Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990 27 f. Þrjár eða flórar Fokk- er 50-vélar keyptar Dick Alta, sölustjóri Fokker í Norður-Evrópu, og Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, takast í hendur í tilefxii af samningi um kaup Flugleiða á þremur Fokker 50 flugvélum. Frá vinstri eru Einar Sigurðsson, fréttafulltrúi Flugleiða, Björn Theodórsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, Dick Alta, Sigurður Helgason og Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri markaðssviðs. Endurnýjun innanlandsflugflota Flugleiða: Úr stjórnklefa Fokker F27. Mekanískur búnaður er allsráðandi eins og sjá má. Stjórnklefi Fokker 50. Stafrænn rafeindabúnaður hefúr tekið við af hinum mekaniska og líkist stjórnklefinn því sem gerist í þot- um. Munurinn er gífúrlegur frá þvi sem er í F27-vélunum. STJÓRN Flugleiða hefúr ákveð- ið að endurnýja innanlandsflug- flota Flugleiða með skrúfúþotum af gerðinni Fokker 50. Þegar hafa verið ákveðin kaup þriggja véla og stjórn félagsins hefúr tveggja mánaða frest til að ákveða kaup fjórðu vélarinnar. Tvær fyrstu vélarnar koma til landsins í mars 1992 og þriðja og ef til vill fjórða vélin ,í maí sama ár. Vélarnar kosta um 730 milljónir króna hver. Þær verða keyptar á kaupieigu til tíu ára en þá öðlast félagið kauprétt á þeim fyrir fast umsamið verð. Flugleiðir eiga nú fimm Fokker F27-vélar sem fjár- magnsfyrirtæki á vegum Fokker kaupir þegar í stað, en Flugleiðir endurleigja fram að afhendingu nýju vélanna. Helsti munur á nýju og gömlu Fokker-vélunum er sá að nýja vélin notar um 32% minna eldsneyti, hún er hraðfleygari, langdrægari og hefur meiri burðargetu. Fokker 50 tekur 50 manns í sæti en Fokker F27 tekur 40 manns. Auðveldara er að hiaða nýju vélina og setja á hana eldsneyti og tekur minni tíma að afgreiða hana á flugvöllum en þá gömlu. Fokker 50 er búin nýjum hreyflum og fieiri skrúfublöðum en F27-vélin og gerir það nýju vélina mun hljóðlátari en F27-vélin er. Farþegarými og eldhúsaðstaða er mjög nýtískuleg og að fullu sam- bærileg við það sem gerist í þotum. Þá getur hún flogið í 25 þúsund feta hæð, þ.e. yfír flest veður, og er búin jafnþrýstiklefa og gerir þetta það að verkum að hún getur flogið milli landa á styttri flugleið- um. Sem dæmi um áfangastaði sem hún gæti flogið til frá Reykjavík eru Færeyjar, Glasgow, London, Oslo, Narsarsuaq og Kulusuk. Áður en ákvörðun um kaup fjórðu vélarinnar verður tekin, mun stjórn Flugleiða fara fram á skýrar upplýsingar frá yfirvöldum um framtíðarflugmálastefnu. Einnig verður sá möguleiki athugaður að kaupa tvær minni vélar í stað fjórðu Fokker 50-vélarinnar. Á blaðamannafundi í gær, þar sem vélakaupin voru formlega til- kynnt, voru einnig kynntar breyt- ingar. á skipulagi innanlandsflugs- ins. Það verður gert að sjálfstæðri einingu innan þróunarsviðs félags- ins en hingað til hefur það verið hluti markaðssviðs. Fi-amkvæmda- stjóri þróunarsviðs er Björn Theó- dórsson en forstöðumaður innan- landsflugs verður eftir sem áður Andri Hrólfsson. Þá var einnig kynnt ákvörðun félagsins um að setja á stofn sér- stakt ferðaheildsölufyrirtæki í Lúx- emborg í samvinnu við Luxair til að selja ferðir til fjarlægra áfanga- staða t.d. í Ameríku, Afríku og Asíu. Tilgangurinn með fyrirtæk- inu verður að styrkja stöðu Flug- leiða í Atlantshafsfluginu og innan Evrópubandalagsins. X \ FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 25. maí. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 93,00 35,00 81,52 79,457 6.477.131 Þorskur/st. 94,00 94,00 94,00 7,485 703.590 Smáþorskur 42,00 42,00 42,00 0,158 6.636 Ýsa 108,00 72,00 82,54 20,025 1.652.955 Karfi 46,00 33,00 40,47 3,687 149.223 Ufsi 32,00 30,00 30,04 0,493 14.808 Smáufsi 32,00 32,00 32,00 0,121 3.872 Steinbítur 53,00 53,00 53,00 0,572 30.315 Steinbítur ó. 41,00 41,00 41,00 0,565 23.165 Langa 57,00 57,00 57,00 0,457 26.049 Lúða 295,00 260,00 287,07 0,147 42.200 Koli 115,00 10,00 42,44 0,349 14.810 Keila 26,00 26,00 26,00 0,550 14.300 Skötuselur 169,00 155,00 160,27 0,782 125.327 Samtals 80,84 114,848 9.284.381 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 90,00 62,00 77,54 29,804 2.311.148 Ýsa 103,00 72,00 91,24 9,258 844.688 Karfi 41,00 40,00 40,06 3,568 142.926 Ufsi 36,00 32,00 33,17 1,211 40.164 Steinbítur 53,00 53,00 53,00 0,326 17.278 Langa 30,00 30,00 30,00 0,087 2.610 Lúða 315,00 170,00 220,49 8,177 1.802.960 Skarkoli 72,00 69,00 70,27 0,231 16.233 Keila 18,00 ra.00 18,00 0,074 1.332 Rauðmagi 210,00 90,00 162,00 0,015 2.430 Skata 75,00 75,00 Grálúða 20,00 20,00 20,00 0,172 3.440 Undirmál 60,00 28,00 54,37 2,810 152.778 Samtals 95,78 55,733 5.337.987 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 99,00 50,00 77,48 24,617 1.907.230 Ýsa 105,00 75,00 88,66 3,706 328.576 Karfi 38,00 26,00 34,71 0,862 29.290 Ufsi 46,50 15,00 43,90 28,887 - 1.268.063 Steinbítur 47,00 10,00 26,37 0,333 8.781 Langa 43,00 43,00 43,00 0,050 2.150 Lúða 215,00 215,00 215,00 0,009 1.935 Keila 34,00 18,00 26,00 0,300 7.800 Sólkoli 50,00 50,00 50,00 0,130 6.500 Skarkoli 41,00 37,00 39,39 3,036 119.574 Skötuselur 312,00 130,00 212,73 0,033 7.020 Öfugkjafta 15,00 15,00 15,00 0,250 3.750 Langlúra 20,00 20,00 20,00 0,100 2.000 Svartfugl 30,00 30,00 30,00 0,003 90 Undirmál 49,00 49,00 49,00 0,504 24.696 Samtals 59,59 62,820 3.718.085 Selt var úr Sveini Jónssyni GK. ( dag verður seldur humar. Strætisvagnar gengu ekki í gærmorgun: Vagnstjórar fiinduðu um atvinnuöryggi Fundarboð í framhaldi af hæstaréttardómi VAGNSTJÓRAR hjá Strætisvögn- um Reykjavíkur boðuðu til fúndar í gærmorgun og gengu engir strætisvagnar frá klukkan 9 til 11.30, eða meðan á fúndinum stóð. Til hans var boðað vegna hæsta- réttardóms, sem kveðinn var upp á miðvikudag yfir einum vagn- stjóra SVR. Vagnstjórinn hlaut dóm fyrir manndráp af gáleysi. Atvikið átti sér stað í janúar á síðasta ári þar sem vagninn var á ferð eftir Kaplaskjóls- vegi í hálku. Tæplega áttræð kona gekk út á götuna fyrir framan vagn- inn, vagnstjóri gaf hljóðmerki til að vara konuna við, hemlaði og rann um 19 metra en náði ekki að að stöðva vagninn í tæka tíð og skall hann á konunni. Konan hlaut áverka og lést á sjúkrahúsi rúmum mánuði eftir slysið. Vagnstjóra og vitnum ber saman um að vagninn hafí verið á um 40 km hraða og að konan hafi hvorki litið til hægri né vinstri áður en hún gekk út á götuna. Vagnstjór- inn var ákærður og héraðsdómur kvað upp dóm yfir honum. Hann var talinn hafa ekið of hratt miðað við aðstæður og án nægjanlegrar varúð- ar. Konan, sem ekið var á, var einn- ig talin hafa sýnt gáleysi. Vagnstjóri var dæmdur til að greiða 40.000 króna sekt og sakarkostnað en ekki sviptur ökuréttindum. Ríkissaksókn- ari áfrýjaði þessum dómi til hæsta- réttar til þyngingar og ökuleyfis- sviptingar en dómar sem fallið hafa í svipuðum málum síðustu árin, kveða langflestir á um ökuleyfis- sviptingu. Hæstiréttur dæmdi vagnstjórann til 30 daga varðhalds skilorðsbundið í tvö ár, til að greiða sakarkostnað og áfíýjunarkostnað og svipti hann ökuréttindum í sex mánuði. Guðrún Erlendsdóttir skilaði sératkvæði og vildi láta fyrri dóm standa. Vagnstjórar Strætisvagna Reykjavíkur boðuðu til fundar í gær- morgun þar sem veijandi vagnstjór- ans, Stefán Pálsson hæstaréttarlög- maður, kynnti og útskýrði dóminn fyrir fundarmönnum. Stefán er óánægður með dóm hæstaréttar en hann telur að um of sé einblínt á afleiðingar atvika, síðan sé reynt að fíkra sig að því hvað ökumaður hafi sér til málsbóta í stacj þess að kanna í npphafí í hvaða aðstöðu ökumaður- inn hafi verið. „Til fundarins í gærmorgun er boðað fyrst og fremst vegna þess að starfsmenn SVR voru allir slegnir yfir þeim dómi sem féll í hæstarétti yfir einum starfsfélaga okkar. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að við hnekkjum ekki dóminum en hann minnti okkur óþyrmilega á bága stöðu okkar hvað varðar atvinnuör- yggi, mat til launa og ábyrgðar í A starfi og svo vakna ýmsar spurning- ar um öryggisbúnað vagnanna, stranga tímaáætlun o.s.frv. Við töld- um rétt-í ljósi niðurstöðu að við rædd- um málin í okkar hópi,“ sagði Hann- es H. Garðarsson fyrsti fulltrúi vagn- stjóra hjá Strætisvögnum Reykjavík- ur. í dómsorði hæstaréttar er sér- staklega tekið fram að strætisvagn- inn hafí verið búinn ónegldum hjól- börðum þegar slysið varð. Sveinn Björnsson, forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur, segist ekki hafa séð dómsskjöl en hafí velt því mjög fyrir sér hvort þetta atriði hafi verið ein af forsendunum fyrir dómnum því hugsanlegt væri að túlka þetta sem svo, að vagninn hafí ekki verið rétt útbúinn. Svo hafi alls ekki verið — strætisvagnar aki ævinlega á ónegld- um hjólbörðum og ekki standi til að gera neina breytingu þar á. Strætis- vagnar vegi um 15 tonn þegar þeir séu fullir af farþegum og þegar um slíka þyngd sé að ræða þá séu nagl- ar í hjólbörðum veigalitlir. Auk þess sé talið að þeir dragi úr öryggi við vissar aðstæður. Morgunbladið/Emilía Frá frindi vagnstjóra Strætisvagna Reykjavíkur í gærmorgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.