Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Afiiám verðtryggingar Fáein orð um alvörumál Afnám verðtryggingar er aftur komin á dagskrá í kjölfar þeirrar yfirlýsingar Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra, að nauðsyn- legt sé að fella lánskjaravísi- tölu niður sem fyrst. Jón Sig- urðsson, viðskiptaráðherra, hefur farið varlegar í sakirnar og talsmenn bankakerfisins hafa varað við slíkum aðgerð- um. Geir Hallgrímsson, Seðla- bankastjóri, sagði m.a. í sam- tali við Morgunblaðið í gær: „Það verður að vera töluvert meiri stöðugleiki í verðlags- málum áður en það verður gert til þess að draga ekki úr sparnaðarviðleitni fólks.“ Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær: „Það er mikilvægt að auka frekar en draga úr langtímasparn- aði, en afnám verðtryggingar kynni að hafa neikvæð áhrif á þróun langtímaspamaðar. Með tilliti til þess, hve við- kvæmur sparnaður er fyrir opinberri íhlutun um vexti og verðtryggingu er nauðsyn- legt, að ekki sé flanað að neinu í þessu máli.“ Og Bald- vin Tryggvason, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis sagði: „Við erum ekki búnir að hafa lága verð- bólgu nema í nokkra mánuði. Slíkt hefur tekizt áður og það vill nú svo til, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að það er lánskjaravísitalan, sem hefur verið gmndvöllur trausts í viðskiptum undan- farinn áratug . . . Ef það á að breyta því er grundvellin- um kippt undan þessu öryggi og hver ætlar að axla þá ábyrgð?“ Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, hvatti til þess í Þjóðviljanum í gær að afnema vísitölutryggingu fjármagns í áföngum og talaði um, að það yrði gert stig af stigi, þannig að vísitölubind- ing fjármagns heyrði sögunni til á seinni hluta þessa áratug- ar. Vísitölukerfi það, sem byggt hefur verið upp hér á landi undanfama áratugi, hef- ur aldrei verið meginþáttur í því að vinna bug á verðbólg- unni. Það hefur hins vegar auðveldað okkur að búa við þá miklu verðbólgu, sem hér hefur ríkt. Verðtrygging fjár- skuldbindinga hefur verið grundvöllur að þeim aukna sparnaði, sem hér hefur orðið á undanförnum árum. Verð- trygging og raunvextir hafa í raun gjörbreytt öllum við- horfum fólks til spamaðar, fjárfestinga og meðferðar ijármuna. Hún hefur líka gjör- breytt öllum viðhorfum í at- vinnurekstri. Sú tíð er liðin, að fólk flýti sér að eyða aflafé sínu. Sú tíð er líka liðin, að landsmenn telji steinsteypu einu spamað- arleiðina. Sú tíð er liðin, að einstaklingar taki lán til þess að byggja hús og láti verð- bólguna borga lánin niður. Og sú tíð er liðin, að fyrirtæki leggi út í stórfelldar óarðbær- ar fjárfestingar í trausti þess, að verðbólgan borgi lánin nið- ur. Tæpast telur nokkur mað- ur æskilegt, að þessir tímar komi aftur. Auðvitað á vísitölutenging fjárskuldbindinga ekki að gilda hér um aldur og ævi. Og það er alveg rétt, sem fram hefur komið hjá sumum, sem um þetta hafa fjallað undan- fama daga, að í þessum efn- um sem öðrum, hljótum við íslendingar að aðlaga okkur aðstæðum í nágrannalöndum, þar sem verðtrygging íjár- skuldbindinga er nánast óþekkt fyrirbrigði en þó ekki alveg. En við verðum að fara afar varlega í allar breytingar á þessu kerfi til þess að eyði- leggja ekki það, sem áunnizt hefur. Mestu máli skiptir, að eig- endur sparifjár geti treyst því, að það haldi verðgildi sínu og að þeir fái eðlilega ávöxtun fyrir að lána þetta fé öðmm. Þótt töluverður árangur hafi náðst á síðustu misserum í baráttu við verðbólguna er mikil óvissa ríkjandi um fram- haldið. Það er engan veginn hægt að ganga út frá því sem vísu, að þessi árangur haldist til frambúðar. Þvert á móti er margt, sem bendir til þess að grípa verði til ýmissa að- gerða á þessu ári til þess að tryggja betur, að verðbólgan aukist ekki á ný. Þess vegna er skynsamlegt að flýta sér hægt í þessum efnum. eftir Gylfa Þ. Gíslason i. Fiskurinn á íslandsmiðum er ein af verðmætustu auðlindum íslend- inga. En þjóðin hefur ekki um- gengizt þessa auðlind af nauðsyn- legri alúð. Hún hefur gengið á hana. Þannig er t.d. stærð þorskstofnsins nú varla nema helmingur til tveggja þriðju hluta þess sem hún var á sjötta áratugnum. Og fiskveiðarnar hafa lengi verið stundaðar með óhagkvæmum hætti. Komið hefur verið upp alltof stórum fiskiskipa- flota, líklega a.m.k. 20-30% of stór- um. Hvort tveggja eru þetta stað- reyndir, sem búkst mátti við sam- kvæmt einföldustu grundvallarregl- um fiskihagfræðinnar. í þeim felst, að séu fijálsar og ókeypis fiskveiðar stundaðar til lángframa á fiskimið- um, sem eru sameign, verði afleið- ingin annars vegar ofveiði og hins vegar óhagkvæmur rekstur. Af- gjaldið, sjávarrentan, sem auðlindin gefí af sér, glatist og hverfí í skerð- ingu auðlindarinnar og óhóflegan rekstrarkostnað. íslendingar tóku of seint upp heildarstjórn á fiskveiðum sínum. Og fyrsta tiiraunin, skrapdagakerf- ið, var ekki hagkvæm. Þegar kvóta- kerfið var tekið upp 1984, var það mikil framför. Þótt á því hafi verið og séu sumpart enn alvarlegir gall- ar, felst samt í því fullkomnasta heildarstjórn þjóðar á fiskveiðum sínum, sem framkvæmd er, að kvótakerfi Nýsjálendinga frátöldu. Gildandi löggjöf um stjórn fisk- veiða rennur út um næstu áramót. Þess vegna var nauðsynlegt að setja nýja löggjöf á Alþingi því, sem er nýlokið. Þegar hliðsjón er höfð af því, að hér er um eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarheildarinnar að ræða, hlaut það að vekja at- hygli, hversu sundrungin á Alþingi var mikil. Því var jafnvel hreyft, að engin heildarstjórn á fiskveiðum væri nauðsynleg, skrapdagakerfið var talið hagkvæmara en kvóta- kerfið, sagt var, að halda ætti sókn- armarkinu, talið var, að úthluta ætti fiskvinnslustöðvum kvótum og það átti mikið fylgi að binda kvóta við ákveðin byggðarlög. Talið var, að banna ætti framsal kvóta. Við atkvæðagreiðslu í efri deild munaði aðeins einu atkvæði, að frumvarpið næði fram að ganga. Hefði það verið fellt, hefði öll heildarstjórn á fiskveiðum íslendinga fallið niður um næstu áramót og fijálsar og ókeypis fískveiðar aftur haldið inn- reið sína. Það er erfitt að þurfa að vera vitni að þvi, að eitt mikilvæg- asta málið, sem Alþingi fjallaði um, skuli hafa hlotið þvílíka meðferð. II. Sem betur fer voru ný lþg um fiskveiðistjóm samþykkt. í þeim felast nokkrar endurbætur á gild- andi lögum. Kveðið var á um, að úthlutun veiðileyfa myndi ekki eign- arrétt né skerði forræði löggjafans til að ákveða síðar breytingar, án bótaskyldu tii einstakra útgerða. Sóknarmarkið við úthlutun veiði- leyfa var afnumið. Það hafði reynzt óhagkvæmt og valdið misrétti. Nýj- ar reglur voru settar um veiði smá- báta. Heimildir til framsals veiði- leyfa voru rýmkaðar nokkuð. Kom- ið var á fót hagræðingarsjóði sjáv- arútvegsins, sem getur stuðlað að hagkvæmri fækkun fiskiskipa, ef reglunum um hann er beitt skyn- samlega og án þess að tekið sé til- lit til annarra sjónarmiða en hag- kvæmni. Ákveðið var að endur- skoða lögin innan tveggja ára. Þótt hin nýju lög séu tvímæla- laust betri en þau, sem nú gilda, eru samt enn á þeim verulegir gall- ar. Skal nú farið um þá fáeinum orðum. Leyfum á enn að úthluta til eins árs í senn. Til þess að stuðla að því, að veiðileyfi séu notuð með hagkvæmum hætti, þurfa þau að vera veitt til alllangs tíma, t.d. 10-15 ára. Með því einu móti geta útgerðarmenn skipulagt rekstur sinn skynsamlega. Framsal leyfa er enn takmarkað. Heimild til al- gjörlega frjáls framsals veiðileyfa mundi tvímælalaust annars vegar stuðla að nauðsynlegri minnkun flotans og hins vegar flýta fyrir því, að útgerð kæmist á hendur þeirra, sem geta stundað hana með hagkvæmustum hætti. Leyfin eru enn bundin við skip. Eftir sem áður hafa eigendur fiskiskipa einkarétt á því að fá úthlutað veiðileyfum. Sá, sem hefur áhuga á því að hefja útgerð, þarf að byija á því að kaupa skip og greiða eiganda þe'ss ekki aðeins venjulegt verð fyrir skip, heldur einnig verð fyrir þann kvóta, sem fylgir skipinu. Tekjurnar, sem seljandinn fær fyrir kvótann, eru óverðskuldaðar, því að þær hlýtur hann aðeins vegna þess, að hann sem eigandi skips hafði fengið veiði- leyfi úthlutað ókeypis, og greiðsla kaupandans fyrir kvótann er ósann- gjörn kvöð á hann. Veiðileyfi á ekki að binda við skip, heldur ein- staklinga og lögaðila. Slíkir aðilar, sem áhuga hafa á því að heíja út- gerð, fá þá skilyrði til þess að geta farið að líta í kringum sig eftir hagkvæmum skipum og skipu- leggja hagkvæman rekstur. Því fylgir auðvitað vandi að ákveða, Búlgaría: Nægar agúrkur eftir að verðið var gefið ftjálst Umbótastjórnin kýs hægfara leið Sovétstjórnar Texti og mynd Anna Bjarnadóttir FÓLK á öllum aldri þyrptist í kringum Andrey Lukanov, forsætisráð- herra Búlgaríu, á tröppum ráðhússins í borginni Varna á Svartahafs- strönd landsins hinn 24. maí síðastliðinn. Það vildi taka í hönd hans og fá hjá honum eiginhandaráritun. Hann var hinn vingjarnlegasti og gaf sér tíma til að sinna fólkinu áður en hann steig upp í smárútu af Renault-gerð og hélt á næsta samkomustað ásamt sex vel klæddum aðstoðarmönnum sinum. 24. maí er dagur stafrófsins í Búlgaríu og þjóðin heldur hann hátíðlegan. Hún notar rússneskt stafróf og það er eins konar stað- festing á sjálfstæði hennar frá Tyrkjum sem drottnuðu í landinu fram á þessa öld. Fjöldi ungs fólks í sunnudagafötum streymdi snemma um morguninn með blóm í stóran skrúðgarð við hafið og lagði þau við minnisvarða um fallnar hetjur. Forystumenn borgarinnar komu á vettvang nokkru seinna og þá var gengið fylktu liði með fá- menna, falska og ósamstillta lúðra- sveit í fararbroddi í gegnum bæinn að ráðhúsinu. Nokkrir í hljómsveit- inni báru í barminum merki Banda- lags lýðræðisaflanna, sem um 30 flokkar og samtök stofnuðu með sér gegn Kommúnistaflokknum eft- ir fall Todors Zhivkovs, einræðis- herra kommúnista fyrir fáeinum mánuðum. Þeir léku þó „Internati- onalinn", baráttusöng sósíalista, af hjartans lyst og fáeinar hræður klöppuðu kröftuglega þegar skrúð- gangan fór hjá. Tveir prestar í fullum skrúða grísku rétttrúnaðarkirkjunnar tóku þátt í athöfninni við ráðhúsið ásamt forsætisráðherranum. Fólkið fagn- aði þegar þeir gengu saman fram á sviðið og prestarnir hneigðu sig í virðingarskyni þegar þeir kvöddu ráðherrann. Zhivkov fullyrti ávallt að stjóm hans ætti mjög gott sam- starf við kirkjuna og hélt því fram að þjóðin nyti trúfrelsis. Leiðtogar kirkjunnar héldu friðinn og nutu góðs af því en sannkristið ,fólk ótt- aðist að viðurkenna trú sína. Kirkju- ráðið krafðist þess aðeins nokkrum mánuðum áður en Zhivkov féll hinn 10. nóvember síðastliðinn að starf andófsmanna í Nefnd um trúarrétt- indi yrði stöðvað og nefndin bönn- uð. Nú feta þeir í fótspor nefndar- innar og krefjast svipaðra hluta og hún en nýir leiðtogar gamla Kommúnistaflokksins kjósa heldur að eiga viðræður við fulltrúa nefnd- arinnar um framtíð þjóðarinnar en spillta presta kirkjunnar. Dregur að kosningum Þingkosningar verða í Búlgaríu hinn 10. júní. Það bar lítið á kosn- ingabaráttu úti á landi en heim- sóknir Lukanovs í tilefni af degi stafrófsins hafa örugglega ekki veikt stöðu Sósíalistaflokksins, eins og Kommúnistaflokkurinn heitir nú. Blár fáni Bandalags lýðræðis- aflanna blakti á stöku stað og fólk var ekki hrætt við að ganga um með merki bandalagsins. Nokkur hundruð manns sóttu útifund Jafnaðarmannaflokksins í Sófíu, höfuðborg landsins, föstu- daginn 25. maí, en þá var fram- haldsfrí vegna stafrófsins. Flokkur- inn er í bandalaginu og nýtur þeirr- ar sérstöðu ásamt því og Bænda- flokknum að hafa eigið málgagn en Sósíalistaflokkurinn er langbest settur hvað aðgang að fjölmiðlum MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990 25 Gylfi Þ. Gíslason „íslendingar tóku of seint upp heildarstjórn á fiskveiðum sínum. Og fyrsta tilraunin, skrap- dagakerfið, var ekki hagkvæm. Þegar kvótakerfið var tekið upp 1984, varþað mikil framför. Þótt á því hafi verið og séu sumpart enn alvarlegir gallar, felst samt í því full- komnasta heildarstjórn þjóðar á fiskveiðum sínum, sem framkvæmd er, að kvótakerfi Nýsjá- lendinga frátöldu.“ hvaða einstaklingar og lögaðilar eigi að fá veiðileyfí og koma í veg fyrir, að það verði ekki háð annar- legum sjónarmiðum í stað hag- kvæmnissjónarmiða. Það er einmitt hér, sem í ljós kemur, að ekki er hægt að tryggja, að veiðileyfin lendi í höndum þeirra, sem treysta sér til þess að hagnýta þau á sem hag- kvæmastan hátt, nema láta á það reyna, hvort þeir eru reiðubúnir til þess að greiða fyrir veiðileyfin. Og þá er komið að aðalgalla núgildandi kerfis, sem ekki er gert ráð fyrir að bæta úr í nýju lögun- um. Leyfin á enn að afhenda upp- haflegum leyfishöfum ókeypis. í þeirri umræðu, sem farið hefur fram undanfarið, hér í Morgunblað- inu, í vikuritinu Vísbendingu og nú síðast í bók, sem Háskólaforlagið gaf út fyrir skömmu: Hagsæld í húfi, hafa verið leidd ýtarleg rök að því, að þeir, sem fá veiðileyfi, eigi að greiða fyrir þau í einhverju formi, einfaldlega vegna þess, að veiðileyfin eru verðmæti, og verð- mæti á enginn að fá gefins. Öllum formælendum gjalds fyrir veiðileyfi er ljóst, að slíku kerfí verður að koma á smám saman. Þeim er einn- ig ljóst, að samhliða verður að breyta stefnunni í gengismálum. Samfara veiðigjaldi verður að fara lækkun krónunnar. En leiða má rök að því, að sá sparnaður þjóðarbús- ins, sem smám saman hlytist af veiðigjaldi, yrði svo mikill, að hann gæti komið í veg fyrir hækkun inn- lends verðlags af völdum gengis- lækkunarinnar. Það er aukaatriði, hvort það, sem hér er um að ræða, er nefnt gjald fyrir veiðileyfi, veiðigjald, auðlinda- skattur eða gengisgjald. Það er líka aukaatriði, hvort gjaldið er tekið við úthlutun leyfanna eða lagt á leyfin síðar, og við hvaða grunn- stærð það er miðað. Mér hefur allt- af fundizt auðlindaskattshugtakið geta valdið nokkrum misskilningi varðandi það, sem hér er um að ræða, og tel raunar, að svo hafi orðið. Meginatriði hugmyndarinnar er, að hætt verði að veita vissum aðilum, eigendum skipa, ókeypis rétt til þess að hagnýta auðlind, sem er sameiginleg eign þjóðarinnar. Með því sé þjóðarheildin ekki aðeins svipt eðlilegu afgjaldi af eign sinni, sjávarrentunni. Stuðlað sé jafn- framt að notkun of stórs fiskiskipa- flota og sóun í rekstri fiskveiða. Og sé haldið uppi of háu gengi í skjóli þess, að afnot fiskimiðanna eru ókeypis, eins og gert hefur ver- ið, er hallað svo á aðrar útflutnings- greinar en sjávarútveg, þ.e. iðnað, samgöngufyrirtæki, ferðaþjónustu og fleiri greinar, að um óbærilegt og skaðlegt misrétti er að ræða. III. Því hefur verið haldið fram, að tvær breytingar á löggjöfinni um fiskveiðistjórnina mundu nægja til þess að bæta úr þeirri óhag- kvæmni, sem flestir virðast nú við- urkenna, að eigi sér stað í fiskveið- unum. Það sé nóg að veita veiðileyf- in til langs tíma og að heimila al- gjörlega fijálst framsal þeirra. Eng- inn vafi er á því, að hvort tveggja væri til bóta. En væri látið við þetta sitja, má færa rök fyrir því, að markmiðið næðist ekki að fullu, auk þess sem það tæki óþarflega langan tíma að ná þeirri hagkvæmni við fiskveiðarnar, sem nauðsynleg er. Skýringin er fyrst og fremst sú, að erfitt er að tryggja fullkominn, fijálsan markað til viðskipta með veiðileyfi. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hversu erfitt er að tryggja fullkominn markað í venju- legum vöruviðskiptum. Það yrði mun erfiðara varðandi viðskipti með réttindi eins og veiðileyfi. En aðal- rökin gegn því, að þessar ráðstafan- ir séu fullnægjandi lausn á þeim vanda, sem við er að etja, eru þau, að með þessu móti væri engan veg- inn tekið á því þjóðfélagslega rang- læti, sem í því felst að afhenda takmörkuðum hópi manna verð- mæti, sem eru eign alþjóðar. Því miður hafa stjórnvöld enga tilraun gert til þess að láta athuga, hversu há sjávarrentan er, þ.e. það afgjald, sem fiskistofnarnir skila í þjóðarbúið, þegar sókn í þá er tak- mörkuð með kvótum. Sagt hefur verið opinberlega af sérfróðum mönnum, að hún gæti numið ein- hvers staðar á bilinu 10-15 milljörð- um árlega. Af hálfu aðila, sem veija ókeypis afhendingu veiðileyfa, hef- ur því verið haldið fram, að eigend- ur fiskiskipa eigi slíka ijárhæð með réttu. Þeir hafi stundað útgerð, og þeir eigi að njóta þess hagnaðar, sem útgerð geti gefið af sér. Þetta er skoðun, sem mikill meirihluti íslendinga mun aldrei fallast á. Þegar meginþorra þjóðarinnar verður Ijóst, um hvað er hér í raun og veru að tefla, mun hann aldrei samþykkja, að sá hópur sem af til- viljun átti fiskiskip um miðjan níunda áratuginn, eða þeir, sem komu sumpart í hans stað, eigi um aldur og ævi að njóta þess arðs, sem fiskurinn á íslandsmiðum, sameign íslenzku þjóðarinnar, gefur af sér. Við þessa andstöðu almennings gegn því að gefa núverandi útgerð- armönnum veiðileyfí, mun bætast andstaða allra þeirra, sem hags- muna hafa að gæta í öðrum útflutn- ingsgreinum, að ógleymdum þeim, sem áhuga hafa á nýjum útflutn- ingsgi-einum, en þær eiga sér litla lífsvon, meðan misrétti er haldið milli sjávarútvegs og annarra út- flutningsgreina. IV. Þegar frumvarpið um fiskveiði- stjórn var til umræðu á síðasta Alþingi, bar mikið á ótta við, að ýmsir útgerðarstaðir kynnu að leggjast í auðn vegna sölu fiskiskipa frá staðnum. Ráðið, sem bent var á til þess að koma í veg fyrir slíkt, var yfirleitt að binda hluta af úthlut- uðum veiðileyfum við útgerðarstaði. I þessu sambandi verður þess fyrst að geta, að í nýja frumvarpinu var ekki um að ræða neina nýja hættu í þessu sambandi miðað við gildandi lög. í raun og veru hafa engar hömlur verið á sölu skipa milli landshluta, enda hefur mikið kveðið að slíkum sölum. Líklega er það sú staðreynd, sem vakið hefur upp tillögurnar um að stöðva slíkt að einhveiju leyti með því að út- hluta útgerðarstöðum veiðikvótum. Það er tvímælalaust rétt, að nauðsyn er á einhvers konar byggðastefnu af hálfu hins opinbera til þess að koma í veg fyrir of öra og varhugaverða röskun í byggð landsins. I fyrsta lagi er þess þó að geta, að ekki má stefna að því, að varðveita algjörlega óbreytta byggð. Viss breyting er að jafnaði eðlileg og hagkvæm. Og þær ráð- stafanir, sem opinberir aðilar grípa til í því skyni að koma í veg fyrir röskun, mega ekki kosta hvað sem er. Athuga verður, hvert tjón yrði af röskuninni og hvað kosta mundi að koma í veg fyrir hana. Byggða- vandamálið er afmarkað vandamál í íslenzku þjóðfélagi, eins og öðrum. Á því á að taka sem heildarvið- fangsefni samfélagsins alls. Því á ekki að blanda saman við stefnuna í málefnum einstakra atvinnu- greina. Hin ranga og óhagkvæma stefna, sem fylgt hefur verið í mál- efnum íslenzks landbúnaðar í ára- tugi, hefur verið réttlætt í of ríkum mæli með byggðasjónarmiðum. Meiru fé hefur verið varið til þess að halda uppi óhagkvæmum land- búnaði í dreifðum byggðum en svar- ar til þess ijárhagstjóns, sem nokk- ur byggðaröskun hefði haft í för með sér. Og nú má með engu móti láta hið sama endurtaka sig varð- andi sjávarútveginn. Ef úthlutun kvóta verður að hluta bundin við byggðarlög, helzt útgerð á þeim stöðum, hvort sem hún er hagkvæm eða ekki, hún flyzt ekki til annars staðar, þótt hún væri augljóslega hagkvæmari þar. Auðvitað getur verið, að óbærileg röskun hlytist af því, að skip væri selt burt frá útgerðarstað. Þá yrði að grípa til almennra ráðstafana til aðstoðar þeim stað. Hitt væri stórskaðlegt að slá því föstu fyrir fram, frá hvaða stöðum skuli gert út og hversu mikið, án nokkurs tillits til hag- kvæmni útgerðarinnar. Af því leiddi stöðnun í atvinnumálum. Slíkt væri álíka fráleitt og að ákveða af opin- berri hálfu, á hvaða stöðum skull. vera fiskvinnsla, hversu mikil og hvers konar. Og hvers vegna þá ekki að ákveða, hvar eigi að stunda iðnað og verzlun og í hversu ríkum mæli? Ætti kannske að ákveða íbúafjölda á hveijum stað, og banna fólki að flytja búferlum? Það er misskilin umhyggja fyrir dreifðum byggðum landsins að fá þeim fasta veiðikvóta til umráða. V. Alþingi hefur nú sett ný lög um stjórn fiskveiða. Slík lög eru nauð- synleg. Og nýju lögin eru betri en þau, sem áður giltu. En þau eru enn gölluð. Þau þarf því að endur- skoða, enda er gert ráð fyrir því. Einmitt þess vegna er það alvarlegt áhyggjuefni, hversu sundurleitar skoðanir virðast uppi á Alþingi í þessu mikilvæga máli. Og því leng- ur sem það dregst að móta heil- steypta stefnu í málinu, því meira verður tjónið. En markmið hag- kvæmrar og þjóðhollrar fískveiði- stefnu hlýtur að vera að vernda fiskistofnana, stuðla að hagkvæm- um útvegi og sjá til þess, að þjóðar- heildin njóti arðs af sameiginlegri eign sinni. í því skyni verður að- takmarka heildarsóknina með því að úthluta kvótum. Og þeir, sem fá kvótana, verða að greiða fyrir þá, annars vegar til að tryggja að útgerð sé í höndum þeirra, sem reka hana með hagkvæmustum hætti, og hins vegar til þess að þjóð- in fái arð af eign sinni. Ilöfundur erfyrrum prófessor, alþingismaður ográðherra. Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir Mannljöldi þyrptist að Andrey Lukanov, forsætisráðherra Búlgaríu, þegar hann heimsótti borgina Varna. varðar. Frambjóðandi hélt augsýni- lega skemmtilega ræðu, fundar- menn hlógu dátt og tóku henni vel. Þeir klöppuðu síðan og dönsuðu við undirleik hljómsveitar og minnti fundurinn meira á útiskemmtun en stjórnmálafund. Hann var haldinn á torgi fyrir framan höfuðstöðvar Kommúnistaflokksins þangað sem fjöldi fólks var að sækja kosninga- áróður og flokksmerki. Ræðumaður jafnaðarmanna sagði í samtali við Morgunblaðið að hann ætti von á að Bandalag lýðræðisaflanna myndi vinna kosningarnar en það þykir ólíklegt. Sósíalistaflokknum hefur verið spáð 30% atkvæða, bandalag- inu 16% og Bændaflokknum 11%. Gengislækkun Þingið verður kosið til fjögurra ára. Það kemur saman til að semja nýja stjórnarskrá og á að ljúka því á 18 mánuðum. Að því loknu geta þingmennirnir 400 ákveðið hvort þingið sitji áfram út kjörtímabilið eða nýtt þing verði kosið. Þjóðin á við 'mikinn efnahagsvanda að etja og stjórnarandstaðan og nýir valda- menn í gamla Kommúnistaflokkn- um eru sammála um að breytinga á kerfinu sé þörf. Gömlu kommarn- ir vilja hægfara umbætur og hafa þegar hafið þær. Þeir gáfu til dæm- is verð á grænmeti og ávöxtum fijálst en það hafði í för með sér að allt í einu varð nóg framboð af agúrkum sem eru hluti af þjóðarsal- ati Búlgaríu. Verðið var hátt í upp- hafi en lækkaði fljótt. Þeir leiðréttu einnig skráningu myntarinnar leva og hækkuðu hana úr 0,80 gagnvart Bandaríkjadollar í 9,70. Svarti pen- ingamarkaðurinn hvarf á einni nóttu við það en þess er enn kraf- ist af ferða- og viðskiptamönnum að þeir skipti opinberlega ákveðinni fjárhæð á verra gengi fyrir hvern dag í landinu og greiði fyrir hótel í beinhörðum gjaldeyri eða á enn verra gengi. Þegar fundið var reiði- lega að þessu við stúlkur í móttök- um rándýrra en ósnyrtilegra hótela fóru þær næstum að skæla og sögð- ust ekkert geta gert við þessu órétt- læti; ríkisstjórninni væri um að kenna. Lukanov átti fundi með Nikolai Ryzhkov, forsætisráðherra Sov- étríkjanna, og Míkhaíl Gorbatsjov, forseta, í mars. Þeir sömdu um að draga úr viðskiptum landanna, en 60% utanlandsviðskipta Búlgaríu eru nú við Sovétríkin, og taka smátt og smátt upp greiðslur í hörðum gjaldeyri í stað vöruskipta. Ryzhkov lýsti því yfir við þetta tækifæri að Sovétmenn og Búlgarar væru góðar vinaþjóðir. „Við erum góðir vinir Andreys Lukanovs, gamlir vinir, og ég er ánægður að hann er forsætis- ráðherra,“ sagði hann. Lukanov tók við ráðherraembættinu í febrúar og mun að öllum líkindum halda því eftir kosningar. Hann og flokkur hans fylgja svipaðri stefnu og Gorb- atsjov og stór hluti almennings sér líklega þegar nægar breytingar á þjóðfélaginu til að treysta umbóta- kommúnistunum til að stjórna því áfram. Möguleiki á mennt- unarmeðlagi til tvítugs LÖG um meðlög með 18-20 ára unglingum vegna skólagöngu, svoköll- uð menntunarmeðlög, voru sett fyrir um það bil þremur árum. Ekki hefúr verið mikið um að forráðamenn nýti sér þennan möguleika, en þó færist það stöðugt í vöxt. Að sögn Kristínar Grímsdóttur, skrifstofumanns hjá Tryggingastofn- un ríkisins, þarf sakadómur eða sam- bærileg dómsstofnun að úrskurða um menntunarmeðlag og tekur Trygg- ingastofnun þá að sér greiðslur þess. Reynslan hefur sýnt að þegar um samkomulag um greiðslur milli for- eldra er að ræða vilja þær yfirleitt bregðast. Þess vegna er eina trygga leiðin til að fá greitt meðlag með unglingi, sem er eldri en 18 ára, að gera það með dómsúrskurði. Greiðsl- urnar hefjast í þeim mánuði sem unglingurinn verður 18 ára, þeim lýkur í þeim mánuði sem hann verð- ur 20 ára og þær eru hrein viðbót við venjulegt meðlag. Kristín ráðleggur forráðamönnum að leita dómsúrskurðar með góðum fyrirvara og leggja inn umsókn til Tryggingastofnunar svo greiðslur menntunarmeðlags geti hafist í beinu framhaldi af greiðslu venjulegs með- lags. í þeim tilfellum þar sem það for- eldri er látið sem annars mynd* greiða meðlag með barni er hægt að sækja um barnalífeyri vegna skólanáms beint til Tryggingastofn- unar. Úr dagskrá Listahátíðar í dag Á sjöunda degi Listahátíðar, föstudag, bjóðast eftirtalin atriði auk Qölmargra myndlistarsýninga, sem opnar eru til listahátíðarloka eða lengur:. Klukkan 13-17 Hressó Cheo Cruz - gjörningur Klukkan 16 Austurstræti Tónleikar fjögurra unglinga- hljómsveita. Klukkan 17:30 Háskóli íslands Samræður um list:„ Hversu lífvæn er menning fámennra þjóða“. Klukkan 20 Nýlistasanfið Kathe Kruse og Wolfgang Muller flytja hljómlistargjörning Klukkan 21 Islenska óperan Djasstónleikar. Leoníd Tsjísjík leikur á píanó og íslenzkir djass- istar flytja ný verk. Klukkan 21 Borgarleikhúsið Cricot 2 leikhópurinn frá Kraká sýnir í fjórða og síðasta sinn !Ég kem aldrei aftur“ í leikstjórn höf- undarins, Tadeusz Kantor. Klukkan 22 Hressó Risaeðlan Fantasía Christine Quoiraud

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.