Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
127. tbl. 78. árg.
FOSTUDAGUR 8. JUNI 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Landbúnaðarráðherrar EB:
Lausn fengin í deil-
unni um riðukiötið
Brussel. Reuter.
Landbúnaðarráðherrar Evrópubandalagsins (EB) náðu í gær sam-
komulagi um aðgerðir til þess að hefta útbreiðslu riðuveiki í nautgrip-
um. I Eramhaldi af því ákváðu Frakkar, Vestur-Þjóðverjar og Italir
að aflétta innflutningsbanni á bresku nautakjöti.
John Gummer, landbúnaðarráð-
herra Bretlands, lýsti ánægju sinni
með niðurstöðu fundar ráðherranna,
sem hófst í fyrradag og stóð yfir
þar til í gærmorgun.
„Milljónamæringar “:
Innleystu átta
króna ávísanir
New York. Daily Telegraph.
TVEIR urðu efstir og jafnir í loka-
keppninni um titilinn „Nískasti
milljónamæringurinn" sem
bandaríska tímaritið Spy eftidi til
fyrir skömmu. Þegar úrslit voru
tilkynnt á miðvikudag kom í ljós
viðskiptajöfurinn Donald Trump
og fjármálamaðurinn Adnan
Khashoggi báru þar höfuð og
herðar yfir aðra keppendur. Þeir
höfðu báðir undirritað og innleyst
átta króna ávísanir sem þeir
fengu í pósti frá hrekkjalómum
tímaritsins.
Auðugu fólki voru sendar 50 -
100 króna endurgreiðslu-ávísanir í
nafni gervifyrirtækis sem kallað var
National Refund Clearing House.
Um það bil helmingur viðtakenda
innleysti ávísanirnar, þar á meðal
Khashoggi, Trump, söngkonan
Cher, rithöfundurinn Kurt Vonnegut
og kvikmyndastjörnurnar Shirley
MacLaine og Michael Douglas. Með-
al þeirra sem létu glaðninginn ó-
snertan voru Woody Allen, Dustin
Hoffman, Billy Joel og John
McEnroe. Síðan sendi tímaritið út
aðra röð ávísana, að upphæð 40
krónur en aðeins Trump og Khas-
hoggi innleystu þriðju ávísunina, að
upphæð átta krónur.
Khashoggi er nú fyrir rétti í New
York ásamt Imeldu Marcos. Þau eru
ákærð fyrir að hafa stolið og komið
undan 165 milljónum dollara eða
9.900.000.000 ísl. króna úrríkissjóði
Filippseyja.
Gummer sagði að Frakkar,
Vestur-Þjóðveijar og ítalir hefðu
bannað innflutning á nautakjöti þar
eð þeir hefðu óttast að riðan bærist
í menn. í fyrradag stefndi allt í áð
innflutningsbannið yrði að meiri-
háttar deilumáli, á sama tíma og
EB-ríkin 12 búa sig hvað ákafast
undir að sameinast í eitt markaðs-
svæði án nokkurra viðskiptahindr-
ana.
Bretar sökuðu samstarfsríkin um
tvískinnung og sögðu þau ekki hafa
verið að vernda heilsu almennings,
þau hefðu fyrst og fremst notað riðu-
veikimálið til þess að vernda bændur
sína.
Samkomulagið sem náðist á fundi
ráðherranna er þannig úr garði gert
að báðir aðilar geta lýst yfir sigri.
Samkvæmt því verður bannað^að
flytja inn breskt nautakjöt af riðu-
veikisvæðum. Leyfilegt verður að
flytja inn breska kálfa á fæti hálfs
árs og yngri en því aðeins að stað-
fest sé að þeir séu undan ósýktum
kúm.
Sögustaður hverfíir
Um nærri þriggja áratuga skeið hefur samgangur-
inn á milli Austur- og Vestur-Berlínar næstum ein-
skorðast við „Checkpoint Charlie“, hliðið, sem sigur-
vegarar síðustu heimsstyrjaldar hafa gætt og færri
fengið að fara um en vildu. Þessi frægi staður mun
nú brátt heyra sögunni til því að hann á að hverfa
ásamt því, sem eftir er af múrnum, fyrir næstu
mánaðamót. Þá verður stigið fyrsta skrefið í samein-
ingu þýsku ríkjanna en þau mál voru ofarlega á
baugi á utann'kisráðherrafundi Atlantshafsbanda-
lagsríkjanna í Turnberry í Skotlandi.
Sjá „Virða ber hagsmuni . . .“ á bls. 22.
Leiðtogafundur Austur-Evrópuríkja í Moskvu:
Tilgangi og starfsemi Yarsjár-
bandalagsins verði gjörbreytt
Moskvu. Reuter.
MÍKHAIL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, sagði á leiðtogafiindi
Varsjárbandalagsríkjanna í Moskvu í gær, að róttækar breytingar
væru forsendan fyrir áframhaldandi tilveru bandalagsins og lagði
til, að komið yrði á fót stofnun, sem annaðist samstarf og samskipti
hernaðarbandalaganna beggja, Varsjárbandalagsins og Atlantshafs-
bandalagsins. í sameiginlegri yfirlýsingu Varsjárbandalagsleiðtog-
anna segir, að markmið bandalagsins skuli endurskilgreint og því
breytt í samtök „frjálsra lýðræðisríkja".
Varsjárbandalagsfundurinn í
Moskvu, sá fyrsti eftir að marxísk-
ir harðlínumenn misstu völdin í
Austur-Evrópu, er sögulegur fyrir
það, að nú eru 35 ár liðin frá stofn-
un bandalagsins, og einnig fyrir
þær sakir, að á honum var bundinn
endi á bandalagið í sinni gömlu
mynd. Á leið til fundarins sögðu
ýmsir fulltrúar aðildarríkjanna, til
dæmis Austur-Þýskalands, Ung-
veijalands og Rúmeníu, að Varsjár-
bandalagið væri tímaskekkja, sem
þeir vildu segja sig úr, en ræða
Gorbatsjovs og sameiginleg yfirlýs-
Úzbekar vígreifir við
landamæri Kírgísíu
Moskvu. Reuter.
•VADÍM Bakatín, innanríkisráðherra Sovétríkjanna, sagði í gær að
staðbundin átök milli Kírgísa og Uzbeka gætu breyst í mikla styrjöld
sem næði yfir lönd hvorra tveggju. Umferð um landamæri lýðveld-
anna hefur verið stöðvuð. Sveitir Uzbeka standa gráar fyrir járnum
við landamærin og freista þess að komast til borgarinnar Osh þar sem
mesta mannfallið hefur verið.
í gær féllu 11 manns í átökum
þjóðanna og fimmtíu særðust. Alls
hafa tæplega fimmtíu manns látið
lífið í bardögum þjóðanna undan-
farna daga og mörg hundruð særst.
Fréttastofan Tass sagði að mótmæl-
ehdur hefðu safnast saman undan-
farna daga í Frunze, höfuðborg
Kírgísíu. Upphaflega kröfðust þeir
þess að verða fluttir til landamæra-
borgarinnar Osh þar sem átökin
blossuðu upp fyrir fjórum dögum.
Borgina byggja bæði Uzbekar og
Kírgísar en hinir fyrrnefndu eru í
meirihluta. Mótmælin snerust svo
upp í almennt andóf gegn kommún-
istastjórn lýðveldisins og sakaði Tass
mótmælendur um að vilja steypa
stjórninni af stóli.
Dagblaðið Izvcstía, málgagn sov-
étstjórnarinnar, sagði að víða í Úzbe-
kistan ætti lögregla í fullu fangi
með að hafa hemil á mönnum sem
vildu halda til Osh, til að beijast við
hlið landa sinna gegn Kírgísum.
Mikil gæsla er á landamærum lýð-
veldanna og þangað hefur verið
sendur fjöldi hermanna Sovétstjórn-
arinnar.
ing leiðtoganna virðist munu
tryggja tilveru þess enn um hríð.
„Bandalagsríkin munu taka
markmið og starfsemi bandalagsins
til endurskoðunar með það fyrir
augum að breyta því í samtök full-
valda ríkja, sem hafa lýðræðislegt
stjórnarfar að leiðarljósi," sagði í
yfirlýsingu leiðtoganna og Gorb-
atsjov sagði, að Sovétstjórnin sæi
fyrir sér algera uppstokkun þar sem
aðild og skyldur bandalagsríkjanna
yrðu með ýmsum hætti.
í yfirlýsingu leiðtoganna sagði
ennfremur, að gömul, hugmynda-
fræðileg skilgreining á „óvininum“
ætti ekki lengur við og austur og
vestur hefðu nú aðeins sína eigin-
legu, landfræðilegu merkingu. Þá
var lögð áhersla á vilja leiðtoganna
til að hafa náið samstarf við Atl-
antshafsbandalagsríkin og önnur
um samevrópskan öryggissáttmála.
Vaclav Havel, forseti Tékkóslóv-
akíu, sagði í gær að fundinum lokn-
um, að tékkneska sendinefndin
hefði sótt fundinn með hálfum huga
en væri nú staðráðin í að segja
ekki skilið við bandalagið í bráð.
„Þessi fundur var sögulegur og sá
mikilvægasti frá upphafi. Varsjár-
bandalagið er orðið að tæki til að
stuðla að afvopnun og afturhvarfi
Austur-Evrópuríkjanna til Evrópu,“
sagði Havel og bætti við, að loka-
yfirlýsingin hefði verið byggð á
drögum, sem Tékkar hefðu dreift
nokkrum dogum fyrir fundinn.