Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990 33 Ása Gunnars- dottir - Fædd 13. nóvember 1926 Dáin 31. maí 1990 í dag verður jarðsungin frá Bú- staðakirkju vinkona mín, systir og fóstra, Ása Gunnarsdóttir, f.v. aðal- gjaldkeri Sjúkrasamlegs Reykjavík- ur. Hún lést eftir löng og ströng veikindi á krabbameinsdeild Land- spítalans. Veikindum sínum tók hún af miklu æðruleysi. Af ótrúlegri þrautseigju og baráttuþreki barðist hún gegn því óumflýjanlega, stað- ráðin í að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana, en varð að lokum að lúta örlögum okkar allra, sem ekki verða umflúin. Ása var dóttir hjónanna Gunnars Ólafssonar, sjómanns ættuðum úr Ytri-Njarðvík, og Ásu Kristínar Jó- hannsdóttur, f. í Reykjavík, ein tíu systkina, af þeim eru fimm á lífi. Hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur starfaði Ása samfellt í u.þ.b. 28 ár, áður starfaði hún við afgreiðslu- störf og sem gjaldkeri hjá tísku- versluninni Feldinum og síðar, eftir að breyting varð á rekstri þess fyrir- tækis, hjá versluninni Eygló. I raun starfaði Ása á langri starfsævi að- eins hjá tveim aðilum. Þannig var hún í raun heilshugar í því sem hún tók sér fyrir hendur, trú húsbænd- um sínum á hveiju sem gekk. Hún var einlæg í vináttu sinni, gaf sig alla í það sem hún tók sér fyrir hendur eða lét hlutina vera. Þar var engin hálfvelgja. Ástkæra systur kveð ég með söknuði sem engin orð frá lýst, — með þakklæti fyrir allt sem hún gaf og ég meðal margra annarra fékk að njóta. Ung missti hún móður sína, aðeins sautján ára axlaði hún að meginhluta forsjá heimilis fyrir föður okkar, — uppeldi tveggja af þremur yngri systkinum ásamt með eldri systrum sínum. Ábyrgðin var mikil, faðirinn langdvölum að heiman vegna starfa sinna til sjós, auraráð lítil, húsnæði þröngt og ótryggt leiguhúsnæði. Almannatryggingar voru á þeim tíma í burðarliðnum og aðstoð við ekkla með ómegð á framfæri sínu ekki til nema sem sveitaframfærsla, sem enginn maður með einhverri sjálfsvirðingu þáði ótilneyddur á þeim tíma. Hugtakið einstætt for- eldri var ekki til, hvað þá lausnir á vandamálum þeirra. Það kann að þykja kaldhæðni að halda því fram, að sú ógæfa og óhamingja sem fylgir að missa móður sína ungur, geti snúist upp í andhverfu sína. Aðeins fjögurra ára missti ég móður mína, en þau minningarbrot um hana sem ég átti yoru öllum öðrum fegurri. Mörgum mæðrum félaga minna kynntist ég, allar stóðust þær kröf- ur mínar sem ég í barnshuganum gerði til móðurímyndarinnar og margt varð öfundarefnið, en engin þeirra stóðst þó samanburðinn við þá móður sem ég hafði átt en misst. Sú aðstoð sem nú fæst með fyrir- greiðslu almannatrygginga, aðstoð sveitarfélaga, bygging verka- mannabústaða og með hjálp Hús- næðismálastofnunar fyrir efna- minni launþega, var áður leyst með hjálp vina og venslamanna innan fjölskyldunnar, væri það nokkur vegur. Af þeim sökum naut ég upp- eldis og móðurhyggju þriggja kvenna á barns- og unglingsárum mínum. Tveggja föðursystra minna, þeirra Kristínar Ólafsdóttur og Guðrúnar Ólafsdóttur, sem gáfu mér af auðlegð hjarta síns þá um- hyggju og ástúð sem ég þarfnaðist óg Ásu systur minnar, sem lengst þessara kvenna handleiddi mig í gegnum lífið og gerði mér grein fyrir réttu og röngu og þeim skyld- um sem fylgir því að vera maður. Upptekin af ábyrgð þeirri sem fylgdi uppeldi tveggja yngri systk- ina og búshaldi fyrir föður okkar, Mmmng gáfust Ásu lítil tækifæri til sam- vista við jafnaldra sína. Af því leiddi að hún giftist seint eftirlifandi eig- inmanni sínum, Baldvin Árnasyni, pípulagningarmeistara, ættuðum úr Bolungai-vík, orðlögðum dreng- skaparmanni, sem hollt var að kynnast og enn betra að eignast sem vin. Fyrstu árunum í sambúð Ásu og Baldvins deildum við hjónin með þeim í Stóragerði. Ásu sem með ráðdeild sinni og stjórnsemi hafði leitt okkur unglingana á loftinu í rósaböndum fyrstu ár hjúskaparins. Alltaf reiðubúin að aðstoða og ieið- beina um hvaðeina til hugar eða handar. Drengjunum okkar og börnum þeirra reyndist hún betri en nokkur amma og nutu þau at- hygli hennar, ástúðar og umhyggju til hinstu stundar. Heimili þeirra Baldvins og Ásu og umhverfi allt var öllum fyrir- mynd sem til þekktu, um reglu- semi, snyrtimennsku og hlýju er stóð öllum opið sem njóta vildu. Sambúð Ásu og Balla var einstök. í veikindum hennar stóð hann við hlið hennar og studdi af ótrúlegu þreki og vakti yfir því sem hún þarfnaðist í einu og öllu. Ég vil að lokum þakka öllu starfs- fólki krabbameinsdeildar kvenna- deildar Landspítalans fyrir einstök störf þess. Sérstaklega vil ég þakka því umhyggju og ástúð og einstaka hjúkrun, sem það veitti Ásu í langri legu hennar á deildinni. Störf þessa starfshóps eru öðrum fyrirmynd og hjúkrunarstéttum og öllum opinber- um starfsmönnum til sóma. Baldvin sendi ég sérstakar sam- úðarkveðjur með einlægu þakklæti fyrir allt sem hann gaf af sjálfum sér og gerði til að auðvelda hjart- kærri systur minni, vinkonu og fóstru erfiða sjúkdómslegu. Um leið óska ég þess að almættið gefi hon- um styrk í sinni miklu sorg og að minningin um góða eiginkonu og félaga hjálpi honum til að standast þessa raun. , Löng þá sjúkdómsleiðin verður lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þijóta kraftar þungt og sárt hvert sporið er. Honum treystu, hjálpin kemur hann af raunum sigur ber, Drottinn læknar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson.) Gunnar Mig langar að minnast vinkonu minnar og samstarfsfélaga síðast- liðin 17 ár í nokkrum orðum. Ása lést í Landspítalanum 31. maí sl. eftir langa og erfiða sjúk- dómslegu. Hún starfaði hjá Sjúkra- samlagi Reykjavíkur sl. 25 ár. Síðustu árin gegndi hún starfi að- algjaldkera. Ása lagði sig alla tíð fram við að sinna starfi sínu af natni og var vart hægt að hugsa sér ábyggilegri _ og reglusamari starfskraft en Ása reyndist SR, enda kunnu framkvæmdarstjórar SR vel að meta hollustu hennar gagnvart stofnuninni alja tíð. Ekki verður sagt um Ásu að hún hafi verið allra, en hún var sannur vinur vina sinna. Ása var úr stórum systkinahópi, svo frændbörnin í annan og þriðja ættlið eru orðin mörg. Og það fór ekki fram hjá okkur samstarfs- mönnum hennar að hún gleymdi aldrei neinum á afmælisdögum og öðrum hátíðisdögum. Gjafirnar voru líka ætíð höfðinglegar. Það var mjög gaman að fá Ásu í vinnuna eftir Ameríkuferðina sem hún hafði greinilega notið^ í hvívetna. Síðustu ár hafa verið Ásu afar erfið, en eftir hveija erfiða sjúkdómsleguna stóð Ása upp og mætti til vinnu. Hún sá aldrei ástæðu til að sitja aðgerðarlaus heima ef hún komst niður í Tryggvagötu. Það er mjög lýsandi fyrir Ásu, enda sló hún aldreþ af meðan henni entist heilsa til. Ása hafði gífurlegan lífskraft og aldrei bar hún sig illa þegar sjúkdómur- inn var henni hvað erfiðastur. í kjöifar þess að Samlagið var lagt niður um sl. áramót og Trygg- ingastofnun tók við hlutverki SR hefur margt breyst og samstarfs- fólkið er margt horfið á braut. Nú kveðjum við fyrrverandi samstarfsfólk Ásu og sendum Baldvini og öðrum ættingjum okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Megi orð spámannsins verða þeim huggun í sorg þeirra. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Lára Hansdóttir Eigendur hlutabréfa: Við kaupum hlutabréf eftirtalinna hlutafélaga gegn staðgreiðslu: Hlutafélag Kaupverð pr. 100 kr. nafnverðs1) Hlutafélag Kaupverð pr. 100 kr. nafnverðs1* Alþýðubankinn hf. .. 118 Olíufélagið hf 450 Eimskipafélag ísl. hf. 435 Samvinnusj. ísl. hf. . 120 Flugleiðir hf 166 Sjóvá-Almennarhf. . 490 Grandi hf 157 Skagstrendingur hf. 360 Hampiðjan hf 155 Skeljungurhf 440 Hlutabréfasjóðurinn hf. .. 142 Tollvörugeymslan hf. 101 Iðnaðarbankinn hf. 152 Útgf. Akureyringa hf. 150 Islandsbanki hf 152 Verslunarbankinn hf. 120 1) Áskilinn er réttur til að takmarka þá fjárhæð sem keypt er fyrir. Eigendur og útgefendur skuldabréfa: Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir góðum skuldabréfum í umboðssölu. _ (jármál eru okkar fag! UERDBRÉFflUlÐSKIPTl V/ SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18 • SÍMI 688568 gróður v. MOSAEYÐANDI! J ARÐVEGSBÆT ANDI! I grasgarða og limgerði er best að dreifa og blanda kalkinu í gróðurmoldina við sáningu eða gróðursetningu. Gott er að dreifa kalkinu vor eða haust og raka það vel ofan í grassvörðinn með hrífu. Gróðurkalk er ætlað til notkunar fyrir gras, grænmeti, runna og limgerði. Það stuðlar að jafnari sprettu og heldur mosa og varpasveif- grasi í skefjum. Gróðurkalk eykur uppskeru garðávaxta og skerpir vöxt lauftrjáa. Gróðurkalk er hagstæð blanda af fínni mélu og grófari kornum sem er þjál í meðförum og auðveld í dreifingu. Fínmalað kalkið hefur strax áhrif en gróf kornin leysast upp smátt og smátt og stuðla að langtímaverk- un kalksins. Grænmetisgarða er hentugast að kalka á vorin eða á haustin. Best er að blanda kalkinu vel í gróður- moldina um leið og garðurinn er unninn. \ ✓ ATHUGIÐ. Vegna hættu á kláöa þarf ekki að kalka kartöflugarða nema þeir séu mjög súrir. Ekki er heldur ráðlegt að kalka skrautrunna sem þurfa súran jarðveg. Dreifing: HEILDSALA - SMÁSALA SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA SMIÐJUVEGI 5. 200KÓRAVOGUR, SÍMI 43211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.