Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990 ENGIHLIÐ- HÆÐ Ca 110 fm efri hæð. Tvær góðar stofur. Eldhús með nýl. innréttingum og tækjum. Tvö rúmg. herb. og flísa- lagt bað. íb. er talsvert endurn. Nýtt rafmagn, parket o.fl. Bílskúrsréttur. Getur losnað fljótlega. Verð 7,5 millj. ©680666 Suðurlandsbraut 4a. Vesturberg. 2ja herb. íb. 55 fm á 4. hæð. Fráb. útsýni. Barónsstígur. 2ja herb. ib. 60 fm í nýl. steinhúsi. Miklabraut. 2ja herb. góð íb. 70 fm. ( kj. Nýlegar innr. Sér- inng. Laus. Vitastígur. 2ja herb. gðð fb. 43 fm I nýl. steinhúsi. Góðar innr. Grettisgata. 3ja herb. íb. á 1. hæð 60 fm auk 30 fm geymslurýmis. Verð 3,5 millj. Æsufell. 3ja herb. íb. á 3. hæð 88 fm. Góðar innr. V. 5,1 m. Espigerði. 3ja herb. góö (b. á 2. hæð, 84 fm. Sérlega falleg sameign. Laus. Klapparstígur. 3ja herb. íb. ca 115 fm ( nýbygg. Fráb. útsýni. Selst tilb. u. trév. Bílskýll. Til afh. strax. Leirubakki. 3ja herb. ib. 86 fm á 1. hæð auk herb. í kj. Góð lán áhv. Kóngsbakki. 3ja herb. (b. 75 fm á 3. hæð. Suðursv. Laus. Laugarnesvegur. 3ja herb. góð íb. 91 fm á 3. hæð. Suðursv. Nýl. innr. Nýtt gler. Mjög góð sameign. Kjarrhólmi. 3ja herb. endaíb. 75 fm á 2. hæð. Þvotta- herb. í Ib. Fallegt útsýni. Skipasund. 3ja herb. (b. 60 fm, mikiö endurn. Stór lóð. Verð 4,5 millj. Vesturberg. 4ra herb. fal- leg (b. ca 90 fm. Nýtt parket. Stórar sv. Fallegt útsýni. Kieppsvegur. 4ra herb. ib. 75 fm á jarðh. Verð 4,8 millj. Safamýri. 4ra herb. endaíb. 92 fm á 1. hæð. Tvennar svalir. Nýl. ínnr. Parket. Bílskréttur. Snæland. 4ra-5 herb. endaíb. á 1. hæð 110 fm brúttó. Suðursv. Rauðarárstígur. 4ra herb. ib. 100 fm. Sérinng. Verð 5,2 millj. Hraunbær. 4ra herb. ib. á 3. hæð, 110 fm auk herb. á jarð- hæð. Tvennar svalir. Fráb. út- sýni. Verð 6,5 millj. FASTEISNASAIA VITASHG I3 Snorrabraut. nofm sér hæð auk bilsk. Suðursvalir. Góö- ur garður. Úthlíd. Efri hæð 112 fm auk 28 fm bílsk. Suðursv. Verð 9,0 millj. Góð lán áhv. Básendi. 4ra-5 herb. sérh. 115 fm. Makaskipti mögul. á góöu raöh. eða einbh. á góðum staö. Breiðvangur — Hf. 5-6 herb. íb. á tveimur hæðum ca 210 fm. Suðursv. Nýtt parket. Góðar innr. Góð lán áhv. Veghús. Glæsil. 6-7 herb. íb. 160 fm á tveimur hæðum auk bílsk. Til afh. strax. íb. selst tilb. u. trév. að innan, en húsið fullb. að utan. Njálsgata. Parhús á tveim- ur hæðum 108 fm. Suðursv. Verð 6,5 millj. Krosseyrarvegur — Hf. Til sölu 4ra-5 herb. Ib., hæð og ris, 110 fm. Stór garður. Fltiðasel. Giæsil. raðh. á tveimur hæðum, 150 fm auk bílskýlis. Góö lán áhv. Hjallasel. Endaraðhús 244 fm með ínnb. bílsk. Mögul. é séríb. að jarðhæð, einnig á garð- stofu. Verð 12,5 millj. Miðhús. Einbhús á tveimur hæðum ca 180 fm auk 50 fm bílsk. Húsiö skilast fulib. utan, fokh. að innan. Teikn. á skrifst. Esjugrund — Kjalar- nesi. Tvíl. einbhús. 5 svefn- herb. 50 fm bilsk.900 fm lóð. Fráb. útsýni. Stór verönd. Langamýri - Gb. Rað- hús 306 fm með tvöf. bílsk. Þrennar svalir. Góð lán áhv. Viðilundur - Gb. Ein- bhús á einni hæð 140 fm auk 45 fm.bilsk. Suðurgarður. Tískuvöruverslun. Til sölu tískuvöruversl. i miðborg- inni. Góð umboð. Uppl. á skrifst. Barnafataverslun. Til sölu barnafataverslun á góðum stað i borgínni. Uppl. á skrifst. Bergur Oliversson hdl.,11 Gunnar Gunnarsson, s. 77410. Söluturn á góöum stað í borginni. Góð velta. Uppl. á skrifst. S Listgrafík fí*á Frans O _______Myndlist BragiÁsgeirsson Verkstæði fyrir listgrafík er dálítið sem íslendingum er mjög framandi þótt hingað hafi ratað nokkrar sýningar með sýnishorn- um þeirra fagmannlegu vinnu- bragða er tíðkast í þeim. ' Sá er hér ritar hefur þrívegis unnið að myndum á verkstæði í Kaupmannahöfn og vill fyllyrða, að fátt er meira uppörvandi og lærdómsríkt en að vinna með út- lærðum fagmönnum í tækni- brögðunum. Mönnum sem sjaldn- ast eru listamenn sjálfir en búa yfir mikilli þekkingu og fag- mannsstolti. Þá er á þeim mikill grúi grafíkmynda hinna ólíkustu listamanna, því venjan er að lista- maðurinn skilji eftir nokkur eintök einstakra verka sinna og svo gefa verkstæðin iðulega sjálf út grafík- listaverk eftir kunna listamenn og dreifa þeim á markaðinn. Fyr- ir kemur jafnvel að listamenn séu á eins konar samningi hjá grafík- verkstæðunum svona eins og ger- ist hjá listhúsum (galleríum). — í tilefni Listahátíðar standa Listasafn ASÍ og sendiráð Frakk- lands fyrir kynningarsýningu á vinnubrögðum í slíkum verkstæð- um, en erlendir styrktar- og kynn- ingaraðilar eru utanríkisráðuneyti Frakkiands og Frönsk samtök til eflingar lista (L’Association Francaise D’Action Artistique). Listamennirnir eru af mörgum þjóðemum en eiga það sameigin- legt, að hafa gert verk sín á frönskum listprentstofum. Allt eru þetta vitaskuld þekkt nöfn og sum heimsþekkt og vinnubrögðin við þrykkingu myndanna óaðfinn- anleg. Lögð er rík áhersla á fjöl- breytnina til að auka kynningar- gildið. Sjálf verkstæðin eru einnig mörg hver velkunn og sum mjög gróin svo sem Clot, Bramsen og Georges, en það vekur furðu mína að hið fræga verkstæði meistara- litógrafsins Fernard Mourlot skuli ekki einnig vera kynnt, því að ég veit ekki betur en að sonur hans haldi starfseminni áfram eftir frá- fall föður síns. Á því verkstæði hafa flestir helstu nútímamynd- listarmenn Parísarskólans unnið, menn eins og Picasso, Matisse, Chagall, Braque, Míró, Masson, Manessier og Buffet svo einhverj- ir séu nefndir. En úrvalið á sýningunni er mik- ið og frábærilega vel frá myndun- um gengið en það hefur viljað brenna við að slíkar farandsýning- ar hafi auðsjáanlega víða flakkað og verið í velktum plastumbúðum. En, sem sagt, þá er eins vel gengið. frá þessum myndum og framast verður á kosið og það lyftir sýningunni upp, en gerir hana kannski dálítið vélræna um leið. Sýningarskráin er á frönsku, sem er bagalegt þar sem um kynningarsýningu er að ræða og í henni eru nytsamar upplýsingar. Ekki var ég alltaf jafn ánægður með val á myndum einstakra lista- manna því að ég hef séð mun hrifmeiri hluti frá þeirra hendi, en innan um eru ýmsar perlur eins og það er orðað ... Magnús Blöndal Jóhannsson Morgunblaðið/Einar Falur Magnús Blöndal Jóhannsson og Laufey Sigurðardóttir að loknum frumflutningi á „Sonorities". _________Tónlist______________ Ragnar Björnsson Samstimi (1966). Við erum stödd óravegu frá „Hótel Jörð“, í sólkerfum eða vetrarbrautum þar sem sköpun og gjöreyðing tefla skák. Stjörnur kvikna, aðrar splundrast, sólkerfi hrynja og vetrarbrautir verða til, Guð er að skapa, hann velur og hafnar. Myndir birtast og hverfa, ljós- geisli verður að örlitlum punkti, punkturinn að sprengingu og líf varð. Minigrams (frumflutningur). Hugmynd fæðist, tekur aðra og aðrar með sér, þær leika saman, stríða hver á aðra, veltast hver um aðra, hrannast upp, tala hver upp í aðra, hætta að hlusta, þenja sig þar til að þær átta sig á að svona gengur það ekki lengur, sættast og þagna. Flytjendur voru Bernharður Wilkinson, Daði Kol- beinsson, Einar Jóhannesson, Hafsteinn Guðmundsson og Hali- dór Haraldsson. Kosið hefði ég meiri tilbrigði í styrkleika frá hendi höfundar. Mikið vibrato er hættuiegt í samhljómi. Dúett (1954) eins konar sónata fyrir óbó og klarinett, í þrem stutt- um atriðum, þar sem hljóðfærin elta hvort annað til skiptis, eins- konar „hlaupa í skarðið“ og meira að segja í þjóðlegum stíl. Mjög vei var dúettinn leikinn af þeim Einari og Daða. Sonoríties III (1968) einskonar píanókonsert fyrir segulband og píanó þar sem barist er um völdin og til þess notuð öll hugsanleg brögð og jafnvel slegið undir belt- isstað stundum. Einvígi þetta stendur lengi en að lokum sigrar sá óþreytandi, þ.e. segulbandið og píanóið verður að dansa með í lokin. Halldór barðist fyrir píanó- ið af mikilli leikni, með fingrum, olbogum, þríhomum og kjuðum, en varð að lúta örlögum verksins þrátt fyrir frábæra framistöðu. Sonorítiesl'V (frumflutningur) fyrir einleiksfiðlu er einskonar uppgjör við umhverfið og sjálfan sig. Trega, spurningar, sársauka og ljóðrænu syngur fiðlan í ein- manaleik sínum og svarið gefur hún að einhvetju leyti sjálf, með díatónískum uppátækjum, þríund- um bregður fyrir og meira að segja samstígum. Mjög fagurt verk og sérlega vel flutt af Lauf- eyju Sigurðardóttur. Þetta voru áhrifin sem undirrit- aður varð fyrir á tónleikunum í gærkveldi, hvort þau hafa ein- hveria samsvörun við ætlan tón- skáldsins hefur undirritaður enga hugmynd um og skiptir raunar engu máli. Þetta voru einstakir tónleikar með ágætum en mjög ólíkum verkum, verkefnum sem rifjuðu upp margar minningar og undirstrikuðu tónskáld sem hróp- aði aldrei hátt um eigið ágæti en getur staðið við og með því sem •hann hefur skrifað og vonandi hættir hann nú að gera hlé á skrif- um sínum. Umdeilanlegt var e.t.v. að ljúka tónleikunum með mynd Ósvalds Knudsen „Surtur fer sunnan", en hefðu aðrir tónar klætt betur það drama en list Magnúsar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.