Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 12
MÖRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990 12 Tölvusumarskólinn fyrir börn og unglinga 10-16 ára Upplýsingar og skráning 9-19 virka daga og 10-16 um helgar Tölvu- og verkfræðiþjónustan - Grensásvegi 16 - 68 80 90 SIEMENS SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 • NÝTTNAFN NÝTT ÚTLIT • NÝTT NAFN • - í sumarhúsið, sæluhúsið, fjailakofann og alla kofa úr alfaraleið. G-rjómi gerir aðkomuna ánægjulega þegar áfangastað er náð. Geymsluþolið utan kælis er margir mánuðir. Munclu það þegar þú birgir þig upp. nmr Nikótín er fíkniefiii eftirHelga Guðbergsson Nikótín er með eitruðustu efnum, sem þekkjast. Tveir dropar af hreinu nikótíni nægja til að bana manni. Það eru áhrif þess á tauga- kerfið, sem fólk er að sækjast eft- ir, þegar tóbak er reykt, tuggið eða tekið í nefið. Án nikótínsins þætti tóbak lítt eftirsóknarvert. í reyktób- aki eru um 1-2% nikótín. Áðeins brot af nikótíninu í einni sígarettu skilar sér í reyknum niður í lungu og inn í blóð reykingamannsins. Frá lungunum berst nikótínið á fáum sekúndum til heila. Hámarksmagn frá einni sígarettu er ekki nema 30 til 40 milljónustu hlutar úr grammi í hverjum lítra af blóði. Þetta örlitla magn dugir þó til að reka jafnvel sterkustu karaktera til að fá sér næstu sígarettu og halda svo áfram. En það eru ekki aðeins reykingamenn og aðrir tóbaksnot- endur, sem hafa nikótín í blóðinu. Mælingar sýna, að nikótín í blóði reykjandi móður berst til fóstursins og það skilst einnig út í bijósta- mjólk. Þá mælist níkótín í blóði fólks, sem andar að sér reyk frá öðrum, enda er þéttni nikótíns í hliðarreyk sígarettu meiri en í meg- inreyknum og því geta fleiri en reykingamennirnir fengið nikótín í blóðið þótt þeir séu lengra frá sígar- ettunni. Árið 1964 skilaði ráðgjafarnefnd skýrslu til landlæknis Banda- ríkjanna þar sem fyrst var talað um að tóbak væri „ávanabindandi“ efni. Árið 1979 er í skýrslu frá bandaríska landlæknisembættinu sagt, að reykingar séu „dæmigerð misnotkun efnis vegna þess að menn séu háðir því“. Fyrir tvéimur árum, 1988, kom svo út á vegum bandarískra heilbrigðisyfirvalda gríðarmikil skýrsla um nikótín sem fíkniefni. Niðurstöður þessarar skýrslu eru í formála dregnar sam- an af aðstoðarheilbrigðisráðherra Bandaríkjanna á þessa leið: — Sígarettur og annað tóbak valda fíkn. — Níkótín er efnið í tóbakinu sem veldur fíkn. — Þau ferli hjá mönnum, sem ákvarða fíkn í tóbak, eru svipuð þeim ferlum sem ákvarða fíkn í efni eins og heróín og kókaín. Leðurjakkar kr. 11.990.- Heildsölubirgðir: TOPPLEÐUR, Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík, sími 687325. Þegar menn hafa nú skipað nik- ótíni, og þar með tóbaki, á bekk með fíkniefnum eigum við auðveld- ara með að skilja, hvers vegna svo margir, sem byija að fikta við tób- ak, halda því áfram og hvers vegna svó margir, sem raun ber vitni, eiga erfitt með að hætta að reykja eða nota tóbak. Nikótín hefur viðtæk áhrif í líkamanum á heila, úttauga- kerfí, hjarta, æðar og mörg önnur líffæri og sú staðreynd að margir fá fráhvarfseinkenni við að hætta notkun tóbaks hefur leitt til með- höndlunar þessara fráhvarfsein- kenna með lyljum m.a. lyljuml sem innihalda nikótín. Heilbrigðisþjón- ustan er í þessu sambandi farin að nota svipaðar aðferðir eins og þegar verið er að venja fólk af öðrum fíkniefnum. Segja má, að það sé fýrst nú allra síðustu ár, sem háværar radd- ir heyrast frá vísindamönnum í heil- brigðisfræðum og heilbrigðisyfir- völdum um, að tóbak sé fíkniefni. Aðvörunarraddir hafa þó heyrst í 300 ár, en breskur læknir lýsti árið 1606 þeirri hættu, sem æskufólki stafar af tóbaksreykingum. Smátt og smátt hafa einstakir þættir í áhrifum tóbaks á fólk og efnaeigin- leikar þess verið rannsakaðir. Þá hefur komið betur og betur í Ijós að um fíkniefni er að ræða. Eftirfar- andi einkennir fíkniefni og þar með nikótín og tóbak: 1. Notandinn lætur efni, sem veldur tímabundnum breytingum á geði hans með því að verka á heil- ann, stjóma hegðun sinni. 2. Notandinn heldur áfram að nota efnið þrátt fyrir að hann hafi skaðast af notkun þess eða valdi umhverfínu skaða. Það að ná sér í efnið getur haft forgang fram yfir annað, sem hann þarf að gera, jafn- vel mikilvæg verkefni. 3. Efnið styrkir notkun sína með því að notandinn verður með verkun þess fyrir áhrifum, sem leiða til þess, að hann gefur sjálfum sér fleiri skammta. 4. Þol myndast, sem leiðir til þess að áhrif dvína og það kallar á stærri skammta. 5. Menn verða líkamlega háðir efninu þannig, að án þess líður þeim illa og líkaminn starfar ekki eðli- lega. Sömuleiðis fer geðheilsan úr skorðum án efnisins. Þetta er kallað fráhvarf og talað um fráhvarfsein- kenni. Vegna víðtækra áhrifa nik- ótíns á líkamann geta þau birst í ótal myndum. 6. Eftir að notkun er hætt er veruleg hætta á að falla og byija aftur að nota efnið. Sú hætta er svipuð hjá heróínistum og nikótín- istum. í tóbaki eru auk nikótíns mörg önnur hættuleg eiturefni. Tóbaks- rieysla veldur mörgum lífshættuleg- um sjúkdómum fyrir aldur fram og stuðlar að mörgum öðrum vægari sjúkdómum og kvillum, ekki ein- ungis hjá þeim, sem nota tóbak, heldur líka þeim, sem eru samvist- um við reykingamenn. Við getum ekki horít framhjá þeirri staðreynd, að þegar fóik ánetjast tóbaksfíkn er það líka búið að fá dýra áskrift að ótímabærri hrörnun og dauða. Það er því til mikils að vinna að hrekja þennan óvætt úr samfélagi manna. Tóbaksvarnastarf fór í gang í mörgum löndum eftir 1960, þegar afgerandi skýrslur tóku að birtast frá heilbrigðisyfirvöldum í ýmsum löndum. Það hefur víða borið góðan árangur. Árangursríkt hefur t.d. reynst að setja lög, sem takmarka reykingar, banna sölu tóbaks til barna og unglinga og banna auglýs- ingar, setja varnaðarorð á tóbaks- varning, stunda fræðslu um skað- semi tóbaks í skólum o.s.frv. Reglu- leg athugun borgarlæknis sýnir að unglingar í Reykjavík hafa skilið Helgi Guðbergsson hvað hér er á ferðinni og tóbaks- neysla þeirra hefur minnkað veru- lega. Um mörg ókomin ár á þjóðfé- lagið þó eftir að súpa seyðið af því, að helmingur 16 ára unglinga reykti fyrir tveimur til þremur ára- tugum. Enn reykja yfir 10% stráka og 17% stelpna í þessum aldurshópi og munu sjá hjartalæknum, lungna- læknum, æðaskurðlæknum, lungnaskurðlæknum og mörgum öðrum starfsmönnum heilbrigðis- þjónustunnar fyrir ærnum verkefn- um í framtíðinni. Allmörg prósent í viðbót reyna með fikti við ýmiss konar tóbak að ánetjast fíkninni. í sumum löndum gengur illa. Ber þar helst til, að tóbaksiðnaðurinn fær víða litla mótspymu frá stjóm- völdum og að almenningur er illa fræddur um skaðsemi tóbaks. Sums staðar hefur umburðarlyndi verið látið ráða ferðinni. Danir hafa farið flatt á því í þessu eins og áfengis- málum og dregist afturúr í barátt- unni við tóbaksfíknina og tóbaks- sjúkdómana. Það þýðir ekki að sýna umburðarlyndi, þegar verið er að kljást við fíkniefni, sem er stórkost- lega skaðlegt heilsu manna. Nokkr- ar rannsóknir hafa sýnt að afstaða foreldra til reykinga barna hefur veruleg áhrif á það hvort börnin fara að reykja. Ef börn eða ungling- ar eiga von á því að foreldrar þeirra taki því illa, að þau byiji að reykja gera börnin það síður. Þetta em einföld sannindi en áhrifarík. Auð- vitað hefur margsinnis verið sýnt hvernig hættan á að ánetjast tób- aksfíkn eykst við að einhver á heim- ilinu reyki, ekki síst móðir og systk- ini, en meira að segja foreldrar, sem reykja, geta gefið börnum sínum skýr skilaboð um, að þau vilji ekki, að börnin falli í sömu gryfju og dregið með því eitthvað úr þessari hættu. Þetta gildir um vímu- og fíkniefni almennt. Þegar hættulegt fíkniefni er ann- ars vegar eiga umburðarlyndi og fijálsræði ekki við. Sá sem neytir fíkniefnis daglega er ekki frjáls maður. Töbaksneytandinn er ekki fijáls maður. Ánauð hans kemur fram á margan hátt. Hann er með- al annars knúinn til að Iáta hluta af afrakstri sinnar daglegu vinnu renna til tóbaksframleiðenda og tóbakssala. í nafni fijálsra verslun- arhátta hafa nú, fyrir forgöngu umboðsmanns tóbaksframleiðenda, komið fram kröfur um að tóbaks- heildsalan verði gefin fijáls eins og það hefur verið kallað. Hundruð Islendinga deyja árlega, ótímabær- um dauðdaga, oftast eftir langvar- andi veikindi, vegna þess að þeir ánetjuðust tóbaki. Þeim mun halda áfram að fjölga en hlutfallsleg fækkun er þó í augsýn vegna góðr- ar frammistöðu ungu kynslóðarinn- ar í seinni tíð. Það er nær að herða róðurinn en að slaka á. Tilslökun í sölumálum tóbaks mundi skjóta skökku við, þegar Islendingar eru loks að ná sýnilegum árangri í tób- aksvörnum, árangri sem þeir geta verið stoltir af á alþjóðavettvangi og mun í framtíðinni stuðla að því að þeir verði hraustari en nú er. Góð heilsa er ein af auðlindum þjóð- arinnar. Höfundur er læknir og & sæti í Tóbaksvarnanefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.