Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8, JÚNÍ 1990
37-
Kveðjuorð:
Bryndís Ólöf L.
Björgvinsdóttir
Fædd 27. júní 1966
Dáin 27. maí 1990
Bryndís Ólöf Lilja Björgvinsdóttir
andaðist 27. maí á sjúkrahúsi í
Gautaborg. Hún var dóttir hjónanna
Þórhildar Jónasdóttur og Björgvins
Óskarssonar.
Það er auðvelt að lýsa mann-
eskju eins og Bryndísi, sem strax
frá byrjun var hugljúfi allra sakir
mannkosta sinna og skaplyndis.
Hin mikla mýkt og hlýja ásamt
viljastyrk og einurð einkenndi skap-
gerð hennar er æ betur kom í ljós
er hún bar foringjamerki deildar
sinnar í verkfræði við Chalmers-
tækniháskólann í Gautaborg.
Á stuttri ævi tókst henni að upp-
lifa marga hluti, sem flest okkar
aðeins dreymir um. Hún vann ötul-
lega bæði í Noregi og Svíþjóð; á
dýrasjúkrahúsi eitt ár og sýndi dýr-
unum umhyggju og skilning; Á
nýopnuðu veitingahúsi í Bergen í
tvö ár, þar sem hún ötullega hjálp-
aði til að skapa þá fínu stemmn-
ingu, sem þar ríkti. Henni þótti allt
svo undur skemmtilegt; að sýna föt
og sitja model var henni ævintýri,
en umfram allt elskaði hún sönginn
og dans og var um tíma í því námi.
Hún gat spilað á 4 hljóðfæri leik-
andi létt. J5n sporin lágu annað.
Bryndís innritaðist í Chalmers-
tækniháskólann, vélaverkfræði,
haustið 1988, þar sem bróðir henn-
ar Kolbeinn var við nám.
Þar kom fljótt í ljós hennar lif-
andi lífsgleði og félagshæfileikar
og varð hún mjög vinsæl, gaf sig
alla af sál og líkama, þekkti alla,
söng á skemmtunum og varð fljót-
lega formaður fyrir flestar fram-
kvæmdir. Samtímis þessu tókst
henni að halda hæstu einkunnum
við skólann. Sá siður tíðkast við
þennan gamla tækniskóla að taka
á virkan hátt á móti nýjum nemum,
þar sem þeir gangast undir ýmis
andleg og líkamleg próf. Þessu
stjórnaði hún öllu af miklum glæsi-
brag, sem formaður skólanefndar.
Það má segja um Bryndísi að hún
lifði lífinu til hins ýtrasta; hún ók
sportbíl og mótorhjóli, stundaði köf-
un og skotfimi, ferðaðist um heim-
inn m.a. til Brasilíu, þar sem henni
féll einkar vel hið glaða sinni og
vingjarnleiki fólksins og fegurð
landsins.
Þau systkinin, Kolbeinn og
Bryndís, stóðu þétt saman í námi
og öðru, fóru saman í löng mótor-
hjólaferðalög um alla Evrópu og
ísland, þar sem þau stunduðu sum-
arstörf.
Hún er mikið syrgð af ástvinum
og það skarð fyrir skildi verður aldr-
ei fyllt, en að endingu má koma
með hennar eigin lífsskoðun úr
Hávamálum.
Upp skaltu á kjöl klífa,
þótt köld sé sjávar drífa.
Skafl beigattu skalli
þótt skúr á þig falli
kostaðu huginn að herða,
ef hér muntu lífið verða.
Ást hafðir þú meyja,
eitt sinn skal hver deyja.
(Hávamál)
Sveinbjörg Alexanders
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
ÁSTU JEIMNÝJAR SIGUÐRÐARDÓTTUR,
Bústaðavegi 75,
Reykjavík.
Sveinn H. M. Ólafsson,
Theodóra Sveinsdóttir, Sigurður Sveinsson,
Ásta Hulda Kristinsdóttir, Ögmundur Kristinsson,
Áslaug Adda Sigurðardóttir, Smári Jónsson,
Helga Hanna Sigurðardóttir, Ægir Steinn Sveinþórsson,
Lily Karlsdóttir, Garðar Þorfinnsson,
Sveinn Kristinn, Guðjón.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
ÓLAFS ÞORVALDSSONAR,
Hjarðarholti 5,
Akranesi.
Jóhanna Sigurðardóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Hjartans þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur hlýju og
vottuðu okkur samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóð-
ur og ömmu,
CHARLOTTU STEINÞÓRSDÓTTUR,
Þórsgötu 1,
Reykjavík.
Halla Þorbjörnsdóttir,
Steina Þóra Þorbjörnsdóttir,
Hilmar Þorbjörnsson,
tengdabörn og barnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför
HERMANNS GÍSLASONAR,
Skúlaskeiði 16,
Hafnarfirði.
Gísli Hermannsson, Guðrún Hanna Scheving,
Guðfinna Hermannsdóttir,
Jón Þ. Brynjólfsson, Dagbjört Guðnadóttir,
Ægir Hafsteinsson, Anna Hauksdóttir,
Brynja Gunnarsdóttir, Bragi Antonsson
og barnabörn.
Lokað
Afgreiðsla Tryggingastofnunar ríkisins í Tryggva-
götu 28 verður lokuð frá kl. 13.00 í dag, föstu-
dag, vegna jarðarfararÁSU GUNNARSDÓTTUR.
TEPPI mmm parkett flisar dukar
Teppabúðin hf. fagnar 2 ára afmæli sínu, opnun glæsilegrar flísadeildar og nýjum
viðskiptasamböndum með rækilegum afmælisafslætti í 5 daga.
15-20 %
AFMÆLISAFSLÁTTU R
TEPPABÚÐIN H/F. SUÐURLANDSBRAUT 26. S-91-681950.
3S22S TEPPABUÐIN
r