Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frartces Drake Hnítur (21. mars - 19. apríl) W* Eitthvað sem þú hefur lengi beð- ið eftir kemur loksins fram. Láttu ferðalög og önnur áhugamál þín ganga fyrir núna. Þú færð vafa- sama ráðleggingu í dag. Naut (20. apríl - 20. mai) Það er kominn tími til að gera fjárhagsáætlun og sinna bók- haldsmálum. Finndu nýjar leiðir til sparnaðar eða betri nýtingar ráðstöfunarfjár þíns. Tvtburar (21. maí - 20. júní) 1» Reyndu að nálgast maka þinn í stað þess að fjarlægjast hann. Þú heldur of mörgu út af fyrir þig. Ræddu málin af einlægni og gerðu þitt besta til að samvinnan gangi. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Hgg Sýndu staðfestu og láttu ekki tefja þig við mikilvæg verkefni. Morgunninn byrjar vel, en það er undir þér komið hvernig fram- haldið verður. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Stundum þykir þér gaman að láta hlusta á þig og þá geta leik- rænu tilburðirnir orðið svolítið mikilfenglegir. Það er engin ástæða til að hrífa neinn í augna- blikinu. Einlægnin er affarasæl- ust. Meyja (23. ágúst - 22. september) a* Þú fínnur til innilokunarkenndar í einhveijum félagsskap núna. Það er mál til komið að endur- gjallia greiða og gegna félagsleg- um skyldum sínum. Hagsmunir þinir í starfi mega ekki vera aðal- atriðið í dag. (23. sept. - 22. október) Þér hættir til að vera tvístigandi í dag. Ættingi þinn gefur þér gott ráð. Enn vantar eitthvað á að dæmið gangi upp hjá þér í mikilvægu máli. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Hjón eru ekki sammála um alla skapaða hluti í dag. Það er kannski eins gott því að annars væri hætta á að þau eyddu of miklu eða ráðstöfuðu peningum sínum af meira káppi ep forsjá. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) áð Þú miðlar þínum nánustu af ást þinni og þiggur af þeim í stað- inn. í starfinu kanntu að leggja of mikla áherslu á smáatriðin. Hafðu stjóm á þeim, en láttu þau ekki stjórna þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér þykir óþægilegt að þiggja heimboð í dag af því að þig lang- ar til að eiga daginn í næði. Vertu samt viss um að þú verðir þess ekki valdandi að ástvinirnir fjar- lægist þig. Vatnsberi (20. janúar - 18. febráar) 4h Félagslífið er í brennidepli hjá þér í dag, en þér geðjast ekki allt of vel að masinu sem þú verð- ur vitni að. Veldu vandlega úr þeim heimboðum sem þér berast. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) -S.L Þú reynir að greiða úr vanda- máli sem kemur upp í vinnunni. Þar eru of margir lausir endar í augnablikinu. Gerðu samt það sem í þínu valdi stendur. AFMÆLISBARNIÐ er metnað- argjamt, en kann að vera í vafa um hvaða stefnu það á að taka í lífmu. Það er líklegt til að þreifa fyrir sér áður en það velur sér lífsstarf og verður að vera á verði gagnvart tilhneigingu til sérhags- munagæsku. Þrá þess eftir að byija á toppnum getur hindrað það í að fá notið hæfíleika sinna. Taki það áhættu á eigin kostnað getur það náð langt. Stjörnuspána á að lesa sem dœgraávöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. GRETTIR TOMMI OG JENNI /VH'NU /MENNTA5KCfLA- Kl'AM' a) Vinátta eins og okkar er allra heimsins peninga virði... SMÁFÓLK b) Aftur á móti gætum við keypt örlítið meira af smákök- um, ef við ættum dálitla peninga ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Tvímenningshaukar láta ekki tólfta slaginn fram hjá sér fara í þessu spaðageimi. Austur gefur; NS á hættu. Vestur ♦ - V G9543 ♦ 10654 ♦ G1097 Norður ♦ ÁK8 VK1076 ♦ DG932 *2 Austur ♦ 972 ¥D8 ♦ ÁK87 ♦ ÁK84 Suður ♦ DG106543 ♦ Á3 ♦ - ♦ D653 Vestur Norður Austur Suður — — 1 grand Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Suður kaus að bíða með inná- komuna eftir 16-18 punkta grandopnun austurs og fékk fyr- ir bragðið upplýsingar um hjartalitinn, en 2 tíglar voru yfir- færsla í hjarta. Vestur spilaði út laufgosa, sem austur drap á kóng og skipti yfir í tromp. Nú eru 11 slagir öruggir með því að trompa tvisv- ar lauf í blindum og sá tólfti gæti víða leynst: laufásinn gæti faliið, eða tígullinn fríast, að ógleymdum möguleikanum á kastþröng eða varnarmistökum. Háspilin eru merkt i austur, svo það er ágæt byijun að taka trompslaginn í blindum og spila litlum tígli. Ef austur fer upp með kónginn (sem ekki er ólík- legt), má trompsvína fyrir ásinn síðar. En látum austur hitta á lítinn tígul. Þá trompar sagnhafi lauf og spilar tíguldrottningu úr blindum. Austur verður að leggja á. Lauf er aftur stungið og tígulgosa spilað. Austur verð- ur að fórna hinu háspilinu sínu og nú kemur það í hlut vesturs að valda tígulinn. Suður tekur þá trompin í botn og þvingar tólfta slaginn af vestri. Hann getur ekki bæði haldið í tígul- tíuna og valdað hjartað. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu alþjóðlegu móti í Gaus- dal í Notegi í janúar kom þessi staða upp í skák sovézka alþjóð'a- meistarans Aleksei Shirovs (2.500), sem hafði hvítt og átti leik, og enska stórmeistarans Daniels Kings (2.515). 33. RÍ5+! - gxf3, 34. Hg3+ - Kf8, 35. Dxf5 - Df4, 36. Dg6 - Ha7,37. Hh3! - Hxh3, 38. Dg8+ — Ke7, 39. d6+! og svartur gafst upp því hann er óverjandi mát. Shirov, sem aðeins er sautján ára gamall, gerði sér lítið fyrir stuttu eftir mótið í Gausdal og varð á meðal efstu manna á sovézka svæðamótinu í Lvov. Þar með tryggði hann sér sæti á milli- svæðamótinu á Filippseyjum en margir kunnir sovézkir stórmeist- arar verða að sitja heima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.