA í fyrstu umferðinni," sagði Valsmað- urinn. Það voru þó KA-menn sem byij- uðu betur og Jón Grétar Jónsson fékk fyrsta færið, eftir skemmtilega sókn KA, en skot hans fór framhjá. Valsmönnum óx þó ásmegin er líða tók á leikinn og fengu mark á 40. mínútu eftir slæm vamarmistök. Eftir barning í vítateignum barst boltinn til Antony sem lyfti honum laglega yfir Hauk Bragason og í netið. Valsmenn fengu svo nokkur góð færi og strax í upphafí síðari hálf- leiks átti Steinar Adolfsson skalla framhjá eftir glæsilegan sprett Þorgríms Þráinssonar. Baldur Bragason fékk einnig gott færi en Haukur varði vel skot hans úr þröngu færi. Annað mark Vals kom á 62. mínútu og var afar einfalt. Steinar sendi boltann innfyrir flata vöm KA og Antony náði að hlaupa Steingrím Birgisson af sér og renna boltanum í fjær homið, frá vítateig. Valsmenn voru ekki langt frá því að bæta við marki en Haukur Bragason varði vel góð skot frá Baldri og Steinari undir lokin. Valsmenn léku vel, einkum í síðari hálfleik er þeir létu boltann ganga. Antony Karl hélt varnar- mönnum KA við efnið og fékk gócjy hjálp frá Steinari, Baldri og Sigur- jóni. Þorgrímur sýndi mikla baráttu í vöminni og átti góða spretti fram og Einar Páll var sterkur í vöminni. íslandsmeistaramir þurfa að bæta sig verulega til að eiga mögu- leika á titilvörn. Vörn þeirra er flöt og miðjan þunglamaleg. Bjarni Jónsson og Ormarr Örlygsson voru bestu menn liðsins í leiknum í gær og Kjartan Einarsson átti góða spretti. Voru Víkingar fleiri? „ÉG hafði það á tilfinningunni að Víkingarnir hefðu verið fleiri inn á vellinum," sagði ónefndur áhorfandi á Víkingsvelli eftir sigur heimaliðsins á FH-ingum 2:0 í annari umferð 1. deildar í gærkvöldi. Við þetta má bæta að sigurinn var fyllilega sann- gjarn í baráttuleik sem skorti alla knattspyrnulega áferð. Istuttu máli þá gekk leikurinn þannig fyrir sig að Víkingamir komu inná völlinn sem grenjandi ljón staðráðnir í að gefa piltunum > Fimleikafélaginu Þórmundur engan frið til að Bergsson byggja upp nokkurt skrífar Spj] FH-ingar létu slá sig strax útaf laginu og komust einfaldlega aldrei í takt við leikinn. Eftir um 15 mínútna leik kom fyrra mark Víkinga. Boltinn barst inní teig þar sem hófst harður atgangur. Víking- ar áttu sennilega ein þijú skot á markið sem ýmist var bjargað á línu eða lentu í Þorsteini markverði áður en Hörður Teódórsson þrum- aði í höfuð eins FH-ings, í slánna og inn. Bang! 1:0. Víkingar sóttu meir það sem lifði af fyrri hálfleik enda mun frískari eins og áður er getið. Færin voru þó af skornum skammti helst að Atli Einarsson skapaði ursla með hraða sínum. Hann fékk tvö þokka- ieg færi en klikkaði í bæði skiptin. FH-ingar sköpuðu sér aðeins eitt færi en Guðmundur Valur lét Bald- vin veija frá sér í þokkalegri stöðu. Bamingurinn hélt áfram í síðari hálfleik og virtist ekkert ætla að draga af Víkingunum. Rétt eftir miðbik hálfleiksins bættu þeir við öðru marki. Eftir snyrtilegan skalla frá Herði renndi Micic boltanum í netið af stuttu færi. 2:0. Sann- gjamt. FH-ingar gerðu nokkra hríð að marki Víkinga undir lokin en samt var það Atli Einarsson sem átti eina verulega færið sem að hvað. Hann komst einn í gegn en lét Þorstein veija frá sér. Hjá Víkingunum voru allir leik- menn samtaka í að beijast til síðasta blóðdropa. Þeir spiluðu fast - stundum nánast gróft - komu við- kvæmu FH-liðinu í opna skjöldu og uppskáru eftir því. Vörnin var sterk með Zilnik og Helga Björgvinsson sem bestu menn. Helgi kemur greinilega úr herbúðum Fram því hann spilaði „a la Jón Sveinsson“. Á miðjunni vom Aðalsteinn og Atli sívinnandi en frammi ógnuðu Micic og Atli allann leikinn. Um FH-liðið er bara eitt að segja. Það va.r dapurt. Sömu sögu er að segja af dómara leiksins, Sæmundi Víglundssyni, hann var dapur. Morgunblaðið/Bjarni 4 Goran Micic gerði síðara mark Víkings.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.