Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990
„Wún ontti m/g ti/e/m timc/m of se/nt
tr>eé boUcx caf faj'/c/u knff/ "
Eftir að trúin á storkinn
var tekin frá mér er ég
jafnan óörugg í návist
karlmanna ...
Gæti ég fengið svo sem 10
flök, 5 heilar ýsur og smál-
úðu?
Dýrtað
skipta um
hjólbarða
Til Velvakanda.
Vor og haust þurfa flestir bif-
reiðaeigendur að skipta um hjól-
barða undir bifreiðum sínum.
Langflestir nýta sér þjónustu hjól-
barðaverkstæðanna, eins og eðiilegt
er. Mér blöskrar hins vegar verðlag-
ið á þessari þjónustu. A því verk-
stæði sem ég skipti við kostar 125
krónur að skrúfa hjólið undan bif-
reiðinni og setja það á aftur. Um-
felgun kostar 265 krónur og jafn-
vægisstilling 281 krónu. Þjónustan
kostar því 2684 krónur á hvetja
bifreið. Ofan á þetta kemur virðis-
aukaskattur 660 krónur, þannig að
reikningurinn hljóðaði upp á 3344
krónur. Ég vil taka fram að verkið
var vei unnið og ekki tók nema um
20 mínútur að vinna það. Ég var
sérstaklega hugfanginn af því
hvernig hægt var að „mala gull“ í
tiltölulega einfaidri vél, sem jafn-
vægisstillir hjól. Sú athöfn tók varla
meira en eina mínútu á hveti hjól
og virtist vera auðunnin. Verkstæð-
ið tók 1124 krónur fyrir 4-5
mínútna vinnu og í ríkiskassann
runnu 275 krónur. Ef við reiknum
með því að 50 þúsund bifreiðaeig-
endur á höfuðborgarsvæðinu láti
jafnvægisstilla bifreiðar sínar tvisv-
ar á ári, greiða þeir hjólbarðaverk-
stæðunum rúmar 112 milljónir ár-
lega og ríkinu 28 milljónir. Er enn-
þá starfandi í þessu landi hags-
munafélag bifreiðaeigenda?
Bifreiðaeigandi.
Þessir hringdu . . .
Vísan
Það voru margir sem hringdu
og kunnu vísuna sem Hanna vildi
fá að vita hvernig væri. Vísan er
á þessa leið:
Gaman væri að gleðja hana ömmu
gieðibros á vanga hennar sjá.
Því amma hún er mamma hennar
mömmu
og mamma er það besta sem ég á.
í rökkrinu hún segir mér oft sögur
svæfir mig er dimma tekur nótt.
Syngur við mig sálma og kvæðin
fögur
þá sofna ég svo sætt og vært og
rótt.
Nota klór
Helga hringdi:
Hún vildi gefa föðurnum sem
þarf að halda köttum frá sand-
kassa það ráð að hella klór í kring-
um kassann.
Kaffikorgur
Kona hringdi:
„Kaffikorg er gott að npta til
að halda köttum í Ijarlægð. Ég hef
stráð því m.a. yfir blómabeð með
góðum árangri. Köttunum Virðist
vera illa við lyktina.“
Rauður pipar
Finnur hringdi:
„Gott ráð til að halda köttum í
fjarlægð er að strá rauðum pipar
í sandkassa eða í kringum kass-
ann. Annað ráð er að nota edik.“
Kettlingar
Elsa hringdi:
Fjórir kettlingar fást gefins.
Þeir eru 9 vikna og kassavanir.
Þeir sem hafa áhuga geta hringt
í síma 641363.
Keyrt á hund
Sonnýa hringdi:
Keyrt var á hundinn hennar 31.
maí síðastliðinn á Kringlumýrar-
braut til móts við Skógræktina.
Sá sem keyrði á hundinn hvarf á
brott en vinsamlegur maður sem
var á stórum sendibíl tók hundinn
og fór með hann á Dýraspítalann.
Sonnýju langar til að komast í
samband við manninn og biður
hann að hringja í síma 12125 eða
16610.
Óþriftiaður
Maður hringdi:
„Ég átti leið um Laugardalinn
á hvítasunnumorgun og fór inn á
aðalleikvöllinn. Þar var allt á kafi
í pappaglösum og öðru drasli. Mér
blöskrar að völlurinn hafi ekki ver-
ið hreinsaður. Og það er víða sem
er óþrifnaður, t.d. í kringum mörg
fýrirtæki."
Víti til að varast
Guðleif Jóhannesdóttir hringdi:
„Fyrir hönd margra vil ég lýsa
ánægju minni með skrif Þorsteins
Guðjónssonar í Velvakanda 6. júní
sl. Hvert orð er eins og talað út
úr okkar hjörtum. Við höfum
nefnilega hjörtu og þau slá fyrir
ísland. Alþingismenn mega vel
fara að hugsa sinn gang. Það er
ekki víst að þeir fljóti inn á þing
ef þeir styðja innflutning á þessu
gjörólíka fólki. Við höfum víti ann-
arra sem viðvörun og alltaf hafa
vítin verið til þess að varast þau.“
Útvega vinnu
Torfi Ólafsson hringdi:
„Getur Rauði krossinn ekki út-
vegað íslenskum krökkum vinnu
eins og þeim víetnömum sem eru
fluttir inn er útveguð vinna.“
Rétt vísa
Garðar hringdi:
„Vísan eftir Sigurð Breiðfjörð
sem var í greininni „Rétt og röng
trú“ í Velvakanda 3. júní sl. er
rétt svona:
Prestar hinum heimi frá
hulda dóma segja.
En skyldi þeim ekki bregða í brá,
blessuðum, nær þeir deyja.“
Víkveiji skrifar
Guðmundur Oddsson, foringi al-
þýðuflokksmanna í Kópavogi,
lét þá skoðun í ljós í Morgunblaðinu
síðastliðinn sunnudag, að Sjálf-
stæðisflokknum hafi verið „hafnað"
í Kópavogi og Hafnarfirði af því
að flokkurinn hafi þar ekki fengið
meirihluta atkvæða eins og í öðrum
sveitarfélögum á höfuðbörgarsvæð-
inu. Þetta er vægast sagt vafasöm
stjórnmálaskýring hjá Guðmundi,
en ef til vill skiljanleg í ljósi þess
að hann segist í sömu Morgunblaðs-
frétt vera „alveg skelfingu lostinn
yfir þessum ósköpum", sem eru
meirihlutamyndun Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokks í Kópavogi.
Staðreyndin er sú að Sjálfstæðis-
flokkurinn fékk rúman þriðjung
atkvæða í Hafnarfirði, og í Kópa-
vogi er hann stærsti flokkurinn með
um 40% atkvæða. Þar í bæ bættu
sjálfstæðismenn við sig fylgi og
hafa tvo bæjarfulltrúa umfram Al-
þýðuflokkinn, sem missti fylgi í
kosningunum og hlaut tæp 22%.
Hveijum var þá hafnað?
XXX
Víkveiji varð fyrir því óláni um
daginn að ekið var á bíl hans
á stæði. Greinilega hafði verið keyrt
á talsverðri ferð inn í hlið bílsins,
ef dæma mátti af dældinni í bílhurð-
inni. Hver sá sem olli skemmdunum,
gaf sig ekki fram við eiganda bílsins
og skildi ekki eftir miða eða annað
slíkt. Eftir því sem Víkveiji les í
blöðunum fjölgar atvikum sem
þessum. Það er illt til þess að vita
að fjöldi ökumanna hlaupist þannig
frá ábyrgð á tjóni, sem þeir valda
öðrum. Slíkir menn eru engu skárri
en skemmdarvargar, rúðubijótar
og innbrotsþjófar, sem valda spjöll-
um á eignum annarra.
xxx
Mikið hefur verið rætt um atvik-
ið sem varð á Laugardalsvell-
inum á dögunum þegar nakinn
maður hljöp inn á vöilinn skömmu
fyrir landsleik gegn Albaníu. Þetta
er vissulega alvarlegur atburður
sem kann að hafa slæmar afleiðing-
ar fyrir Knattspyrnusambandið.
í ljós kom eftirá að aðeins sex
lögregluþjónar voru við gæzlu á
þessum fjölmenna leik eða einn á
hveija eitt þúsund áhorfendur og
að fimm þeirra voru staddir „öfugu“
megin á vellinum þegar maðurinn
hljóp inná og því fór sem fór. Ekki
þótti Víkveija svör talsmanna lög-
reglunnar traustvekjandi þegar fjöl-
miðlar leituðu eftir þeim. Vallaryfir-
völd og Knattspyrnusambandið
höfðu ekki beðið um fleiri menn!
Er það ekki lögregluyfirvalda í
borginni að meta þörf fyrir lög-
gæzlu? Varla getur lögreglustjórinn
talizt yfirmaður pöntunarþjónustu
hér í borginni?
xxx
Skrílslæti í kringum knatt-
spyrnuleiki eru mikið vanda-
mál í hinum siðmenntaða heimi.
Við íslendingar höfum sem betur
fer verið lausir við þetta vandamál
að mestu leyti. En upp.á síðkastið
hefur örlað á þessu og Iþróttasam-
band íslands hefur séð sig knúið
til að lýsa yfir áhyggjum vegna
þessarar þróunar. Vonandi verða
svokallaðar knattspyrnubullur aldr-
ei áberandi á knattspyrnuleikjum
hérlendis. En ef koma á í veg fyrir
slíkt er vissulega þörf á öflugri lög-
gæzlu.