Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990 ingabaráttan hefur ekki þótt ein- kennast af hörku en síðustu dagana hefur forystumaður eins þriggja flokka kristilega sambandsins verið sakaður um að hafa gegnt hlutverki uppljóstrara hjá öryggislögreglu kommúnista. Kommúnistar, er nú hylla íjöl- flokkakerfið, hafa verið með frá 9% upp í 13% fylgi í skoðanakönnunum. Um síðustu helgi sprakk sprengja í miðborg Prag og særðust 18 manns. Margir kenna fyrrum liðsmönnum öryggislögreglunnar um en allir flokkar hafa fordæmt tilræðið.- FELLIHYSI Fellihýsin (rá Coleman ern að seliast upn. Þau koma ekki aftur í sumar Verð frá kr. 240.000.- Opnunartími: Föstudag....................13-22 Laugardag...................10-19 Sunnudag, sjómannadag.....10-19 Reuter Fyrstu myndirnar afsólkerfínu Birtar hafa verið fyrstu myndirnar sem teknar eru utan sólkerfisins. Þessa mynd tók geimfarið Voyager 1 14. febrúar síðastliðinn í 6 millj- arða km ijarlægð frá jörðu. Lengst til vinstri sést rammi sem gerður hefúr verið utan um jörðina, þá rammi utan um Venus og lengst til hægri er sólin. Óvíst er talið að mannkyn eigi þess nokkurn tíma kost að sjá aðrar myndir teknar af sólkerfinu utan frá. I LAUG ARD ALSHOLL TIL 10. JUMI Fyrstu ftjálsu kosningarn- ar í Tékkóslóvakíu í 44 ár Prag. Reuter. ÍBÚAR sambandsríkisins Tékkóslóvakíu ganga í dag og á morgun til fyrstu frjálsu þingkosninganna sem haldnar hafa verið í landinu í 44 ár. Rúmar 11 milljónir manna eru á kjörskrá og er Borgaravett- vangi, flokki Vaclavs Havels forseta, og systurflokkum hans spáð mestu fylgi, rösklega 40 af hundraði. Havel forseti hvatti landa sína ákaft til að kjósa þar sem kosningarnar væru „fyrsta mikla þolraun hins nýfengna lýðræðis okkar.“ Samband kristilegra demókrata er í öðru sæti í skoðanakönnunum en alls bjóða 22 flokkar og samtök fram. Valdir verða 300 þingmenn á sambandsþingið, er skiptist í tvær jafnstórar deildir, 150 á þing Sló- vakíska lýðveldisins og loks 200 á þing Tékkneska lýðveldisins. Búist er við úrslitum á sunnudagskvöld en skipting þingsæta verður vart ljós fyrr en seint í næstu viku vegna flók- inna kosningareglna. Til að fá sæti á sambandsþinginu verða flokkar að fá a.m.k. 5% fylgi í öðru sam- bandsríkinu. Þingið mun sitja í tvö ár og undirbúa nýja stjórnarskrá -ásamt afturhvarfi til markaðsbú- ’ skaj)ar. A valdatíma kommúnista var skylda að kjósa en svo er ekki nú; samt er búist við mikilli kjörsókn enda virðast landsmenn staðráðnir í að varpa áratuga kommúnistaein- ræði á öskuhauga sögunnar. Kosn- Hryðjuverka- maður RAF 1990 handtekinn A-Berlín. Reuter. VESTUR—ÞÝSK kona, Sus- anne Albrecht, var handtekin í Austur-Þýskalandi í gær en hún er sökuð um aðild að morðinu á v-þýska banka- stjóranum Jiirgen Ponto árið 1977. Albrecht var félagi í hermdar- verkasveitum Rauðu herdeild- anna (RAF) er staðið hafa fyrir sprengjutilræðum og morðum í Vestur-Þýskalandi, einkum á áttunda áratugnum. Talið er að Albrecht, sem er 39 ára gömul, hafí dvalist árum saman í felum í Sýrlandi. Árásir RAF náðu hámarki árið 1977 þegar sam- tökin myrtu á sex mánaða tíma- bili formann v-þýska vinnuveit- endasambandsins og ríkissak- sóknara landsins. Albrecht var í vinfengi við fjölskyldu sak- sóknarans og er talið að hún hafi veitt upplýsingar sem gerðu kleift að ijúfa net öryggisgæslu um saksóknarann og myrða hann. LETTOSTAR þrjár nýjar tegundir á léttu nótunum MUNDU EFTIR OSTINUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.