Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990 11 Að loknum kosningum eftir Birgi ísleif Gunnarsson Sveitarstjórnarkosningarnar í lok maí hafa gefið tilefni til marg- víslegra bollalegginga um stöðuna í íslenskum stjónrmálum og hvers sé að vænta. Mest áberandi er umræðan um vandamálin á vinstri vængnum, yfirvofandi uppgjör í Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki og samfýlkingarhugmyndir svo- nefndra jafnaðarmanna. Minna hef- ur farið fyrir umræðunni um stöðu Sjálfstæðisflokksins eftir þessar kosningar. Setja Sjálfstæðisflokkin til hliðar Þegar núverandi vinstri stjórn var mynduð haustið 1988 höfðu forystumenn A-flokkanna það á orði að nú væri búið að setja Sjálf- stæðisflokkin til hliðar í íslenskum stjórnmálum. Það átti ekki aðeins að gilda um þetta kjörtímabil heldur um þau næstu einnig. Nú væri fund- inn sá flötur á ríkisstjórnarsam- vinnu vinstri manna sem dugað gæti til langframa. Svo væri líka upp á Kvennalistann að hlaupa ef annað brygðist. Þessum sjónarmið- um hafa formenn Alþýðubandalags og Alþýðuflokks fylgt mjög fast eftir í ræðu og riti við öll möguleg tækifæri. Það sést m.a. í heiftarleg- um árásum á Sjálfstæðisflokkinn í allri pólitískri umræðu. Margir muna t.d. óvenju óvægar árásir formannanna beggja á Sjálfstæðis- flokkinn í vantraustsumræðum á Alþingi sl. vetur. Heitstrengingar um að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi verið settur til hliðar í stjórnmálum hafa að vísu heyrst áður. Vinstri stjórnin 1956 var sett á laggirnar undir þeim for- merkjum. Hún sat að völdum í tvö ár, en féll síðan með miklu bram- bolti og við tók viðreisnartímabilið, eitt stöðugasta og farsælasta tíma- bilið í íslenskri stjórnmálasögu. Lukkuriddararnir Úrslit sveitarstjórnarkosning- anna sýna að Sjálfstæðisflokkurinn verður ekkert settuí- til hliðar í íslenskum stjórnpiálum. Það eru Lukkuriddararnir á vinstri vængn- um sem nú beijast fyrir sínu pólitíska lífi innan sinna flokka, en Sjálfstæðisflokkurinn er sterkari og stæltari en nokkru sinni fyrr. For- maður Framsóknarflokksins hlýtur og að hafa nokkrar áhyggjur af stöðu þess flokks í hans eigin kjör- dæmi. En hvers vegna? Hvað veldur því að allar þessar atlögur að Sjálfstæð- isflokknum mistakast? Skýringin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn á sér djúpar rætur í íslenskri þjóðarsál. Hin frálslynda stefna hans höfðar til einstaklingshyggju islendinga og menn sjá að þegar frumkvæði og hugvit einstaklinganna fær að njóta sín þá vegnar þjóðinni best. Það kemur aldrei betur í ljós en á tímum sem þessum, þegar skipulags- hyggja og miðstýringarárátta sós- íalista og jafnaðarmanna er höfð að leiðarljósi í landsstjórninni. Stærsti launþegaflokkurinn Andstæðingum Sjálfstæðis- flokksins veitist oft erfítt að skilja hann og því síður virðast þeir átta sig á því afli sem í honum býr. Sjálf- stæðisflokkurinn er öflugasta fjöldahreyfíng þessa lands og lang: stærsti launþegaflokkur landsins. í honum tekur höndum saman fólk úr öllum stéttum og öllum byggða- lögum landsins til að beijast fyrir fijálslyndu þjóðfélagi sem færir öll- um betri lífskjör. Það er auðvitað engin tilviljun að kaupmáttur launa- fólks minnkar alltaf þegar vinstri flokkarnir stjórna. Þessi mikli kraftur sem í flokkn- um býr kom ekki síst í ljós hér í Reykjavík á kosningadaginn sjálfan og á dögunum rétt á undan. Á annað þúsund manns komu til starfa fyrir flokkinn. Það var sér- staklega ánægjulegt að fara á milli hinna ýmsu kosningastöðva. Á hveijum stað safnaðist saman mik- ill fjöldi fólks til margskonar kosn- ingastarfa. Launafólk úr ýmsum stéttum var þar mest áberandi. Þetta fólk var ákveðið í því að forða Reykjavík frá vinstri stjórn og það Vöruskiptajöfiiuður var óhagstæður um 600 milljónir króna í aprílmánuði vegna flug- vélakaupa Flugleiða, sem námu 2,4 milljörðum króna. í apríl í fyrra var vöruskiptajöfiiuður- inn hagstæður um 1,6 milljarða. Fyrstu fjóra mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 27,9 milljarða króna en inn fyrir 24,9 milljarða króna. Vöruskiptajöfnuðurinn á þessum tíma var því hagstæður Birgir ísleifur Gunnarsson „Hvað veldur því að all- ar þessar atlögur að Sjálfstæðisflokknum mistakast? Skýringin er sú að Sjálfstæðisflokk- urinn á sér djúpar ræt- ur í íslenskri þjóðarsál. Hin frálslynda stefiia hans höfðar til einstakl- ingshyggju Islendinga og menn sjá að þegar frumkvæði og hugvit einstaklinganna fær að njóta sín þá vegnar þjóðinni best.“ verður jafnframt ákveðið í því í næstu Álþingiskosningum að mola niður miðstýringarkerfið og skipu- lagshyggju vinstri postulanna. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Reykja víkurkjördæmi. um þijá milljarða króna, en á sama tíma í fyrra var hann hagstæður um 5,1 milljarð. Á fyrsta ársþriðjungi var verð- mæti útflutnings 1,4% minna en á sama tíma í fyrra, miðað við sama gengi. Sjávarafurðir voru um 79% útflutnings og voru um 9% meiri en í fyrra. Útflutningur á áli var 32% minni og kísiljáms 45% minni en á sama tíma á síðasta ári. Óhagstæður vöruskiptajöfii- uður vegna flugvélakaupa £< Jallabbe ÖRYGGISSKÓR NÝ GERÐ OG BREIÐARA SNIÐ Nýja línan var framleidd til aö gera fleirum mögulegt aö nota þessa frábæru öryggisskó. JALLATTE öryggisskórnir eru með stáltá og stálþynnu í sóla, með stömum olíu- og 1 hitaþolnum Neotril sóla. JALLATTE er allt sem barf Skeifan 3h - Sími 82670 Sýnd í sumor meó enskum texto í Háskólobíói kl. 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.